Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRT samhengi er á milli fjölda söfnunarstöðva og auk- inna skila á flokkuðum úr- gangi. Þetta er meðal niður- staðna skýrslu sem fjallar um tilraun á breyttri sorphirðu á þremur afmörkuðum svæðum í Reykjavík. Tvö svæðanna voru í Breið- holtshverfi og eitt í Árbæjar- hverfi. Í tilrauninni, sem hófst vorið 2000, voru skoðaðar þrenns konar útfærslur á söfnunarkerfi fyrir sorp, svo- kölluð rúmmálskerfi, vigtun- arkerfi og 10 daga kerfi. Greitt samkvæmt fjölda losana eða vigt Rúmmálskerfið var reynt í Fellum, Hólum, Bergum og Stekkjum í Breiðholtinu en það gengur út á að íbúar geta valið á milli þess að halda óbreyttu sorphirðukerfi (vikulegri tæmingu) eða láta sér duga tæmingu á 14 daga fresti. Sérstakir merkingar- flipar eru á sorptunnum í rúmmálskerfinu sem íbúar nota til að gefa til kynna hvort óskað er eftir tæmingu þessa vikuna eða ekki og líta starfs- menn hreinsunardeildar eftir þeim. Hugmyndin er sú að ef þetta kerfi verður valið fyrir borgina alla muni íbúar borga fyrir fjölda losana. Núverandi sorphirðukerfi gerir ráð fyrir vikulegum losunum en með rúmmálskerfinu getur fólk fækkað losunum niður í 26 á ári. Vigtunarkerfið var reynt í Seljahverfi og í blokkum í Bökkum í Breiðholtinu. Í því kerfi er þjónustan óbreytt hvað fjölda tæminga áhrærir en hugmyndin er að ef kerfið verður ofan á á höfuðborgar- svæðinu muni íbúar einungis greiða fyrir þann úrgang sem þeir skila samkvæmt vigt. Tíu daga kerfið var prófað í Árbæ, Ártúnsholti og Selás- hverfi. Eins og nafnið bendir til gerir kerfið ráð fyrir losun á tíu daga fresti og mun fækk- un losana leiða til lægra sorp- hirðugjalds verði kerfið ofan á fyrir borgina alla. Dagblöð og fernur rúm- lega 25 prósent af sorpi Í skýrslunni er tekið á mán- aðarlegri söfnun á pappír og drykkjarfernum í þar til gerða gáma eða söfnunar- stöðvar. Í könnun, sem gerð var á vegum Sorpu árið 1995, hafi hlutfall dagblaða og ferna af heildarmagni sorps verið um 25,3 prósent af heildar- magni sorpsins. Þessi könnun var gerð áður en hægt var að skila pappír og fernum í söfn- unarstöðvar og á hún því að gefa mynd af heildarmagni þess úrgangs í sorpinu. Kem- ur fram í skýrslunni að skil á dagblöðum og drykkjarfern- um eru einungis á bilinu 2-11 prósent og því töluvert að sækja í þessa flokka. Þá kemur fram að mjög skýrt samhengi virðist vera á milli fjölda söfnunarstöðva og aukinna skila á flokkuðum úr- gangi. Þetta bendir til þess að auka megi skil margfalt með óbreyttu sorphirðukerfi, auknum fjölda af söfnunar- stöðvum og stöðugum áminn- ingum til íbúa um að flokka sitt sorp. Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess að rúmmáls- kerfið sé það kerfi sem hvetur mest til flokkunar úrgangs. Komu fram aukin skil á dag- blöðum og drykkjarfernum í söfnunargáma bæði þegar meðalmagn á íbúa er metið og sömuleiðis þegar tillit er tekið til fjölda söfnunarstöðva. Á sama tíma minnkaði heildar- magn sorps á svæðinu. Sækja þurfti sorp sjaldnar til íbúa sem tóku þátt í kerfinu sem leiðir til þess að stækka má það hverfi sem hver og einn sorpbíll þjónar. Þá minnkaði fjöldi tæminga um 20 prósent í kerfinu. Ekki raunaukning á flokkun í öðrum kerfum Í vigtunarkerfinu jukust skil á dagblöðum og drykkjar- fernum þegar meðalmagn á íbúa er skoðað en