Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 15
Engjateigi 5, sími 581 2141
DRÆM rjúpnaveiði var fyrsta
veiðidaginn hér í sveit, sáralítið
sást af rjúpu. Veður var NA stinn-
ingskaldi en 6 til 9° hiti og alskýj-
að. Að venju var mikill fjöldi veiði-
manna í löndum Reykjahlíðar og
Voga. Jónas Hallgrímsson í Hlaði
ehf. mun hafa verið með tæplega
15 rjúpur og segir það nokkuð um
veiðiskilyrði, aðrir munu hafa
fengið minna. Um helgina snjóaði
og gerði alhvítt í byggð en í snjó-
inn hefur nú tekið upp að mestu.
Landeigendur voru með eftirlit á
svæðinu og sáu til þess að menn
hefðu veiðileyfi. Guðmundur Sig-
urjónsson og Rúnar Ingi Krist-
jánsson frá Akureyri skutu rjúpu í
Búrfellshrauni en veiðin var treg.
Dræm
rjúpnaveiði
Mývatnssveit
Morgunblaðið/BFH
ÞAÐ var mikið um að vera í Krossa-
nesi á Akureyri í gær og slökkvi-
liðs-, sjúkra- og lögreglubílar á ferð
með sírenur og blikkandi ljós. Ekki
var þó um slys eða eldsvoða að
ræða, heldur eru slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn á námskeiði
þessa dagana og voru að æfa þar
björgun úr bílflökum eftir sviðsett
umferðarslys.
Námskeiðið stendur yfir í tvær
vikur og er annar hluti af þremur
fyrir nýliða. Í því taka þátt 9
slökkviliðsmenn frá Akureyri, ný-
liðar og slökkviliðsmenn sem áður
störfuðu í slökkviliði Flugmála-
stjórnar á Akureyrarflugvelli og að
auki einn kollegi þeirra frá Dalvík.
Námskeiðið hófst í síðustu viku
og höfðu þátttakendur m.a. æft að
slökkva olíueld með froðu, reykköf-
un og meðferð og hreinsun hættu-
legra efna. Í gær voru þeir hins
vegar að vinna við björgun úr svið-
settum umferðarslysum með klipp-
um og glennum. Sá búnaður er
einnig notaður í flugslysum og við
björgun úr rústum og nýi slökkvi-
liðsbíllinn á Akureyrarflugvelli er
einmitt búinn slíkum búnaði.
Morgunblaðið/Kristján
Slökkviliðsmenn
á námskeiði
FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins
hefur fyrir hönd Háskólans á Akur-
eyri auglýst eftir tilboðum í nýbygg-
ingu, tengigang og frágang í eldri
gangi skólans að Sólborg. Í kennslu-
rýminu, sem er 315 fermetrar að
stærð, fer fram verkleg hjúkrunar-
fræði og iðjuþjálfun í framtíðinni og
skal framkvæmdum að fullu lokið 31.
júlí á næsta ári.
Útboð vegna byggingar kennslu-
rýmisins fer nú fram öðru sinni,
vegna gjaldþrots SJS verktaka sl.
vor og fyrir vikið tefst verkið um
tæpt ár frá upphaflegri áætlun. Þó
er búið að steypa upp að plötu
kennslurýmisins, platan einangruð
og járnbundin að hluta.
SJS verktakar unnu við að reisa
nýbyggingu HA og þegar fyrirtækið
fór í gjaldþrot í apríl sl. var um
tveimur þriðju hlutum verksins ólok-
ið. Í sumar var gengið frá samning-
um við Tréverk og fleiri undirverk-
taka sem áður unnu við verkið, um
að ljúka við húsnæði fyrir skrifstofur
og afgreiðslu skólans. Áætlað er að
framkvæmdum innanhúss ljúki í
desember nk. en framkvæmdum ut-
anhúss og á lóð með vorinu.
Nýbygging HA
boðin út aftur
ROKKHLJÓMSVEITIN Jet
Black Joe hélt tónleika í Íþrótta-
höllinni á Akureyri sl. laugardag.
Fjöldi fólks á ýmsum aldri lagði
leið sína í Höllina og skemmti sér
konunglega. Unga fólkið fjöl-
mennti framan við sviðið og hvatti
meðlimi sveitarinnar til dáða en
þeir eldri létu fara vel um sig í
stúkunni. Tónleikarnir þóttu vel
heppnaðir og var frábær stemmn-
ing í húsinu. Sveitin spilaði sín
þekktustu lög við mikinn fögnuð
viðstaddra.
Morgunblaðið/Kristján
Páll Rósinkrans og félagar hans í Jet Black Joe fóru mikinn á tónleik-
unum í Íþróttahöllinni á Akureyri við mikinn fögnuð tónleikagesta.
Vel heppnaðir tón-
leikar Jet Black Joe
VETRARSTARF Samhygðar,
samtaka um sorg og sorgarvið-
brögð á Akureyri, er nú að hefjast.
Fyrsti fyrirlestur samtakanna
verður fimmtudaginn 18. október í
safnaðarheimili Akureyrarkirkju
og hefst kl. 20.
Þá mun séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir, sóknarprestur á
Möðruvöllum, tala um líðan syrgj-
andans eftir missi, tómleikann og
söknuðinn og aðrar tilfinningar
sem missinum tengjast. Einnig
mun hún fjalla um umhverfi syrgj-
andans, fjölskylduna, vinnufélag-
ana, skólafélagana og aðra sem í
kringum okkur eru. Séra Solveig
Lára hefur mikla reynslu af starfi
með syrgjendum og hefur mest
lært af þeim sjálfum en veturinn
1998 til 1999 var hún við fram-
haldsnám í sálgæslu í Þýskalandi.
Eftir fyrirlesturinn er boðið upp
á hressingu, sest niður, rætt um
fyrirlesturinn og þátttakendur
gefa hver öðrum góð ráð og stuðn-
ing. Einnig verður vetrarstarfið
kynnt.
Samhygð stefnir að því að eiga
samtalsstundir, sem kallast opnir
sorgarhópar, fyrsta fimmtudags-
kvöld hvers mánaðar eins og í
fyrra. Þriðja fimmtudag hvers
mánaðar verða svo fyrirlestrar líkt
og áður.
Fundir Samhygðar eru öllum
opnir en syrgjendur og aðstand-
endur þeirra eru sérstaklega
hvattir til að koma.
Fyrirlestur
um líðan
syrgjenda
Samhygð, samtök um
sorg og sorgarviðbrögð
BJÁLKINN ehf. hefur krafið Dal-
víkurbyggð um 13,6 milljóna króna
skaðabætur vegna tjóns sem hafi
orðið þegar grundvöllur fyrirhug-
aðrar ferðaþjónustu
brast vegna aðgerða bæjaryfir-
valda. Breyting á deiliskipulagi
vegna starfsemi kjúklingasláturhúss
hafi valdið því að ekki var unnt að
nýta lóð sem Bjálkinn fékk úthlutað.
Lögfræðingur Bjálkans er Kristinn
Björnsson. Lögfræðingur Dalvíkur-
byggðar, Jónatan Sveinsson, hefur
svarað þessari bótakröfu og hafnar
henni alfarið.
Kröfunni
hafnað
Ólafsfjörður
Bjálkinn krefur
Dalvíkurbyggð
um skaðabætur