Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 48
Dúettinn Matala.
FINNSKI trommuleikarinn Samuli
Kosminen er staddur hérlendis um
þessar mundir og dyttar að ýmsu;
er að tromma inn á næstu breið-
skífu múm ásamt því að halda
nokkra hljómleika með dúettinum
Matala sem hann skipar ásamt
söngkonunni Ona Kamu. Morg-
unblaðið tók kauða í stutt spjall.
„Ætli ég spili ekki í um 80% lag-
anna,“ segir Kosminen, spurður um
vinnu sína með múm. „Við vorum
að enda við að klára mitt innlegg
og erum nú að fara að skoða hvort
það þurfi að bæta einhverju við.“
Hann segist fyrst hafa hitt múm
fyrir tveimur árum er hann hafi að-
stoðað þau, Apparat Orgel Kvart-
ett og Big Band Brútal við tónleika-
hald í Helsinki.
„Svo komu þau aftur fyrir ári
síðan. Ég er svona að vona að þetta
verði að árlegum viðburði!“
Kosminen kom hingað til lands
fyrst fyrir um sex árum síðan til að
heimsækja vin sinn, gítarleikarann
Kristján Eldjárn.
„Ég hugðist koma hér í frí en
hann dreif mig strax með sér í
spilamennsku. Svo spilaði ég inn á
plötu með Bubba ’97 að ég held. Og
nú er ég að spila með múm!“
Kosminen er atvinnutónlist-
armaður og spilar með fjölda lista-
manna og sveita. Matala er ekki
nema hálfs árs gömul sveit og hef-
ur hingað til eingöngu spilað í Hels-
inki.
„Þetta eru að mestu leyti lög eft-
ir Onu og að mestu leyti í minni út-
færslu. Ég sé um að hljóðsmala og
leika á raftól. Við spilum á hljóð-
færi en þetta er þó að mestu leyti
raftónlist.“
Með Matala spilar Crucible, sem
inniheldur m.a. Tenu Palmer en
hún gaf út samnefndan hljómdisk
árið 1998.
Tónleikar Matala og Crucible
fara fram í kvöld í Djúpinu, sem er
í kjallara Veitingastaðarins Horns-
ins. Hefjast þeir kl. 21.00 og er
miðaverð 500 kr. Einnig mun Mat-
ala spila í 12 tónum síðdegis næst-
komandi föstudag.
Finnskt rafstuð
Matala og Crucible í Djúpinu
48 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Með sama genginu.
Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins.
ÞÞ stri
k.is
SÁND
Konugur glæpanna er kominn!
Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251
strik.is
Mögnuð stuðmynd
í nánast alla staði!
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 274
THE IN CROWDAllir vilja þeir sneið af „glæpakökunni“Nýjasta snilldar-verkið frá
meistaranum
Woody Allen.
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 265.
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 245
strik.is
Radio X
DV
Sýnd í Lúxus VIP kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.10.
B.i 16 ára. Vit nr. 278
Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal. Vit 245
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B. i. 12. Vit 269 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára Vit 280.
HÁSKÓLABÍÓ
Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919
Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi.
Radíó X
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
Mbl
Sýnd kl. 5.15 og 10. B. i. 12.
Með sama genginu
Ekki missa af skemmtilegustu
grínmynd ársins.
Stærsta mynd ársins yfir
50.000 áhorfendur
ÞÞ strik.
is
Sýnd kl. 6 og 8. (2 fyrir 1)
SÁND
TILLSAMMANS
Vegna fjölda áskorana verður
myndin sýnd í nokkra daga.
Menn eru tilbúnir að
deyja fyrir þær.
Tilboð 2 fyrir 1
Sýnd kl. 5.45.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B. i. 12 ára.
Sýnd kl. 8.
Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal
TVÆR núðlusúpur takk!Emilíana stráir einhverjusem ég veit ekki hvað er yf-ir súpuna sína, þar sem við
sitjum inni á veitingahúsinu Asíu og
gerum okkur klár fyrir spjallið. Ég
bara hermi eftir en veigra mér þó við
að beita prjónunum. Hún fer hins
vegar fagmannlega með þessi matar-
amboð. „Frábær súpa!“ segir hún og
brosir kankvíslega.
Emilíana kom hingað til lands á
sunnudaginn og mun dvelja hér í tíu
daga. Það er stund milli stríða hjá
söngkonunni og viss tímamót að
ganga í hönd. Að baki stórskemmti-
legt tónleikaferðalag um Bandaríkin
með listamönnum eins og Travis,
Dido og Tricky en framundan vinna
við nýja breiðskífu, plata sem koma
mun í kjölfarið á plötunni Love in the
time of science sem út kom í nóvem-
bermánuði 1999.
Mesti rússíbaninn
„Ég vildi óska þess að platan væri
búin og ég gæti farið aftur út að túra,“
segir Emilíana óþreyjufullri röddu.
Hún segir tónleikaferðalagið um
Bandaríkin eitt það skemmtilegasta
sem hún hafi gert um ævina. „Þetta
var alger ást og hamingja!“
Vinna við plötuna nýju er hafin.
