Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 31 EITT fátækasta land í heimi er nú vettvangur átaka sem óhjákvæmilega bitna á óbreyttum borgurum. Fjölskyldur flýja heimili sín, bændur flosna upp af jörðum sínum og þjáningar þeirra sem minnst mega sín magnast stöðugt. Börnin verða verst úti – eins og svo oft. Fólk á bláþræði En átakanleg ör- birgð íbúa Afganistans varð ekki til í síðustu viku. Löngu fyrr bentu hjálparfélög eins og Rauði kross Íslands og Hjálpar- starf kirkjunnar á að ástandið væri að verða óbærilegt fyrir allan al- menning. Tuttugu og tvö ár stríðs hafa valdið miklum hörmungum og kúgun kvenna undir stjórn talibana hefur bannað þeim allar bjargir. Síðustu þrjú árin hafa þurrkar valdið uppskerubresti, í landi þar sem 85% þjóðarinnar lifa á land- búnaði. Hungursneyð ríkir á stórum svæðum sem hrakið hefur fólk á flótta í leit að lífsviðurværi. Svo er ástatt um meira en eina milljón manna sem voru flóttamenn í eigin landi áður en til síðustu átaka kom. Nærri þrjár milljónir afganskra flóttamanna búa í ná- grannaríkjunum Íran og Pakistan. Meðal þeirra eru læknar og hjúkr- unarfólk, kennarar og annað menntafólk sem staðið hefur undir stofnunum og þjónustu í samfélag- inu. Þeir innviðir hafa hrunið til grunna. Meðalaldur í Afganistan er ekki nema um 46 ár. Eitt af hverj- um fimm börnum sem fæðast deyr fyrir fimm ára aldur. Langflest börn fara á mis við menntun og verða að taka til hendinni strax í barnæsku, oft við sex ára aldur. Ástandið er með því versta sem gerist í heiminum og ef svo fer sem horfir verða tölurnar – eða öllu heldur sú raunverulega neyð sem þær segja til um – ennþá hrika- legri. Um miðjan nóvember gengur vetur í garð og mikið liggur við að koma sáðkorni til bænda og mat til fólks í afskekktum héruðum. Takist það væri hægt að draga nokkuð úr flótta. Tjöld og teppi eru lífsnauð- syn í næturkulda. Söfnunarsíminn er opinn Nú fara Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross Íslands þess á leit við þig að þú styðjir aðstoð við sár- þjáða íbúa Afganistans. Með því að hringja í 907 2003 leggur þú 1.000 krónur inn á sérstakan reikning. Fénu verður varið til að hjálpa Afg- önum í mikilli neyð, annaðhvort innan Afganistans eða í grannríkj- unum. Einnig er hægt að setja framlög á reikning númer 1150 26 21000 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. En tíminn er naumur. Hringdu núna. Þekking á aðstæðum Peningarnir þínir komast örugg- lega til skila. Þau alþjóðasamtök sem bæði Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn eiga aðild að halda nú þegar úti viðamiklu hjálp- arstarfi í Afganistan og eru þessa dagana að búa sig undir að taka á móti afgönskum flóttamönnum í grannríkjunum. Reynsla er því komin á alla framkvæmd. Hvort sem hjálpað er innan eða utan landamæranna þá er ljóst að þarf- irnar eru hinar sömu. Auk matar þarf að sjá fólki fyrir tjöldum, ábreiðum og fötum þannig að það geti bægt frá mesta kuldanum yfir vetrartímann. Það þarf að útvega vatn og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir farsóttir. Sjúkir þurfa læknisaðstoð. Sérstaklega þarf að huga að þörfum barna og aldraðra. Konum sem eru fyrirvinn- ur verður veitt sérstök athygli. Hugað er að áfallahjálp og leiðum til að styrkja fjölskyldubönd og samfélag svo að fólk sé betur í stakk búið til að þola álagið. Sem betur fer þekkjum við Ís- lendingar ekki stríð af eigin raun. En við þurfum ekki að líta langt til baka til að skynja fátækt, hungur og vosbúð. Hér gengur vetur í garð. Það snjóar í fjöll. Við hvetjum þig eindregið til að leggja fólki lið sem við eigum meira sameiginlegt með en það sem skilur okkur að. Hringdu núna. Neyðaraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross Íslands fara þess á leit við landsmenn, segja Sig- rún Árnadóttir og Jón- as Þórisson, að þeir styðji aðstoð við sár- þjáða íbúa Afganistans. Sigrún er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Jónas er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Sigrún Árnadóttir Jónas Þórisson 907 2003 getur bjargað mannslífum STÖÐUGT vex