Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gert breytingar á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiði- árið 2001/2002 í því skyni að sam- ræma reglur um úthlutun, nýtingu og framsal krókaaflahlutdeildar og krókaaflamarks þeim reglum sem gilda um almenna aflahlutdeild og aflamark. Reglugerðinni er breytt á þann veg að Fiskistofa skuli tilkynna útgerðum krókaaflamarksbáta, að hverjum báti sé heimilt á yfirstand- andi fiskveiðiári að veiða löngu, keilu og karfa sem meðafla við krókaveið- ar. Skal leyfilegur meðafli hvers báts í hverri tegund nema 80% af því sem í hans hlut kæmi miðað við úthlutun aflahlutdeildar í þessum tegundum, byggða á veiðireynslu hvers króka- aflamarksbáts á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí 2001. Þessar breyt- ingar eru liður í því að koma til móts við útgerðarmenn krókabáta, að því er segir í fréttatilkynningu. Krókabátar fá keilu- og löngukvóta PHILIPS, stærsti framleiðandi heimilisraftækja í Evrópu, hefur til- kynnt að tap félagsins á þriðja árs- fjórðungi nemi 799 milljónum evra, sem samsvarar um 73,5 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að hagnaður varð af sama tímabili í fyrra sem nam 2,1 milljarði evra eða um 193 milljörðum íslenskra króna. Umskiptin nema því ríflega 266 millj- örðum króna til hins verra en veltan mun hafa minnkað um 23%. Tap félagsins er sagt skýrast af miklum samdrætti í sölu á heimilis- tölvum og fjarskiptatækjum en Phil- ips varaði í júlí sl. við að tap yrði af rekstrinum þetta árið í fyrsta skipti í níu ár. Philips hefur einnig varað við afkomu á síðasta ársfjórðungi og áætlar að tap félagsins þá muni nema 200-250 milljónum evra, sem svarar til 18-23 milljarða íslenskra króna. Mikið tap af rekstri Philips BRESKA fjarskiptafyrirtækið Brit- ish Telecommunications, BT, til- kynnti í gær að rekstri fyrirtækisins Concert sem rekið hefur verið í sam- vinnu við fjarskiptafyrirtækið AT&T verði hætt fyrir árslok árið 2002. Concert er í jafnri eigu BT og AT&T, tveggja af stærstu fyrirtækj- um á sviði fjarskipta í heiminum, og veitir reikiaðgang að fjarskiptanet- um fyrirtækjanna tveggja. BT hefur tilkynnt að BT og AT&T hafi náð samkomulagi um að Concert verði leyst upp og eigur þess muni renna til móðurfélaganna tveggja en tap hefur verið af rekstri fyrirtækisins. Ákvörðunin verður til þess að allt að 2.300 af 6.300 starfsmönnum Con- cert verður sagt upp. Engin áhrif á Íslandssíma Íslandssími gerði reikisamning við Concert fyrir rúmu ári fyrir fjar- skiptakerfi sitt. Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Ís- landssíma, segir þetta engin áhrif hafa á þá þjónustu sem Íslandssími hafi veitt í gegnum samning sinn við Concert. Hann segir að samkvæmt bréfi sem Íslandssíma barst í gær- morgun hafi BT Cellnet og AT&T lýst því yfir að fyrirtækin yfirtaki skyldur Concert við Íslandssíma. BT og AT&T Rekstri Concert hætt VERÐ á þorski í beinum viðskipt- um hækkar um 15% og verð á karfa um 13% samkvæmt úrskurði úr- skurðarnefndar sjómanna og út- vegsmanna. Úrskurðurinn byggist á ákvæðum kjarasamnings Vél- stjórafélags Íslands og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna frá 9. maí sl. um markaðstengingu fisk- verðs. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur þegar sent útgerðum 26 skipa tilmæli um að hækka fiskverð til samræmis úrskurðinum. Farmanna- og fiskimannasam- band Íslands óskaði eftir því 15. ágúst sl. fyrir hönd ísfisktogarans Ásbjarnar RE að úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna tæki til úrskurðar deilu milli áhafnarinnar og útgerðarfélagsins Granda hf. um verð á botnfiski. Úrskurðarnefnd leitaði til Verðlagsstofu skiptaverðs (VSS) eftir upplýsingum um með- alverð þorsks og karfa í beinni sölu og einnig upplýsinga um hvaða breytingum