Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 35
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 35 REIÐVEGIR og skipulagsmálvoru nokkuð fyrirferðar-mikil í umræðum þingsins sem stóð yfir í tvo daga í Íþrótta- húsinu á Ísafirði um helgina. Fjár- mál sambandsins tóku einnig nokk- urn tíma þingsins en samtökin voru rekin með ríflega tveggja milljóna króna tapi árið 2000 en með 3,7 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði núlíðandi árs en þess ber að geta að sú tala er talin eiga eftir að lækka en sú hefur verið reynslan undanfarin ár enda tekjur rýrar síðustu fjóra mánuði ársins. Eru margir uggandi um fjármál LH enda hefur sigið mjög á ógæfuhlið- ina síðustu þrjú árin. Að sjálfsögðu var góður slatti af tillögum er vörðuðu keppnisreglur ýmiskonar eins og venja er til á þingum LH. Þrátt fyrir það voru þingfulltrúar nokkuð á því að tekist hefði að sveigja starfsemina nær grasrót samtakanna, að málefnum hins al- menna hestamanns, enda almennt viðurkennt að reiðvegamál séu í dag mikilvægasti málaflokkur sem varði alla þá er stunda reiðmennsku í einhverri mynd. Reiðvegamálin í öndvegi Samþykktar voru nokkrar tillög- ur varðandi umhverfismál, reiðvegi og reiðvegagerð og Sigríður Sig- þórsdóttir, Sörla, flutti afar áhuga- vert erindi um reiðvegamál sem vakti mikil og góð viðbrögð. Var Sigríður hyllt með lófaklappi í lok umræðunnar enda má segja að hún sé orðin æðsti gúrú hestamanna á þessum vettvangi, hefur unnið mik- ið og árangursríkt starf. Þá stefnir loksins í að hestamenn þingi annað hvert ár en stjórn var falið að vinna að nauðsynlegum breytingum á lögum og reglum samtakanna og leggi það fyrir næsta þing að ári. Verða þingin þá haldin sama ár og landsmót eru haldin. Frávísun á sameiningarviðræður Tilraunir stjórnar til að koma á viðræðum við Félag hrossabænda um hugsanlega sameiningu samtak- anna var blásin mjög óvænt út af borðinu með frávísunartillögu frá Helgu Fjólu Guðnadóttur, Geysi, sem síðar var þakkað fyrir með kosningu í varastjórn samtakanna. Var stjórnarmönnum nokkuð brugðið við þessa óvæntu afgreiðslu og þótti ómaklegt að þingheimur væri ekki tilbúinn að eyða tíma í að ræða skipulagsmál samtakanna. Í málflutningi Helgu Fjólu, þegar hún bar fram frávísunartillöguna, kom fram að hún teldi að stjórnin þyrfti ekkert umboð frá þinginu til að hefja einhverjar könnunarvið- ræður eins og gert var ráð fyrir í tillögunni. Talsverðar breytingar voru gerðar á tillögunni í allsherj- arnefnd og höfðu margir á orði að hún hafi verið alltof beinskeytt í upphaflegri mynd og það eitt hefði að líkindum orðið til þess að þing- fulltrúar voru ekki tilbúnir að svara kalli stjórnarinnar. Fram kom einn- ig að stjórnin hefði alla möguleika á að gera úttekt á kostum og göllum sameiningar og þeim annmörkum sem ryðja þarf úr vegi verði almenn samstaða um að sameina. Á það ber einnig að líta að mikilla efasemda gætti meðal þingfulltrúa um að sameining væri vænlegur kostur nokkuð ólíkra samtaka en vert væri að kanna til hlítar alla möguleika á hagræðingu með auknu samstarfi þeirra. En stjórnin getur sem sagt unnið málið betur fyrir næsta þing að ári. Vaxandi karlaveldi Konur hafa ekki verið fyrirferð- armiklar í stjórnarkjöri hjá LH gegnum tíðina og nú fór það svo eina ferðina