Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA um frumvarp alls þing- flokks Samfylkingarinnar til laga um stjórn fiskveiða hélt áfram í gær. Ekki hafði tekist að ljúka þeirri um- ræðu í síðustu viku, ekki síst þar sem fjölmargir þingmenn höfðu tekið til máls og rætt málefni sjávarútvegsins í víðu samhengi. Bar enn á þessu í langri og ítarlegri umræðu í gær og gerðu nokkrir ræðumanna það að umtalsefni hversu lítið frumvarpið sem slíkt væri til umfjöllunar. Jóhann Ársælsson, þingmaður Vesturlands, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem felur í sér tillögur um verulegar breytingar á nokkrum mikilvægum þáttum gildandi fisk- veiðistjórnunarlaga. Megintilgangur breytinganna er að tryggja jafnræði og atvinnufrelsi. Úthlutun án endur- gjalds afnumin Meginatriði frumvarpsins eru: „1. Úthlutun aflahlutdeilda án end- urgjalds verður afnumin í jöfnum áföngum á tíu árum en útgerðum fiskiskipa þess í stað gefinn kostur á aflahlutdeildarsamningi til fimm ára í senn á markaði þar sem öllum útgerð- um sambærilegra fiskiskipa er feng- inn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð. Greiðslum fyrir veiðiheim- ildir verður dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Allar aflahlutdeildir verða komnar á markað eftir tíu ár. 2. Fiskveiðiflotanum verður skipt í þrjá útgerðarflokka, m.a. til að tryggja hagsmuni landvinnslunnar og strandveiðiflotans, og fær hver um sig tiltekinn hluta heildaraflahlutdeilda. Smábátunum er heimilað að leigja til sín aflakvóta frá öðrum útgerðar- flokkum en útgerðarmenn annarra fiskiskipa öðlast ekki heimild til að leigja til sín aflakvóta frá smábátum. 3. Sérstakt tillit verður hægt að taka til sjávarbyggða þar sem við mikla atvinnuerfiðleika er að etja vegna skorts á afla til vinnslu með því að heimila sérstakt útboð á aflahlut- deildum til útgerða sem skuldbinda sig til að landa fiski til vinnslu á við- komandi stað. 4. Vilji útgerð ekki nýta aflahlut- deild sem hún hefur aflað sér á mark- aði er henni ekki heimilt að framselja hlutdeildina heldur skal skila henni inn og verður hún þá umsvifalaust boðin öðrum. Einungis verður hægt að leigja frá sér innan ársins allt að 50% af aflaheimildum hvers árs, enda hafi útgerð staðið skil á greiðslu vegna heimildanna. Framsalskerfi aflahlutdeilda og aflamarks sam- kvæmt núverandi úthlutunarkerfi verður óbreytt þau tíu ár sem tekur að hverfa frá því. 5. Tekið er á brottkasti. Næstu tvö fiskveiðiár skal löndun á afla utan kvóta heimiluð. Verð aflans skal mið- ast við að útgerðir hagnist ekki á slík- um veiðum en skaðist þó ekki við að koma með fiskinn að landi. Slíkur afli skal seldur hæstbjóðanda og mismun- ur af andvirði þess sem útgerðin fær og greidds verðs skal renna til Haf- rannsóknastofnunarinnar. 6. Fiskistofu verður falið að hafa umsjón með útboðum aflahlutdeilda en henni jafnframt gefin heimild til þess að fela öðrum aðilum einstaka þætti framkvæmdarinnar. Innheimta leigugjalda á sér stað þrisvar á ári á leigutímanum, jafnóðum og veiðum vindur fram. Leigutekjur renna í rík- issjóð og er m.a. ætlað að standa und- ir kostnaði hins opinbera af nýtingu auðlindarinnar, svo sem vegna haf- rannsókna og eftirlits. 7. Skipuð verður sérstök nefnd sér- fræðinga til þess að fylgjast með áhrifum og afleiðingum þessara breytinga, svo sem hvað varðar fram- sal aflaheimilda og vanda sjávar- byggða, og getur hún lagt til breyt- ingar ef þurfa þykir hvenær sem er á tímabili kerfisbreytingarinn ar. Innan fimm ára skal nefndin skila Alþingi sérstakri skýrslu um málið.