Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 17
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
gestum og gangandi boðið að skoða
nýbyggt fjós í Sumarliðabæ í Ása-
hreppi en þar búa hjónin Þórdís Þór-
isdóttir og Gunnar Sveinbjörnsson
ásamt sonum sínum fjórum. Þætti
það svo sem ekki í frásögur færandi
að byggja eitt slíkt nema fyrir það
hversu fullkomið og glæsilegt það er
í alla staði. Óhætt er að segja að
áhugi hafi verið fyrir hendi meðal
nærsveitamanna en yfir þrjú hundr-
uð manns heimsóttu þau hjón þenn-
an dag. Á staðnum voru einnig
fulltrúar þeirra fyrirtækja sem að
fjósbyggingunni komu.
Gamall draumur
húsbóndans rættist
Það var árið 1995 að þau Gunnar
og Þórdís ákváðu að söðla um og
flytjast frá Reykjavík austur að
Sumarliðabæ. Þau stunda að mestu
leyti kúabúskap, lengst af með með
35 mjólkandi kýr en sjá nú fram á að
geta fjölgað þeim upp í 70.
Fyrir rétt rúmu ári hófust þau
handa við byggingu hins nýja fjóss
en byggingameistari þess var Már
Adolfsson, húsamíðameistari á
Hellu. Byggingin hefur því gengið
hratt og vel fyrir sig þrátt fyrir hlé
sem varð á framkvæmdunum yfir
sumarmánuðina vegna heyanna og
fleiri aðkallandi starfa húsbænd-
anna.
Með tæknina að vopni
Fjósið er búið fullkomnustu inn-
réttingum og tækjum sem völ er á í
dag. Þetta er sjötíu kúa lausagöngu-
fjós með mjaltabás sem annar tólf
kúm í einu og er hann af gerðinni De
Laval sem Vélaver hf. flytur inn.
Kýrnar ganga sem sé lausar um fjós-
ið í stað þess að vera bundnar á bása
sína allan veturinn. Bóndinn getur
gefið þriggja til fjögurra daga
skammt af heyi sem þær geta gengið
í þegar þeim þóknast. Þannig verður
fóðrunin betri og jafnari, alveg eftir
matarlyst kúnna.
Gólf mjaltabássins má hækka og
lækka, allt eftir hæð þess sem sér um
mjaltirnar. Það eina sem hann þarf
að gera er að þvo spenana og setja
mjaltavélarnar upp en eftir mjaltir
aftengjast þær sjálfkrafa. Auðvelt er
að fylgjast með nyt hverrar kýr en
það hefur verið töluvert mál hingað
til. Hreinsun mjaltakerfis og mjólk-
urtanksins sem tekur fjögur þúsund
lítra er algjörlega sjálfvirk.
Kýrnar bera sendi um hálsinn og
gerir tölvustýrður móttakari það
kleift að fylgjast með nánast hverri
hreyfingu þeirra yfir daginn. Auk
þess er sérstakt gjafakerfi tengt
tölvubúnaðinum sem skammtar
hverri þeirra ákveðið magn kjarn-
fóðurs yfir sólarhringinn og geta
þær gengið í fóðrið eftir þörfum.
Athygli vakti einnig motta sem er í
hverjum bás og sagði Gunnar það
vera hjólbarðaakurl saumað í nokk-
urs konar pylsur með yfirlag úr sér-
ofnum vaxdúk. Tilgangurinn er sá að
líkja eftir yfirborði jarðvegarins úti á
túni enda þungar skepnur og vafalít-
ið harla óþægilegt að liggja á hörðu
undirlagi.
Ávinningurinn af allri þessari
tækni og þægindum er því ótvíræður
bæði fyrir kýrnar og bóndann og
töldu Þórdís og Gunnar engan vafa
leika á því að það skilaði sér bæði í
aukinni nyt og bættu heilsufari
skepnanna. Kostnaðurinn við fjós-
bygginguna er um 30 milljónir króna
og er þá ekki tekin með í reikninginn
ómæld vinna þeirra Gunnars, Þór-
dísar, vina þeirra og ættingja sem
lögðu þeim lið við framkvæmdina.
Tæknivætt fjós
tekið í notkun í
Sumarliðabæ
Góð vinnuaðstaða er í mjaltabásnum. Hægt er að stilla gólfhæðina.
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Fulltrúar fyrirtækja sem komu að framkvæmdunum skoðuðu fjósið í
Sumarliðabæ: Lárus Pálsson frá Landstólpa, Sigurður Grétarsson,
Remfló hf., Arnar Halldórsson, Vélaveri hf., Þorgeir Björnsson, Steppi
ehf., ásamt Þórdísi Þórarinsdóttur og Gunnari Sveinbjörnssyni.