enn að engin kona situr í aðalstjórn en Sigrún Ólafsdóttir gjaldkeri gaf ekki kost á sér til end- urkjörs og var Sigurður Ævarsson kosinn í hennar stað. Þá hætti Oddný Jónsdóttir í varastjórn en Helga Fjóla var kosin í hennar stað. Þá kemur Vilhjálmur Skúlason, Fáki, nýr inn í varastjórn en að öðru leyti er stjórnin óbreytt. Íslandsmótin aðskilin Af tillögum er varða keppni og mótahald ber hæst að nú var sam- þykkt að Íslandsmót verða nú að- skilin eins og samþykkt var til reynslu í fyrra sem þótti gefa afar góða raun. Sú breyting var þó gerð að nú munu ungmenni keppa á yngriflokkamótinu en ekki með hin- um fullorðnu eins og var í sumar. Þá verður óheimilt að sömu hross séu notuð á báðum mótunum. Þá var samþykkt að heimila útlending- um að keppa á Íslandsmótum sem fullgildir keppendur að því þó und- anskildu að útlendingar geta aldrei orðið Íslandsmeistarar. Þetta þýðir að sú staða gæti komið upp að Ís- landsmeistari gæti orðið í öðru sæti í keppninni eða jafnvel neðar þótt afar ótrúlegt sé að slíkt muni ger- ast. Íslandsmót til fjögurra ára Svo virðist sem þetta nýja fyr- irkomulag Íslandsmóta hafi hleypt nýju lífi í umsóknir um mótin því nú er farin að myndast samkeppni um að fá mótin. Fákur sótti um bæði mótin á næsta ári en þá verður fé- lagið 80 ára. Þá sótti Sleipnir á Sel- fossi um fullorðinsmótið 2003 en mesta athygli vakti umsókn Harð- ar, sem sótti um fjögur Íslandsmót fullorðinna á árunum 2003 til 2006. Með því að fá öll þessi mót til ráð- stöfunar hyggjast Harðarmenn hafa forgöngu um þróunarstarf með það í huga að koma þessum mótum á hærra plan. Sögðu þeir hjá Herði að ef þeir fengju þessum mótum úthlutað væri ekki sjálfgefið að þau yrðu öll haldin á félagssvæði þeirra að Varmárbökkum en þeir myndu hinsvegar hafa hönd í bagga með hvernig væri staðið að verki. Tvær tillögur vörðuðu landsmót- ið á Vindheimamelum 2002, önnur að hluta en hin alfarið. Samþykkt var að veita mótshöldurum undan- þágu til að hafa þrjú dómarapör sem dæmdu í gæðingakeppni móts- ins þannig að aðeins væru gefnar upp þrjár einkunnir í stað fimm áð- ur. Hin tillagan fjallar um 100 metra flugskeið sem notið hefur mikilla vinsælda og er nú orðin full- gild grein. Í samþykktinni segir að keppt skuli í greininni á lands- mótinu á næsta ári. Þá voru bráðabanar aflagðir nema um sé að ræða sigursæti í keppnisgrein en í stað bráðabana verði reiknað með fleiri aukastöfum og þannig fengin niðurstaða. Ef það gerist ekki þegar um forkeppni er að ræða fara hinir jöfnu keppendur eða allir ef um fleiri en tvo er að ræða í úrslit. Hægatöltið heldur velli Atlaga var gerð að tvöföldu vægi hægatöltsins í töltkeppni en það var kolfellt þrátt fyrir rök um að vægið sé einfalt samkvæmt FIPO-reglun- um alþjóðlegu og greinilegt að Ís- lendingar telja hægatöltið mjög mikilvægt grundvallaratriði. Þá kom fram tillaga um breyt- ingar á úrslitakeppni í tölti í því augnamiði að minnka álag á hest- ana og koma í veg fyrir uppákomur eins og á heimsmeistaramótinu í sumar. Var tillögunni breytt tals- vert í keppnisnefnd á þann veg að ríða skal hvert atriði keppninnar allt að tveimur hringum upp á hvora hönd. Í upphaflegu tillögunni var gert ráð fyrir að aðeins yrði rið- ið upp á aðra höndina á hraðabreyt- ingum og yfirferð. Breytingatillaga