Morgunblaðið - 17.10.2001, Side 45

Morgunblaðið - 17.10.2001, Side 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 45 TAKTU ÞÁTT MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA ÚT MEÐFYLGJANDI ATKVÆÐASEÐIL EÐA FARÐU Á NETIÐ: www.mbl.is BESTI EVRÓPSKI LEIKSTJÓRINN 2001: FYRIR HVAÐA MYND: BESTI EVRÓPSKI LEIKARINN 2001: Í HVAÐA MYND: BESTA EVRÓPSKA LEIKKONAN 2001: Í HVAÐA MYND: NAFN (NAME): HEIMILISFANG (ADDRESS): PÓSTNÚMER (POSTCODE): STAÐUR (CITY): SÍMI (DAYTIME PHONE): SENDIÐ ATKVÆÐASEÐILINN FYRIR 31. OKTÓBER Á EFTIRFARANDI HEIMILISFANG THE PEOPLE’S CHOICE AWARDS 2001, C/O ANDERSEN, WIRTSCHAFTSPRÜFUNGSGESELLSCHAFT, STEUERBERATUNGSGESELLSCHAFT MBH, P.O. BOX 08 01, 1000 BERLIN, GERMANY GREIDDU ATKVÆÐI UM: BESTA EVRÓPSKA LEIKSTJÓRANN 2001 JEAN-JACQUES ANNAUD - ENEMY AT THE GATES PATRICE CHEREAU - INTIMACY ALEX DE LA IGLESIA - LA COMUNIDAD CHRISTOPHE GANS - LE PACTE DES LOUPS LASSE HALLSTROM - CHOCOLAT MICHAEL HANEKE - LA PIANISTE OLIVER HIRSCHBIEGEL - DAS EXPERIMENT JEAN-PIERRE JEUNET - LE FABULEUX DESTIN D’AMELIE POULAIN MATHIEU KASSOVITZ - LES RIVIERES POURPRES SHARON MAGUIRE - BRIDGET JONES’ DIARY NANNI MORETTI - LA STANZA DEL FIGLIO LONE SCHERFIG - ITALIENSK FOR BEGYNDERE RIDLEY SCOTT - HANNIBAL SANTIAGO SEGURA - TORRENTE 2: MISION EN MARBELLA GIUSEPPE TORNATORE - MALENA TOM TYKWER - DER KRIEGER UND DIE KAISERIN BESTA EVRÓPSKA LEIKARANN 2001 STEFANO ACCORSI - LE FATE IGNORANTI MORITZ BLEIBTREU - DAS EXPERIMENT VINCENT CASSEL - LES RIVIERES POURPRES COLIN FIRTH - BRIDGET JONES’ DIARY BENNO FUERMANN - DER KRIEGER UND DIE KAISERIN HUGH GRANT - BRIDGET JONES’ DIARY MATHIEU KASSOVITZ - LE FABULEUX DESTIN D’AMELIE POULAIN JUDE LAW - ENEMY AT THE GATES BENOIT MAGIMEL - LA PIANISTE NANNI MORETTI - LA STANZA DEL FIGLIO JEAN RENO - LES RIVIERES POURPRES MARK RYLANCE - INTIMACY SANTIAGO SEGURA - TORRENTE 2: MISION EN MARBELLA ONDREJ VETCHY - DARK BLUE WORLD RAY WINSTONE - SEXY BEAST BESTU EVRÓPSKU LEIKKONUNA 2001 MONICA BELLUCCI - MALENA JULIETTE BINOCHE - CHOCOLAT MARGHERITA BUY - LE FATE IGNORANTI PENELOPE CRUZ - CAPTAIN CORELLI’S MANDOLIN ISABELLE HUPPERT - LA PIANISTE HEIKE MAKATSCH - GRIPSHOLM CARMEN MAURA - LA COMUNIDAD LAURA MORANTE - LA STANZA DEL FIGLIO LENA OLIN - CHOCOLAT FRANKA POTENTE - DER KRIEGER UND DIE KAISERIN CHARLOTTE RAMPLING - SOUS LE SABLE ROSA MARIA SARDA - ANITA NO PERD EL TREN AUDREY TAUTOU - LE FABULEUX DESTIN D’AMELIE POULAIN RACHEL WEISZ - ENEMY AT THE GATES VAL FÓLKSINS 2001 - ATKVÆÐASEÐILL TAKTU ÞÁTT Í VALI FÓLKSINS! „THE PEOPLE’S CHOICE AWARDS“ Greiddu atkvæði um: Besta evrópska leikstjórann árið 2001 Besta evrópska leikarann 2001 Bestu evrópsku leikkonuna 2001 mbl.is og Evrópska kvikmyndaakademían bjóða Íslendingum að taka þátt í atkvæðagreiðslunni í þremur eftirsóttustu verðlaunaflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2001. Greiðir þú atkvæði á mbl.is eða fyllir út neðangreindan atkvæðaseðil áttu möguleika á að vera við verðlauna- afhendinguna sem fer fram í Berlín 1. desember nk. Myndir sem koma til greina verða að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. nóvember 2000 til 31. október 2001. mbl.is Septemberdagur (One Day in September) Heimildarmynd Höfundur Kevin McDonald. Þulur Michael Douglas. (94 mín.) Bandaríkin 2000. