Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MANNSLÍKAMINN er Helga Gíslasyni hugleikið viðfangsefni, líkt og bronsskúlptúrarnir, sem hann sýnir þessa dagana í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar, eru til vitnis um. En með sýningunni Speglanir má að vissu leyti segja að Helgi hafi tekið upp þráðinn frá hugleiðingum sínum um manninn og mannslíkam- ann í upphafi níunda áratugarins. Verk Helga, sem flest eru unnin í brons, einkennast af umtalsverðri mýkt og sveigjanleika. Yfirborð skúlptúranna er ýmist hrjúft, ójafnt eða slétt og litur bronsins ýmist mattur eða háglansandi, dökkur eða ljósleitur. Víða leikur listamaðurinn sér með þann eiginleika efniviðarins að verkin geta verið úthverf og inn- hverf í senn, þannig að sýningar- gestir geta ekki síður skoðað innra byrði verkanna en það ytra. Holir skúlptúrarnir draga þá einnig upp mynd af mannslíkamanum sem tómri, sálarlausri skel. Dökkir útlimir mannslíkamans eru þannig kallaðir fram í hugann með bronssteypunni Þyngdarleysi. Mjúkar og ávalar línur skúlptúrsins nægja til að draga fram þessa mynd án þess að formin sem sýn- ingargestur virðir fyrir sér séu í raun á nokkurn hátt auðþekkjanleg. Í verkinu För eru útlínur líkamans hins vegar auðþekkjanlegar í hluta verksins, sem síðan hverfur inn í sig er verkið verður innhverft og maðurinn fyrir vikið lítið annað en skel. Svipbrigðalaus andlit, ýmist sem hluti af mannslíkama eða ein og sér, eiga stóran þátt í Speglunum Helga. Í verkinu Kjarni, sem bygg- ist annars á meiri abstrakt-form- myndun en önnur verk sýningar- innar, trónir til að mynda lítið andlit á toppi skúlptúrsins. Hvöss, beinaber og sviplaus andlit Helga eru þó víðast hvar meira áberandi. Í Náttfara hvílir grannt og beina- bert andlitið þannig á mjúkum, allt að því bráðnandi skrokki og mann- veran virðist kvalin, þrátt fyrir svipbrigðalaust andlitið. Teygður búkurinn segir hér allt sem segja þarf. Andlitið eitt sér er síðan við- fangsefni Helga í verkum á borð við Viðræðu, Hnit og 10 21°̈55’V, 61°̈10’N. Í fyrstnefnda verkinu, sem er ásamt För og Kjarna, með sterk- ari verkum sýningarinnar, nær ein- föld uppsetning grannleitra andlit- anna sem snúa oddhvössu nefi sínu í hvort annað þannig að vekja upp fleiri spurningar en hún svarar. Verk Helga ná vel að njóta sín í neðri sal safnsins, og hæfir klass- ískt handbragð listamannsins vel sýningarrýminu, enda gott rými á milli skúlptúranna sem fyrir vikið njóta óskiptrar athygli sýningar- gesta. Öllu veikari uppsetning ein- kennir hins vegar efri salinn og er það ekki hvað síst fyrir smæð verk- anna sem þar eru sýnd. Brons- skúlptúrar Helga einfaldlega njóta sín betur í stærri hlutföllum þar sem mjúkar og sveigjanlegar útlín- ur mannslíkamans verða öllu áhrifa- meiri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bronsskúlptúrinn Viðræða eftir listamanninn Helga Gíslason. Í mannsmynd MYNDLIST L i s t a s a f n S i g u r j ó n s Ó l a f s s o n a r Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14– 17. Henni lýkur 31. október. SPEGLANIR – HELGI GÍSLASON MYNDHÖGGVARI Anna Sigríður Einarsdótt ir TVENNT er mikilvægt við þessa tónleika og fyrst skal telja heim- sókn Vínardrengjakórsins og þá að tónleikarnir fóru fram í nýjum sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Vín- ardrengjakórinn á sér langa og merka sögu og er í raun afrakstur uppeldis- og skólastofnunar en tíu ára að aldri fá drengir skólans inn- göngu í hina frægu söngstofnun, Vínardrengjakórinn, sem skiptist í fjóra kóra, er kenna sig við Mozart, Haydn, Bruckner og Schubert. Hér var á ferð um síðustu helgi sá hluti kórsins, sem kennir sig við Schu- bert en stjórnandi hans var Robert Rieder. Efnisskráin var þrískipt, fyrst trúarleg tónlist, þá þjóðlög frá ýms- um löndum og síðast austurrísk tón- list. Fyrsta verkið, Jubilate Deo, SWV 276, eftir Heinrich Schütz, er samið fyrir tvær tenórraddir, bassa- rödd og undirleik lúðra og orgels. Annað viðfangsefnið var Cantate Domino, eftir