Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefnan Varnir gegn vinnuslysum Ráðstefna um vinnuslysavarnir verður haldin í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar á Grand Hóteli við Sigtún fimmtudaginn 18. október 2001 kl. 12:50 til 17:00. Þátttaka er ókeypis. 12:50 Fyrirtækjakynning - Öryggistæki á vinnustöðum - heilsuvernd starfsmanna. 13:15 Setning. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. 13:20 Vinnuslys í 20 ár. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. 13:35 Gott vinnuumhverfi er hluti af lífsstíl. Þorbjörn Guðmundsson, Samiðn. 13:50 Öryggisstjórnun og slysavarnir. Gestur Pétursson, sérfræðingur í áhættustýringu, ÍSAL. 14:05 Umræður. 14:15 Heilsuvernd fundarmanna - hléæfing. 14:20 Vinnuslys og varnir - mikilvægi fyrir heilsu þjóðarinnar. Sigurður Guðmundsson, landlæknir. 14:35 Vinnuslys. Brynjólfur Mogensen, sviðstjóri, Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. 14:50 Umferðin sem vinnustaður. Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. 15:05 Umræður. 15:15 Kaffi og kynningar: Öryggistæki á vinnustöðum - heilsuvernd starfsmanna. 15:45 Slysatrygging almannatrygginga. Sigurður Thorlacius, yfirlæknir Tryggingastofnunar ríkisins. 16:00 Vinnuslys og vátryggingar. Jón Ólafsson, rekstrarfræðingur, Sambandi íslenskra tryggingafélaga 16:15 Nær reglugerð um vinnu barna og unglinga yfir öll störf barna á Íslandi? Er úrbóta þörf? Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni. 16:30 Umræður. 16:40 Samantekt. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. 16:50 Ráðstefnuslit. Eftirtalin fyrirtæki verða með sýningarbás á ráðstefnunni: Dynjandi ehf., Eski ehf. - verkfræðistofa, Fossberg ehf., Gáski-vinnuvernd, IMG, Línuhönnun, Saga-Spa og Vinnueftirlitið. EIGENDUR Leiðarenda ehf. stefna að því að byggja upp verslunar- og þjónustumiðstöð á lóð sinni á nýja miðbæjarsvæðinu á mörkum Keflavík- ur og Njarðvíkur. Á lóðinni Brekkustígur 45 í Njarðvík er hús sem tilheyrði loðnuverksmiðju Fiskiðjunnar hf. en hef- ur síðustu árin verið notað sem vörugeymsla fyrir Eimskipafélagið. Lóðin nær einnig yfir Hafnar- götu 91 í Keflavík og er því bæði í Keflavík og Njarðvík. Of verðmætt svæði fyrir vörugeymslur Leiðarendi ehf., félag sem Sigurður Ragnarsson og Böðvar Jónsson fasteignasalar á Eignamiðlun Suðurnesja eiga, keypti húsið og lóðina í haust eft- ir hálfs annars árs viðræður við fyrri eigendur. „Við höfum fylgst með þessu húsi í mörg ár og haft augastað á því enda vitað að stórfyrirtæki hafa haft áhuga á að koma sér fyrir á þessu svæði,“ seg- ir Sigurður. Lóðin er 15 þúsund fermetrar að stærð, við aðalgötuna um Njarðvík og Keflavík, skammt frá stórmarkaði Samkaups og á horni Flugvallarvegar sem gert er ráð fyrir að verði not- aður í framtíðinni sem aðalinnkeyrsla í Reykja- nesbæ. Aðkoma að svæðinu er því og verður góð og þar er hægt að koma fyrir fjölda bílastæða. Á lóðinni er 1.500 fermetra hús auk 1.300 fer- metra viðbyggingar sem byrjað var á fyrir ári en ekki lokið við. Böðvar segir að lóðin bjóði upp á 3.500-4.000 fermetra byggingar til viðbótar. Húsnæðið er nú tómt en þar til fyrir skömmu var Eimskip með vörugeymslur sínar í því. Böðvar og Sigurður segja að staðurinn sé allt of verðmæt- ur til að vera með vörugeymslur þar. Hugmynd þeirra er að byggja upp aðstöðu fyrir stóra verslun eða verslunarmiðstöð á lóðinni í samvinnu við fyr- irtæki á því sviði. Hafa þeir þegar byrjað þreif- ingar um slíkt. Spennandi verkefni Þeir segjast gera sér grein fyrir því að það geti tekið nokkurn tíma að finna samstarfsaðila og semja við þá. Ekki sé skynsamlegt að hanna breyt- ingar á húsnæðinu eða nýbyggingu fyrr en ljóst sé hverjar þarfirnar verða. „ Það er spennandi verkefni að vinna að uppbygg- ingu í heimabæ sínum. Draumur okkar er að þarna verði í framtíðinni