Morgunblaðið - 17.10.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 39
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136
Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815
Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
FREMUR rólegt var í
miðborginni bæði að-
faranótt laugardags og
sunnudags. Veður var
fremur leiðinlegt til útivistar og
setti það svip á miðbæinn. Ekki var
mikil ölvun og unglingar undir 16
ára aldri sáust nánast ekki.
Um helgina voru átta ökumenn
teknir grunaðir um ölvun við akstur
en 13 um of hraðan akstur.
Aðfaranótt sunnudags var maður
handtekinn fyrir óspektir og annar
var kærður fyrir að kasta af sér
vatni í Tryggvagötu. Á föstudags-
kvöld fór að snjóa í efri byggðum
borgarinnar og bárust þá þegar
kvartanir til lögreglu vegna fólks
sem væri að kasta snjóboltum í hús
og glugga.
Utanvegaakstur í Breiðholti
Aðfaranótt sunnudags var til-
kynnt til lögreglu um bifreið á um-
ferðareyju í Suðurhólum, hafði
henni verið ekið á skilti en ökumað-
ur hennar stungið af. Skömmu síð-
ar kom önnur bifreið á staðinn og
ætlaði ökumaður hennar að taka á
sig sökina en farþegi með honum
var grunaður um aksturinn og var
því handtekinn og fluttur á lög-
reglustöð ásamt ökumanni. Bifreið-
in var færð með kranabifreið.
Mikið annríki var hjá lögreglu
um helgina vegna tilkynninga um
hávaða í heimahúsum og þurfti lög-
regla 20 sinnum að fara og biðja
fólk um að draga úr hávaðanum.
Tilkynnt var um að dekkjum og
álfelgum hafi verið stolið undan bif-
reið sem stóð á bílasölu við Stór-
höfða.
Á föstudagskvöld var tilkynnt um
bifreið utan vega við Jaðarsel, þar
reyndust menn hafa fest bifreiðina
utan vegar en þeir töldu sig vera á
vegarslóða. Öfluga bifreið þurfti til
að draga bifreið þeirra upp.
Á laugardag var óskað eftir að-
stoð lögreglu í hús í austurborginni
vegna smábarns sem fest hafði
hönd í kassettutæki. Lögreglan
brást skjótt við og fór á staðinn og
tókst lögreglumönnunum fljótlega
að losa barnið.
Fastar í skipi
Aðfaranótt sunnudags hringdi
kona til lögreglu og sagði sínar far-
ir ekki sléttar því hún væri læst
inni í veitingaskipi í Reykjavík-
urhöfn ásamt fjórum öðrum konum.
Reynt var að hafa samband við um-
ráðamenn skipsins en gekk erf-
iðlega. Lögregla fór því á staðinn
og var lásasmiður með í ferð. Þegar
lásasmiðurinn var kominn á vett-
vang náðist í umráðamann skipsins
og brá hann skjótt við, kom á stað-
inn og opnaði fyrir hinum innilok-
uðu.
Á sunnudagsmorgun var tilkynnt
til lögreglu um sofandi mann sem
lægi á milli tveggja bifreiða á
Njálsgötu. Lögreglan fór á staðinn.
Kom þá í ljós að maðurinn sem
reyndist vera franskur ferðamaður
var kaldur og með kúlu á höfði. Var
hann fluttur á slysadeild til að-
hlynningar. Seinnipart sunnudags
var tilkynnt til lögreglu um að
reykskynjari væri í gangi í íbúð í
vesturbæ. Íbúðin var mannlaus og
hitalykt fannst. Þarna var verið að
steikja helgarsteikina og hafði hiti
frá henni hafði sett reykskynjara í
gang. Lögreglumenn og slökkvi-
liðsmenn fóru inn um glugga á
íbúðinni og slökktu undir steikinni.
Á sunnudag stóð lögreglan ölv-
aðan ferðamann að því að kasta af
sér vatni í blómabeð á Lækjartorgi.
Honum var komið í gistingu þar
sem hann mun vera þar til hann
heldur til síns heima.
Síðdegis á sunnudag voru tvíveg-
is handteknir unglingar sem voru
að úða málningu á hús. Margir virð-
ast ekki átta sig á því að slíkt at-
hæfi er skemmdarverk sem varðar
refsingu enda tjónið oft verulegt.