nefndarinnar var samþykkt. Tölvukerfið að komast á koppinn Samþykkt var að taka í notkun tölvukerfi það sem verið hefur í burðarliðnum og LH, Bændasam- tökin og Hestamiðstöð Íslands hafa gert samning um að verði notað á næsta ári, sem verði þá aðlögunar- tími fyrir félög og mótshaldara en frá og með 2003 verði öllum nið- urstöðum móta skilað á þessu formi. Þau mót sem ekki munu skila niðurstöðum móta á þessu formi verða samkvæmt tillögunni staðfest sem lögleg mót. Hér er á ferðinni afar mikilvæg samþykkt sem verða gerð nánari skil hér í hestaþætt- inum síðar. Þá var samþykkt breyting á reglum um flokkun keppenda í styrkleikaflokka. Sá misskilningur hefur verið nokkuð útbreiddur að þegar keppandi (knapi og hestur) nái meistaraflokkseinkunn þurfi hann ekki að keppa í meistaraflokki fyrr en þessu marki er náð í annað skiptið. Nú var þessu breytt á þann veg að þegar meistaraflokksein- kunn hefur verið náð einu sinni er keppanda heimilt að keppa í meist- araflokki en er þó heimilt að keppa áfram í 1. flokki þar til meistara- flokkseinkunn hefur verið náð þrisvar sinnum. Eftir það er honum skylt að keppa í meistaraflokki. Veitt voru þrenn gullmerki LH að þessu sinni. Þau hlutu Guðmund- ur Yngvason úr Stormi en hann hefur verið ein aðaldriffjöður hesta- mennskunnar á Vestfjörðum og að- alhvatamaður að stofnun félagsins; Birgir Sigurjónsson úr Sörla, fyrr- um formaður LH; og Rosemarie Þorleifsdóttir, sem unnið hefur mikið að æskulýðsmálum bæði í nafni samtakanna og eins á vett- vangi Smára og Reiðskólans í Geld- ingaholti, sem hún hefur rekið um áratuga skeið. 52. ársþing Landssambands hestamannafélaga Blendin trú á frekara sam- einingarferli Konur hafa alltaf átt frekar erfitt upp- dráttar innan Landssambands hestamanna- félaga og nú ríkir þar fullkomið karlaveldi í aðalstjórn eftir ársþing samtakanna. Eina konan í stjórn gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og karlmaður var kosinn í hennar stað. Valdimar Kristinsson fylgdist með þinginu sem nú var í fyrsta skipti haldið í Vestfirðingafjórðungi. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kátir karlar í stjórn LH, fremri röð frá vinstri: Sigurður Steinþórsson, Smára, Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Gusti, Sigurður Ævarsson, Sörla, Páll Dagbjartsson, Stíganda, Ómar Antonsson, Hornfirðingi, og Einar Ragnarsson, Herði. Sitjandi eru Sigurður Ragnarsson, Faxa, Jón Albert Sigurbjörnsson formaður, Fáki, og Haraldur Þórarinsson varaformaður, Sleipni. Á myndina vantar Sigfús Helgason, Létti, Vilhjálm Skúlason, Fáki, og Helgu Fjólu Kristinsdóttur, Geysi. Jón Albert formaður segir það skemmtilegast í starfi formanns að afhenda verðlaun eða viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu hestamennsk- unnar. Hér eru það fulltrúar æskulýðsnefndar Mána á Suðurnesjum, þær Ástríður Guðjónsdóttir og Valdís Inga Steinarsdóttir, sem hafa tekið við unglingabikarnum fyrir góðan árangur félagsins á þessum vettvangi. Gul spjöld sáust oft á lofti á þinginu en ekki þó í sama tilgangi og á hestamótunum heldur var bryddað upp á þeirri nýbreytni að menn réttu upp gul spjöld þegar greidd voru atkvæði með tillögum en svört spjöld þegar greitt var atkvæði á móti. Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.