“ Aldrei sátt um núgildandi út- hlutun aflaréttinda Jóhann lét þess getið í umræðunni að skv. núgildandi kerfi hafi útgerð- armenn fengið að hagnast í skjóli sér- réttinda. Það verði aldrei sátt meðal þjóðarinnar um núgildandi úthlutun veiðiréttinda. Það stangist á við rétt- lætiskennd landsmanna að helsta auðlind hennar skuli þannig afhent fáum sem ígildi eignar. Sagði hann að þær vonir hefðu verið bundnar við niðurstöðu auðlindanefndar að tillög- ur hennar gætu skapað grundvöll sátta um nýtingu auðlinda í þjóðar- eign. Síðan vék hann að niðurstöðum sk. endurskoðunarnefndar sem klofn- að hafi í afstöðu sinni: „Góð samstaða virtist á tímabili í nefndinni um að breyta ætti veiðirétt- inum í aflahlutdeildarsamninga. Til þess þarf innköllun veiðiheimilda og nýja úthlutun. Þeir sem skipa meiri- hlutann nú hlupu frá þeirri umræðu þegar þeim varð ljóst að Samfylking- in mundi aldrei samþykkja að þessum samningum yrði úthlutað eingöngu til þeirra sem eru nú handhafar kvót- ans,“ sagði hann og bætti því við að fulltrúi Samfylkingarinnar hefði gert þá kröfu að þeir sem vildu stunda út- gerð fengju jafnan rétt til að keppa um þær veiðiheimildir sem breytt yrði í aflahlutdeildarsamninga. „Helstu rök andstæðinga þeirrar leiðar voru þau að útgerðir mundu ekki þola innköllun veiðiheimilda vegna þess að þær yrðu að kaupa sambærilegar heimildir á markaðn- um og þær misstu við innköllunina. Margar þessara útgerða hefðu goldið þessar veiðiheimildir fullu verði. Slík aðferð væri skattur á útgerðina. Þeg- ar ljóst var að ekki næðist áfangi til sátta á þessum grundvelli í nefndinni lagði fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að á næstu sex árum yrðu 5% aflahlutdeilda inn kölluð hvert ár, breytt í aflahlutdeildarsamninga og sett á markað þar sem allir útgerð- armenn hefðu jafnræði til að nálgast heimildirnar en handhafar kvótans fengju andvirði samninganna þegar þeir yrðu seldir í fyrsta sinn. Með þessari leið væri komið mjög til móts við þá sem nú eru í útgerð en samt sem áður næðist verulegur áfangi til lausnar á þessu stóra deilumáli. Með þessari tillögu var látið reyna á raun- verulegan vilja til sátta. Meirihlutinn felldi þessa tillögu og féllst ekki á að halda áfram umræðum á þeim grund- velli sem þarna var lagður til. Sleit hann öllum viðræðum, lagði hug- myndir um aflahlutdeildarsamninga á hilluna og lagði fram tillögur sínar um þá leið sem Landssambands íslenskra útvegsmanna féllst á þegar auðlinda- nefnd skilaði af sér. Ekki fór þó meiri- hlutinn að tillögum auðlindanefndar um aukinn aðgang að veiðiheimildum eða uppboð á heimildum vegna kostn- aðargjalda.“ Samþykkt landsfundar Sjálf- stæðisflokks skref í rétta átt Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og sýndist sitt hverjum. Við umræðuna í gær fór þó mest fyrir þingmönnum Samfylkingarinnar sem lögðu áherslu á efni frumvarpsins og lögðu í orðum sínum út af landsfundi Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi þar sem samþykkt var ályktun eftir miklar umræður þess efnis að útgerð- in greiði hóflegt veiðigjald. Árni Steinar Jóhannsson (Vg) sagði ljóst að íslenskri útgerð væri kallað eftir breytingum. Sagði hann að öllum mætti vera ljóst að ekki yrði sátt um þá línu sem naumur meiri- hluti endurskoðunarnefndarinnar hafi sett fram að viðhalda að mestu leyti óbreyttu kerfi. „Ég er viss um að menn vilja reyna allt hvað þeir geta til þess að koma að málinu á einhvern hátt til þess að finna lendingu,“ sagði hann. Karl V. Matthíasson (S) hvatti í sínu máli til þess að valin yrði sú leið til sátta sem allur þingflokkur legði til með frumvarpinu, fyrningarleiðina. „Sjálfstæðisflokkurinn er tvístruð hjörð hvað þetta varðar,“ sagði Karl. Flokksbróðir hans