Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝVERIÐ fóru nemendur í Lauga- lækjarskóla og nýbúadeild Austur- bæjarskóla í ferð norður í land í þeim tilgangi að kynnast krökkum frá ólíkum menningarheimum, læra að virða þá og nota adrenalínið sem vopn í baráttunni gegn kynþátta- fordómum. Séra Bjarni Karlsson, sókn- arprestur í Laugarneskirkju, hefur tekið þátt í samstarfsverkefninu „Adrenalín gegn rasisma“, en helstu styrktaraðilar eru Reykja- víkurborg, ÍTR og Skjár 1. Að verk- efninu standa einnig Laug- arneskirkja, félagsmiðstöðin Þróttheimar, nýbúadeild Austur- bæjarskóla, Laugalækjarskóli, Hall- grímskirkja og Kvikmyndaskóli Ís- lands. Auk séra Bjarna voru fararstjórar Ægir Þór Eysteinsson frá Þróttheimum, Margrét Rós Harðardóttir frá Hallgrímskirkju og Páll Erlendsson frá nýbúadeild Austurbæjarskóla. Lagt var af stað í Skagafjörð síð- degis á föstudegi og komið til baka undir miðnætti á sunnudag. Fyrri nóttina var gist í félagsheimilinu Ásgarði eftir kvöldvöku þar sem krakkarnir fræddust m.a. um ólíka menningarheima. Á laugardag var ekið að Skatastöðum, þar sem fulltrúar Ævintýraferða ehf. í Skagafirði tóku á móti hópnum, en þeir skipulögðu ferðina í samvinnu við aðstandendur hennar. Þeir ferj- uðu hópinn í kláfferju yfir Eystri- Jökulsá og síðan var gengið norður að Merkigili, þar sem gist var seinni nóttina. Morguninn eftir var gengið yfir Merkigil að bænum Gilsbakka og eftir hamborgaraveislu í Varma- hlíð var farið í flúðasiglingu. „Markmið þessarar ferðar 14 sí- búa og 16 nýbúa úr 8., 9. og 10. bekk ásamt fararstjórum var að gefa ungum nýbúum stökkpall inn í ís- lenskt unglingasamfélag og gefa ungum síbúum tækifæri til að auka víðsýni sína og kynnast nýjum menningarheimi,“ segir séra Bjarni. Í þessu sambandi nefnir hann til dæmis að stúlka frá Ghana hafi eldað kjúkling að hætti Ghana- búa og Pólverji hafi útbúið salat með en þetta hafi verið kvöldmat- urinn á laugardag. Þetta er fyrsta ferð sinnar teg- undar og segir séra Bjarni að orðið nýbúar sé yfir þá sem nýfluttir séu til landsins, síbúar um Íslendinga sem hafa alltaf búið á Íslandi og svo megi nota snúbúa um Íslendinga sem hafa búið erlendis en komið aft- ur til Íslands eftir einhver ár. Fullkomin ferð „Þetta var fullkomin ferð,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir, 15 ára nemandi í 10. bekk í Laugalækj- arskóla, og bætir við að þetta hafi verið mjög gaman, en það sé mjög vægt til orða tekið. „Ferðin var vel skipulögð og það var gaman hvað allir tóku mikinn þátt í þessu. Gleðin fólst ekki síst í því hvað það er sjálfsagður hlutur að vera með krökkum, burtséð frá hvaða landi þeir eru, og það er ekkert vanda- mál.“ Marly Simon frá Grænhöfðaeyj- um, 13 ára nemandi í 8. bekk Aust- urbæjarskóla, tekur í sama streng. „Það er góð hugmynd að vera með svona adrenalínferð og þetta var gott tækifæri til að eignast nýja vini,“ segir hún á góðri íslensku, þrátt fyrir að hafa aðeins búið á Ís- landi í eitt ár. Hún segir að flestum ef ekki öllum hafi þótt frekar slæmt að þurfa að skipta um sæti í rútunni en eftir á að hyggja hafi það verið besta mál. „Það varð til þess að við kynntumst fleir- um, fræddumst um fleiri og fengum gott tækifæri til að skiptast á símanúmerum.