Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. kona af völdum lungnakrabbameins og megi segja að hér sé um heima- tilbúinn faraldur að ræða því dauðs- föllin megi rekja til reykinga á 20. öldinni. „Reykingar virðast hafa aukist mjög hratt hjá íslenskum konum um og eftir stríðsárin og jukust bæði nýgengi og dánartíðni frá árinu 1960,“ segir Laufey. „Fyrir þann tíma létust ein til tvær konur árlega af völdum lungnakrabbameins en eftir 1960 hefur hvort tveggja farið vaxandi á hverju fimm ára tímabili þar til árin 1996 til 2000. Nýgengi lungnakrabbameins hjá konum var 32 á 100.000 árin 1991 til 1995 en á síðasta fimm ára tímabili 27.“ Dán- artíðnin hefur aukist jafnt og þétt þennan tíma og var 25 á hverjar 100.000 konur árin 1991 til 1995 en ekki liggja fyrir tölur um síðustu fimm árin. Laufey segir að skýringa á ný- gengi lungnakrabbameins í dag NÝJAR tölur frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands benda til þess að farið sé að draga úr tíðni lungnakrabbameins á Íslandi bæði hjá körlum og konum. Hér á landi er nýgengi lungnakrabbameins hjá konum með því hæsta sem þekkist en hefur lækkað úr 32 á hverjar 100 þúsund konur í 27. Ísland er í flokki með Bandaríkj- unum, Danmörku, Kanada og Skot- landi þar sem nýgengið er hæst í heiminum, eða á bilinu 21 til 40 af hverjum 100.000 konum en í mörg- um löndum heims er nýgengið mun lægra eða á bilinu 1 til 15. Laufey Tryggvadóttir, faralds- fræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands, segir að lungnakrabbamein megi í langflestum tilvikum rekja til reykinga. Hún segir nýlegar rann- sóknir benda til að konur geti verið enn næmari en karlar fyrir skaðleg- um áhrifum reykinga. Laufey segir að árlega deyi 51 megi leita nokkra áratugi aftur í tímann þar sem það taki 10 til 20 ár að myndast. „Reykingar virðast hafa orðið almennar meðal íslenskra kvenna nokkru fyrr en hjá stall- systrum þeirra í öðrum löndum. Elstu tölur um samanburð á reyk- ingum milli Norðurlanda eru frá árinu 1965 og þar kemur fram að ís- lenskar konur voru í efsta sæti, 45% þeirra reyktu. Í Danmörku reyktu 42% kvenna en 23% á hinum Norð- urlöndunum,“ segir Laufey og segir nýgengi lungnakrabbameins 25 ár- um síðar í samræmi við hlutfall reykinga meðal kvenna. Á Íslandi og í Danmörku sé nýgengið hæst. 15% krabbameina kvenna orsakast af reykingum Laufey segir 15% allra krabba- meina hjá konum orsakast af reyk- ingum. Vísar hún þar til umfangs- mikilla rannsókna sem sýnt hafi óyggjandi fram á sterkt samband reykinga og krabbameina. „Þarna vegur lungnakrabbamein þyngst en 85% þeirra tilfella má rekja beint til reykinga. Reykingar virðast einnig valda stærstum hluta krabbameina í barka, vélinda, koki og munni og þær valda krabbameinum í þvag- blöðru, brisi og nýrum,“ segir Lauf- ey og bendir einnig á að reykingar geti tengst krabbameini í leghálsi. Dregur úr tíðni lungnakrabbameins %&A % A A A A                  !   "  #   "   B  CAD   0-, 3   11111 E   $%&' (    %"!)* +      !!      Minni reykingar kvenna farnar að hafa áhrif á heilsufar þeirra FIMMTI hver framhaldsskólanemi á aldrinum 18–19 ára hefur neytt neftóbaks 20 sinnum eða oftar og 8% munntóbaks. Þetta þýðir að notkun á munn- og neftóbaki er samanlagt orðin algengari en dagleg neysla reyktóbaks. Í könnuninni Ungt fólk í framhaldsskólum sem gerð var í öll- um framhaldsskólum landsins árið 2000 og sem kynnt var í gær kemur fram að tæplega 19% nemenda á aldrinum 16–19 ára reyktu á hverj- um degi. Í sambærilegri könnun sem gerð var árið 1992 sagðist 21% nem- enda reykja daglega. Tíundi hver hefur notað svefntöflur Neysla ólöglegra fíkniefna hefur aukist talsvert, sérstaklega hass- neysla. Árið 2000 höfðu 12% nem- enda reykt hass þrisvar sinnum eða oftar, en 7% árið 1992. Einnig hefur neysla á amfetamíni og kókaíni auk- ist, en 5% nemenda í könnuninni 2000 höfðu notað kókaín. Þá kemur á óvart að tíundi hver nemandi hefur notað svefntöflur eða róandi lyf og 3% hafa tekið E-töflur einu sinni eða oftar um ævina, sem er lægra hlut- fall en aðstandendur könnunarinnar bjuggust við miðað við þá umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu um E- töflur. Verulega dregur úr ölvun meðal framhaldsskólanema milli kannana. Í fyrra höfðu 63% framhaldsskóla- nema orðið ölvuð síðustu 30 daga áð- ur en könnunin var gerð, en átta ár- um áður var þetta hlutfall 81%. Fleiri neyta munn- og neftóbaks en reykja daglega  Dregið hefur/26 LÍBÝUMAÐUR sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði í síð- ustu viku með reiðufé að jafnvirði um eina milljón íslenskra króna og skartgripi að verðmæti um 200–300 þúsund krónur er grunaður um að hafa ætlað að nota íslenskar fjár- málastofnanir til að stunda pen- ingaþvætti. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fer með rann- sókn málsins. Maðurinn var stöðvaður í grænu hliði á Keflavíkurflugvelli sl. fimmtudag. Á honum fannst reiðu- féð sem var í þremur erlendum gjaldmiðlum auk skartgripanna. Ástæða þótti til að óska skýringar á þessum fjármunum og var lagt hald á bæði reiðuféð og skartgrip- ina. Við rannsókn efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra kom í ljós að maðurinn hafði áður komið hingað til lands og þá stofnað bankareikninga. Við eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði ekki gefið réttar upplýsingar um þjóðerni en hann er líbýskur ríkisborgari. Í framhaldi af því var lagt hald á innistæðu tveggja bankareikninga en samtals nam upphæðin um 1,6– 1,7 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra leikur grunur á að þeir fjár- munir sem hann flutti til landsins séu ávinningur af glæpastarfsemi í útlöndum. Maðurinn var í haldi lögreglu í tæplega sólarhring á meðan yfir- heyrslur og eftirgrennslan um upp- runa hans fóru fram en ekki var talin þörf á gæsluvarðhaldi yfir honum. Maðurinn yfirgaf landið eftir að honum var sleppt úr haldi. Maður grunaður um peningaþvætti hérlendis Var með skartgripi og milljón í reiðufé SJÖ ára stúlka slasaðist nokkuð þegar ekið var á hana á Digranes- vegi í Kópavogi í gær. Hún var flutt á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi og lögð inn á barnadeild spít- alans til eftirlits. Hún hlaut bein- brot en var ekki lífshættulega slösuð að sögn læknis á slysadeild.Morgunblaðið/Júlíus Barn varð fyrir bíl TVEIR þeirra þriggja flokka sem áforma að standa að sameiginlegu framboði R-listans fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, Fram- sóknarflokkurinn og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð, hafa lýst sig mótfallna sameiginlegu opnu próf- kjöri flokkanna. Anna Kristinsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykja- víkur, segir fulltrúa Framsóknar- flokksins í framboðsnefnd flokkanna ekki fylgjandi opnu prófkjöri og telur að flokkarnir eigi frekar að velja sína fulltrúa sjálfir. Að sögn Önnu hafa Vinstri grænir einnig aftekið þá leið að hafa opið prófkjör en Samfylking- in frekar mælt með þeirri leið. Aðalfundur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs í Reykjavík samþykkti í gærkvöld að veita samn- inganefnd félagsins áframhaldandi umboð til viðræðna við Framsóknar- flokk og Samfylkingu um sameigin- legt framboð fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar. Þetta staðfesti Sigríður Stefánsdóttir, formaður fé- lags VG í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Sagði hún að þetta hefði verið samþykkt með öllum at- kvæðum aðalfundarins gegn einu. Umboðið gildir að sögn Sigríðar til nóvemberloka. Framsókn og VG mót- fallin opnu prófkjöri ÓVENJU heitt hefur verið á landinu að undanförnu. Í fyrra- kvöld mældist hiti í Reykjavík 15,3 gráður. Veðurstofan hefur ekki áður skráð svo mikinn hita svo seint á árinu að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. 1. október árið 1958 var hiti í Reykjavík 15,7 gráður. Trausti sagði að hitinn þennan dag hefði að nokkru leyti verið af- leiðing hitans deginum áður, en þá fór hitinn í 16,8 stig. Hann sagði að útlit væri fyrir áframhaldandi hlýindi á land- inu á næstunni. Hitamet var sett í Reykjavík ♦ ♦ ♦ GRÍMUKLÆDDUR maður rændi myndbandaleigu við Holtsgötu um klukkan 16 í gær. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík réðst maðurinn, sem er lýst sem ungum og grönnum, inn á myndbandaleiguna Videospól- una með kylfu í hendi og hótaði af- greiðslumanni líkamsmeiðingum. Maðurinn komst á brott með eitt- hvað af peningum en afgreiðslumað- urinn slapp ómeiddur. Maðurinn fannst ekki í gær. Rændi mynd- bandaleigu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.