Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 47 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6.  E.P.Ó. Kvikmyndir.com FRUMSÝNING Sýnd kl. 6. Ísl tal.Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10. Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 269Sýnd kl. 8 Í glæpum áttu enga vini Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 280.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 269 MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire  Rás2  DV SV Mbl Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. MOULIN ROUGE! LAUGARDAGINN 29. september sl. var þriðja heimsmeistaramót fullorðinna, 35 ára og eldri, í suðuramerískum dönsum haldið í Barcelona á Spáni. Alls tóku 35 danspör frá 18 lönd- um þátt í keppninni, þar af tvö ís- lensk. Íslensku pörin voru Björn Sveinsson og Bergþóra María Berg- þórsdóttir og Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir. Þetta er í þriðja skipti sem keppt er í suður- amerísku samkvæmisdönsunum en mun lengri hefð er fyrir keppni í sí- gildu samkvæmisdönsunum í þess- um aldurshópi. Áður hafa mótin verið haldin á Nýja-Sjálandi og í Belgíu. Samhliða heimsmeistara- mótinu var haldin opin spænsk keppni í öllum aldurshópum og skráðu íslensku pörin sig einnig í þá keppni. Heimsmeistaramótið Keppnin var haldin í Palau dels Esports Barcelona, einni af stóru íþróttahöllunum sem byggðar voru í tilefni Ólympíuleikanna í Barcelona. Þetta er stór og glæsileg íþrótta- höll, sem aðstandendur keppninnar höfðu skreytt mjög smekklega í til- efni heimsmeistarakeppninnar. Spænska sjónvarpið tók keppnina upp og sýndi seinni hluta hennar í beinni útsendingu um kvöldið. Keppnin hófst kl. 13 með fyrstu umferð og völdu dómararnir 18 pör í næstu umferð. Þau pör sem ekki voru valin dönsuðu síðan aftur og völdu dómararnir 6 pör úr þeirra hópi. Íslensku pörin dönsuðu aftur en komst hvorugt þeirra áfram í 24 para úrslitin. Pör sem í fyrra voru í úrslitum og undanúrslitum þurftu núna að dansa aftur til þess að komast inn í 24 para úrslitin, svo sterkur var hópurinn. Síðan var valið í 12 para undanúrslit og að lokum í 6 para úrslit. Í úrslitum voru tvö pör frá Spáni, eitt frá Ítal- íu, Tékklandi, Rússlandi og Finn- landi. Í fyrra unnu Miquel Alonso og Eva Angues frá Spáni og ríkti mikil spenna í höllinni þegar dansað var til úrslita. Höllin var þéttsetin spænskum stuðningsmönnum sem hvöttu pörin sín óspart. Eftir glæsi- lega baráttu á gólfinu stóðu Miquel og Eva aftur uppi sem sigurvegarar og voru að vonum ákaflega glöð. Það sem snerti Íslendingana sem voru viðstaddir keppnina var vin- átta og góðvild paranna hvers í ann- ars garð. Sem dæmi um það tóku efstu tvö pörin höndum saman og mynduðu vinahring á meðan lesið var upp hvort paranna hafði sigrað. Sjaldan hefur sést eins glæsilegur dans hjá fólki á þessum aldri og ber að fagna að sjá þennan aldurshóp svona stóran og glæsilegan. Hluti af þessum keppendum er fólk sem keppt hefur í flokki áhugamanna í mörg ár og er það tilhlökkunarefni fyrir yngri dansara að vita til þess að þeir geti dansað og keppt langt fram eftir aldri. Opna spænska keppnin Opna spænska keppnin fór fram samhliða heimsmeistaramótinu og var fjöldi spænskra para mættur til leiks. Spánverjarnir dönsuðu ákaflega vel og var grunnvinna þeirra á gólf- inu til mikillar fyrirmyndar. Keppt var í öllum aldursflokkum var flokk- unum skipt eftir getu í A, B og C. C var keppnisflokkur þeirra sem lengst voru komnir og í þeim flokki kepptu íslensku pörin. Eggert og Sigrún kepptu í flokki fullorðinna C, 35–49 