að teknu til- liti til fjölda söfnunarstöðva minnkuðu skil í þær. Í byrjun ársins 2000 var aðeins einn blaðagámur á svæðinu en þeim fjölgaði upp í 11 í júní sama ár. Virðist aukning á skilum dagblaða og drykkjar- ferna haldast í hendur við þetta. Sé hins vegar það magn skoðað sem hver einstakling- ur skilar í hverja söfnunar- stöð er ekki hægt að sjá neina raunaukningu. Sömuleiðis aukast skil í 10 daga kerfinu samhliða fjölgun söfnunarstöðvanna. Sé tekið tillit til fjölda söfnunarstöðva sést að skil eru ekki að aukast á tilraunatímanum og fara lækkandi frá janúar 2001. Svokallað rúmmálskerfi kemur best út í sorphirðu að mati hreinsunardeildar Reykjavíkur Breiðholt/Árbær Val um tæmingu viku- lega eða eftir 14 daga Morgunblaðið/Þorkell Hreinsunardeild leggur til að sorphirða í borginni verði samkvæmt rúmmálskerfinu. Forráðamenn Tónskóla Hörpunnar og fulltrúar foreldra nemenda í skól- anum afhentu í síðustu viku Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra undirskriftalista með áskorun til Reykjavíkur- borgar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá skólanum. Eftirfarandi er texti áskorunarinnar: „Undir- ritaðir skora á Reykja- víkurborg að veita öllum börnum, sem þess óska kost á tónlistarnámi í tónlistarskóla sem þau velja sjálf með tilliti til þjónustu og gæða og er niðurgreitt á sambæri- legan hátt. Einnig skor- um við á Reykjavíkur- borg að nú þegar fái Tónskóli Hörpunnar notið sambærilegra fjár- framlaga og aðrir tón- listarskólar.“ Undirskriftum safn- að í umhverfi skólans Í fréttatilkynningunni segir að ekki hafi verið um allsherjar undir- skriftasöfnun í hverfinu að ræða, heldur hafi undirskriftum verið safnað í nánasta um- hverfi nemenda og að- standenda þeirra. Ekki kemur fram hversu margir skrifuðu undir áskorunina. Tónskóli Hörpunn- ar afhend- ir undir- skriftir Grafarvogur ÞÓ að enn séu rúmir tveir mánuðir til jóla er Íris Sig- urjónsdóttir á Árbæjarsafn- inu farin að huga að jóla- skrautinu. Ástæðan er sú að árlega er sett upp jólasýning í Árbæjarsafni og hluti af henni er sérstök sýning á jólaskrauti frá ýmsum tím- um. En til að sýningin verði sem veglegust óskar safnið nú eftir jólaskrauti frá al- menningi því ætlunin er að sýningin sýni þversnið af því sem í boði var af skrauti á jólum á síðustu öld. „Við eigum lítið af skrauti og þess vegna auglýsum við nú eftir skrauti frá fólki,“ segir Íris. Á jólasýningunni í desember eru nokkur hús safnsins skreytt í anda síns tíma, auk þess sem skorið er út laufabrauð, hangikjöt soð- ið, jólasveinar banka upp á og steypt eru kerti. „Okkur langar til að safna skrauti í sérstaka jólaskrautssýningu og vonum að hún muni segja ákveðna sögu og sýna þá þróun sem orðið hefur í jóla- skreytingum Reykvíkinga frá því þeir hófu að skreyta hús sín á síðustu öld.“ Íris segir að ýmissa stíl- bragða hafi gætt í jóla- skreytingum í gegnum tíð- ina. Danskur andi sveif yfir vötnunum á einum tíma og amerískra áhrifa gætti á öðr- um. Íris segir að allt jóla- skraut sé vel þegið og úr því verði síðan valið á sýninguna sem standa mun fyrsta og annan sunnudag í aðventu fyrir þessi jólin. Morgunblaðið/Þorkell Árbæjarsafn óskar eftir meira jólaskrauti. Jólaskraut óskast Árbær Íris með gamalt skraut. MAGNÚS Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segir ekki hægt að svara því hvort þeim lóðaumsækjendum í Ás- landi sem uppfylltu skilyrði en fengu ekki lóð verður for- gangsraðað við næstu úthlut- un. Í úrskurði sínum um út- hlutanirnar beindi félags- málaráðuneytið þeim til- mælum til bæjarins að hann kannaði hvort rétt væri að koma til móts við þennan hóp, til dæmis með því að láta hann njóta forgangs við næstu út- hlutun. Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku var það niðurstaða ráðuneytisins að málsmeðferð Hafnarfjarð- arbæjar við úthlutanirnar bryti í veigamiklum atriðum gegn meginreglum stjórn- sýsluréttar varðandi rann- sóknarskyldu stjórnvalds, jafnræði aðila, tilkynningu til aðila, rétt til rökstuðnings og að erindum skuli svarað innan hæfilegs tíma. Ráðuneytið taldi þó ekki koma til greina að ógilda ákvörðun bæjarstjórnarinnar um úthlutunina þar sem þeir einstaklingar sem fengu lóð hefðu af því mikla og skýra hagsmuni að ákvörðunin stæði óhögguð. Hins vegar beindi ráðuneytið þeim til- mælum til bæjarstjórnarinn- ar að hún kannaði hvort rétt væri að koma með einhverjum hætti til móts við umsækjend- ur sem uppfylltu skilyrði út- hlutunarreglna en fengu ekki lóð úthlutað umrætt sinn, svo sem með því að greiða kær- endum útlagðan kostnað vegna umsókna þeirra eða að þeir nytu forgangs við næstu lóðaúthlutun bæjarins. Vill ekki tjá sig um einstaka hnökra Magnús segir að reynt verði að bæta það sem betur má fara við næstu úthlutun en vill ekki fara ofan í einstaka liði og hnökra á úthlutuninni sem tilgreindir eru í úrskurð- inum. „Ef þeir, sem fengu úr- skurðinn og niðurstöðuna, vilja sækja málið lengra þá er það þeirra réttur,“ segir hann. Viðkomandi aðilum verði svarað ef þeir vilji sækja rétt sinn frekar en úrskurður ráðuneytisins kveður á um. Varðandi þau tilmæli ráðu- neytisins að láta þá sem upp- fylltu skilyrði en fengu ekki lóð njóta forgangs við næstu úthlutun sagði hann: „Ég get ekki svarað þessu núna. Í fyrsta lagi er verið að bjóða upp á lóðir í öðru hverfi, í ann- an stað erum við ekki farnir að auglýsa þannig að það kemur ekki til kasta fyrr en kannski í desember og á þeim tímapunkti væri ég miklu frekar tilbúinn að svara með hvaða hætti við ætlum að standa að lóðaúthlutun, með tilliti til þessa úrskurðar sem ráðuneytið felldi gagnvart okkur. Við breyttum engu í ferlinum hjá okkur eins og Mosfellsbær gerði á sínum tíma, við fórum fram með ákveðna leið og það eru taldir vera hnökrar á henni en það er okkar markmið að laga það og bæta í næstu úthlutun.“ Bæjarstjóri um tilmæli félagsmálaráðuneytis vegna lóðaúthlutunar í Áslandi Ekki vitað hvort verð- ur forgangsraðað næst Morgunblaðið/Kristinn Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að síðasta úthlut- un lóða í Áslandi hafi brotið í bága við stjórnsýslulög. Hafnarfjörður AÐ sögn Einars Bjarna Bjarnasonar, deildarstjóra hreinsunardeildar Reykja- víkurborgar, hefur deildin lagt til við umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavík- ur að rúmmálskerfið verði tekið upp í borginni. Verði sú raunin þarf að merkja um 37 þúsund tunnur í Reykjavík og verður það gert í áföng- um. Búast megi við að inn- heimta samkvæmt nýja kerf- inu muni svo hefjast um áramót 2002/2003 verði til- lagan samþykkt. Merkja þarf 37 þúsund tunnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.