Hans Leo Hassler, sem aðallega er frægur fyrir fjör- uga og lagræna madrigala. Veni Domine eftir Mendelssohn var þriðja verkefnið. Í þessum verkum mátti greina þreytu á hæstu tón- unum og auk þess var mótun tón- hendinga ekki markviss hjá stjórn- andanum en bestur var söngur kórsins í Veni Domine, eftir Mend- elssohn, úr safni þriggja mótettna op. 39, fyrir kvennakór og orgel. Á eftir gregoríönskum söng, Veni creator spiritus, sem var ágætlega sunginn og Denn das Gesetz des Geistes, eftir J.S. Bach, líklega ein- hver umritun innan úr stærra verki, sem var of hátt í tónlegu fyrir sópr- aninn, komu nokkrar útsetningar á trúarlegum lögum frá Indlandi, Ísr- ael, Pakistan, Ameríku og þjóð- flokkum súlúmanna og indíána. Tveir indíánasöngvar, Ancient mother, fallegt lag og The earth is our mother, líflegt lag, sem var út- sett í eins konar Orff-stíl, var mjög vel sungið. Þá kom sérlega einfald- ur indverskur söngur, sem var nær eingöngu á einum hljómi, og annar frá Israel, þar sem raddbeiting kórsins var nálæg kallhljómi, nokk- uð sem ekki er algengt hjá Vín- ardrengjakórnum. Í Go down Mo- ses vantaði hrynskerpuna í sönginn og píanóundirleikurinn var ofhlað- inn hjá stjórnandanum og hafði í raun truflandi áhrif á söng drengj- anna. Lokalagið í þessum flokki, var eins konar djass-misskilningur, eftir Gerald Wirth (nafnið ýmist ritað Wirt eða Wirth), er nefnist We dream together. Þessi hluti söng- skrár var að mörgu leyti lakasta söngefnið, sérstaklega vegna út- setninganna, sem voru ekki merki- legar, þó drengirnir reyndu sitt besta og syngju sínar einsöngsstróf- ur oft mjög fallega. Þrjú lög eftir Mozart voru í um- ritun en tvö þeirra eru úr safni samsöngslaga fyrir tvær kvenraddir og bassarödd, ýmist með undirleik fyrir klarinett eða bassethorn. Lög- in voru Due pupille amabile K,439 og Mi lagnero tacendo K.437 og eru ekki talin að öllu leyti eftir Mozart, þ.e., að Mozart hafi þar seilst í ann- arra verk. Hvað sem þessu líður eru þetta verk sem ekki eru mikið flutt. Síðasta Mozart-verkið var einhver gamansöm og misheppnuð umritun á lagi, sem ber nafnið Pater Peter Pomp. Það lætur sérkennilega í eyrum, að nauðsynlegt sé að endur- útsetja verk eftir Mozart og í þessu tilfelli tókst það miður vel, að ekki sé meira sagt. Ständchen eftir Schubert sem hann samdi 1828, við texta eftir Grillparzer, fyrir Joseph- ine Frölich, var í fyrstu samið fyrir altrödd, karlaraddir og píanó. Schu- bert umritaði verkið fyrir kven- raddir að ósk söngkonunnar og er þetta fagurt verk er var „hið besta flutt. Síðustu verkin voru austurrísk þjóðlög, fallega sungin og polkar og valsar eftir Jóhann Strauss og voru einnig fallega mótaðir. Píanistinn, sem hljóp í skarðið fyrir Gerald Wirth en ekki var nafngreindur í efnisskrá, lék í heild ágætlega en þó ekki án erfiðleika á einstaka stað. Það hefur gert drengjunum erfitt fyrir, hve hljómur nýja salsins í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, er „þurr“, þ.e. tónsvar hans eða hljóm- gun er lítil. Það er sérkennilegt, að í ganginum fyrir framan salinn er góð endurómun, sem deyr um leið og gengið er inn í salinn. Þarna er um að ræða sérkennilegan mun en að öðru leyti er salurinn skemmti- legur og vel hannaður og trúlega góður fyrir tal. Í heild voru tónleikarnir vel fram- færðir og drengirnir sungu oft fal- lega og sérlega sínar einleiksstrófur og dúetta en lagavalið og sumar umritanirnar voru ekki vel valdar og þar er við stjórnandann að sak- ast, sem þó hefur átt erfitt með að ná fram lifandi hljómi í „hljómþurr- um“ salnum í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Vínardrengir og „hljómþurr“ salur TÓNLIST S a l u r F j ö l b r a u t a - s k ó l a n s í G a r ð a b æ Vínardrengjakórinn flutti þjóðlög og andleg verk eftir Schütz, Hassler, Mendelssohn,Bach , Mozart, og veraldleg söngverk eftir Schubert og Johann Strauss. Föstudagurinn 12. október, 2001. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson túlkaði sannfærandi, sundurleitan hóp. Í honum mátti finna fulltrúa allra helstu klisjanna úr slíkum myndum og virtust allir hafa gam- an af að fást við hlutverkin. Framhaldið gerist nákvæmlega ári síðar, unglingarnir búnir að ljúka fyrsta vetrinum í mennta- skóla og viðhorfin lítið breytt, allt snýst um uppáferðir. Nú hafa flest- ir að vísu hlotið eldskírnina og hugsa um það eitt að týna ekki taktinum en auka við reynsluna. Það gengur upp og ofan, svo bekkj- arfélagarnir taka hús á leigu við vatnið til að nota sem höfuðstöðvar kvennaveiða sumarsins. Enn sem fyrr snýst atburðarásin einkum í kringum Jim (Jason Biggs), seinheppna sakleysingjann í hópnum. Myndin byrjar á ágætu atriði þar sem vinurinn og lagskona hans eru trufluð þegar hæst stend- ur leikurinn. Vitaskuld af „reynslu- boltanum“, föður hans (Eugene Levy). Hann er sem fyrr ómissandi innlegg í aulagrínið með sínum vafasömu lífsreglum og kjaftagleði. Sumarið endar svo í ljúfri kynlífs- FYRIR tveimur árum sló ung- lingagrínmyndin American Pie svo hressilega í gegn að samstundis var ákveðið að gera framhalds- mynd og kæmi síst á óvart þótt þær yrðu fleiri. Ástæðan fyrir vinsæld- unum var óvenju skemmtilega samvalinn hópur ungra og áður óþekktra leikara, sem hver og einn stemmningu í húsinu á ströndinni, þar sem rætast neðanbeltisdraum- ar flestra. Framhaldið hefur kosti og galla fram yfir frummyndina. Krakkarn- ir eru orðnir mun sjóaðri, enda sum hver farin að nálgast alvöruleikara- mörkin (Chris Klein, Jason Biggs, Shannon Elizabeth). Mestar fram- farir sýna þó leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn, AP 2, rennur miklu betur áfram og nokkrir kafl- ar eru drepfyndnir, einkum við- skipti strákanna við lesbíurnar, sem hafa þá að ginningarfíflum. Því miður tekst höfundunum ekki að halda dampi til enda, lokakaflinn er sístur, reyndar fer myndin að dala eftir einstaklega óheppilegt hlé sem lamar framvinduna. Hvað sem því líður er myndin besta skemmt- un, ungir áhorfendur höfðu greini- lega gaman af, þeir eldri líka, sem er frekar fátítt þegar slíkar afþrey- ingar koma við sögu. Ef maður er farinn að ganga í barndóm er það greinilega hið besta mál. Baka 2: Leikurinn æsist Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR S a m b í ó i n , H á s k ó l a b í ó Leikstjóri: J.B. Rodgers. Hand- ritshöfundur: Adam Herz. Tón- skáld David Lawrence. Kvik- myndatökustjóri: Mark Irwin. Aðalleikendur: Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Alyson Hannigan, Chris Klein, Natasha Lyonne, Thomas Ian Nicholas, Mena Suvari, Eugene Levy. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Universal. 2001. AMERICAN PIE II 1 ⁄2 KYNNING á myndlistarmann- inum Kristjáni Guðmundssyni verður í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, kl. 20 annað kvöld. Kynningin er haldin í tilefni sýningar hans, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, og í tilefni útkomu listaverkabókar um Kristján, sem útgáfufélagið Mál og menning hefur gefið út í samvinnu við Listasafn Reykja- víkur. Ólafur Gíslason list- gagnrýnandi, sem er einn höf- unda bókarinnar, mun flytja stutt erindi um Kristján og kynna bók- ina, og síðan verður sýnt stutt myndband, sem ekki hefur sést hér á landi áður, þar sem Krist- ján gerir grein fyrir verkum sín- um og viðhorfum til myndlist- arinnar. Morgunblaðið/Einar Falur Eitt verka Kristjáns Guðmundssonar á Kjarvalsstöðum. Kristján Guð- mundsson kynntur í LHÍ AÐRIR háskólatónleikar vetrarins verða í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Hljóm- sveitin Bíó leikur djass með kómísku ívafi. Um er að ræða tónlist úr þekktum bíómynd- um og söngleikjum og hefur hún verið útsett fyrir gítar, kontrabassa og rödd. Meðal höfunda má nefna Richard Rodgers, Johnny Mandel, William Hanna, Arthur Johnston o.fl. Hljómsveitina skipa þeir Björn Thoroddsen, sem leik- ur á gítar, Jón Rafnsson, sem leikur á kontrabassa, og Örn Árnason, sem syngur. Djass með kómísku ívafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.