Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 41
Ó, sóle míó,
ertu með í bíó
að hlusta á Carúsó
syngja í radíó.
Í tengslum við ofangreindar ljóð-
línur er gaman að skoða orð í ís-
lensku sem enda á ó-i, a.m.k. í fram-
burði. Þessi orð eru líklega fleiri en
marga grunar og hafa ekki valdið
málspjöllum. Sum orðanna teljast
aðskotaorð, en önnur eins konar
heimatilbúin gæluorð. Oft eru orðin
sérnöfn eða nöfn á ákveðnum vörum.
Um tilurð þeirra og notkun verður
ekki fjallað hér. Í hugann koma eft-
irfarandi orð (stuttar skýringar inn-
an sviga):
Amaró (fyrirtæki), banjó (hljóð-
færi), bingó (talnaleikur), bimbó
(glyðra), bíó (kvikmyndahús), blankó
(auður, óútfylltur), Borgó (Borgar-
holtsskóli), Bóbó, Gógó og Lóló
(gælusérnöfn), bófó, byssó (bófahas-
ar), bóleró (spánskur dans), Brasso
(fægilögur), Brillo (málmull með
sápu), brúttó (án frádráttar, með
umbúðum, með kostnaði), Byggó
(Byggðarendi), BYKO (bygginga-
vöruverslun), byssó (byssuleikur),
dató (dagsetning), dingó (hunda-
kyn), diskó (dansstaður), dittó (eins
og áðurnefnt), dómínó (plötuspil),
ELKO (rafmagnsvöruverslun), elló
(Elliheimilið Grund), (F)Erró (list-
málari), Esso (olíuvörufyrirtæki),
evró (tillaga um nafn á Evrópugjald-
miðlinum), fíaskó (óheppni, hrakför),
fíknó (fíkniefnadeild lögreglu),
flugmó (flugmódelagerð), fortó
(gangstétt), fótó (ljósmynd), freskó
(kalklitmynd), frystó (frystihús),
gaggó (gagnfræðaskóli), gíró
(greiðsluform), gormó (liðvagn),
Gúttó (Góðtemplarahúsið), Hafró
(Hafrannsóknastofnun; ekki
Hafra!), halló (kveðja), hjónó (hjóna-
bandssæla, kaka), Hressó (Hress-
ingarskálinn), Iðnó (samkomuhús
iðnaðarmanna), Ingó (Ingólfur), jójó
(leikfang), kakó og kókó (kakóduft,
drykkur), kaskó (húftrygging), kíló
(þyngdareining), kló (klósett),
Kvennó (Kvennaskólinn í Reykja-
vík), kýló (boltaleikur), lassó
(kastsnara), Lidó (skemmtistaður),
Lindó (Lindargötuskólinn), lottó
(talnaleikur), Ludó (spil), Lækjó
(Lækjartorg), mambó (dans),
Menntó (Menntaskólinn í Reykja-
vík), megró (megrunarkúr), Mosó
(Mosfellsbær), mottó (kjörorð),
mónó (einátta, einóma), Nató (Atl-
antshafsbandalagið), nettó (að frá-
dregnum kostnaði), nóló (sögn), Oxo
(súputeningar), Patró (Patreksfjörð-
ur), píanó (hljóðfæri), pornó (klám),
Póló (gosdrykkur), póló (e.k. golf-
leikur), radíó (útvarp), Réttó (Rétt-
arholtsskóli), rondó (tónlistarform),
róló (róluvöllur), selló (hljóðfæri),
Sigló (Siglufjörður), síló (sívalur
geymsluturn), sjampó (hár-
sápulögur), slysó (Slysavarnafélag
Íslands eða slysadeild), sóló (einleik-
ur), steríó (tvíátta, tvíóma), strætó
(strætisvagn), Symfó (Symfóníu-
hljómsveitin), Sýsló (sýsluskrif-
stofa), Talló (söluaðferð), tangó
(hljómlist, dans), tempó (takthraði),
tengdó (tengdamóðir), tyggjó (tyggi-
gúmmí), Ungó (Ungmennafélags-
húsið), verkó (verkamannabústað-
irnir í vesturbænum), Vilkó
(matvöruframl.) og Versló (Verslun-
arskóli Íslands).
Þessi orð má einnig nefna: Allegró
(og ýmis fleiri orð úr tónlist), dónó
(dónalegur), duló (dularfullur), halló
(hallærislegur, pokalegur), kammó
(kumpánlegur), leyndó (leynilegur,
laumulegur), lummó (lummulegur,
pokalegur, lélegur), myndó (mynd-
arlegur), pató (patent, hentugt),
púkó (púkalegur, pokalegur), rómó
(rómantískur), samfó (samferða),
sveitó (sveitalegur, ekki í takt við
tímann) og tíkó (tíkarlegur, ótuktar-
legur).
Nú á tímum verður fáum um og ó
við að heyra orð sem enda á ó.
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON,
Keilufelli 2, Reykjavík.
Um
og ó
Frá Arngrími Sigurðssyni:
ÞEGAR Selfossbær, Sandvíkur-
hreppur, Eyrarbakkahreppur og
Stokkseyrarhreppur sameinuðust
var óskað eftir því, að nýja sveitar-
félagið fengi að heita Árborg. Ég
hef það fyrir satt, að að kröfu
Reykjavíkurborgar hafi nafnið orðið
Sveitarfélagið Árborg, sem hafi
þannig viljað verja sérstöðu sína
með borgarheiti. Þess vegna er há-
stafur á orðinu sveitarfélag. Í bréfi
mínu í Morgunblaðinu 11. þessa
mánaðar, Heitin sveitarfélag, bær,
hreppur, byggð, hefur hástaf í hand-
riti mínu verið breytt í lágstaf í
nokkrum slíkum dæmum, og þar
með verið spillt skilningi. Eftirfar-
andi setning þar er rétt svona: ,,Því
eru Öræfi í Sveitarfélaginu Horna-
firði, Hjaltadalur í Sveitarfélaginu
Skagafirði, Stokkseyri í Sveitarfé-
laginu Árborg og Selvogur í Sveitar-
félaginu Ölfusi.“
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Sveitarfélagið Borg
Frá Birni S. Stefánssyni:
Glæsilegir litakassar frá
í kaupauka á Kringlukasti
Kringlunni, sími 568 9033
Allt þetta fyrir þig, ef
þú kaupir fyrir 3.500
krónur eða meira frá
dagana 17.-21.
október í Clöru
Kringlunni.
3 augnskugga
Kinnalit
Varalit
Naglalakk
Tvær litasamsetningar eru í boði og þú velur þá sem þér hentar.
*Litakassinn inniheldur:
Verðgildi gjafarinnar
er um 5.600 krónur.
*Meðan birgðir endast.
ölvu-
bókhald
Markmiðið með þessu 96 kennslustunda námi er að þjálfa
nemendur fyrir víðtæk tölvubókhaldsstörf í atvinnulífinu.
Kennt er á “Navision Financials” með viðbótarlausnum
sem skiptast niður í eftirfarandi námsgreinar:
Nemendur sem sækja námið þurfa að hafa haldgóða
tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi.
Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið
sem hefjast 22. og 23. október.
Upplýsingar og innritun í símum
544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is
Grunnkerfi (6)
Fjárhagsbókhald og launakerfi (36)
Sölu- og viðskiptamannabókhald (24)
Birgða,- innkaupa- og tollakerfi (30)
Verklegar æfingar
(kennslustundir í sviga):
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s