„Loksins,“ andvarpar Emilíana en
samstarfsaðilar eru m.a. Eg, helsti
meðhöfundur hennar, Sigtryggur
Baldursson trommuleikari sem hefur
unnið náið með Emilíönu undanfarin
tvö ár og hljómsveitin Sneaker
Pimps. Vinna við plötuna mun fara
fram í London.
„Ég ætlaði að reyna að vinna hana í
Ameríku en það var ekkert hægt,“
segir Emilíana. Hún segir að mikið
hafi gengið á undanfarið, bæði í henn-
ar persónulega lífi og svo hinu opin-
bera. Enginn tími hafi því gefist til
neins og það hafi ekki verið fyrr en
fyrir um tveimur mánuðum að hún
hafi getað sest niður til að semja.
„Platan verður allt öðruvísi en sú
síðasta,“ upplýsir hún. „Hún verður
lífrænni og minni um sig. Einfaldari,
eða þannig vil ég a.m.k. hafa hana. Ég
ætla að reyna að læra eitthvað af síð-
ustu plötu (hlær).“
Platan sú fékk víðast hvar góða
dóma, og flestir sammála að þar sé
verk sem vaxi með hlustandanum,
smátt og smátt. Hún er langt í frá
auðveld afhlustunar, sem Emilíana
samþykkir.
„Næsta plata verður þannig líka
held ég.“
Undanfarin tvö ár hefur verið að
byggjast upp nokkur aðdáendahópur
í kringum Emilíönu, sem meðal ann-
ars má sjá á vaxandi fjölda heima-
síðna svo og góðum viðtökum í af-
stöðnum túr um Bandaríkin, sem kom
Emilíönu og félögum frekar á óvart.
„Þetta er búið að vera mesti
rússíbani sem ég hef komist í kynni
við á ævi minni,“ segir Emilíana og er
hér að rekja reynslu sína undanfarin
tvö ár.
„En nú er ég í raun að fara að byrja
upp á nýtt. Og hlakka mikið til þess.“
Hún segir bransann í kringum
þetta vera mun meira „batterí“ en
fólk geri sér grein fyrir. „Þetta er allt
öðruvísi en maður hugsar sér. Miklu
erfiðara. Ég er reyndar búin að vera
rosalega heppin. Ég fæ að gera það
sem ég vil. Þarf ekki að vera í
einhverjum fataauglýsingum eða
eitthvað til að koma mér á framfæri.
Og nú er ég komin með nýtt band,“
tilkynnir Emilíana glaðhlakkaleg.
„Það er amerískur strákur sem er
kontrabassaleikari. Síðan er það
Siggi (Sigtryggur Baldursson) og
tölvur. Hljómborð og tölvur. Það er
komin glæný meining í þetta allt sam-
an, ég er t.d. að upplifa síðustu plötu
allt öðruvísi en ég gerði.“
Hún segir að þetta band muni
vinna með henni að nýju plötunni.
„Við erum búin að vinna svo ótrú-
lega vel saman. Við vorum í fjóra
mánuði að ferðast og það voru aldrei
nein leiðindi eða neitt. Þetta var bara
æðislegt allan tímann.“
Vandi að spá
Emilíana segir að hryðjuverkin í
Ameríku hafi sett mikið strik í reikn-
inginn hjá sér, svo og öllum „minni“
listamönnum.
„Þetta er allt voðalega skrýtið út af
þessu stríði. Ég held að margir lista-
menn sem hafa verið að sigla hægt og
örugglega upp eigi eftir að hafa það
erfitt. Þannig að framtíðin er nokkuð
óráðin, með tilliti til þessa.“
Emilíana segir vanda að spá um
gengi næstu plötu. „Ég veit það ekki.
Ég hef ekki hugmynd um það. Það fer
alveg eftir því hvers þú óskar þér. Auð-
vitað vill maður að fólk heyri plötuna
en það er alltaf spurning um á hvaða
mælikvarða þú hefur óskað þér þess.
Ég hætti aldrei að segja að ég vilji vera
eins og Tom Waits. Ég ætla aldrei að
hætta að segja það. Það er bara lang-
fallegasta atvinna sem ég veit. Gera
bara nákvæmlega það sem þú vilt.“
Emilíana leikur í Listasafni
Reykjavíkur í kvöld og hefjast tón-
leikarnir kl. 20.00. Með henni leikur
Citizen Cope frá Bandaríkjunum og
Védís hin íslenska. Airwaveshátíðin
hefst annars formlega í kvöld og á
sama tíma verða harðkjarnatónleikar
á Gauki á Stöng þar sem Sólstafir,
Vígspá, Snafu, I Adapt og Andlát
leika. Einnig mun DJ Habit snúa skíf-
um á Hverfisbarnum.
Langfallegasta
atvinnan
Emilíana Torrini leikur
á Iceland Airwaves í
kvöld ásamt hljómsveit.
Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við
söngkonuna sem
stendur á tímamótum
um þessar mundir.
Morgunblaðið/Golli
arnart@mbl.is
Emilíana Torrini opnar Iceland Airwaves-hátíðina