Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 9 18. okt PG Magic Show Pétur Pókus hrífur áhorfendur með töfrum sínum. Kl. 20:00. 21. okt PG Magic Show Pétur Pókus hrífur áhorfendur með töfrum sínum. Kl. 17:00. 27. okt DANSLEIKUR með Bogomil Font og Milljónamæringunum. Nánari upplýsingar um dagskrá og þjónustu er að finna á: www.broadway.is • Netfang: broadway@broadway.is ...framundan St afr æn aH ug m yn da sm ið jan /3 07 5 Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 - Fax 533 1110 R A D I S S O N S A S , H Ó T E L Í S L A N D I 20. okt DANSLEIKUR Hinir einu sönnu Hljómar. Erum byrjuð að bóka á jólahlaðborð, hvort sem er á sýningar eða í einkasölum. Pantið tímanlega! Jólahlaðborðið með glæsilegum réttum Vinsæla Útgáfutónleikar. 8. nóv Geir Ólafsson 9. nóv Uppskeruhátíð veiðimanna Villibráðarkvöld 19. okt Rolling Stones Sálin leikur fyrir dansi. 10. nóv Rolling Stones Dansleikur með Stjórninni. 17. nóv Rolling Stones Dansleikur með hljómsveitinni Á móti sól 23. nóv Rolling Stones Jólahlaðborð Dansleikur með Stjórninni. 24. nóv Rolling Stones Jólahlaðborð Dansleikur með Stjórninni. 25. nóv Strákarnir á Borginni - jólahlaðborð 30. nóv Álftagerðisbræður - jólahlaðborð 2. des Simon&Garfunkel - jólahlaðborð Stefán og Eyvi 22. nóv HERRA ÍSLAND 11. nóv EDDUVERÐLAUNIN Hörkuprógram með bestu lögum þessarar vinsælu rokkhljómsveitar. Meðal annarra:„Satisfaction,“ „Jumping Jack Flash,“ „Honky Tonk Woman,“ „Miss You,“ og fleiri eftirminnileg lög. Helgi Björns og Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar fara á kostum í þessari mögnuðu sýningu. Næstu sýningar 19. október og 10. nóvember 16. nóv UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA Fjölbreytt skemmtidagskrá. Heiðursgestur Egill J. Stardal. Jóhannes Kristjánsson, grínari. Sigmar B. Hauksson flytur Hubertusræðuna. Íslandsmeistarmót í tófugaggi. Lögreglukórinn. Byssusýning. Dansleikur með BSG Landssamband hestamannafélaga og félag hrossa- bænda. Kynnir: Flosi Ólafsson. Hestagaldrar. Helgi Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Gunnar Þórðarson. Dansleikur með BSG. STÓRDANSLEIKUR næsta laugardag: Hinir einu sönnu HLJÓMAR Sálin leikur fyrir dansi næsta föstudag Kringlunni — sími 568 1822 Kringlukast 18.-21. október Peysur, bolir og buxur 20% afsláttur 20% afsláttur Silfurhúðum gamla muni síðan 1969 Álfhólsvegi 67, Opið frá 4.30-6 sími 554 5820. þri., mið., fim. Sprengitilboð - rýmum fyrir vörum Handskorin roccoco húsgögn 40%—50% afsláttur. Ljós, styttur, klukkur 20% afsláttur. Handofnir dagdúkar og rúmteppi 20% afsláttur. Ekta pelsar 50% afsláttur- tilvalin jólagjöf. Verið velkomin. Opið virka daga frá kl. 11—18 og laugard. frá kl. 11-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.      ÍSLANDSSÍMI hóf að bjóða nýja þjónustu í gær, svonefnda kjarna- áskrift þar sem viðskiptavinum með farsíma hjá fyrirtækinu býðst að hringja ókeypis úr símum sínum í 15 þúsund mínútur til áramóta, eða um 2,8 klukkustundir á dag. Í auglýs- ingu fyrirtækisins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að áskriftin nái til símtala í fjögur símanúmer og samkvæmt tilkynn- ingu frá fyrirtækinu verða þau síma- númer að vera innan kerfis og þjón- ustusvæðis Íslandssíma. Liv Bergþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs hjá Tali, segist telja það mjög eðlilegt að nýr aðili á markaði komi með tímabundið tilboð á borð við þetta til að ná til sín viðskiptavinum eða auka velvild sína á markaði. „Eins og fram hefur kom- ið í fréttum undanfarið er Íslands- sími í annað skipti á þessu ári að auka hlutafé sitt og því mikilvægt fyrir þá að bæta ímynd sína samhliða þeim aðgerðum.