Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 19 SIGURÐUR Smári Gylfason, fram- kvæmdastjóri Íslenska hugbúnaðar- sjóðsins hf., segir að fyrirhuguð lækkun tekjuskatts fyrirtækja, heimild fyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt og afnám verðbólgu- reikningsskila muni almennt hafa mikil jákvæð áhrif á hugbúnaðar- geirann. Íslenski hugbúnaðarsjóður- inn er stór hluthafi í mörgum hug- búnaðarfyrirtækjum, svo sem Go Pro-Landsteinum Group, Kögun, Tölvumyndum og Mönnum og mús- um, og Sigurður Smári segir að þess- ar þrjár breytingar muni spila sam- an og til að mynda auðvelda öflun erlends fjármagns til slíkra fyrir- tækja hér á landi. Afnám verðbólgureikningsskila og uppgjör í erlendri mynt nýtast strax Sigurður Smári segir að sem stendur muni tekjuskattslækkunin ekki nýtast öllum þessum fyrirtækj- um beint, því þau séu ekki endilega farin að skila hagnaði, en hún sé já- kvæð til lengri tíma litið fyrir þennan geira. Hinar breytingarnar, þ.e. af- nám verðbólgureikningsskilanna og uppgjör í erlendri mynt, muni nýtast strax og hann segir að mörg þessara fyrirtækja séu með stóran hluta teknanna í erlendum myntum og þau muni nýta sér að geta gert upp í ann- arri mynt en krónunni. Á móti segir hann að hækkun tryggingargjaldsins, sem að vísu er ekki fyrirhuguð fyrr en eftir rúmt ár, sé þessum fyrirtækjum óhagstæð, því stærstur hluti kostnaðar þeirra sé launakostnaður. Á heildina litið séu breytingarnar þrátt fyrir þetta til bóta fyrir hugbúnaðariðnaðinn. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., segir að margir neikvæðir þættir séu við að reka alþjóðleg fyrirtæki hér á landi, svo sem smæð markaðar, sem þýði í raun algeran skort á heimamarkaði, lítið og þar með óstöðugt hagkerfi og lítill gjaldmið- ill, sem ekki sé gjaldgengur í við- skiptum erlendis. Á þetta hafi fyr- irtæki hans ítrekað bent stjórn- völdum og það sé því afar ánægt með þær breytingar sem nú séu áform- aðar. Með þeim sé búið að gerbreyta umhverfi fyrirtækja á borð við Öss- ur, sem séu með stóran hluta starf- seminnar og nær allan kostnað og allar tekjur erlendis. Hvergi betra skattaumhverfi Jón segir aðgerðirnar mjög ákveðnar og áræðnar og með þeim sé verið að stíga stórt skref sem gera muni að verkum að Össur líti alvar- lega á að auka starfsemi innanlands. Eftir að þessar breytingar nái fram að ganga verði svo komið að betra skattaumhverfi bjóðist hvergi á þeim stöðum sem á annað borð komi til greina fyrir fyrirtækið að starfa á. Eftir séu ýmsir neikvæðir þættir við að starfa hér á landi en skattaum- hverfið muni vinna þá upp og Jón segist telja að eftir þessar breyting- ar detti engum í hug að flytja starf- semi fyrirtækisins frá landinu. Þvert á móti verði hagkvæmt að sem mest af hagnaðinum verði til hér á landi. Spurður að því hvort til hafi staðið að flytja fyrirtækið úr landi segir Jón að slíkt gerist ekki í einu vet- fangi, en ef skilyrði séu óhagstæð sé hætt við að sú verði raunin á nokkr- um árum. Eftir þessar breytingar sé ekki hætta á slíku, en án þeirra hefðu menn getað lent í því að alþjóðleg fyrirtæki hefðu smám saman fært starfsemi sína til útlanda. Fyrir utan tekjuskattslækkunina segir Jón mjög jákvætt að afnema verðbólgureikningsskilin og veita heimild til að gera upp í erlendri mynt. Engin ákvörðun hafi verið tekin í stjórn fyrirtækisins um að gera upp í erlendri mynt, en hann segist telja að það sé jákvætt fyrir félag eins og Össur að gera upp í er- lendri mynt. Auðveldar aðgang að erlendu fjármagni Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar Group hf., segist afskaplega sáttur við fyrirhugaðar skattkerfis- og bókhaldsbreytingar og telur þær jákvæðar fyrir við- skiptalífið. Það muni koma sér sér- staklega vel fyrir Bakkavör að geta gert upp í erlendri mynt og þurfa ekki að útskýra verðbólgureiknings- skil fyrir útlendingum. Það muni auðvelda mjög aðgang að fjármagni erlendis. