Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 21 GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur heitið að svæla Osama bin Laden og liðsmenn hans út úr hellunum, sem eru sagðir skýla þeim, en það er þó líklega hægara sagt en gert. Vandinn er ekki sá að sprengja upp hellana, heldur að finna þá. Við eðlilegar aðstæður er það litlum vandkvæðum bundið að finna hvar hellar eða holrúm leynast í jörðu. Við þá leit eru notaðir skjálfta- mælar og mælingar á aðdráttarafli og rafviðnámi og þá verða menn líka að geta farið frjálsir ferða sinna uppi á yfirborðinu. Upp á það er ekki boðið í Afganistan um þessar mundir og landið sjálft, víðlent og fjöllótt, veldur því, að leit af þessu tagi er ekkert áhlaupaverk. Annað vandamál er, að næstum öll bandarísk könnunartæki, til dæmis ratsjár og tæki til að greina fjarskipti, eru gerð til að finna „eitthvað“ en hellar eru í eðli sínu „ekkert“. Í Víet- nam-stríðinu áttu Bandaríkjamenn í höggi við fjandmenn, sem kunnu ým- islegt fyrir sér í jarðgangagerð, og þá var það helsta ráðið að nota tæki, sem greindu reyk og líkamslykt. Snemma á síðasta áratug fundust göng, sem Norður-Kóreumenn höfðu grafið undir hlutlausa beltið á landamærum Kóreuríkjanna, með aðstoð skjálfta- mæla og eiturlyfjasmyglarar hafa oft- ar en einu sinni grafið göng undir landamærin milli Mexíkó og Banda- ríkjanna. Þessi göng hafa alltaf fund- ist við leit uppi á yfirborðinu. Til eru ratsjár, sem unnt er að nota við leit í jörðu, til dæmis að fornleif- um, en þær virka best á sléttlendi og geislinn frá þeim nær ekki langt niður fyrir yfirborðið. Mælingar á breyti- legu aðdráttarafli sýna fremur það, sem er áþreifanlegt, svo sem jarðlög, en það, sem „ekkert“ er, eins og hol- rúmið í hellum, og ekki þykir líklegt, að hægt sé með góðum árangri að stunda rafleiðnimælingar úr lofti. Hugsast getur, að Bandaríkjaher ráði yfir öðrum tækjum í þessu skyni en vitað er, að sérfræðingar á hans veg- um skoða vel nákvæmar gervihnatta- myndir. Þær geta sýnt hvar reykur stígur upp frá hellismunnum og vegi, sem virðast gufa upp í auðninni. Með tækjum, sem notast við innrautt ljós, má síðan greina hitann frá eldunar- tækjum, ljósavélum og fólki. Leitin að Osama bin Laden Ekki auðvelt að finna hellana San Jose. AP. ÞEIR hafa verið bendlaðir við þjóð- ernishreinsanir, nauðganir, rán og gripdeildir. Þeir tilheyra Norður- bandalaginu, samtökum stjórnar- andstæðinga, sem ráða hluta Afgan- istan. Auðfundnir eru þeir sem telja þetta vafasama bandamenn en margir benda á móti á að liðveisla þeirra kunni að reynast nauðsynleg í stríði því gegn hryðjuverkamönn- um, sem Bandaríkjamenn hafa nú lýst yfir. Bandaríkjamenn eiga nú sam- vinnu við Norðurbandalagið í þeim tilgangi að uppræta hryðjuverkanet Osama bin Ladens og koma talib- ana-stjórninni, sem skotið hefur yfir hann skjólshúsi í Afganistan, frá völdum. Flokkar þeir, sem mynda Norðurbandalagið, eiga sér vafa- sama fortíð en talibanar hafa þó gengið lengra í skipulegum mann- réttindabrotum á undanliðnum ár- um. Mannréttindafrömuðir ýmsir og sérfræðingar telja þó að Banda- ríkjastjórn hafi kosið að færa sér í nyt styrk illra afla í því skyni að upp- ræta þá illsku, sem birtist í hryðju- verkum á borð við þau er framin voru í Washington og New York 11. fyrra mánaðar. „Því miður er það svo að ýmsir helstu foringjar þeirra fóru á árum áður fyrir herflokkum, sem sleppt var lausum í Kabúl og víðar og stóðu fyrir fjöldamorðum og nauðgunum,“ segir Joost Hiltermann, fram- kvæmdastjóri einnar deildar mann- réttindasamtakanna Human Rights Watch. Í Afganistan óttast margir að Norðurbandalagið muni í fyllingu tímans ná Kabúl aftur á sitt vald en borginni töpuðu herflokkar þess í bardögum við talibana. Þá hyggist ýmsir norðurbandalagsmenn ná fram hefndum. „Fólk í Afganistan óttast að þess- ir náungar komi aftur,“ segir Pat- ricia Gossman, sem starfar við Georgetown-háskóla í Washington og unnið hefur að rannsóknum á Afganistan fyrir Human Rights Watch. „Það er af þessum sökum sem fólk flýr Kabúl. Það veit hvað þessir menn gerðu. Það var algjör hryllingur.“ Norðurbandalagið, sem raunar kýs að kalla sig Samfylkinguna („United Front“ á enskri tungu), samanstendur einkum af Afgönum af tadsjikískum og úsbeskískum uppruna. Höfuðfjendur þeirra, tal- ibanar, samanstanda hins vegar einkum af pashtúnskum ættbálkum. Pashtúnar eru um 38% íbúa lands- ins en þar búa um 27 milljónir manna. Fylkingarnar sem mynda Norð- urbandalagið hafa síðan barist inn- byrðis þegar þær hafa ekki verið uppteknar við að berja á sameigin- legum óvinum. Fjöldamorð og nauðganir Á árunum 1992–1995 gerðu her- flokkarnir, sem seinna mynduðu Norðurbandalagið, sprengjuárásir á íbúðarhverfi í Kabúl. Þúsundir manna féllu að sögn Human Rights Watch og mannréttindasamtakanna Amnesty International. 