Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands telur að fréttastofa Sjón- varps og fréttamennirnir Bjarni Ei- ríksson og Elín Hirst hafi brotið 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands með fréttaflutningi af mál- efnum Norðurljósa samskiptafélags hf. í sumar. Í 3. greininni segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöfl- un sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum.“ Siðanefndin kvað upp úrskurð vegna málsins á mánudag en frétta- flutningurinn var kærður af Sigríði Rut Júlíusdóttur hdl. f.h. Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. til nefndarinn- ar skömmu eftir að fréttir voru sendar út, 31. júlí, 1. og 3. ágúst. Siðanefndin telur brotið ámælisvert. Kæran varðaði aðallega eftirfar- andi kafla í frétt Sjónvarpsins 31. júlí sl. „Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafi Norðurljós ekki getað greitt af stóru erlendu láni eins og til stóð. Lánið var tekið hjá nokkrum erlendum bönkum, en hol- lenski bankinn NIB er í forsvari fyr- ir þá. ... Hafi fulltrúar hollenska bankans komið hingað til viðræðna nýlega. Meðal annars hafi komið til tals að sameining félaganna Stöðvar 2, Sýn, Skífunnar og fleira í móð- urfélagið Norðurljós gangi til baka. Jón Ólafsson stærsti hluthafi þess fái í sinn hlut Skífuna auk hluta- bréfa Norðurljósa í Tali.“ Aldrei komið til tals að sameining gengi til baka Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, sagði í yfirlýsingu sinni vegna fréttarinnar að í viðræðum við erlenda viðskiptabanka félagsins hefði aldrei komið til tals að sú sam- eining sem átt hefði sér stað gengi til baka í einu eða öðru formi. Væru fullyrðingar Ríkissjónvarpsins því rangar. Í greinargerð Ríkissjónvarpsins til siðanefndarinnar sagði að Jón hefði í yfirlýsingu sinni eingöngu nefnt erlendu bankana í þessu sam- hengi en um það atriði væri ekkert fullyrt í frétt Sjónvarpsins. Siðanefndinni þótti þessi vörn Ríkissjónvarpsins hæpin enda yrðu setningarnar „Hafi fulltrúar hol- lenska bankans komið hingað til við- ræðna nýlega. Meðal annars hafi komið til tals...“ ekki skildar öðru- vísi en svo að það sem um hafi verið að ræða hafi komið til tals í viðræð- unum sem verið var að nefna þótt það væri ekki beinlínis fullyrt. Að mati siðanefndarinnar var svo að sjá af greinargerðinni að fréttastofan andmælti ekki þessu atriði í yfirlýs- ingu Jóns Ólafssonar. Segist hún hafa átt við annað. „Þá er fréttin vægast sagt mjög villandi,“ segir siðanefndin í umfjöllun sinni um málið. Landsbankinn sendi frá sér yf- irlýsingu um málið 3. ágúst „í sam- vinnu við þá banka“ sem standa að sambankaláni til Norðurljósa. Í henni segir að bankarnir hafi „ekki farið fram á að sú sameining sem átt hefur sér stað innan félagsins und- anfarin ár gangi til baka.“ Sama dag birti fréttastofan aðra frétt um mál- ið þar sem sagði: „Þær hugmyndir hafa verið ræddar við Landsbank- ann, sem er aðalviðskiptabanki Norðurljósa, af hálfu stórs hluthafa í Norðurljósum, að Norðurljósum verði skipt upp og Jón Ólafsson stjórnarformaður þess fái í sinn hlut Skífuna og 35 prósenta hlut í Tali.