Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 33 ✝ Sigríður Karls-dóttir fæddist í Brekku í Sogamýri í Reykjavík 24. nóv- ember 1928. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Haraldur Óskar Þór- hallason, vörubif- reiðastjóri í Reykja- vík, f. 25. febrúar 1896, d. 11. mars 1974, og kona hans, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 12. september 1898, d. 10. júlí 1970. Systkini Sig- ríðar eru Haraldur, f. 27. október 1922, Guðrún, f. 20. nóvember 1924, Þórhalla, f. 28. desember 1926, Kristín, f. 8. ágúst 1932, Ás- geir, f. 2. mars 1934, Hjördís, f. 13. júní 1935, Fjóla, f. 14. desember 1936, og Þórdís, f. 25. október 1938. Sigríður giftist 23. ágúst 1947 Einari Péturssyni, húsa- smíðameistara og síðar kaup- manni, f. 2. nóvember 1923. For- eldrar Einars voru Pétur Sigurðsson búfræðingur frá Hjaltastöðum og kona hans, Guð- laug Sigmundsdóttir, frá Gunn- hildargerði. Börn Sigríðar og Ein- Jóhönnu Vigdísi, f. 29. janúar 1996. 2) Sigríður Björg, skrifstofustjóri hjá Sorpu b.s., f. 21. mars 1952, maki Skúli Jónsson, f. 26. mars 1950. Börn þeirra eru Inga Rós, f. 27. febrúar 1976, sambýlismaður Pétur Kristjánsson, og Jón Pétur, f. 1. júlí 1982, 3) Þórhalli húsasmíða- meistari, f. 12. ágúst 1961, maki Guðný Tómasdóttir, f. 8. janúar 1957. Barn þeirra er Berta Guðrún, f. 8. ágúst 1985, en fyrir átti Guðný Bryndísi Ásmundsdóttur, f. 1. mars 1974, sambýlismaður Ragnar Þórðarson, og Ásgeir Arnar Ás- mundsson, f. 17. apríl 1979. Sigríður ólst upp á Hverfisgöt- unni og Grímsstaðaholtinu. Hún vann við verslunarstörf og eigin kaupmennsku 1965-1980, lengst við rekstur verslunarinnar Bjark- ar, Álfhólsvegi 57 í Kópavogi, sem gekk undir nafninu Siggubúð. Síð- ar rak hún verslunina Heimilis- markaðinn í Hafnarfirði ásamt eig- inmanni sínum. Hún var félagi í fimleikadeild og skíðadeild Íþróttafélagsins Ármanns á yngri árum og var kostuð af félaginu til skíðanáms á Ísafirði 1946. Sigríður var einn af stofnendum Systra- félagsins Iðunnar og Soroptimista- klúbbs Kópavogs og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbb sinn meðan heilsa leyfði. Hún var vara- forseti Landssambands soroptim- ista 1980-1981. Útför Sigríðar fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. ars eru: 1) Pétur, lögfræðingur, fv. flug- málastjóri, f. 4. nóvem- ber 1947, var kvæntur Arndísi Björnsdóttur, f. 26. ágúst 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Signý Yrsa, f. 5. janúar 1969, sambýlis- maður Grétar Símon- arson, börn þeirra Pétur Geir, Símon Brynjar og Birta Rún, b) Sigríður Hrund, f. 12. janúar 1974, sam- býlismaður Baldur Ingvarsson, c) Einar, f. 19. apríl 1978, sambýliskona Rósa María Sigtryggsdóttir, d) Arndís, f. 2. janúar 1982, sambýlismaður Hálfdán Ólafur Garðarsson. Pétur er nú kvæntur Svanfríði Ingvadótt- ur, f. 4. desember 1955, og eru hennar börn Stefanía Tinna E. Warren, f. 16. september 1985, og Sindri Steinarsson, f. 26. sept- ember 1990. Með Önnu Stefaníu Wolfram Jóhannsdóttur, f. 10. júní 1949, á Pétur Þórunni, f. 29. októ- ber 1967. Hennar börn eru Anna Hildur Björnsdóttir, Atli Már Björnsson og Ólöf Rún Sigurðar- dóttir. Pétur á með Ragnhildi Hjaltadóttur, f. 28. ágúst 1953, Sig- ríði Theódóru, f. 8. ágúst 1985, og Það var heiðskír haustdagur, lauf- in glitruðu í allri sinni litadýrð í glampandi sól og stafalogni. Dag- arnir verða ekki fallegri á haustin en einmitt svona. Þetta var dagurinn sem tengdamóðir mín fékk lausn frá þjáningum sínum sem höfðu varað svo lengi. Ég hitti Sigríði fyrst fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar ég og einkadóttirin fórum að draga okkur saman. Mér var strax tekið opnum örmum af fjölskyldunni og varð brátt viðurkenndur sem hluti af þessari samheldnu fjölskyldu. Það fór ekki fram hjá neinum sem kynnt- ist Sigríði á þessum árum að þar fór sterkur persónuleiki, fullur af lífs- fjöri og atorku. Fjölskyldan var í fyrirrúmi á heimili þeirra Einars og mátti ekki á milli sjá hvort þeirra hjóna legði meira kapp á að rækta fjölskylduböndin og láta gott af sér leiða. Alltaf voru þau boðin og búin að rétta hjálparhönd og ekkert var of gott fyrir börn þeirra og fjölskyld- ur þeirra. Þrátt fyrir að á þessum ár- um rækju þau verslun við heimili sitt í Kópavogi, sem gekk undir nafninu Siggubúð, voru dyrnar að heimilinu ávallt opnar og öll sú aðstoð og ráð veitt til handa þeim sem komu. Sigríður hafði alla tíð afar sterkt og náið samband við börnin sín þrjú. Þetta samband byggðist á öllu í senn, móðurást, virðingu, trausti og heilbrigðum metnaði. Samband konu minnar við móður sína var til að mynda svo sterkt að engu var lík- ara en þær vissu oft á tíðum hvað hin hugsaði. En skyndilega dró ský fyrir sólu þegar í ljós kom að Sigríður var haldin erfiðum sjúkdómi, sem lækn- isfræðin gat ekki fundið ráð við hjá henni. Það var ekki skapferli Sigríð- ar að bera veikindi sín á torg. En eft- ir því sem sjúkdómurinn ágerðist gat engum dulist að Sigríður gekk ekki heil til skógar. Það var henni ómetanlegt að hafa Einar sér við hlið á þessum tíma, því hún þurfti sífellt meiri umönnun og aðstoð eftir því sem árin liðu. Síðustu 15 árin má segja að Einar hafi verið vakinn og sofinn allan sólarhringinn, alla daga jafnt, við að veita henni þá umönnun sem hún þurfti. Það er óhætt að segja að Einar hafi þá sýnt ofur- mannlegan styrk sem fáir ef nokkrir hefðu haft til að bera. Vegna þessa gat hún dvalið á heimili sínu mun lengur en ella. Þar kom þó að hún fluttist á hjúkrunarheimilið Skóg- arbæ þar sem hún naut afar góðrar þjónustu starfsfólksins. Einar var þó áfram með henni þar og veitti henni aðstoð sem fyrr, þar til yfir lauk. Þó að líkamleg veikindi hömluðu Sigríði fylgdist hún vel með öllu, hvort sem um var að ræða þjóðmála- umræðu eða atburði í fjölskyldunni. Heimili þeirra Einars var miðpunkt- ur fjölskyldunnar sem þeim báðum var svo annt um, enda fengu þau tíð- ar heimsóknir ættingja og vina. Andlegt atgervi Sigríðar kom vel fram við þessar aðstæður, því þar sýndi hún fullan styrk þótt líkaminn gæfi eftir. Minningin um Sigríði verður í mínum huga, og þeirra sem þekktu hana, jafn björt og haustdag- urinn sem hún kvaddi. Megi Guð vaka yfir og styrkja fjölskyldu henn- ar í framtíðinni. Skúli Jónsson. Amma er ljósið í lífinu. Hún leiðir mig og verndar hvert sem ég fer og hvað sem ég geri. Hún hefur kennt mér að vera sterk, dugleg, ákveðin, góð og einlæg. Við erum um margt líkar, enda nöfnur. Hún er mér ímynd móður, konu og vinkonu sem ég gat leitað til með flestallt. Fyr- irmynd framar öllu. Í sérhverju verki, hugsun og orði gat ég treyst á visku og reynslu sem amma miðlaði mér óeigingjarnt. Neyðarlínan fyrir pönnukökur er núna laus til um- sóknar! Og þetta er meint í húmor, því ekki fór frúin varhluta af kímni sem virtist lita allt sem hún tók sér fyrir hendur. Aldrei var langt í bros- ið þótt illa stæði á. Ég á svo margt henni og afa að þakka, sem dæmi má nefna að grunninn að tónlistar- og dansáhuga mínum, sem veitir mér frið og styrk í dag, hlaut ég hjá þeim í gegnum söng, vísur, dill og skak. Stolt var ég þegar söngkennarinn spurði mig hvort ég hefði sungið eitthvað í æsku, ég