Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNARMENN skoðuðu í gær allan póst sem sendur var til fjölmiðla í New York eftir að skýrt var frá því að sjö mánaða barn konu í starfsliði ABC-sjónvarpsins í borg- inni hefði sýkst af miltisbrandi. Ótt- inn við sýklaárásir hryðjuverka- manna magnaðist víða um heim og grunsamlegar póstsendingar voru rannsakaðar í mörgum löndum en miltisbrandur hefur hvergi fundist utan Bandaríkjanna. Rannsóknirn- ar beindust að umslögum og pökk- um, sem innihéldu torkennilegt duft, en í mörgum tilvikum reyndist um hrekki eða blekkingar að ræða. Alls hafa fjórir sýkst af miltis- brandi í Bandaríkjunum. Sjö mán- aða drengur greindist með miltis- brand í New York og áður hafði starfskona NBC fengið sjúkdóminn. Tveir starfsmenn dagblaðs í Flórída sýktust einnig og annar þeirra er látinn. Vitað er um níu aðra sem komust í snertingu við bakteríuna en hafa ekki sýkst. Drengurinn í New York er talinn hafa fengið sýkilinn 28. september þegar hann var með móður sinni í byggingu ABC í New York í um það bil tvær klukkustundir. Barnið hef- ur fengið sýklalyf og batahorfurnar voru sagðar góðar. Barnið reyndist vera með milt- isbrand í húðinni en slík sýking er ekki eins skæð og þegar sýkillinn kemst í öndunarfærin. Mennirnir tveir í Flórída höfðu andað bakt- eríunni að sér. Miltisbrandur sendur Tom Daschle Miltisbrandur fannst einnig í fyrrakvöld í bréfi sem sent var Tom Daschle, meirihlutaleiðtoga demó- krata í öldungadeild Bandaríkja- þingsins. Ekki er vitað hvort að- stoðarmenn Daschle hafi fengið bakteríuna en þeir fengu sýklalyfið Cipro í varúðarskyni. „Saklaust fólk hefur dregist inn í mál sem er því óviðkomandi,“ sagði Daschle. „Ég er mjög, mjög von- svikinn og reiður.“ Óttinn við sýklaárásir hefur breiðst út til annarra landa og rann- sökuð hafa verið fjölmörg umslög sem innihéldu torkennilegt duft. Í mörgum tilvikum var um hrekk að ræða og miltisbrandur hefur ekki fundist í póstsendingum utan Bandaríkjanna. Duft sem fannst í umslagi á skrif- stofu Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, reyndist ekki innihalda miltisbrandsbakteríuna. Duftið var sent til frekari rannsóknar. Þrjú grunsamleg umslög voru rannsökuð í Austurríki og franska lögreglan lokaði pósthúsi og banka í París vegna rannsóknar á tveimur umslögum. Að sögn yfirvalda í Frakklandi fundust engir sýklar í umslögunum. Póstflokkunarstöð í Liverpool lokað Ellefu manns gengust undir læknisrannsókn í Póllandi eftir að hafa opnað bréf sem innihéldu duft og voru send til lögreglustöðvar og sjónvarpsstöðvar. Stórri póstflokk- unarstöð í Liverpool var lokað vegna dularfullrar sendingar og pakkar og bréf, sem innihéldu hvítt duft, voru einnig rannsökuð í lönd- um eins og Ítalíu, Finnlandi, Nor- egi, Svíþjóð, Grænlandi, Eistlandi, Kanada og Suður-Kóreu. Grunsamlegt bréf til forsætisráð- herra Tékklands, Milos Zemans, fannst á skrifstofu hans um það leyti sem hann átti að taka á móti Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels. Hvítt duft fannst í byggingu ísr- aelska dagblaðsins Maariv en skrif- stofumaður játaði að hafa sent þangað meinlaust efni „í gríni“. Reuters Slökkviliðsmenn í deild, sem fæst við hættuleg efni, sprautaðir eftir athugun á grunsamlegu bréfi í aðalstöðvum ABC-sjónvarpsins. Fjöldi grunsamlegra bréfa til rannsóknar