“ Að mati siðanefndar virðist sem fréttastofan hafi ekki áttað sig á að síðari fréttin var önnur en fyrri fréttin. Færi fréttastofan með við- bótina sem staðfestingu fyrri frétt- arinnar þó að viðbótin varðaði ber- um orðum viðræður hluthafans við Landsbankann, en ekki viðræður við fulltrúa hollensks banka. „Að réttu lagi hefði fréttastofan átt að gefa skýringu á misræminu í frétta- flutningi sínum, og jafnvel biðjast afsökunar á því,“ segir siðanefndin. Siðanefndin telur að líta beri á það að Ríkissjónvarpið og Stöð 2 séu keppinautar og þar með sé hugs- anlegt að fréttaflutningurinn varð- aði við 5. grein siðareglna þar sem segir að blaðamaður forðist að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagn- ir af fyrirtækjum eða hagsmuna- samtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Telur siðanefndin að það hefði verið kurteisi og jafnframt hyggi- legt að bera fréttina undir einhvern talsmann Norðurljósa í ljósi þessa. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðar í kærumáli gegn fréttastofu Ríkissjónvarpsins Telur brot fréttamanna RÚV ámælisvert GRUNSAMLEGT umslag, sem barst fréttastofu Ríkisútvarpsins á mánudag, var opnað á sýklafræði- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í gærmorgun. Ekkert duft fannst í umslaginu en sýni úr því var tekið til ræktunar. Búist var við að það tæki einn til tvo sólarhringa að fá úr því skorið hvort það hafi inni- haldið sýkla, t.d. miltisbrand. Jón Ingi Benediktsson, formaður öryggismálanefndar RÚV, segir að allt bendi til þess að innihald um- slagsins hafi verið meinlaust. Þegar umslagið var opnað kom í ljós að það innihélt fimm síðna út- drátt að handriti að Indiana Jones. Póstsendingin barst með hrað- sendingu frá Bretlandi. Í henni var umslag og inni í því var annað minna umslag sem var aðeins merkt RÚV. Hvorki kom fram hvaða starfsmað- ur stofnunarinnar átti að fá send- inguna né hvaðan hún kom. Jón Ingi segir að hraðflutningafyrirtækið sem um ræðir hafi nú beðist afsök- unar á því hve slælega sendingin var merkt. Samkvæmt upplýsingum frá hraðsendingarfyrirtækinu var póst- sendingin frá Paramount-kvik- myndafyrirtækinu en það hafði ekki fengist staðfest í gær. Starfsmenn Íslandspósts ekki í meiri hættu en aðrir Að sögn Hjördísar Harðardóttur, sérfræðings hjá sýklafræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss fannst ekkert grunsamlegt í bréfinu. Hvorki fylgdi laust duft né poki með dufti með bréfinu. Ástæða væri þó til þess að leita af sér allan grun og tryggja að bréfið væri ekki smitað af miltisbrandi eða öðru og var sýni úr umslaginu tekið til ræktunar. Einar Þorsteinsson, forstjóri Ís- landsspóst, segir að eftir að fregnir bárust af póstsendingunni til RÚV hafi öryggismálanefnd fyrirtækisins verið kölluð saman. Fyrirtækið hafi sett sig í samband við alla þá aðila sem teljist hafa sérfræðiþekkingu á málinu, Almannavarnir, landlækni, tollgæslu, lögreglu og trúnaðar- lækni fyrirtækisins. „Eftir að hafa talað við þessa aðila þá er niðurstaða okkar sú að við teljum að starfs- menn okkar séu í sjálfu sér hvorki í meiri né minni hættu en almenn- ingur almennt miðað við að við vinnum samkvæmt okkar hefð- bundnu vinnureglum. Við erum jú að flytja póst en ekki opna hann,“ segir Einar og bætir við að mesta hættan sé þegar póstsendingar eru opnaðar. Póstsendingin til RÚV líklega meinlaus ÍSLAND er eitt þrjátíu og sjö landa í heiminum sem eru nálægt því að tryggja sjálfbæra þróun, þ.e. jafn- vægi milli velsældar íbúanna og nýt- ingar á gæðum náttúrunnar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Er Ís- land í fjórða sæti á lista yfir velsæld þjóðanna, næst á eftir Svíþjóð, Finn- landi og Noregi. Skýrsluhöfundar leggja þó áherslu á að jafnvel þjóð- irnar þrjátíu og sjö, sem standa best að vígi, þurfi að