Hella
FYRIR skemmstu fékk Norðfjarð-
arkirkja altarisklæði, hökul og
stólu í rauðum lit að gjöf. Gjöfin er
gefin af Eiríki Ólafssyni og fjöl-
skyldu og er áheit og minning-
argjöf um föður Eiríks, Ólaf Ísleif
Eiríksson, sem fórst í snjóflóðunum
sem féllu í Neskaupstað árið 1974.
Séra Sigurður Ragnarsson sókn-
arprestur tók við gjöfinni. Hann
segir að Norðfjarðarkirkju hafi
verið færðar margar góðar gjafir
undanfarin ár af velunnurum innan
sem utan sóknar.
Góðar gjafir
til Norðfjarð-
arkirkju
Neskaupstaður
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur á milli Flugmálastjórnar
og Siglufjarðarbæjar um rekstur og
þjónustu Siglufjarðarflugvallar. Eft-
ir að áætlunarflug lagðist af til
Siglufjarðar hefur flugvöllurinn eft-
ir sem áður haldið mikilvægi sínu
sem völlur fyrir sjúkra- og leiguflug.
Í samningnum er gert ráð fyrir
því að Siglufjarðarbær taki að sér
allan almennan rekstur og viðhald
vallarins, gegn greiðslu frá flug-
málastjórn. En í því felst m.a. snjó-
mokstur, upplýsingar fyrir flugþjón-
ustu og slökkviþjónustu. Siglu-
fjarðarbær getur samkvæmt samn-
ingnum einnig leigt völlinn til afnota
fyrir þriðja aðila. Það voru Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra,
Haukur Hauksson aðstoðarflug-
málastjóri, sem undirrituðu samn-
inginn fyrir hönd flugmálayfirvalda,
en Guðmundur Guðlaugsson bæjar-
stjóri fyrir hönd Siglufjarðarbæjar.
Samgönguráðherra sagði m.a. í
ávarpi sínu að það væri eindregin
stefna sín að færa þau verkefni frá
ríkinu til sveitarfélaganna sem hægt
væri að flytja á annað borð og með
þessum samningi skapaðist hagræði
um skipan þessara mála, bæði fyrir
Siglufjarðarbæ og Flugmálastjórn.
Guðmundur Guðlaugsson bæjar-
stjóri sagði það mikið ánægjuefni að
framtíð vallarins væri tryggð með
þessum hætti, enda væri hann afar
mikilvægur byggðarlaginu sem
sjúkraflugvöllur. Hann gat þess að
starfsmenn bæjarins myndu sjá um
þá vinnu sem þyrfti við flugvöllinn,
og þeir fengu til þess sérstaka þjálf-
un. Samningurinn tekur gildi þann
1. desember n.k. og gildir í eitt ár,
með framlengingu til lengri tíma í
huga.
Þjónustusamningur um
Siglufjarðarflugvöll
Morgunblaðið/Halldór Þormar
Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri, Sturla Böðvarsson og Haukur
Hauksson aðstoðarflugmálastjóri.
Siglufjörður
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Framkvæmdastjóri Sólheima afhendir lykla að nýju húsunum þremur.
ÞRJÚ ný íbúðarhús hafa verið tekin
í notkun á Sólheimum í Grímsnesi
og standa við nýja götu, Upphæðir,
ofan við meginbyggðina. Húsin eru
rauðmáluð og með grasi á þakinu
sem undirstrikar hina vistvænu
meginstefnu sem ríkir á Sólheimum
í umhverfismálum.
Á Sólheimasvæðinu eru nú um
100 íbúar. Við afhendingu húsanna
þriggja kom fram að með þeim
þremur húsum sem tekin væru í
notkun batnaði staða Sólheima í
húsnæðismálum mjög og nú gætu
Sólheimar leigt þeim húsnæði sem
vildu búa á staðnum.
Séra Anna Sigríður Pálsdóttir
flutti blessunarorð og bað þess að
húsunum og byggðinni fylgdi bless-
unarríkt starf og góður andi. Síðan
fengu íbúar húsanna, þrjár fjöl-
skyldur, afhenta lyklana að hús-
unum. Fjöldi gesta var viðstaddur
afhendinguna
Ný hús tekin í notk-
un á Sólheimum
Selfoss
TVEIR karlakórar, Maríuhafnar-
kvartettinn frá Álandseyjum og Níu
söngmenn frá Visby á Gotlandi í Sví-
þjóð halda tvenna tónleika norðan
heiða um helgina. Fyrri tónleikarnir
verða í Ýdölum í Aðaldal í boði karla-
kórsins Hreims á laugardagskvöld,
20. október, en þeir síðari í Miðgarði
í Varmahlíð, Skagafirði, á sunnudag
með þátttöku karlakórsins Heimis.
Á dagskrá tónleikanna verða
karlakóralög frá Íslandi, Finnlandi
og Svíþjóð. Kórarnir halda svo tón-
leika í Reykjavík um aðra helgi.
Tónleikar í
Ýdölum og
Miðgarði
♦ ♦ ♦