verð það þyrfti að taka sem Grandi hf. bauð áhöfn Ásbjarn- ar RE til að ná fram markmiðum gerðardóms frá 30. júní sl. Samkvæmt upplýsingum VSS var meðalverð á þorski veiddum í botnvörpu á tímabilinu janúar til júní þessa árs í beinum viðskiptum miðað við landið allt 89,38 krónur á kíló en grunnverð það sem áhöfn Ásbjarnar RE stóð til boða var 89 krónur. Að mati VSS þyrfti grunn- verð til áhafnar Ásbjarnar RE á fjögurra kílóa þorski að hækka úr 89 krónum í 102 krónur, að viðbættu 15% álagi, miðað við októbermánuð þessa árs, til að uppfylla skilyrði gerðardómsins. Meðalverð á karfa í beinum við- skiptum nam, samkvæmt upplýs- ingum VSS, aftur á móti 39,86 krón- um á kíló á landsvísu á tímabilinu frá janúar til júlí þessa árs. Með- alverð til áhafnar Ásbjarnar RE nam 40 krónum á tímabilinu júlí– ágúst þessa árs. Í úrskurðinum seg- ir að æskilegt viðmiðunarverð karfa í beinni sölu miðað við sett markmið ætti að vera 45 krónur eftir reikni- reglu VSS. Fulltrúar bæði sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir Niðurstaða úrskurðarnefndar var því að Grandi hf. skyldi við uppgjör til áhafnar Ásbjarnar RE greiða 51,2 krónur fyrir kílóið af karfa yfir 700 grömmum en 42,8 krónur fyrir karfa undir 700 grömmum. Þá skal Grandi samkvæmt úrskurðinum greiða 102 krónur fyrir kílóið af þorski ef í 100 kílóum eru 25 fiskar. Fyrir fisk sem ekki er með los og er blóðlaus greiðist 15% gæðaálag. Það jafngildir því að fyrir tveggja kílóa fisk eru greiddar 95 krónur fyrir kílóið, 110 krónur fyrir þriggja kílóa fisk, 115 krónur fyrir fjögurra kílóa fisk og 120 krónur fyrir kílóið af fimm kílóa fiski. Fulltrúar bæði sjómanna og út- vegsmanna skrifuðu undir úrskurð- inn. Vélstjórafélag Íslands hefur skorað á þá sjómenn sem fá uppgert miðað við lægra verð en úrskurð- urinn gerir ráð fyrir að vísa sínum málum til úrskurðarnefndarinnar. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur ennfremur sent útgerðum 26 skipa tilmæli um að hækka fiskverð í bein- um viðskiptum til samræmis við úr- skurðinn. Bregðist þær ekki við þessum tilmælum verður málum þeirra sjálfkrafa skotið til úrskurð- arnefndar. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir að í samningi VFSÍ og LÍÚ frá því í vor hafi verið kveðið á um markmið til að nálgast markaðstengingu á fisk- verði í ákveðnum skrefum. Úr- skurður úrskurðarnefndar sé fyrsta skrefið af fjórum til að nálgast þessi markmið. Mikilvægt skref í átt að markaðstengingu fiskverðs „Samningurinn kveður á um að þegar þessum markmiðum er náð á verð á slægðum þorski í beinum við- skiptum að hafa náð 80% af verði á fiskmörkuðum. Munurinn er í dag um 60% og það hefur heldur dregið í sundur með verði í beinum viðskipt- um og markaðsverði, aðallega vegna gengisbreytinga því þá hækkar verð á mörkuðum. Með úr- skurðinum dregur saman að nýju og að mínu mati er niðurstaða nefnd- arinnar mjög mikilvægt skref í átt að markaðstengingu fiskverðs. Það er auk þess ánægjulegt til þess að vita að úrskurðarnefndin vinnur nú saman að því að ná ákveðnum mark- miðum,“ segir Helgi. Ákvæði kjarasamnings Vélstjórafélags Íslands og LÍÚ um markaðstengingu Úrskurðarnefnd hækkar verð í beinum viðskiptum Útgerðum 26 skipa sagt að hækka fiskverð til samræmis úrskurðinum ÍSLENSKT vatn undir merkinu Ice- land Spring, vann til fernra Aqua Awards-verðlauna fyrir markaðs- setningu á ársfundi alþjóðlegra samtaka vatnsframleiðenda í síðustu viku. Þórir Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Þórsbrunns sem framleiðir vatnið, segir þessi verðlaun eina mestu við- urkenningu sem fyrirtæki sem starfa við sölu á átöppuðu vatni geti fengið og þau muni hafa mikla þýðingu. „Þetta eru mjög þekkt verðlaun í Banda- ríkjunum og að hafa fengið þau gerir það auðveldara að fá dreifingu á Iceland Spring. Þetta snýst allt um að auka dreifinguna.