ára, og Björn og Bergþóra í flokki fullorðinna C, 50 ára og eldri. Eggert og Sigrún dönsuðu í undan- úrslitum og við það sat en Björn og Bergþóra komu, sáu og sigruðu. Það sem enn og aftur vakti athygli var vinsemd spænsku keppinaut- anna sem kysstu Björn og Berg- þóru í bak og fyrir og voru greini- lega mjög ánægð með þátttöku Íslendinganna í keppninni. Næsta heimsmeistaramót í suð- uramerískum dönsum fullorðinna verður haldið í Róm á Ítalíu í októ- ber árið 2002 og eru öll „fullorðin“ danspör hvött til þess að dusta nú rykið af dansskónum og skella sér út á æfingagólfið. Heimsmeistararnir í suðuramerískum dönsum fullorð- inna, Miquel Alonso og Eva Angues frá Spáni (lengst til vinstri), ásamt pörunum sem lentu í úrslitum. Heimsmeistaramót fullorðinna í suðuramerískum dönsum Íslensk- ur sigur á Spáni www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Kvikmyndir.com RadioX Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Stór fengur Tveir þjófar Hverjum er hægt að treysta Kvikmyndir.com HK. DV Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Líkamshlutar (BodyParts) Spennumynd Leikstjórn og handrit: Craig Corman. Að- alhlutverk: Richard Grieco og Athena Massey. Bandaríkin, 2000. Bergvík (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. EFTIR að hafa verið svikinn af eiginkonu sinni og besta vini, og mátt dúsa í kínversku fangelsi í fimm ár, snýr flotafor- inginn Ty (Richard Grieco) aftur til Bandaríkjanna. Þegar eiginkonan sviksama birtist á nýjan leik tekur at- burðarásin stefnu sem að öllum lík- indum á að vera óvænt, en er það engan veginn. Fátt kemur á óvart í þessu myndbandsmarkaðsfóðri. Samræður eru barnalegar og fram- vindan ekki aðeins fyrirsjáanleg heldur einkar ómerkileg. Einhvers staðar hafa aðstandendur myndar- innar grafið upp hina fornu ung- lingastjörnu Richard Grieco og reyna þannig að gera þessa hand- ónýtu kvikmynd söluvænlega. Greico hefur hins vegar fátt fram að færa utan sólbrúnku og snoppufríð- leika. Hér er á ferðinni kvikmynd, sem slæm er í alla staði. ½ Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Háskaför til Hong Kong Akercocke The Goat of Mendes Peaceville Ein umtalaðasta plata sem út hefur kom- ið í öfgaþungarokki þetta árið. ÞAÐ ER ekki skrýtið að Aker- cocke skuli vera hampað mikið í þungarokkspressunni, sérstaklega af þeim rokk- fræðimönnum sem vilja það helst níðþungt. Akercocke er satanískt þunga- rokksband, það dylst engum sem á hlýðir eða horf- ir. Tónlistin hér hefur þó það mikla vigt að áhugamenn um hana ættu ekki að láta slík trúmál villa sér sýn. Hér er fyrst og síðast frá- bært þungarokk á ferðinni. Áhrifin sem heyra má í tónlist Akercocke koma frá sígildu dauða- rokki, dómsdagsrokki (e. doom), mulningsrokki (e. grind-core), svartþungarokki og gotarokki. Spilamennskan hér er tæknileg, lögin eru flókin en samt sem áður grípandi. Hér er að finna hæg, ofsaþung stef en einnig er sprett úr spori. Söngurinn er svo bæði heljardjúpur og skaðræðisskræk- ur. Meira að segja einstaka hetju- sólói er hent inn! Helsti kostur þessarar plötu er hiklaust hversu vítt svið Aker- cocke teygja sig yfir en þó að- allega hversu vel þeir valda því og flétta ólíkustu þáttum saman á snilldarlegan hátt. The Goat of Mendes er fjölbreytt og heilsteypt verk en umfram allt afar hug- myndaríkt. Slipknot mínus mark- aðsfræðin?  Arnar Eggert Thoroddsen Myndbönd Úthugsuð þyngsli Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir sigruðu í opnu spænsku keppninni í flokki fullorðinna, 50 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.