Leigubifreiðarstjóri kom á lög-
reglustöðina með byssu sem hann
hafði fundið í aftursæti bifreið-
arinnar. Þetta reyndist vera start-
byssa og er hún í vörslu lögregl-
unnar.
Úr dagbók lögreglu/12.–15. október
Leiðinlegt veður
setti svip á miðbæinn
AÐ GEFNU tilefni vill Skógræktar-
félag Íslands vekja athygli á ályktun
sem samþykkt var á aðalfundi félags-
ins í ágúst sl. en þar fjallaði fundurinn
um atriði sem snerta þá umræðu sem
verið hefur í fjölmiðlum að undan-
förnu.
„Aðalfundur Skógræktarfélags Ís-
lands haldinn í Reykjavík 24.–26.
ágúst mótmælir órökstuddum full-
yrðingum þess efnis að aukin skóg-
rækt skapi vá fyrir lífríki Íslands.
Fundurinn hvetur til málefnalegr-
ar umræðu og markvissrar eflingar
rannsókna á vistfræðilegum áhrifum
skógræktar svo að rök með og á móti
aukinni skógrækt megi vega og meta
á grundvelli vísindalegrar þekkingar.
Fundurinn beinir þeim tilmælum
til landbúnaðarráðherra, umhverfis-
ráðherra og fjármálaráðherra að fjár-
magni verði varið til aukinna rann-
sókna á vistfræðilegum áhrifum
skógræktar og að þessa verði gætt við
samningu fjárlagafrumvarps fyrir ár-
ið 2002.“
Vistfræðileg áhrif
skógræktar
HÁDEGISRÁÐSTEFNA LÍSU
samtakanna og Landmælinga Ís-
lands verður haldin föstudaginn 19.
október á Hótel Loftleiðum. Ráð-
stefnan hefst kl. 10.45 og lýkur 14.
Eru gervitunglamyndir orðnar
sambærilegar og samkeppnishæfar
við loftmyndir? Gerir slík tækni aðr-
ar hefðbundnari mælingar óþarfar?
Hver er framtíðin í sambandi við
gögn og vinnsluaðferðir?
Á ráðstefnunni verður leitast við
að svara þessum spurningum og
fleirum um gervitunglamyndir.
Kynntir nýir möguleikar sem fjar-
könnun með gervitunglum getur
boðið uppá hér á landi í næstu fram-
tíð, o.fl. Ráðstefnustjóri verður
Magnús Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga Íslands. Fyrirlesarar
eru: Kolbeinn Árnason, Landmæl-
ingum Íslands/ Háskóla Íslands, Sig-
mar Metúsalemsson, Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, Freysteinn
Sigmundsson, Norrænu eldfjalla-
stöðinni, Helgi Björnsson og Sverrir
Guðmundsson, Raunvísindastofnun
háskólans og Jón Atli Benediktsson-
,verkfræðideild Háskóla Íslands.
Skráning: lisa@aknet.is
Notkun gervi-
tunglamynda
CRISTOPHE Pons flytur opinberan
fyrirlestur í boði félagsvísindadeild-
ar, í stofu 101 í Odda, fimmtudaginn
18. október kl. 17.
Fyrirlesturinn, sem verður fluttur
á ensku, nefnist Samband hinna
látnu og hinna lifandi á Íslandi af
sjónarhóli mannfræðinnar. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum heimill.
Afturgöngur
á Vestfjörðum
Rétt dekkjaval
Friðrik Helgi Vigfússon ritaði
grein um hjólbarða í blaðið sl. föstu-
dag. Af tækinlegum ástæðum féll síð-
asti hluti greinarinnar niður og er
hann því birtur hér.
„Til þess að fá vísindalega staðfest-
ingu á þeirri fullyrðingu að harð-
kornadekk séu einu ónegldu dekkin
sem fullnægja öllum vetraraðstæðum
lét Nýiðn hf. með stuðningi Vega-
gerðarinnar, Veg- og umferðarrann-
sóknarstofnun sænska ríkisins (sem
er ein af tveimur stofnunum í heimi
sem hefur ISO 9001 viðurkenningu á
slíkum prófunum) framkvæma sam-
anburðarrannsókn á bremsu- og
stýrihæfni á blautum ís á 6 þekktum
vetrardekkjum annarsvegar og harð-
kornadekki hinsvegar.