“ Villandi auglýsing Upplýsingafulltrúi Landssímans, Heiðrún Jónsdóttir, segir að Síminn muni ekki svara þessum aðgerðum Íslandssíma með beinum hætti. „Skilaboð Íslandssíma til neytenda í auglýsingunni eru villandi ef ekki blekkjandi. Neytendur verða að geta treyst því að þeir fái réttar upplýs- ingar í auglýsingum. Í það minnsta ætti fyrirtækið að birta slíkar aug- lýsingar með fyrirvara og vísa í þeim í hvar neytendur geta fengið frekari upplýsingar, ef ekki þá hlýtur fyr- irtækið að missa trúverðugleika sinn. Þannig kemur til dæmis ekki fram hvort þjónustan eigi við um er- lend símtöl eða símtöl í númer ann- arra símafyrirtækja. Væntanlega, þó að það komi ekki fram í auglýsing- unni, er eingöngu um að ræða símtöl milli viðskiptavina Íslandssíma. En með vísan til lítillar markaðshlut- deildar Íslandssíma er þetta tilboð í raun mjög takmarkandi.“ Segir hún að lengi hafi Síminn boðið afsláttarleið er kallast GSM- par sem býður um 50% afslátt. „Mið- að við hvað við erum með mikla markaðshlutdeild er um að ræða mjög gott boð. Við teljum okkur hafa mjög hagstæð kjör og bjóða góða þjónustu og komum ekki til með að fara sambærilega leið og Íslands- sími.“ Aðgerðum Íslands- síma ekki svarað með beinum hætti Íslandssími býður ókeypis GSM-símtöl ÍSLANDSFLUG fór í sitt lengsta flug fyrir skömmu þegar flogið var með varahlut úr borpalli við Kanada til framleiðanda hlutarins í Noregi. Millilent var á Íslandi. Til flugsins var notuð ATR-vél sem Íslandsflug hefur á leigu. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Íslandsflugs, sagði að þetta verkefni hefði verið tilfallandi fyrir félagið, en vonir standa til að ákveðið verkefni fáist fyrir vélina og vildi Ómar ekki fara nánar út í þá sálma. Hann sagði að leigukjörin á vélinni væru í samræmi við ótrygga verkefnastöðu. Náist ekki samningur um þetta verkefni verði vélinni skilað til eiganda, sem er erlent fyrirtæki. Flogið með varahlut frá Kanada FRAMSÓKNARFÉLAGI Reykja- víkur hefur verið skipt upp í tvö félög til að mæta nýju skipulagi kjördæma til þingkosninga. Þetta var ákveðið á fundi félagsins í gærkvöldi. Félagið var lagt niður í núverandi mynd og í framhaldi af því voru tvö félög stofn- uð, annars vegar Reykjavík suður og hins vegar Reykjavík norður. Félög- in munu starfa sem tvö sjálfstæð fé- lög hvort með sinni stjórn. Að sögn Önnu Kristinsdóttur, for- manns fyrrverandi Framsóknar- félags Reykjavíkur, gefst með þessu tækifæri í kjölfar breytinga á kjör- dæmum til að nálgast betur félags- menn í því fjölmenna kjördæmi sem Reykjavík er. Þá segist hún gera ráð fyrir að fulltrúaráð Framsóknar- flokksins í Reykjavík, sem er sam- bærilegt við kjördæmasambönd á landsbyggðinni, verði lagt niður í framhaldinu og stofnuð verði tvö kjördæmasambönd. Tvö Fram- sóknarfélög í Reykjavík HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt rúmlega sjötugan mann í 40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningarlög- um og umferðarlögum. Maðurinn játaði brot sín en í ágúst í fyrra tók hann u-beygju út frá út- skoti fyrir strætisvagna við brúna yf- ir Kársnesbraut í Kópavogi og ók á tvær bifreiðar. Hann ók fyrst yfir hægri akrein gegn umferð og þar ók hann á fyrri bílinn. Hann ók síðan yf- ir á vinstri akrein, einnig gegn um- ferð og rakst á aðra bifreið sem við það kastaðist yfir vegrið, rann niður brekku og hafnaði loks á göngustíg um sex metrum fyrir neðan brúna. Ökumaður bifreiðarinnar, rúmlega tvítug kona, hlaut samfallsbrot á hryggjarlið auk annarra áverka og farþegi í bílnum brotnaði á bringu- beini. Maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu fyrir brot á lögum og þótti dómnum rétt að refsingin yrði felld niður að liðnum þremur árum héldi maðurinn almennt skilorð. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Skilorðs- bundið fang- elsi vegna umferðar- lagabrots ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.