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Íslandi en skrifstofu í Danmörku þar sem bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, stofnendur félagsins, búa og hafa starfsaðstöðu. Ágúst segir að þessar breytingar muni ekki þýða grundvallarbreytingar á rekstri Bakkavarar og muni ekki breyta því að þeir kjósi að vera í ná- lægð við helstu markaði félagsins. Breytingarnar muni hins vegar þýða að félagið muni leitast við að hafa stærri hluta hagnaðarins á Íslandi. Ákveðnar og áræðnar aðgerðir Fyrirhugaðar breytingar á lögum um skatta og bókhald Á HÁDEGISFUNDI Samtaka auglýsenda sem haldinn var nýlega var fjallað um hvort RÚV ætti að hverfa af auglýsingamarkaði. Er- indi fluttu Steinþór Skúlason, for- stjóri SS, Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, og Jón Axel Ólafsson, forstöðu- maður útvarpssviðs Norðurljósa. Í pallborðsumræðum var nokkuð hart deilt um það hvort eðlilegt væri að RÚV keppti á auglýsinga- markaði við einkareknar sjón- varps- og útvarpsstöðvar eða hvort eðlilegt væri að RÚV hyrfi af aug- lýsingamarkaði og stofnunin yrði sett á fjárlög eða innheimti tekjur með svipuðum hætti og Stöð 2 ger- ir. Þorsteinn Þorsteinsson sagði það vera grundvallarspurningu hvort ríkissjónvarpið ætti að lúta markaðslögmálunum og einnig væri ljóst að viss hætta fylgdi því ef RÚV yrði of háð auglýsendum. Hann undirstrikaði þó að það væri hlutverk löggjafans að ákveða breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV. Hann benti og á að aðgang- ur auglýsenda að neytendum minnkaði verulega við það að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Kristján Kristjánsson, fjármála- stjóri Skjás Eins, sagði augljóst mál að samkeppnisaðstæður á aug- lýsingamarkaði væru mjög ósann- gjarnar meðan RÚV innheimti lög- bundin afnotagjöld jafnframt því að keppa á frjálsum auglýsinga- markaði. Þetta væri óþolandi fyrir einkarekin fyrirtæki sem byggja afkomu sína á auglýsingatekjum. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, tók fram að hann talaði ekki fyrir flokkinn. Sín skoðun væri hins veg- ar sú að menn ættu að reka öfl- ugan ríkisfréttamiðil sem sinnir al- mennri upplýsingaskyldu. Rökin fyrir tilvist RÚV væru augljós og óþarfi að tíunda þau. Hins vegar væri spurning hvort ekki ætti að taka RÚV út af auglýsingamark- aðinum, afnema afnotagjöldin og setja stofnunina á fjárlög. Í leið- inni yrði farið yfir tilgang, hlut- verk og rekstur RÚV í heild. Markaðurinn hér á landi væri smár og það væri sín skoðun að ríkið ætti ekki að vasast í sam- keppnisrekstri. Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurljósa, sagði Norðurljós ekki hafa gert beina kröfu um að RÚV færi af auglýs- ingamarkaði en félagið hefði aftur á móti margbent á að nauðsynlegt væri að jafna þann aðstöðumun sem væri á markaðinum. Stöð tvö vildi einfaldlega fá að keppa á jafnréttisgrundvelli við aðra fjöl- miðla. Útvarpshúsið við Efstaleiti. Skiptar skoðanir eru um hvort RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. Deilt um hvort RÚV eigi að keppa á auglýsingamarkaði ERLENT BANDARÍKJAMENN eru teknir að beita lág- og hægfleygum flugvél- um í Afganistan, sem sérfræðingar telja undanfara landhernaðar. Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á mánudags- kvöld að brátt yrði svo komið að tal- ibanar myndu ekki telja vígstöðvarn- ar þar sem þeir takast á við liðsafla stjórnarandstöðunnar „mjög örugg- an stað“. Á mánudag fóru fram hörðustu loftárásir til þessa frá því að Bretar og Bandaríkjamenn létu til skarar skríða gegn stöðvum hryðjuverka- manna í Afganistan og talibana- stjórninni sem skotið hefur yfir þá skjólshúsi. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði áætlanir mánudagsins hafa kveðið á um að ráðist yrði gegn 18–20 skotmörkum þ. á m. herflokkum talibana. Rumsfeld gat þess á fundi með blaðamönnum á mánudag að aukin áhersla yrði enn lögð á árásir á sveit- ir talibana þegar stjórnarandstaðan, sem kallast Norðurbandalagið, væri fær um að gefa nánari upplýsingar um þær. Rumsfeld sagði að þá myndu herflokkar talibana í fremstu víglínu standa frammi fyrir breytt- um veruleika: „Mig grunar að það verði ekki sérlega öruggur staður að vera á þegar fram í sækir.“ Ráðist gegn valdamiðstöð talibana Háttsettur embættismaður í varn- armálaráðuneytinu greindi frétta- mönnum frá því að á mánudag hefði lágfleygum árásarflugvélum af gerð- inni AC-130 verið beitt í fyrsta skipti í Afganistan. Slíkum vélum hefði verið falið að ráðast á skotmörk í borginni Kandahar í suðurhluta landsins en þar er að finna aðalstöðv- ar talibana-stjórnarinnar. Þótti sýnt að árásunum hefði því einkum verið beint gegn leiðtogum talibana. Yfirmaður upplýsingaskrifstofu talibana-stjórnarinnar staðfesti að slíkar árásir væru hafnar í samtali við AFP-fréttastofuna í gærmorgun. Stórar hægfleygar flugvélar hefðu framið árásir í lágflugi á mánudag. „Þær voru eins og stórar flutninga- vélar, ekki þotur en ekki heldur þyrl- ur,“ sagði talsmaðurinn, Abdul Han- an Hemat. Hann sagði að árásum hefði verið haldið áfram í gærmorg- un og að tilkynnt hefði verið að 33 óbreyttir borgarar hefðu fallið. Sagði hann að íbúar Kandahar hefðu hvorki haft aðgang að rafmagni né vatni síðustu þrjá dagana. Stór, hægfleyg og mjög þungvopnuð Á vef bandaríska flughersins (www.af.mil) má nálgast upplýsingar um AC-130-flugvélina. Sem fyrr sagði er AC-130 hægfleyg flugvél og hönnuð til árása á skotmörk á jörðu niðri, bíla- og flutningalestir og her- sveitir óvinarins. Flughraðinn er tæpir 500 km/klst. Vélin er iðulega notuð til að styðja við framrás fót- gönguliðs en þó einkum sérsveita. AC-130 er búin öflugum 40 mm og 105 mm fallbyssum. Hún er fjögurra hreyfla og þung- vopnuð en jafnframt búin fullkomn- um siglingatækjum og nemum til greiningar á skotmörkum. Vélin get- ur ráðist gegn tveimur skotmörkum samtímis. Um borð eru að jafnaði 13 menn. Hún er rétt tæpir 30 metrar að lengd og vænghafið er 40 metrar. Sérfræðingar sögðu að þessar árásir mætti túlka á þann veg að þær væru undanfari landhernaðar í Afg- anistan. Loftárásir Breta og Banda- ríkjamanna síðustu daga hefðu ekki síst verið hugsaðar til að eyða loft- vörnum talibana til að unnt yrði að beita svo hægfleygum flugvélum til árása á annars konar skotmörk á jörðu niðri. Reuters Þungvopnuð flugvél af gerðinni AC-130. Lágflugsárásir undanfari landhernaðar Hægfleygum, þungvopnuðum flug- vélum beitt gegn herliði talibana Washington. AP. Kabúl. AFP. GULLGRAFARAR búa sig nú undir að nýta kvarsæð í Suður-Grænlandi sem er sögð innihalda óvenjumikið af gulli. Tvö fyrirtæki hugsa sér gott til glóðarinnar og stefna nú að því að opna fyrstu gullnámuna í Grænlandi fyrir lok næsta árs, að sögn danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende. Blaðið segir fyrirtækin áætla að hægt verði að vinna um 15 tonn af gulli úr æðinni og að verðmæti þess sé 1,2 milljarðar danskra króna, um 15 milljarðar íslenskra. Kanadíska fyrirtækið Crew Development Corporation telur öruggt að hægt verði að nýta æðina með góðum hagnaði þótt endanleg niðurstaða hagkvæmnikönnunar liggi ekki fyrir. Búist er við að hún verði kynnt síðar á árinu. Kanadíska fyrirtækið hyggst grafa eftir gullinu í samstarfi við færeyska fyrirtækið Nuna Miner- als. Embættismenn grænlensku heimastjórnarinnar telja að mikið sé af gulli í æðinni og hugsanlega verði hægt að vinna meira en 20 tonn. Þeir búast þó ekki við að fyr- irtækin fái vinnsluleyfi fyrr en árið 2003 því fyrirtækin eigi enn eftir að gera grein fyrir arðsemi gullnám- unnar og áhrifum hennar á um- hverfið, að sögn Berlingske Tid- ende. Gullæði í Grænlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.