Þau voru eftirtalin: Gislaved Soft-
Frost, ContiVikingContact 2, Bridge-
stone Blizzak MZ-02, Cooper Weath-
er-Master, Good Year UltraGrip 5,
Michelin Alpin, Green Diamond
(harðkornadekk framl. í Svíþjóð).
Niðurstöður voru í stuttu máli að
harðkornadekkið bar af í ABS-
bremsuprófi (37% betra en næst-
besta dekkið) sem og stýriprófinu
(32% betra en næstbesta dekkið).
Fyrir þá sem áhuga hafa, má nálg-
ast niðurstöðurnar í heild sinni á vef
Nýiðnar hf. (www.newind.is).“
LEIÐRÉTT
KRABBAMEINSFÉLAG Hafnar-
fjarðar heldur fræðslufund fimmtu-
daginn 18. október kl. 20.30 í Hásöl-
um, Hafnarfjarðarkirkju. Gengið inn
frá Strandgötu.
Fyrirlesari á fundinum verður
Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmda-
stjóri Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna. Unglingar úr Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar flytja tónlist.
Kaffi á könnunni. Fyrirspurnir og
umræður.
Fræðsla um krabba-
meinsveik börn
GARÐYRKJUFÉLAG Íslands efnir
til fræðslufundar miðvikudaginn 17.
október kl. 20 í Norræna húsinu.
Gunnþór Kristján Guðfinnsson garð-
yrkjufræðingur og kennari við Garð-
yrkjuskóla ríkisins flytur erindi er
hann nefnir „Matjurtagarðurinn frá
upptöku til útplöntunar“.
Aðgangseyrir er krónur 500.
Matjurtagarðurinn
LANDSÞING Ungra jafnaðar-
manna verður haldið dagana 26.-27.
október næstkomandi. Landsþingið
verður haldið í húsnæði Eflingar í
Sætúni 1. Allir félagsmenn aðildar-
félaga Ungra jafnaðarmanna eiga
rétt á að sitja landsþingið. Þinggjald
er 500 krónur á hvern félaga sem
sækir landsþingið. Dagskrá lands-
þingsins verður nánar auglýst síðar
á politik.is.
Landsþing Ungra
jafnaðarmanna
AUKATÓNLEIKAR með Manna-
korni verða í Salnum í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 21.
Tveir aðalmenn Mannakorna eru
þeir Magnús Eiríksson, laga- og
textasmiður og gítarleikari, og Pálmi
Gunnarsson, bassaleikari og söngv-
ari. Með þeim á tónleikunum verða
Davíð Þór Jónsson píanóleikari og
Benedikt Brynleifsson trommuleik-
ari. Söngkona er Ellen Kristjáns-
dóttir.
Enn og aftur
Mannakorn
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í al-
mennri skyndihjálp fimmtudag-
inn 18. október, miðvikudaginn
23. október, og fimmtudaginn
25. október í Ármúla 34, kl. 19 –
23. Námskeiðið er 16 kennslu-
stundir.
„Meðal þess sem kennt verð-
ur er blástursaðferðin, endur-
lífgun með hjartahnoði og
fleira. Að loknum námskeiðum
fá nemendur skírteini sem hægt
er að fá metin í ýmsum skól-
um,“ segir í fréttatilkynningu.
Námskeið
í skyndihjálpSVEINSPRÓF í rafiðngreinumvoru haldin í júní. Alls útskrif-
uðust að þessu sinni 63 sveinar.
Útskrifaðir voru 35 rafvirkjar, 1
rafvélavirki, 21 rafeindavirki og 6
símsmiðir.
Af þessu tilefni héldu Rafiðn-
aðarsamband Íslands, Samtök at-
vinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði
og Rafiðnaðarskólinn hóf í Kiw-
anishúsinu á Engjateigi 11, þar
sem nýsveinum voru afhent sveins-
bréfin. Einnig voru veitt verðlaun
fyrir góðan árangur á sveinsprófi.
Nýútskrifaðir símsmiðir ásamt formanni Félags símsmiða.
Útskrift rafiðnaðarsveina