sá hópur Íslendinga sem gerir sér grein fyrir mikilvægi öflugrar smábátaútgerðar í landinu. Ekki þarf vísa menn til að sjá að sú verðmætasköpun sem á sér stað í smábátaút- gerðinni skiptir miklu máli. Sú verðmæta- sköpun er einfaldlega ein sú mesta sem á sér stað í íslensku atvinnu- lífi. Og ekki veitir af þar sem auðlindin er takmörkuð. Aðför að byggðinni Það er mjög ánægjulegt að koma að kveldlagi niður á bryggju þegar bátarnir sigla inn með fisk sem veiddur var fyrir fáeinum tímum. Þetta hráefni er nýtt og ferskt, enda er það eftirsótt á öllum mörkuðum. Fiskur veiddur á króka er góður fiskur og veiðarfærin sem hann er veiddur með eru vistvæn. Það er óráð hið mesta að vega svo að smábátaútgerðinni sem gert er með gildistöku laga um veiðar smá- báta 1. sept. síðastliðinn. Þau lög eru auk þess hrottaleg aðför að nokkr- um byggðarlögum og fjölmörgum fjölskyldum. Ríkisstjórnin veit gerla hvílíkum ófriði og óskunda hún stendur að með því að leggjast svona á byggð- irnar og á það fjölskyldufólk sem á allt sitt undir smábátaútgerðinni. Sérstaklega er ömurlegt að horfa á framferði ríkisstjórnarliðsins í árásum sínum á þá útgerðarmenn sem máttu veiða 30 tonn á 40 dögum. Sumir fá úthlutun upp á nokkur hundruð kíló og lenda á vonarvöl. Leynilögfræðingar sjávarútvegs- ráðherra Allt er þetta gert í skjóli nafnlausra lög- spekinga sjávarútvegs- ráðherra er halda því fram að stjórnarskráin meini Alþingi að láta þau lög gilda, sem giltu fyrir 1. sept. síðastlið- inn. Það skal tekið fram að tveir nafn- greindir lögspekingar, Sigurður Líndal og Skúli Magnússon, hafa komið með allt annað álit en „leynilögfræðing- arnir“ og telja það ekki lögbrot þótt gömlu ákvæðin gildi. Lög og reglur um stjórn fiskveiða eru nú orðin svo vitlaus að jafnvel sumir þeirra sem eiga nokkurn þorskkvóta geta ekki með nokkru móti róið til fiskjar vegna þess að stundum kemur annar fiskur en þorskur á önglana. Ef þeir eiga ekki kvóta fyrir þeim fiski, missa þeir veiðileyfið, komi þeir með hann í land. Fiskur fyrir borð Til nánari útskýringar: Segjum sem svo að trillukarl einn sem á þorskkvóta fari í róður og veiði 800 kíló af þorski og fái svo óvart nokkr- ar keilur á línuna og fáeinar ýsur. Þessum ýsum og keilum verður hann að henda í sjóinn, eigi hann ekki kvóta fyrir þeim eða hafi leigt slíkan kvóta af öðrum útgerðar- mönnum. Hér er úr vöndu að ráða fyrir þennan trillukarl. Hann má ekki koma með ýsuna eða keiluna í land nema eiga það á hættu að missa veiðileyfið eins og áður sagði. Ann- aðhvort verður hann að hætta að róa eða fleygja öllum öðrum fiski en þorskinum. Þetta er eitt lítið dæmi um heimskuna í sjávarútvegskerf- inu. Það má einu sinni ekki gefa elli- heimilum eða sjúkrahúsum þann fisk sem verið er að henda í sjóinn nú um mundir. Góður grundvöllur Því betur sem menn skoða þetta þeim mun ljósari verður þeim vit- leysan. Enn er þó ekki of seint að snúa við. Smábátaútgerð á fyrir sér góðan grundvöll. Hún er vistvæn, hún skil- ar góðu hráefni, hún skapar mikla atvinnu og heldur mörgum sjávar- byggðum uppi. Þjóð sem lifir á því að veiða og verka fisk verður að átta sig á því að það er æskilegt að eiga góðan og öflugan smábátaflota með annarrri útgerð. Því er það gleðilegt þegar fleiri og fleiri vilja sjá sterka og fjölbreytta útgerð um allt landið okkar. Mikilvægi öflugrar smábátaútgerðar Karl V. Matthíasson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar á Vestfjörðum. Fiskveiðistjórn Því betur sem menn skoða þetta, segir Karl V. Matthíasson, þeim mun ljósari verður þeim vitleysan. NÚ er svo komið að rúmlega hundrað sjúkraliðar sögðu upp störfum sínum og hættu 1. október síð- astliðinn og fjörutíu sjúkraliðar bætast í þann hóp 1. nóvember næstkomandi. Verkföll hafa verið boðuð og skella þau fljótlega á með nokkurra daga millibili. Nýnemar skrá sig ekki lengur í sjúkraliðanám. Meðal- aldur í stéttinni er kominn í 48 ár. Sjúkra- liðastéttin er að deyja út. Hafa ráðamenn haft einhverjar áhyggjur af þessum mál- um? Það held ég ekki. Síðustu skila- boð frá samninganefnd ríkisins voru 6,9% hækkun. Þeir