Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 46
að því, að hann hafi fengið einhver laun fyrir starf sitt fyrir samtökin. Hatur á yfirvöldum Í gegnum bókina kemur sterkt í gegn hatur Sonnys á yfirvöldum sem hann telur hafa ofsótt sig fyrir það eitt að vera vítisengill, sem hann leggur að jöfnu við að vera frjáls. Í því ljósi er gaman að sjá hve honum RALPH „Sonny“ Barger er einn af helstu leiðtogum Hell’s Angels, Vít- isengla, vestur í Bandaríkjunum. Hann var einn af stofnendum Oak- land-deildar englanna sem varð fyr- irmynd annarra deilda og var forseti samtakanna og valda- og áhrifamesti maður innan þeirra þar til hann var settur inn fyrir ýmsar misgjörðir. Ímynd englanna Sonny Barger hefur verið ímynd englanna að mörgu leyti vestan hafs, eða var það í það minnsta þegar hann var upp á sitt besta, vel gefið óbil- gjarnt hörkutól sem var alltaf til í að standa uppi í hárinu á yfirvöldum og gaf sig aldrei. Sonny ritaði ævisögu sína á síðasta ári í samvinnu við þá Keith og Kent Zimmerman, sem meðal annars eru frægir fyrir ævisögu Johns Lydon, sem sumir kalla Johnny Rotten, No Irish, No Blacks, No Dogs. Í bókinni dregur hann ekkert undan um fíkni- efnaneyslu sína og ofbeldis- og glæpaverk, en segir jafnan þannig frá að við liggur að lesanda þyki mjög eðlilegt að þurft hafi að lemja þennan eða hinn til óbóta, selja einum eða öðrum heróín eða skaffa einhverjum vopn og fölsuð skilríki. Uppreisn gegn drykkjusjúkum föður Sonny Barger segir svo frá að hann hafi hrifist af lífsstílnum frekar en mótorhjólunum sjálfum. Hann kom frá erfiðu heimili og uppreisn hans gegn drykkjusjúkum föður snerist upp í uppreisn gegn yfirvöldum al- mennt. Hann virðist þó hafa sótt í aga, því hann falsaði skilríki til að geta gengið í herinn, en þegar allt komst upp og hann var rekinn úr hernum leiddist hann út í mótor- hjólaklúbb þar sem hann fann menn- ingarkima til að samlagast. Af ævisögu Sonnys má lesa að hann vann aldrei hefðbundna vinnu en ekki virðist hann hafa skort fé, hvort sem það var til þess að vera sí- fellt að kaupa sér ný hjól, skotvopn, fíkniefni, bíla eða hús. Þó má lesa á milli línanna, en einnig má leiða líkum þykir mikils um vert að menn utan englanna virði þá; á milli þess sem hann formælir yfirvöldum segir hann stoltur frá að þeir hafi nú tekið sitt- hvað upp eftir englunum. Hann kunni líka vel að meta það þegar Vítis- englarnir komust í tísku vestan hafs, gerðar voru um þá kvikmyndir og skrifaðar bækur enda hafi frægðin gagnast vel til þess að ná sér í kven- fólk. Meðal annars voru þeir fengnir til að sjá um öryggisgæslu á Alta- mont-útitónleikum Rolling Stones þar sem þeir gengu svo hart fram að einn tónleikagesta lá í valnum eftir. Sonny þótti ekki mikið til rollinganna koma, meikaðra í kvenmannsfötum eins og hann lýsir þeim. Eins og Sonny rekur söguna voru Vítisenglar upphaflega hópur manna sem áttu það eitt sameininlegt að vilja vera á mótorhjóli allan daginn. Þeir komust yfir húsnæði þar sem þeir dvöldu allir á milli þess sem þeir fóru í hópreiðir á ákveðna staði þar sem menn drukku og slógust og lágu síðan úti yfir nóttina enda þótti hallærislegt að vera með viðlegubúnað á hjólinu. Með betra skipulagi og ýmsum reglum, sem Sonny átti drjúgan þátt í að koma á, urðu Vítisenglar svo skipulagðari samtök sem eru um- svifamikil glæpasamtök, að mati yf- irvalda víða um heim, þótt Sonny segi öðruvísi frá. Dauðasök að snerta við merkinu Margt í frásögn Sonnys er for- vitnilegt, til að mynda sú ofuráhersla sem liðsmenn englanna leggja á merkin sem þeir sauma á jakkana sína; það kallar á grimmilega hefnd ef vítisengli er gert mein en ef snert er við merkinu er það dauðasök. Í bók- inni segir Sonny frá því að lögregla hafi gert í því að hirða merkin af mönnum til þess að klekkja á þeim en englarnir sáu við því; Vítisengla- merkið er skrásett vörumerki og eign samtakanna þannig að yfirvöldum er óheimilt að leggja hald á það. Fróðlegt var og að lesa að Sonny Barger þykir ekki ýkja mikið til Har- ley Davidson-hjólanna koma sem Vít- isenglarnir eru frægir fyrir að nota; segir að það sé aðeins vegna hefð- arinnar og þess að þeir vilji nota bandaríska framleiðslu; japönsku hjólin og BMW-hjól séu í raun mun betri og kraftmeiri. Hell’s Angels, The Life and Times of Sonny Barger eftir Ralph „Sonny“ Barger. Fourth Estate gefur út 2001. 