Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐHORFSGREIN Þrastar Helga- sonar 25. sept. um viðbrögð við árás- inni á Bandaríkin inniheldur forsend- ur sem standast ekki. Rökfærslan fellur því um sjálfa sig. Þröstur gefur sér að sú áætlun hryðjuverkamann- anna hafi „tekizt fullkomlega, að draga mesta hernaðarveldi heims á tálar ... að tæla það út í aðgerðir sem það hefur sjálft enga stjórn á, því það veit ekki gegn hverjum þær beinast“. Hann telur þessa banvænu áætlun hryðjuverkamannanna „felast í því að Bandaríkjamenn svari í sömu mynt“. Að ráðast að skipuleggjendum hryðjuverkanna er ekki að „svara í sömu mynt“. Það stendur ekki til, að Bandaríkin sprengi upp skýjakljúfa með þúsundum saklausra borgara eða dembi sprengjuregni yfir þjáða alþýðu Afganistans. Aðgerðirnar eru ekki stjórnlausar, heldur skipulagðar til hins ýtrasta með öðrum þjóðum. Við vitum öll, að hverju þær beinast: að því að leita uppi og handsama eða fella Osama bin Laden og hryðju- verkasveitir hans. Þetta er tilgang- urinn, enda á þessi maður sök á fjölda ódæðisverka. Harðstjórn talib- ana, sem aðeins ein ríkisstjórn við- urkennir þegar þetta er ritað (Pak- istan), hefur einnig gert sig að skotspæni með ótvíræðri samsekt sinni. Verður örugglega reynt að koma í veg fyrir framhald á slíku, og væntanlega verður Afgönum hjálpað til að endurreisa efnahag landsins og koma á lýðræðislegri stjórn. (Já, ég spái sigri í Afganistan; í Flóastríði gersigruðu Bandamenn öflugasta her Mið-Austurlanda, en liðsafli tal- ibana er takmarkaður og aðdrættir engir, ólíkt því sem var í innrás Sov- étmanna í landið 1979–89.) Í huga margra þeirra sem and- mæla valdbeitingu í Afganistan býr það eflaust að baki að þeir óttast að hún hafi gagnverkandi áhrif. Þröstur er þeirrar skoðunar og telur að með innrás væri tilgangi hryðjuverka- mannanna náð. En eins og segir í leiðara The Economist 22/9: „Eitt áherzluatriði friðarsinnanna (paci- fists) er vissulega rétt: að hryðju- verkamennirnir vilja ögra mönnum til gagnaðgerða“, en blaðið bætir líka við, og takið nú eftir: „og þeir munu halda áfram árásum sínum þar til þeir fá gagnaðgerðir“. Að slá gagn- aðgerðum á frest er einungis að ýta vandanum á undan sér og glata á meðan tíma og tækifærum til að draga sem mest úr hættunni á enn stórtækari hryðjuverkum. Einungis þeir, sem eru í megnustu vanþekkingu eða afneitun á það, sem er á seyði hjá al-Qaeda-samtökum Osamas bin Laden, geta ímyndað sér, að hér láti þeir staðar numið. Þeir hafa þjálfað þúsundir atvinnu- manna til illvirkja og eiga eftir að gera miklu fleiri atlögur gegn vest- rænum ríkjum og saklausu fólki, hvort sem Vesturveldin hefja mótað- gerðir nú eða síðar. Strax 1993 reyndu þeir blásýru-árás á World Trade Center, sem mistókst, en hefði getað drepið tugþúsundir manna. Fleiri aðgerðir þeirra hafa mistekizt, t.d. að sprengja upp flugvöllinn í Los Angeles í árslok 1999. Vitað er, að þeir hafa leitað upplýsinga um ger- eyðingarvopn, og nú sýnir reynslan, að þeir hika ekki við að láta tilgang- inn helga meðalið. Sjálfir segjast þeir ekki láta staðar numið fyrr en þeir taka völdin í Hvíta húsinu. Það er eins gott fyrir okkur að trúa þeim. En einu virðast þeir ekki hafa reiknað með: hinum mikla innri styrk Bandaríkjamanna eftir hina grimmi- legu árás, heitri samkennd fólksins og vilja til að verja land sitt og þjóð. Þetta, auk stuðnings flestra þjóða heims, mun duga langt til að vinna að lausn þessa geigvænlega vandamáls 21. aldar. JÓN VALUR JENSSON, cand. theol. og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Viðhorfsgrein svarað Frá Jóni Val Jenssyni: Í FÁEIN ár hafa nokkur samtök tekið sig saman um svokallaðan „al- þjóðlegan dag gegn McDonald’s“ á degi sem kallaður hefur verið „World Food Day“. Þessi dagur, 16. október, var upphaflega tileinkaður mat af Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, árið 1979 til þess að vekja almenna athygli á hungri í heiminum. Þessi ónafngreindu samtök kalla nú þennan dag „alþjóðlegan hung- urdag“ eða „alþjóðlegan dag gegn McDonald’s“. Í öllum áróðri þessum skína í gegn ótrúlegir fordómar sem lýsa sér í fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Samtökin og þeir einstaklingar sem að þeim standa virðast finna sér lífstilgang í að út- breiða óhróður um eitt fyrirtæki af því að það er stórt á heimsmæli- kvarða og vegna þess að það er bandarískt að uppruna. Sannleikur- inn virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli enda engin tilraun gerð til þess að leita hans. Þau vita sem er að ef einhverjar fullyrðingar eru settar fram nógu oft, þá má búast við að fleiri og fleiri trúi því sem ritað og sagt er, jafnvel þótt sannleiksgildi þess sé ekki neitt. Ég hef sjálfur starfað hjá Lyst ehf., McDonald’s á Íslandi, sem er al- íslenskt fyrirtæki, í u.þ.b. níu ár. Ég og annað starfsfólk McDonald’s telj- um okkur siðað og heiðarlegt fólk og myndum ekki starfa hjá fyrirtækinu ef það væri jafnsiðlaust og slæmt og þessi samtök vilja láta í veðri vaka. Ég veit reyndar að þessi áróður hefur ekki náð að virka. Um það bera vitni fjölmargir viðskiptavinir McDonald’s á degi hverjum. PÉTUR Þ. PÉTURSSON, markaðsstjóri McDonald’s á Íslandi. Marklaus áróður Frá Pétri Þ. Péturssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.