hélt það nú! Hús- mæðraskólinn var ennfremur ómiss- andi þáttur í tilverunni þar sem manni var kennt að skúra, skrúbba og bóna – gleymum ekki hvernig á að hengja upp úr vél. Kennslan var heldur engin sérviska, heldur nýtni og gott handverk framar öllu. Hjá afa og ömmu fékk ég fróðleik um fyrri tíma og kann vel að meta það sem ég bý að í dag, því eins og flest fullorðið folk hafa þau séð tímana tvenna. Amma sagði mér frá sinni æsku og miðlaði þar með ómetanleg- um hlutum, minningum og hugsun- um. Ég er fegin að nafna hefur fengið flugið, ég veit að henni fylgir drjúg- ur byr og hlýr frá okkur öllum sem hana þekkja. Baráttan hefur ekki verið auðveld en ég er þakklát fyrir tímann sem við höfum átt saman og vona að hún lifi áfram í mér og mín- um verkum svo að ég geti heiðrað hana á þann hátt. Elsku hjartans afi minn, Guð geymi þig, varðveiti og veiti þér styrk í sorginni. Ég minnist ykkar tíma saman og um leið minnar æsku, sem ég gekk í gegnum að miklu leyti hjá ykkur, með gleði og innri ró. Ég fagna frelsi ömmu og reyni að sakna hennar sem minnst því ég veit að hún er ávallt með mér. Látum ljós hennar skína áfram og heiðrum hana með birtu og ró í hugum okkar. Ykkar ástkær, Sigríður Hrund. Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með bænunum sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Elsku afi minn. Þinn missir er mikill. Megi guð og góðar minningar styrkja þig á erfiðum stundum. Signý. Ég vona að einhvern daginn gefi Guð mér þroska til að skilja hvers vegna þú þurftir að bera svona hræðilegan sjúkdóm á herðum þér í rúm tuttugu ár. Mér finnst þetta óréttlæti að manneskja sem fylgir boðorðunum tíu umyrðalaust og hjálpar öllum í kringum sig án þess að ætlast til endurgjalds hljóti þenn- an stranga og miskunnarlausa dóm. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar þú kenndir mér enskan vals á brúna teppinu í Vorsabænum og Grettir Björnsson spilaði á harm- onikku undir. Þú dansaðir alveg eins og drottn- ing í ríki þínu, svo vel til höfð með krullur í hárinu, rauðbrúnan varalit, gleðin skein af þér í allar áttir og það var eins og herberginu hefði verið gefið líf. En svo þurftir þú að hvíla þig því að sjúkdómurinn kallaði. Og alltaf urðu góðu stundirnar styttri. Það er svo margt sem mig langar til að segja þér augliti til auglitis í góðu tómi, og ég vildi að ég hefði átt- að mig á því og haft kjark til að segja það fyrr. En eins og þú sagðir sjálf, það er auðvelt að vera vitur eftirá, þannig að það verður að bíða þess sólríka dags er við hittumst næst. Ástarkveðjur amma mín. Einar Pétursson uppeldissonur. Elsku Sigga systir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þessar ljóðlínur eftir Tómas Guð- mundsson komu efst í hugann þegar mér barst andlátsfrétt Siggu systur minnar. Hugurinn reikar ósjálfrátt aftur í tímann. Það var glatt á hjalla þegar við systkinin vorum að alast upp, mikið sungið og hópurinn þurfti lít- illar utanaðkomandi afþreyingar við, okkur nægði að hafa hvert annað. Ég minnist þess þegar við vorum á barnsaldri (Sigga nokkrum árum eldri) hve mér varð oft starsýnt á fallega rauða hárið, sem hún ein okkar níu systkinanna var svo hepp- in að fá í vöggugjöf frá mömmu. Það var ekki einasta hárið, einnig falleg- ur vöxtur og öll heildarmyndin, sem minnti mig alltaf á mína uppáhalds- leikkonu Ritu Hayworth. Það er fátt sem gleður mannsins hjarta meir en söngur og það voru ógleymanlegar þær stundir sem við systurnar sjö áttum þegar við kom- um saman og sungum. Þá ríkti sönn gleði enda söngurinn lífsnæring and- ans. Hugur Siggu