blómleg starfsemi í glæsilegum húsum,“ segir Sigurður. Leiðarendi ehf. eignast lóð loðnuverksmiðjunnar í miðbæ Reykjanesbæjar Stefnt að uppbyggingu verslunarmiðstöðvar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Böðvar Jónsson og Sigurður Ragnarsson fasteignasalar standa að Leiðarenda ehf. Á bak við þá sjást gamall vigt- arskúr og hús loðnuverksmiðjunnar á lóð þeirra í miðbæ Reykjanesbæjar. Lóðin er alls 15 þúsund fermetrar. Njarðvík/Keflavík                                           FÉLAGARNIR fjórir í hljóm- sveitinni Rými í Keflavík ala með sér þann draum að ferðast um heiminn og leika tónlist. Hljómsveitin Rými kom fyrst fram á sjónarsviðið á „Rokkstokk“, músíktil- raunum í Keflavík, fyrir um tveimur árum, en hljóm- sveitin gekk þá undir nafninu Jódís. Síðan þá hefur einn yf- irgefið hljómsveitina auk þess sem hún hefur breytt um tónlistarstefnu og leikur nú nokkurs konar jaðarrokk með pönkívafi, að sögn hljómsveitarmeðlima sem eru Oddur Ingi Þórisson, Sveinn Helgi Antonsson, Tómas Viktor Young og Æv- ar Pétursson. Ævar, Tómas og Oddur léku fyrst saman í hljómsveit fyrir átta árum, þegar þeir voru í Tónlistarskóla Kefla- víkur. Hljómsveitin bar nafnið Strumparnir og lék við ýmis tæki- færi á Reykjanesi við góðar und- irtektir og entist í þrjú ár. Breiðskífa á nýju ári Rými tók upp lagið Mistrið fyrir skömmu og hefur það fengið góðar viðtökur, að sögn félaganna, og var meðal annars valið lag vikunnar á pólsku útvarpsstöðinni Radio Afera. Það hefur einnig verið leikið nokkuð í Finnlandi og á Rás 2. Um þessar mundir fer mestur tími hljómsveitarmeðlima í vinnslu á nýrri breiðskífu sem þeir hyggjast gefa út í byrjun næsta árs. Þar að auki hafa þeir þónokkuð að gera við tónleikahald og verða m.a. í Frum- leikhúsinu hinn 15. nóvember nk. Hljómsveitin hefur verið með heimasíðu síðastliðin ár, en þar er meðal annars hægt að fá allar upp- lýsingar um hljómsveitina, meðlimi hennar og sögu, ásamt því að ná í lög hennar á mp3-formi. Þegar hafa yfir 2.200 manns heimsótt síðuna en slóðin er www.rymi.ipfox.com. Tónlistarhimnaríki á Hróarskelduhátíð Meðlimir Rýmis hafa tvívegis far- ið saman á Hróarskelduhátíð í Dan- mörku og segja hátíðina algjört tónlistarhimnaríki þar sem 170 hljómsveitir koma fram á fjórum dögum. Tómas er tengiliður hátíðarinnar við Ísland. Draumur hljómsveitarinnar er að ferðast um heiminn og leika tónlist en þangað til hann rætist ætla þeir að halda sig við tónleikahald og plötuútgáfu hér heima. Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Fjórir ungir menn skipa hljómsveitina Rými. Tómas Viktor Young, til vinstri, og Oddur Ingi Þórisson sitja fyrir fram- an þá Ævar Pétursson (t.v.) og Svein Helga Antonsson. Draumurinn að leika erlendis Keflavík STEFNT er að opnu próf- kjöri hjá Samfylkingunni vegna uppstillingar á fram- boðslista fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í Reykjanesbæ næsta vor. Er það fyrirkomu- lag í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunar meðal fé- lagsmanna sem fram hefur farið á undanförnum vikum. Í skoðanakönnuninni var fólk beðið um að velja á milli sex möguleika, frá opnu próf- kjöri til uppstillingarnefndar, og samkvæmt upplýsingum Svandísar Valdimarsdóttur, formanns félagsins, var af- gerandi meirihluti þeirra fé- lagsmanna sem þátt tóku í könnuninni fylgjandi opnu prófkjöri. Nefnd vinnur að reglum Á opnum félagsfundi sem Samfylkingin í Reykjanesbæ stóð fyrir síðastliðið mánu- dagskvöld voru niðurstöður könnunarinnar kynntar og samþykkt ályktun þess efnis að stefnt skyldi að opnu próf- kjöri. Kosin var nefnd til vinna að prófkjörsreglum. Félagsfundur verður haldinn aftur innan skamms þar sem endanleg ákvörðun verður tekin og nefndin skilar til- lögum. Samfylk- ingin stefnir að prófkjöri Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.