259 síðna kilja sem kostar 1.995 kr. í Pennanum-Eymundssyni. Mótorhjólaklúbbur eða skipulögð glæpasamtök Leiðtogi vítisengla Mótorhjólasamtökin Vítisenglar eru goð- sagnakennd táknmynd fyrir frelsi og frækna kappa þótt margir telji þau harðsvíruð glæpasamtök. Árni Matthíasson las sjálfs- ævisögu Ralphs „Sonnys“ Barger, eins stofn- anda samtakanna og leiðtoga til marga ára. Sonny umvafinn sínum nánustu. VÍTISENGLAR, Hell’sAngels, eru goðsagna-kennt fyrirbæri, eins kon-ar táknmynd persónu- frelsis þar sem knáir kappar þeysa um á stálfákum, nútímaútlagar sem kæra sig kollótta um lög og reglur sam- félagsins; lúta aðeins reglum samfélagsins sem þeir hafa sjálfir stofnað, ættbálksins. Í seinni tíð hef- ur þó skuggi fallið á glans- myndina eftir því sem betur hefur komið í ljós að innan samtakanna þrífast alls kyns glæpaklíkur sem eru umsvifamiklar í vændi, eitur- lyfjasölu og skipulögðu ofbeldi. Það hefur meðal annars vakið áhyggjur hér á landi að Vítisenglar virðist tengjast ýmsu vafasömu í tengslum við innflutning á nektardansmeyjum, aukinheldur sem viðsjár með mót- orhjólaklúbbum á Norðurlöndunum hafa kostað mannslíf. Vítisenglar hafa ekkert að fela. Riddarar götunnar. Eitthvað verður Zorro að finna sér til dundurs í frístundum. Hann er líklega ekki með byssuleyfi. Mynduð þið leyfa dóttur ykkar að fá far í skólann á járnfákinum hans Deacons? FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4 og 6 með ísl. tali Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 8 og 10.10. Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Sýnd í sal 1 og einnig í Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni í sal 1. Miðasala opnar kl. 15 ALBANSKIR rithöfundar eru ekki á hverju strái í bókaverslunum á Vesturlöndum en Ismail Kadare er víst þeirra þekktastur. Bókin sem hér er gerð að umtalsefni er ekki ný af nálinni, kom út í Albaníu 1963, en Kadare endurskrifaði hana víst oftar en einu sinni og sú útgáfa sem Har- ville byggir á er frá því á tíunda ára- tugnum eftir að hann flúði frá Albaníu til Frakklands. Albanía er dularfullt land í augum flestra Vesturlandabúa og ekki langt síðan það losnaði undan einni mestu ógnarstjórn seinni tíma. Það er feng- ur að því að fá innsýn í albanska þjóð- arsál þótt bókin gefi ekki síður innsýn í mannssálina almennt. Í bókinni segir frá því er ítalskur herforingi heldur til Albaníu að leita að líkamsleifum ítalskra hermanna er létu þar lífið í tilraun Ítala til að her- nema Albaníu í seinni heimsstyrjöld- inni, en þegar hann leggur af stað til Albaníu eru tuttugu ár liðin frá lokum styrjaldarinnar. Verkefnið er ekki öf- undsvert, að leita uppi grafir fjöl- margra hermanna sem ýmist voru grafnir í fjöldagrafreitum eða þar sem þeir féllu hér og þar um landið. Hann er með lista yfir grafirnar sem eru býsna nákvæmir við fyrstu sýn, en smám saman koma í ljós ýmsir gallar á listunum, ekki síst þegar hann fer að fregna af örlögum her- mannanna sem margir struku úr hernum og leyndust hjá albönskum bændum sem eins konar þrælar. Það veldur herforingjanum ekki síst gremju að komast á snoðir um að her- inn hans er ekki eins hugprúður og göfugur og menn vilja vera láta, ekki síst er hann kemst á snoðir um illvirki Z liðþjálfa, en leitin að líkamsleifum hans verður eins konar leiðarstef í bókinni. Smám saman verður ferð herfor- ingjans til Albaníu ömurlegri, ekki síst þegar haustar, en einnig finna þeir félagar herforinginn og prestur- inn sífellt betur fyrir andúð Albana á gestunum sem eru eins konar tákn- mynd fyrir innrásarherinn sem kall- aði svo miklar hörmungar yfir landið. Einnig kemur í ljós hversu mikil gjá er á milli manna af ólíku þjóðerni þó jafn skammt sé á milli þjóðanna land- fræðilega eins og raun ber vitni. Bók Kadare má skilja að nokkru leyti sem áminningu um það að engin leið er fyrir ólíkar þjóðir að skilja hver aðra til hlítar. Hvergi kemur það betur fram en undir lok bókarinnar þegar herforinginn álpast til að mæta í brúðkaupsveislu með breytist úr þægilegum draumi í martröð. Kadare er bráðsnjall höfundur og margir kaflar bókarinnar eftirminni- lega vel skrifaðir, en ekki er gott að meta hvort þurrlegur stíllinn sé alfar- ið kominn frá honum eða þýðandinn hafi þar haft hönd með í bagga. Forvitnilegar bækur Leit að líkum The General of the Dead Army eftir Ismail Kadare. Harvill Press gefur út 2000. 264 síðna kilja. Kostar 2.495 í Máli og menningu. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.