beindist fljótt að íþróttum, leikfimi og sérstaklega að skíðaíþróttinni en utanaðkomandi aðstæður komu í veg fyrir að fram- hald yrði þar á. Lífsins skóli er oft harður hús- bóndi og erfitt að átta sig á tilgangi hans. Ýmsir fara í gegnum lífið átakalítið á meðan aðrir þurfa að heyja harða baráttu sem oftast teng- ist heilsunni, líkamlegum og andleg- um áföllum. Í meira en 20 ár bar Sigga systir þungan kross sem þyngdist með ári hverju en þrátt fyrir byrðina missti hún aldrei von- ina um bata. Að yfirgefa þessa jarð- vist er leið okkar allra. Sú leið er að vísu mislöng og ströng en leið sem enginn kemst hjá að fara. Nú er systir mín laus úr fjötrun- um, búin að fá frelsið og farin (hinum megin við ósýnilega tjaldið) upp á æðri svið til aukins þroska. Þar bíða mörg óleyst verkefni og óuppfylltar óskir munu rætast. Þótt musteri sálarinnar hvíli á jörðu niðri þá lifir sálin að eilífu. Ég bið góðan Guð, systir mín, að umvefja þig sínum kærleika og engla hans að vísa þér veginn til æðsta þroska. Hittumst síðar. Guð blessi fjölskyldu þína og gefi henni styrk í sorginni. Þín systir, Kristín. Hún er dáin. Sigga systir, ein úr hópnum, er farin. Þrátt fyrir veik- indi Siggu kemur dauðinn manni alltaf í opna skjöldu. Hún hefði orðið 73 ára í næsta mánuði sem er ekki mikill aldur. Veikindi Siggu voru löng og ströng, hún sá alltaf von, fannst hver dagur væri jafnvel skárri. Við erum níu systkin, sextán ár á milli þess elsta og yngsta. Það gefur því augaleið að stundum hefur verið þröngt um hópinn. Þrátt fyrir ald- ursmun voru ótrúlega sterk tengsl milli hópsins. Það var mikið sungið á heimili okkar og allir tóku þátt. Karl faðir okkar varð 70 ára í febrúar 1968 og hann elskaði þegar við sungum fyrir hann. Við systurnar, sem erum sjö, ákváðum því að æfa nokkur lög fyrir pabba og flytja honum á afmælis- daginn. Við fengum Jón Sigurðsson „í bankanum“ til að æfa með okkur og honum fannst þetta svo merkilegt að fyrir hans orð sungum við sjö saman í sjónvarpi, sem hefur verið ánægjulegt í minningunni. Því miður er öll upptakan af þessu glötuð, því árið 1968 voru spólur ekki geymdar, þær voru allar endurnýttar. Okkur öllum til gleði var þátturinn tekinn upp í heimahúsi á gamalt stálþráð- stæki sem svo seinna var sett á spól- ur. Gæðin voru ekki mikil en samt hægt að hlusta og hverfa aftur í tím- ann og njóta þannig. Við vitum að Sigga systir hlustaði oft á þessa spólu sér til ánægju og eftir að hún kom í Skógarbæ, sem var heimili hennar í seinni tíð, hitti hún fyrir gott fólk sem fékk að hlusta með henni. Elsku Sigga systir, lífshlaupið var erfitt fyrir þig seinni árin, þar sem erfiður sjúkdómur breytti öllu lífs- hlaupinu. Þú varst ung og falleg íþróttakona, fórst á skíðaskóla á Ísa- firði. Það varð reyndar ekki mikið úr íþróttaiðkun því ung stofnaðir þú heimili með Einari og eignuðust þið þrjú efnileg börn, sem komust vel til manns. Ekki má gleyma Siggubúð, þar var gott og gaman að koma. Síðustu 23 árin hefur þú barist við þennan sjúkdóm sem smám saman dró frá þér þrekið og hefur á end- anum haft sigur. Við þökkum fyrir frelsið sem þú hefur nú loks fengið. Guð blessi Einar og börnin og barnabörnin í sorg þeirra. Þínar systur, Hjördís, Fjóla og Þórdís Karlsdætur. SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR                             ! "#$" %             &'' ()*+* (,-. / 0         !"    #   $  %    &   1 # %1/$"  231/$"   1/!# ./.!/ 4$"  23  .!/,$"  &/$.5,//& /!# '#  #6 $"  !/,.+# & /!# & /7  # $"  .871  #& /$"  & '9 /!# !8#8#87#%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.