reyndar bættu um betur og sögðu við kjaranefnd okkar að það gerði ekkert til þótt við færum allar í önnur störf, það væri til nóg af fólki, bæði utan af landi og innflytjendur, sem væru tilbúnir að starfa fyrir þessi laun. Við værum ekki nauðsynlegar. Einnig hefur okkur verið bent á að sjúkraliðar á Norðurlandi séu búnir að semja og við getum ekki farið fram á hærri samninga en þeir hafa fengið. Sem sagt um sjötíu sjúkraliðar utan af landi, sem ekki eru í félaginu, eiga að stjórna því hvað við fáum í laun. Undarlegt ekki satt? Ég man þá tíð er Sjúkraliðafélagið fór fram á að við fengjum sömu laun og þessir sjötíu sjúkraliðar, en þá voru laun þeirra mun hærri en okkar hér á Reykja- víkursvæðinu. Og hver voru þá við- brögð samninganefndar ríkisins? Man það einhver? Jú, sællar minn- ingar fengum við að heyra það að sjúkraliðar er stæðu fyrir utan fé- lagið ættu ekki að ráða launaskriði innan Sjúkraliðafélagsins. Hvað gerðist, hvað breytti skoðun þeirra hjá samninganefnd ríkisins? Af hverju er allt í einu orðið tímabært að gera eins og þeir fyrir norðan? Getur það verið vegna þess að laun þeirra hækkuðu lítið sem ekkert? Að þeir eru enn á sultar- launum? Þeir sjúkra- liðar sem fjölmenntu á Alþingi 11. október heyrðu fjármálaráð- herra segja að kröfur okkar væru ekki raun- hæfar og að öll önnur félög sem samið hefðu við ríkið hefðu fengið það sama og okkur er boðið. Hæstvirtur fjár- málaráðherra stendur sennilega í þeirri ein- földu trú að við kunnum ekki að lesa, því það þarf engan snilling til að sjá hvað hjúkrunarfræðingar sömdu um, lögreglumenn, tollverðir, þroskaþjálfar, kennarar og leik- skólakennarar. Það voru engin 6,9%. Fjármálaráðherra og hans menn í samninganefnd ríkisins hafa svo sannarlega ekki dregið dul á það hvernig þeir líta á nám okkar og vinnu. Skilaboðin verða ekki öllu skýrari. Svo nú spyr ég ykkur kæru samstarfsfélagar: Hvað er til ráða? Er hreinlega ekki orðið tímabært að segja upp og fara í önnur störf? Störf sem eru betur launuð, því að það eigið þið svo sannarlega skilið? Þið sem alla tíð hafið vakað á næt- urnar og hugsað um þá sem veikir eru svo fjölskyldur þeirra geti sofið rótt, unnið á jólum meðan þjóðin sit- ur heima með fjölskyldum sínum, verið við vinnu á gamlárs- og nýár- skvöld þegar ráðamenn og alþjóð gera sér glaðan dag. Það er löngu orðið ljóst að stéttin stendur ein, þrýstihópar innan þjóðfélagsins sem hafa einhverja möguleika á að veita okkur stuðning virðast ekki vera til og hinn almenni borgari virðist orð- inn þegjandi hás. En við sem höfum sagt upp störfum okkar munum vissulega gera allt sem við getum til að styðja við bak ykkar sem kjósið að halda áfram að berjast fyrir betri launum og starfa sem sjúkraliðar. Og til ykkar kæra ríkisstjórn! Við sjúkraliðar teljum kröfur okkar ekki miklar, við erum aðeins að fara fram á að geta séð fyrir okkur og fá tæki- færi til að lifa mannsæmandi lífi. Og einnig til að koma í veg fyrir að kom- andi kynslóð sjúkraliða (ef einhver verður) þurfi ekki í hvaða veðri sem er að leggjast svo lágt að hírast fyrir utan einhverjar byggingar þar sem ráðamenn koma saman, í von um að þeir hafi fyrir því að líta þó ekki sé nema augnablik í átt til þeirra. Og vakni til vitundar um að það er til stétt í þjóðfélaginu sem ekki virðist eiga sér neina málsvara í samfélag- inu og hefur einungis ríkisstjórn að stóla á. Engin stétt innan þessa þjóðfélags á að þurfa að lúta eins lágt og við höfum þurft að gera. Ég spyr: Hversu lengi ætlar ríkisstjórn þessa lands og samninganefnd henn- ar að halda áfram að lítilsvirða og auðmýkja þessa stétt? Er eitthvað sem stéttin hefur gert á hlut ykkar ráðamanna sem veldur slíkri hegðun af ykkar hálfu eða er það bara hinn venjulegi valdahroki sem þar á hlut að máli? Deyjandi stétt? Ingibjörg Hafsteinsdóttir Verkfallsbarátta Ég spyr: Hversu lengi ætlar ríkisstjórn þessa lands og samninganefnd hennar, segir Ingibjörg Hafsteinsdóttir, að halda áfram að lítils- virða og auðmýkja þessa stétt? Höfundur er sjúkraliði. KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.