“ Þórir segir að á vissum svæðum í Bandaríkjunum sé ekki langt eftir því að bíða að Iceland Spring verði jafnþekkt og t.d. Evian-vatnið. Þessi svæði í Bandaríkjunum eru t.d. Kalifornía og miðríkin. Að hans sögn er þó langt í land að því sé svo farið víð- ar. „Evian hefur sextíu til sjötíu ára forskot á okkur hvað dreifingu varðar og það tekur tíma að vinna það upp.“ Iceland Spring er flutt út til Sví- þjóðar, Bretlands, Singapúr, Hong Kong, Bandaríkjanna og til stendur að hefja útflutning til Japans og Ástralíu á þessu ári. Samtökin International Bottled Water Association héldu sinn 43. ársfund í síðustu viku og þar voru Aqua Awards-verðlaunin veitt. Að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Þórsbrunni eru IBWA stór og virt samtök fyrirtækja á sviði átappaðs vatns. Samtökin voru stofnuð árið 1958, þau vinna með heilbrigðisyfirvöldum við að setja gæðareglur og sjá til þess að fyr- irtækin sem eru aðilar að samtök- unum fylgi gæðastöðlum. Þórs- brunnur hefur verið aðili að IBWA í a.m.k. sjö ár, að sögn Þóris. Alls var keppt til Aqua Awards verðlauna í 16 flokk- um. Keppnin var þrískipt: Lít- il fyrirtæki, meðalstór og stór. Þekktustu merkin eins og Evian og Perrier keppa í hópi stærstu fyr- irtækjanna. Iceland Spring keppti í hópi með- alstórra fyrirtækja í fjór- um flokkum og vann fyrstu verðlaun í þeim öll- um: Fyrir bestu hönnun miða, blaðaauglýsingar, auglýsingar í búðum og herferð í almanna- tengslum. Aðspurður seg- ir Þórir að á bilinu 500– 600 fyrirtæki í vatnsfram- leiðslu teljist til meðalstórra fyrirtækja en óljóst er hve mörg af þeim tóku þátt í keppn- inni. Markaðs- og auglýsinga- herferð Iceland Spring hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum en hún var í höndum auglýsingastof- unnar Sloan Group. Íslenska vatnið hefur t.a.m. sést í þekktum banda- rískum sjónvarpsþáttum á borð við Ally McBeal, Friends, E.R. og West Wing. Fyrirtækið Þórsbrunnur var stofnað árið 1990 af Hofi, Orku- veitu Reykjavíkur og Vífilfelli. Nú eru hluthafar fyrirtækisins 27 tals- ins og þeir helstu Kaupþing, Víf- ilfell, Orkuveitan, Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Fjárfestingarfélagið Straumur, fjárfestingarfélögin Háahlíð og Uppspretta og Ingibjörg og Lilja Pálmadætur. Iceland Spring vann fern verðlaun fyrir markaðssetningu Mun auðvelda dreifingu erlendis SÉRLEYFISBÍLAR Helga Péturs- sonar ehf. sem sinnt hafa almenn- ingssamgöngum á Snæfellsnesi og í Dölum á undanförnum árum hafa selt þann hluta rekstrar síns til Sæ- mundar Sigmundssonar sérleyfis- hafa í Borgarnesi. Breytingin varð 15. okóber síðastliðinn. Frá og með sama tíma munu Sérleyfisbílar Helga Péturssonar einbeita sér að hópferðaakstri eingöngu. Afar erfitt rekstrarumhverfi og hagræðing nauðsynleg Sérleyfisbílar Helga Péturssonar hafa haft þessa þjónustu með hönd- um frá því að sérleyfi voru fyrst veitt árið 1935. Í fréttatilkynningu frá Sérleyfisbílum Helga Péturssonar kemur fram að ástæður þessarar sölu séu fyrst og fremst að rekstr- arumhverfi atvinnugreinarinnar er afar erfitt um þessar mundir og hag- ræðing á þessu sviði nauðsynleg. „Félagið þakkar þeim fjölmörgu aðilum á Snæfellsnesi og í Dölum sem við höfum haft viðskipti við á undanförnum árum fyrir áralöng samskipti og vonast til að hagræð- ingin sem nú á sér stað verði al- menningssamgöngum á Snæfells- nesi og í Dölum og íbúum svæðisins til framdráttar,“ segir í tilkynning- unni. Morgunblaðið/Hrefna Sigfús Almarsson færir Halldóri Jónssyni, bílstjóra hjá Helga Péturssyni, blóm. Með á myndinni eru Drífa Skúladóttir og Skúli Alexandersson. Sérleyfisbílar Helga Péturssonar hætta akstri á Snæfellsnes og í Dali Almenningssam- göngur breytast Hellissandi. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.