11. febrúar 1993 sameinuðust tadsjíkísir og pashtúnskir herflokkar um fjölda- morð og hópnauðganir í Kabúl. Um 100 manns voru drepnir og fjöldi íbúa af ættbálki Hazara „hvarf“ að því er kemur fram í skýrslu Human Rights Watch frá þessum tíma. Milt Bearden, fyrrum yfirmaður skrifstofu bandarísku leyniþjónust- unnar í Pakistan, segir að Norður- bandalagið beri ekki síður en aðrir afganskir herflokkar ábyrgð á því að talibanar komust til valda í Afgan- istan. Innibyrðis átök og grimmd- arverk á árunum 1992–1994, þegar Norðurbandalagið réð Kabúl, hafi skapað tómarúm sem talibanar, hreyfing bókstafstrúaðra múslíma, hafi nýtt sér árið 1996 þegar þeir tóku Kabúl. Talibanar reyndust hins vegar ekkert skárri, mannréttindabrot og grimmdarverk voru framin þegar sakir voru gerðar upp við óvinina. Í maí 1997 náðu herflokkar Úzb- eka og Hazara 3.000 hermönnum talibana á sitt vald. Þeir voru teknir af lífi. „Hluti hermanna talibana var fluttur út í eyðimörkina þar sem þeir voru skotnir. Öðrum var hrint ofan í brunna og handsprengjum síðan varpað á þá,“ segir í skýrslu Human Rights Watch. „Ekkert líkist talibönum“ Stuðningsmenn Norðurbanda- lagsins segja ásakanir þessar ýktar en viðurkenna þó að illvirki hafi ver- ið framin. Slíkt fylgi jafnan átökum. „Á stríðstímum taka ákveðnir menn lögin í sínar hendur og við hörmum það,“ segir Mohammed Eshaq, fulltrúi hins pólitíska arms Norðurbandalagsins í Washington. „Hins vegar var ekki um skipuleg grimmdarverk að ræða. Þetta voru eitt, tvö, þrjú afmörkuð tilvik.“ Hann segir ótækt að þessi „tilvik“ séu lögð að jöfnu við mannréttinda- brot talibana. Í trúnaðarskýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að herflokkar talib- ana hafi framið skipulögð mannrétt- indabrot á liðnum árum er þeir hafa leitast við að ná yfirráðum í norður- og vesturhluta Afganistan. Segir þar að Mohammed Omar, leiðtogi talibana, hafi fyrirskipað og sam- þykkt þessi glæpaverk. Þá hafa al- þjóðleg mannréttindasamtök mjög beint sjónum sínum að talibana- stjórninni sökum þess hlutskiptis sem konur sæta í landinu en þær eru með öllu réttlausar, mega hvorki starfa né leita sér menntunar. „Það er ósanngjarnt að líkja okk- ur við talibana. Það er ekkert til sem líkist talibönum,“ segir Mohammed Eshaq. Þessu mati eru ekki allir sam- mála. Harold Koch, sérfræðingur á sviði mannréttinda sem starfaði fyr- ir stjórn Bill Clintons Bandaríkja- forseta, segist ekki fá séð mikinn mun á þeim hópum, sem berjast um völdin í Afganistan. Að vísu hafi í tíð Clintons borist margar skýrslur um mannréttindabrot talibana en ráða- menn hafi ekki síður haft áhyggjur af Norðurbandalaginu. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá árinu 1999 segir m.a: „Vopnaðir flokkar Norðurbandalagsins, stað- bundnir herstjórar og glæpamenn bera ábyrgð á pólitískum morðum. brottnámum, mannránum fyrir lausnargjald, pyntingum, nauðgun- um, tilefnislausum handtökum og gripdeildum.“ Margir sérfræðingar og stjórn- málamenn líta Norðurbandalagið hins vegar öðrum augum nú eftir sjálfsmorðsárásir hryðjuverka- manna í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir skemmstu að ekki bæri að vanmeta það, sem þeir gætu lagt af mörkum í baráttunni við talibana. „Þar sem við á verðum við að leita leiða til að- stoða þá,“ bætti hann við. Fyrrum ráðgjafi stjórnar Clin- tons forseta tekur í sama streng. Norðurbandalagið sé miður geðs- legur hópur manna en Bandaríkin þurfi á þeim að halda. „Bandaríkin standa frammi fyrir raunverulegri og beinni ógn. Sex þúsund manns fórust og Norðurbandalagið er tilbúið til að hjálpa okkur,“ sagði við- mælandinn sem óskaði nafnleyndar. „Stundum er það svo, að eina leiðin til að ná morðingjum og hryðju- verkamönnum felst í því að eiga samskipti við morðingja og hryðju- verkamenn.“ Washington Post. Los Angeles Times. Reuters Hermenn Norðurbandalagsins í æfingabúðum ekki allfjarri víglínunni. Talsmaður þeirra sagði í gær að fyrsta stigi átakanna við talibana væri lokið og nú yrðu aðgerðir samræmdar hernaði Bandaríkjamanna. Illt rekið út með aðstoð hins illa? Talibanar í Afganistan hafa gerst sekir um hroðaleg mannrétt- indabrot og grimmdarverk en mörgum þykir stjórnarandstaðan, þeir hópar sem standa að Norðurbandalaginu, litlu skárri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.