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. HÉR greinir frá svartasta degi í sögu Ólympíuleikanna er átta pal- estínskir hryðjuverkamenn myrtu tvo liðsmenn úr ísraelska ólympíu- liðinu og hnepptu níu aðra í gíslingu á Ólympíuleikunum í München 1972. Hryðjuverkamennirnir vildu fá 200 palestínska fanga lausa úr ísraelskri prísund, kröfur sem ísr- aelsk yfirvöld höfnuðu alfarið. Eftir árangurslausar til- raunir þýskra lög- gæsluliða til að yf- irbuga gíslatöku- menn lyktaði mál- inu á versta veg, allir gíslarnir létu lífið og þrír eftirlif- andi hryðjuverka- menn voru hand- samaðir en fram- seldir nokkru síðar í hendur palestínskra hryðjuverkamanna sem rændu Lufthansa-flugvél. Mörgum spurningum hefur verið ósvarað varðandi þetta hrotta- fengna mál sem var eins og köld vatnsgusa framan í hinn vestræna heim. Það verður ekki annað sagt en að hér sé á ferð hin magnaðasta kvik- myndagerð. Höfundurinn, McDon- ald, sem fékk Óskarverðlaunin fyrir myndina árið 2000, byggir hana upp sem spennumynd væri. Sumpartinn umdeilanleg ákvörðun en áhrifin eru hreint rosaleg. Hann hefur og sér til varnar að heimildarvinnan og myndöflun er afar yfirgripsmikil. Frumheimildir margar og ómetanlegar og úrvinnsl- an aðgengileg jafnt fræðimönnum sem og almenningi. Viðtölin eru opinská og einkar upplýsandi en viðmælendur eru að- standendur gíslanna, þátttakendur í sjálfri gíslatökunni, þýska lögreglu- menn, ísraelska leyniþjónustumenn og síðast en ekki síst einstakt viðtal við eina núlifandi gíslatökumanninn, Jamal Al Gashey, sem nú er í felum í svörtustu Afríku, vegna þess að hinir eftirlifandi hryðjuverkamenn- irnir tveir voru myrtir af ísraelsku leyniþjónustunni. Gashey var 18 ára gamall árið 1972, heitbundinn málstaðnum, bar- áttu Palestínumanna fyrir frelsi og viðurkenningu. Það er sláandi að heyra manninn segja í dag að hann sjái ekki eftir neinu, að hann sé stoltur af því sem hann átti hlut að vegna þess að heimsbyggðin hafi þá fyrst farið að gefa málstað Palest- ínumanna gaum. Sumar af uppgötvunum McDon- ald eru ögrandi og virkilega athygl- isverðar. Eins og að flugránið á Lufthansa-vélinni, sem leiddi til þess að eftirlifandi gíslatökumenn- irnir þrír voru framseldir til Palest- ínumanna, hafi verið sviðsett. Að það hafi verið þáttur í samninga- viðræðum Þjóðverja og Palestínu- manna og stafað af ótta hinna fyrr- nefndu við frekari hryðjuverk síðarnefndu. Ennfremur leggur McDonald fram sláandi en sannfær- andi röksemdir fyrir vanhæfni þýsku leyniþjónustunnar og lög- gæslu í málinu, sem margir af hlut- aðeigandi aðilum taka undir og styðja í dag. Á heildina litið er hér því á ferð alveg einstaklega fróðleg og fag- mannlega gerð heimildarmynd um hörmungaratburð í samtímasögu okkar. Atburð sem verulega óþægi- legt er að rifja upp – sérstaklega í ljósi ástandsins í Mið-Austurlönd- um í dag sem lítið sem ekkert hefur batnað, tæpum þremur áratugum síðar. Myndbönd Ólympíu- martröð Skarphéðinn Guðmundsson ÁSTRALSKI leikarinn Eric Bana hefur verið ráðinn til að fara með hið eftirsótta hlutverk hins ótrúlega Hulks í mynd sem taívanski leik- stjórinn Ang Lee er nú að undirbúa. Myndin um þetta græna stolt Marvel-myndasagnarisans fer í tök- ur í mars á næsta ári og ætti að verða tilbúin árið 2003. Það kannast væntanlega fæstir við Bana en hann varð skyndilega heitasta heitt eftir að Hollywood- gengið sá til hans í áströlsku smá- myndinni Chopper sem frumsýnd var á Toronto-hátíðinni í síðasta mánuði. Mógúllinn Jerry Bruckhei- mer og leikstjórinn Ridley Scott ruku þá til og völdu hann í aðal- hlutverk væntanlegrar stórmyndar sem þeir ætla að framleiða saman og kallast Black Hawk Down en mótleikarar Bana verða Ewan McGregor og Josh Harnett. Bana er kunnastur í Ástralíu sem sjónvarpsþáttastjórnandi en frammistaða hans í Chopper hefur aukið hróður hans enn frekar. Í myndinni leikur Bana einhvern grimmasta fjöldamorðingja Ástr- ala, Mark Brandon „Chopper“ Read, náunga sem lagt hefur morð- vopnin á hilluna og segist vera full- komlega sáttur við sannfærandi túlkun Bana. Ástralskur Hulk Reuters Nýi Hulk, Eric Bana, í hlutverki fjöldamorðingjans Mark „Chopper“ Read, sem myrt hefur 19 manns. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.