Gísli S. Einars- son fagnaði þó því skrefi til sátta sem fælist í ákvörðun sjálfstæðismanna um hóflegt veiðigjald. Sagði hann það skref í rétta átt og fyllilega í samræmi við sjónarmið jafnaðarmanna og bar- áttu þeirra á undanförnum árum. Ráðherra segir Samfylkingu alls ekki hafa leitað sátta Árni M. Mathiesen (D) sjávarút- vegsráðherra gagnrýndi hins vegar þingmenn Samfylkingar og einkum þó flutningsmann frumvarpsins, Jó- hann Ársælsson, fyrir að hafa alls ekki leitað sátta í vinnu sinni í endur- skoðunarnefndinni. Sagði hann að þess í stað hafi Jóhann unnið eftir þeirri flokkslínu sem fælist í því frum- varpi sem nú væri til umræðu. „Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1999 vék flokkurinn frá fyrri samþykktum sínum um að leggja ekki á veiðileyfagjald í þá átt að veiði- leyfagjald kæmi til greina og hann vildi vinna að sátt í því efni. Sáttin í sjálfri sér væri mikilvæg vegna stöð- ugleika greinarinnar,“ sagði Árni og rakti svo störf þeirra tveggja nefnda sem unnið hefðu að endurskoðun stjórnar fiskveiða upp frá því. Sagði hann að út úr þeirri vinnu kæmi nið- urstaða meirihluta endurskoðunar- nefndar. Þá niðurstöðu hefðu fulltrú- ar á landsfundi verið hvattir til að samþykkja og ganga með því til sátta um svo mikilvæg málefni. „Það er hins vegar greinilegt að hinir, sem vilja bara einhverjar sér- stakar leiðir í útfærslunni, að þeim nægir ekki að viðurkennt sé grund- vallaratriðið, heldur vilja þeir láta kné fylgja kviði og að nákvæmlega verði farið eftir þeirra leiðum. Það er ekki nóg að það sé viðurkennt að allur al- menningur eigi að hafa hlutdeild í arðinum af auðlindinni, viðurkennt í orði og verki, heldur á líka að fara aðra leið sem rífur heimildirnar af þeim sem ráða nú yfir þeim, af byggð- unum og guð má vita hvert þær fara,“ sagði ráðherra. Frumvarp í samræmi við samþykktir flokkanna Árni benti á að af hálfu Framsókn- arflokksins stæðu yfir umræður um þessi mál innan sérstakrar nefndar og þegar niðurstaða hennar lægi fyr- ir, yrði það hlutverk hans sem ráð- herra að vinna úr þessum efnivið frumvarp og fara með inn í ríkisstjórn og þingflokka. „Auðvitað eru miklar líkur til þess að það frumvarp verði í samræmi við samþykktir flokkanna. Gangi þær samþykktir ekki saman, verða flokk- arnir hins vegar auðvitað að leysa úr því og fram til þessa hefur það ekki vafist fyrir stjórnarflokkunum,“ sagði hann. Jóhann Ársælsson sagði af þessu tilefni að flokkslína sjálfstæðismanna hafi legið fyrir lengi og fyrir vinnu auðlindanefndarinnar. „Ég spyr, sneri þetta sáttatal aðeins að því að sátt milli stjórnarflokkanna? Er ekki komið á daginn, eftir allan þennan feril að það náði aldrei lengra? Ég segi að slík sátt verður ekki með þjóð- inni,“ sagði Jóhann. Árni M. Mathisen sagði tal þing- mannsins alrangt. Sagði hann að ýmsir aðilar hefðu leitað sátta og reynt að nálgast sjónarmið þing- mannsins. Hann hefði hins vegar hafnað því sem í boði var, m.a. til- lögun um innkölluðun ákveðinna afla- heimilda með skilyrðum um for- kaupsrétt. Undir lok umræðunnar kom Hall- dór Blöndal (D) fyrsti þingmaður Norðurlands eystra í ræðustól og flutti langa ræðu um íslenska fisk- veiðistjórnarkerfið og ástæður þess að kvótakerfinu var komið á á sínum tíma. Vandaði hann flutningsmönnum frumvarpsins um fyrningarleið ekki kveðjurnar og gagnrýndi þá harðlega fyrir að koma fram með slíkar hug- myndir sem væri fjarri öllum veru- leika íslensks sjávarútvegs. Spannst verulega fjörleg umræða út frá ræðu Halldórs, en þó bar sú umræða þess merki að formælendur stjórnarnandstöðu í umræðunni voru flestir búnir með ræðutíma sinn og áttu því í fullu fangi með að svara og gera grein fyrir ótal spurningum sem Halldór hafði beint til þeirra. Frumvarp þingflokks Samfylkingarinnar um stjórn fiskveiða Jafn réttur til að keppa um aflaheimildir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Löng umræða varð um frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Hart var deilt um fyrirkomulag stjórnar fisk- veiða á Alþingi í gær. Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að taka upp hóflegt veiðigjald setti mjög mark sitt á umræðuna. SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson (D), hefur lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um leigubif- reiðar. Tilgangur frumvarpsins er að færa lög um leigubifreiðar að breytt- um aðstæðum í þjóðfélaginu. Þetta á ekki hvað síst við um auknar kröfur sem gerðar verða til starfsstéttarinn- ar og bifreiðastöðva um aukið öryggi. Frumvarpið fjallar m.a. um skipt- ingu takmarkaðra gæða, þ.e. leyfi til aksturs leigubifreiða. Í athugasemd- um með því kemur fram, að nauðsyn- legt þyki að laga fyrirmæli og fram- kvæmd reglna sem um þennan málaflokk gildi, m.a. til þess að kom- ast hjá misnotkun. Með uppsetningu þess gagnagrunns sem fjallað er um í frumvarpinu er komið á virku eftirliti hlutlausrar stofnunar með fram- kvæmd og notkun þessa kerfis. Þá verður mögulegt að halda á sam- ræmdan hátt utan um skipulag grein- arinnar fyrir allt landið. Verði frumvarpið að lögum færist stjórnsýsla málaflokksins og öll um- sýsla leigubifreiðamála frá sam- gönguráðuneytinu til Vegagerðarinn- ar. Bifreiðastöðvunum mun verða heimilt að sjá um útgáfu undanþágna sem áður voru hjá bifreiðastjórafélög- unum. Gagnagrunnur Vegagerðar- innar mun geyma upplýsingar um nafn og kennitölu bifreiðastjóra, heimilisfang, bifreiðastöð og kall- númer, nýtingu atvinnuleyfis, heim- ilað og tekið orlof, útgerðarheimildir vegna veikinda o.fl. Breytingar á lögum um leigu- bifreiðar ÁRMANN Höskuldsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins á Suður- landi, hefur ásamt fleirum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun þjóðgarðs um Heklu og ná- grenni. Í tillögunni felst að umhverf- isráðherra verði falið að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að undirbúa stofnun þjóðgarðs um Heklu og ná- grenni. Meginmarkmið með þjóð- garðinum verði að varðveita og kynna jarðsögu Heklu. Í greinargerð segir að Hekla sé eitt þekktasta eldfjall Íslands sem og heimsins alls. „Hekla er ekki einungis fræg fyrir það að hafa um nokkrar aldir verið talin einn megininngang- urinn til hins neðra heldur er hún eitt þeirra eldfjalla á Íslandi þar sem nær allar tegundir eldgosa hafa orðið.“ Þar kemur einnig fram að sökum mikillar og reglubundinnar virkni eld- fjallsins er nánasta umhverfi þess eins og opin kennslubók í þessum fræðum þar sem má finna hraun á öll- um stigum þessarar þróunar. Fræða- gildi þjóðgarðsins sé ótvírætt og bjóði upp á mikla möguleika fyrir fróðleiks- fúsa. Hekla og ná- grenni verði þjóðgarður ♦ ♦ ♦ ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl. 13:30 í dag. Að lokinni atkvæða- greiðslu hefjast fyrirspurnir til ráð- herra um eftirfarandi mál: 1. Stækkun Evrópusambandsins. 2. Endurskoðun á EES-samningn- um. 3. Fjölskyldustefna utanríkisþjón- ustunnar. 4. Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. 5. Réttarstaða erlendra kvenna. 6. Endurgreiðsla virðisaukaskatts. 7. Tillögur vegsvæðanefndar. 8. Meðlagsgreiðslur. 9. Stytting rjúpnaveiðitímans. 10. Nýtt byggðakort ESA á Suður- nesjum. 11. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. 12. Markaðssetning lyfjafyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.