leggja meiri áherslu á umhverfisvernd. Þetta er í fyrsta sinn sem skýrsl- an, sem ber heitið Velsæld þjóðanna, er tekin saman. Ýmsar alþjóðastofn- anir standa að gerð hennar, þeirra á meðal Alþjóðanáttúruverndarstofn- unin (IUCN) og Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO). Alls voru 180 lönd tekin til athug- unar og flóknir útreikningar notaðir til að meta velsæld þjóða. Sýnir skýrslan að jafnvel í löndum, þar sem velmegun er mikil, er um of sótt að náttúrunni. Svíþjóð stendur best að vígi, eins og áður kom fram, en eigi að síður segir í skýrslunni að Svíþjóð þjáist af „vistkerfishalla“; þ.e. að Svíar hafi náð fram mikilli vel- megun með því að ganga um of á gæði náttúrunnar. Reiknuð var út vísitala velsældar og tók hún mið af velmegun annars vegar, þ.e. efnahagsástandi, mennt- unarstigi og öðru þess háttar, og ástandi vistkerfis hins vegar. Svíþjóð mældist með velsældarvísitöluna 64 en til að geta talist hafa tryggt sjálf- bæra þróun þyrftu þjóðir að ná vísi- tölunni 81. Ísland hefur vísitöluna 61,5. Alls teljast 140 lönd hafa vísitölu undir 50 og þykir það til marks um að tilraunir til að bæta þjóðarhag séu um of á kostnað náttúrunnar, þ.e. að ofnýting náttúrugæða eigi sér stað í miklum mæli, auk þess sem sami ár- angur hefur væntanlega ekki náðst og í löndum eins og Svíþjóð. Sameiginleg svæðisstefnu- mótun á Norðurlöndunum Skýrslan um velsæld þjóðanna var tekin saman í því skyni að auka skiln- ing manna á nauðsyn þess að huga að verndun vistkerfa samhliða því að gerðar séu áætlanir um hvernig bæta megi hag íbúa ríkja heims. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði þegar niðurstaða skýrslunnar var borin undir hana, að þar hefðu Norðurlöndin staðið sig vel á und- anförnum misserum og að m.a. hefði sameiginleg svæðisstefnumótun um sjálfbæra þróun nú verið samþykkt í ríkisstjórnum allra Norðurlandanna. Siv sagði athyglisvert að þessi skýrsla gæfi eins og fyrri kannanir til kynna hversu mikill samhljómur væri á milli öflugrar umhverfis- verndar og velmegunar. Það sýndi sig að þær þjóðir væru framsýnar, sem farið hefðu að huga að umhverf- ismálunum undanfarin misseri.                                            !   " " # $  % &  ) * + , - ./ ./ 0 1  ) * + , - .  0 )1 & "$ 2  3  4&5637 6 7$   8   &  9 :   ; <   7  3 "&"  & 5   4  ' =  & $           .0  ) 1 1 ,- . . ,1 , - ..  .* ,) -) .- .0 ++ . +0 ++ +* +* +) -, +* +* -+ -* ,) *- * * , +- *) ) -) *, Íslendingar nærri því að tryggja sjálfbæra þróun BYSSUMENN hópuðust til fjalla á mánudag en þá hófst rjúpnaveiði- tímabilið með pompi og prakt. Veiði var víðast hvar afskaplega dræm, lítið sást til rjúpna upp til heiða þó heyrst hafi að reyndustu veiðimenn hafi náð sér í tíu til tuttugu fugla í soðið. Þessar værukæru rjúpur létu sér a.m.k. fátt um hamagang mannanna finnast og komu sér makindalega fyrir á bílþaki fyrir framan Hraðfrystistöð Þórs- hafnar í gær, í öruggu skjóli fyrir skotglöðum veiðimönnum enda er óheimilt að hleypa af byssu innan bæjarmarkanna. Ljósmynd/Þorgrímur Kjartansson Í öruggu skjóli Ísland í 4. sæti á lista sem mælir samhengi velmegunar og umhverfisverndar LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði för tveggja ökumanna torfærubifhjóla í gær þar sem þeir óku utan vegar við Voga- stapa. Hjólin voru óskráð og tók lögreglan þau í sína vörslu og kærði ökumennina fyrir hátt- semina. Voru á óskráðum bifhjólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.