“ Flúðasiglingin er of- arlega í huga þeirra og þær segja að það að stökkva af kletti út í iðandi ána sé ógleym- anlegt. „Það vildu allir fara aftur og því feng- um við að fara tvisvar sinnum,“ segir Íris Stefanía og bætir við að fyrst hafi farið fram góð öryggis- kennsla og allir hafi verið í þurrgalla, björgunarvesti og með hjálm, en menn hafi verið til taks með björgunargræjur ef eitthvað hefði farið úr- skeiðis. „Þetta var rosalega spennandi, en ég var svolítið hrædd einu sinni,“ segir Marly. Stelpurnar telja að svona ferð sé tilvalin til að krakkar frá ólíkum menningarheimum kynnist og sennilega besta leiðin til þess. „Þetta var svo gaman að ekki hvarflaði að neinum að vilja fara heim,“ segir Íris Stefanía og Marly er því sammála. „Þetta er fyrsta ferðalagið mitt hérna, það var mjög gaman og mig langar til að fara aft- ur,“ segir hún. Frábært fólk Helgina 19. til 21. október verður hópurinn aftur saman á æskulýðs- móti kirkjunnar á Hvammstanga. Þar verða sýnd drög að væntanlegri kvikmynd og krakkarnir gera grein fyrir ferðinni. Séra Bjarni segir að með ferðinni og mótinu sé verið að reyna að stuðla að því að unglingur- inn fái það staðfest úr umhverfinu að hann sé dýrmætur og að honum sé sýndur sómi. Það geri það að verkum að fólk læri að umgangast annað fólk með virðingu og sóma og sjálft sig um leið. „„Frábært fólk“ er yfirskrift mótsins og markmiðið er hliðstætt því sem var í ferðinni, að staðfesta það í vitund og huga unglinganna að þeir séu sjálfir frá- bærir og óendanlega dýrmætir sem manneskjur,“ segir séra Bjarni. Hann bætir við að hugmyndin sé að ferðahópurinn hittist síðan aftur en eftir eigi að móta hvernig og með hvaða fyrirkomulagi það verði. „Ég held að hópurinn fái heitið adr- enalínhópur ungra Íslendinga og það er markmiðið,“ segir séra Bjarni. „Það er von mín að þetta sé upphafið að áframhaldandi starfi allra sem hlut eiga að máli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það að íslenskt þjóðfélag lendi í sama fúla pyttinum og mörg önnur stór þjóð- félög úti í heimi, þar sem innflytj- endur hafa orðið vandamál. Okkar þjóðfélag er svo yfirsjáanlegt, svo smátt, það er svo mikil gagnkvæm þekking og stéttarmunur er svo hverfandi við hliðina á því sem ann- ars staðar þekkist, að við eigum að hafa manndóm og möguleika til þess að vera til fyrirmyndar í þess- um efnum þannig að fólk, sem kem- ur hingað utan úr heimi og sest hér að og gerist Íslendingar, finni sig velkomið.“ Hann segir ennfremur að með grasrótarstarfi sem jafnframt fái umfjöllun sé hægt að hafa mikil áhrif. „Það er von mín að mynd- efnið sem er í smíðum geti orðið kennsluefni í forvarnastarfinu,“ segir séra Bjarni. Ungir nýbúar og síbúar ræddu ólíka menningarheima og kynþáttafordóma Ferðalag gegn fordómum Ljósmynd/Bjarni Karlsson Unglingarnir höfðu nóg að gera í ferðinni en stilltu sér upp fyrir myndatöku í Merkigili. Krakkarnir fengu fiðring í magann þegar þeir voru ferjaðir í kláfferju yfir Eystri-Jökulsá. BROTIST var inn í Borgar- apótek í Álftamýri í fyrrinótt og þaðan stolið morfínlyfjum. Þetta var annað innbrotið í apótekið um nóttina en á mánudagskvöld og í fyrrinótt voru gerðar til- raunir til að brjótast inn í þrjú apótek í Reykjavík til viðbótar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík barst fyrsta tilkynning um klukkan ellefu og sú síðasta klukkan rúmlega tvö um nóttina. Fyrsta tilkynning barst frá Lyfjum og heilsu í Melhaga. Þar var rúða í útihurð brotin en engu var stolið. Um miðnætti var reynt að brjótast inn í Borg- arapótek, tæpri klukkustund síðar inn í Pharma við Hring- braut og skömmu síðar inn í Garðsapótek við Sogaveg. Loks var gerð önnur tilraun til inn- brots í Borgarapótek og að þessu sinni tókst hún. Hurð var spennt upp á lyfjaskáp og morfínlyfjum stolið. Málið er í rannsókn. Lyfin fundust skammt frá Brotist var inn í apótekið Lyf og heilsu í Þorlákshöfn í fyrri- nótt. Vægum bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum var stolið en þau fundust skammt frá apó- tekinu og hafði lítið verið hreyft við þeim. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi fundust nokkrar töflur við Olísbúðina í Þorlákshöfn í gærmorgun. Rúða hafði verið brotin í búðinni og í nýbyggingu í bænum um nótt- ina og var lögreglan að rann- saka skemmdarverkin. Í fram- haldinu kom í ljós að brotist hafði verið inn í apótekið. Auk lyfjanna var skiptimynt tekin úr afgreiðslukassa. Lögreglan á Selfossi telur víst að innbrotið hafi verið framið fyrripart nætur. Hrina innbrots- tilrauna í apótek Í DAG kl. 15 verður opnaður í Smáralind barnaskemmtistað- urinn Veröldin okkar. Sérstök opnunarhátíð verður milli kl. 15 og 17 og má búast við gestum á borð við Klóa kókómjólkurkött, Lóu ókurteisu og Ástu í Stund- inni okkar. Í Veröldina okkar geta börn komið í heimsókn með foreldr- um sínum eða forráðamönnum eða þau geta verið þar í gæslu á meðan foreldrarnir eða for- ráðamennirnir sinna öðru. Í Veröldinni okkar er auk þess hægt að halda afmæli og aðrar veislur. Hún er opin frá kl. 11 til 20 virka daga, frá kl. 10 til 20 laugardaga og frá kl. 12 til 18 sunnudaga. Veröldin okkar í Smáralind FIMM ferðatölvum og prent- ara var stolið úr verslun Penn- ans við Hallarmúla í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík spenntu þjófarnir upp útihurð í fyrirtækinu. Þeg- ar lögreglan kom að verslun- inni var öryggisvörður á staðn- um en þjófarnir voru hins vegar á bak og burt. Málið er í rann- sókn. Fimm ferða- tölvum stolið FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggst gegn skólagjöldum við Há- skóla Íslands, að sögn Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknar- flokks, en hann segir hækkun innrit- unargjalda aftur á móti vera flókið mál. Hann segist hafa kallað eftir skýringu háskólans á hvað innritun- argjöldin standa fyrir og segir mikil- vægt að menn átti sig á hvar mörkin liggja á milli innritunargjalda annars vegar og skólagjalda hins vegar. Þetta kom fram í erindi Hjálmars á opnum fundi sem Röskva boðaði til með yfirskriftinni „Viljum við skóla- gjöld við Háskóla Íslands?“ Á fund- inum héldu erindi, auk Hjálmars, þau Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, og Þorvarður Tjörvi Ólafs- son, formaður Stúdentaráðs. Andstaða við skólagjöld Í máli þingmannanna kom fram að allir flokkarnir eru á móti skólagjöld- um en Hjálmar og Sigríður Anna sögðust ekki líta á skráningar- eða innritunargjöld við HÍ sem skóla- gjöld. Sigríður Anna sagði ekkert til- efni til að ætla að heimild til hækk- unar skráningargjalda væri skref í átt til þess að tekin verði upp skóla- gjöld við Háskóla Íslands og sagðist ekki vita um að nein áform væru uppi innan Sjálfstæðisflokksins um slíkt. Að sögn Hjálmars er grundvallar- munur á innritunargjöldum og skóla- gjöldum. Innritunargjöld hafa verið við lýði við HÍ í langan tíma og voru lögfest árið 1992. Hækkun þeirra má m.a. rekja til aukinnar þjónustu við nemendur, t.d. með því að setja á stofn tungumálastöð og alþjóðaskrif- stofu, og auk þess er eðlilegt að slík gjöld fylgi almennri verðlagsþróun. Innritunargjöld hafa ekki verið hækkuð í langan tíma og því þykir stökkið nokkuð mikið nú þegar kem- ur til hækkunar. Þá sagði Hjálmar það vera mistök í framsetningu á heimild til hækkunar innritunar- gjalda að tengja gjöldin við kennslu- magn og að Framsóknarflokkurinn hefði óskað skýringa á hvort þar gæti verið um skólagjöld að ræða. Að sögn þingmanna stjórnarand- stöðuflokkanna eru þeir alfarið á móti skólagjöldum og sagði Bryndís að slík gjöld kynnu ekki góðri lukku að stýra. Steingrímur sagði skil- greiningar á gjöldum varasamar, lengi væri hægt að telja upp kostnað við skólann sem skilgreina mætti sem þjónustu við nemendur og upp- hæðin skipti öllu máli. Það væri grundvallaratriði að engin skólagjöld yrðu innheimt af nemendum, til þess að stuðla að jafnrétti til náms á há- skólastigi. Þingmenn ræða innritunargjöld á fundi Röskvu í Háskóla Íslands Andstaða við skólagjöld í HÍ INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.