víðs vegar um heim Sjö mánaða barn grein- ist með miltisbrand Washington. AFP, AP. DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á mánudagskvöld að talibanar í Afgan- istan væru „tunguliprir lygarar“ og vísaði á bug fullyrðingum þeirra um að Bandaríkjamenn hefðu ráðist á þorp með þeim afleiðingum að um 200 óbreyttir borgarar hefðu fallið. Talibanar fóru með erlenda frétta- menn að umræddu þorpi í austur- hluta Afganistan á sunnudag til að sýna þeim þá eyðileggingu, sem þeir segja að orðið hafi þegar bandarísk- um flugskeytum rigndi yfir þorpið í síðustu viku. Um 200 manns hafi þá fallið og þorpið hafi verið þurrkað út. Richard Myers, forseti banda- ríska herráðsins, sagði á blaðamann- fundi sem Rumsfeld sat einnig, að ráðist hefði verið á manngerða hella nærri þorpinu. Þegar fjarstýrðar sprengjur Bandaríkjamanna lentu í hellismunnanum hefðu hins vegar orðið miklar sprengingar og eldar hefðu logað klukkustundum saman. Ekki við smákökubakstur Myers sagði að enn væri ekki ná- kvæmlega vitað hvað geymt hefði verið í hellunum. Rumsfeld lét að því liggja að þar hefðu verið geymd skotfæri. „Það er alveg ljóst að þeir voru ekki að baka smákökur inni í þessum hellum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað það deginum ljósara að menn hefðu ekki ráðist í að grafa út slík byrgi nema af ákveðinni ástæðu. Þar hefðu trúlega verið geymd skot- færi og fókið sem bjó í nágrenninu verið „tengt þeirri starfsemi“. Myers sagði að myndir sem tekn- ar hefðu verið af þorpinu sýndu að sprengjur hefðu ekki fallið á það. Þar hefðu og verið fáir íbúar ef nokkrir þegar árásin fór fram. Rumsfeld viðurkenndi að óbreytt- ir borgarar hefðu týnt lífi í loftárás- unum á stöðvar talibana og hryðju- verkamanna vegna mistaka. Tölur þær sem talibanar nefndu – þeir halda því fram að meira en 300 óbreyttir borgarar hafi nú fallið – væru hins vegar fráleitar. „Við vitum að leiðtogar talibana eru tunguliprir lygarar og að þeir fara í sjónvarpið og fullyrða ýmislegt, sem er ekki satt,“ sagði ráðherrann. Donald Rumsfeld vænir talibana um lygar Ráðist var á hella, ekki þorp Washington. AFP. DÓMSTÓLL á Filippseyjum gaf í gær út handtökuskipun á hendur Imeldu Marcos, ekkju Ferdinands Marcos, fyrrverandi forseta lands- ins, vegna spillingar. Hún fékk sig strax lausa gegn tryggingu. Imelda, sem er 72 ára, er sökuð um að hafa sett á fót leppfyrirtæki er hún var ráðherra landnámsmála á áttunda áratugnum til að koma háum fjárhæðum undan, sem hún er sögð hafa lagt inn á bankareikninga í Sviss. Ákærurnar sem lesnar voru upp í gær eru hluti af umfangsmeira sakamáli gegn Imeldu fyrir að hafa dregið sér stórfé á tveggja áratuga valdatíma eiginmanns síns. Imelda kvaðst saklaus af ákæru- atriðunum og sakaði stjórnvöld um ofsóknir á hendur sér. Marcos-hjónin voru alræmd fyrir spillingu og einræðistilburði. Þeim var steypt af stóli árið 1986 og flúðu til Hawaii, þar sem Ferdinand lést þremur árum síðar. Heimsathygli vakti að forsetafrúin skildi þúsundir skópara eftir í forsetahöllinni. Imeldu var leyft að snúa aftur til Fil- ippseyja árið 1991. Hún var síðar fundin sek um spillingu og dæmd til tólf ára fangelsisvistar, en úrskurð- inum var hrundið í áfrýjunarrétti. Handtöku- skipun á hend- ur Imeldu Manila. AFP, AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.