Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 11

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 11
álsa þjóð AP Bandaríski fáninn er orðinn að mikilvægu tákni og þykir flestum Bandaríkja- mönnum sjálfsagt að bera fánann við núverandi aðstæður og líta á það sem stuðning við landið. Nokkrir nemendur í Nevada Avenue-grunnskólanum í San Fernando Valley sverja hér Bandaríkjunum hollustueið. AP Ótti bandarísks almennings við miltisbrandssmit hefur farið stigvaxandi und- anfarið og hafa slökkvilið, lögregla og eiturefnasveitir varla við að sinna útköll- um vegna tilkynninga. Starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að- stoðar hér slökkviliðsmann við hreinsun húsnæðis American Media Inc. í Boca Raton, Flórída. ingu. Þrátt fyrir það segist fólk af ar- abískum uppruna upplifa mikið bak- slag varðandi stöðu sína hér og óttast að það kunni að versna. Konur sem að jafnaði ganga með slæður trúar sinnar vegna hafa sumar kosið að hætta því í bili, aðrar halda sig alfarið innandyra, þó að flestar haldi sínu striki og taki því aðkasti sem þær kunna að verða fyrir. Það komst í fréttir hér að á skrif- stofu nokkurri í San Fransisco hefði maður sagt í votta viðurvist við sam- starfskonu sína, ættaða frá Mið- Austurlöndum, að það væri henni og hennar fólki að kenna hvernig málum væri komið. Yfirmaður hans gaf hon- um tveggja sólarhringa frest til að biðja konuna afsökunar, en verða að öðrum kosti rekinn. Svo fór að hann gat ekki hugsað sér að segja fyrir- gefðu og var látinn fara. Friðarsinnum berast morðhótanir Hér í Berkeley, sem er með rót- tækari stöðum í Bandaríkjunum, er mikil andstaða gegn hernaðaraðgerð- unum í Afganistan. Borgarstjórn samþykkti í vikunni ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að stöðva hernaðaraðgerðirnar eins fljótt og hægt er. Ályktunin hefur vakið hörð viðbrögð og borgarfulltrúum hefur borist gríðarlegur fjöldi bréfa hvað- anæva af landinu þar sem andstöðu við ályktunina er lýst, þeir kallaðir föðurlandssvikarar, auk þess sem þeim hafa borist hótanir af ýmsu tagi, þar á meðal morðhótanir. Verslunar- ráði bæjarins hefur einnig borist fjöldi tilkynninga um að fólk hyggist sniðganga viðskipti við fyrirtæki hér vegna ályktunarinnar. Borgarstjórnin hafði áður lýst yfir stuðningi við þingfulltrúa sinn, Barböru Lee, sem vakti mikla athygli þegar hún ein greiddi atkvæði gegn frumvarpi sem samþykkt var á Bandaríkjaþingi hinn 18. september og veitti Bush forseta ,,víðtækt vald“ til að berjast gegn hryðjuverkamönn- um. Lee hefur sætt gríðarlegri and- stöðu vegna ákvörðunar sinnar, auk þess sem henni hefur borist fjöldi morðhótana. Hér um slóðir nýtur hún þó mikils stuðnings, einkum meðal nemenda við háskólann hér í Berke- ley sem staðið hafa í öflugri mót- mælaherferð undanfarnar vikur sem vakið hefur athygli um allt land. Mótmælin hér komust fyrst í frétt- ir á landsvísu þegar slökkviliðsmenn bæjarins voru beðnir að taka niður fána, sem þeir höfðu sett á alla slökkviliðsbílana, daginn sem stærsta mótmælasamkoman fór fram á há- skólalóðinni. Þar söfnuðust saman á þriðja þúsund manns til að mótmæla hernaði Bandaríkjanna og óttuðust yfirvöld að mótmælendur myndu rífa fánana af slökkviliðsbílunum og að í kjölfarið kæmi til átaka milli stúdenta og slökkviliðsmanna. Umræðuefnið alls staðar það sama Það er óhætt að segja að dagleg til- vera fólks um öll Bandaríkin sé gegn- sýrð af afleiðingum atburða 11. sept- ember. Alls staðar þar sem fólk kemur saman hverfist umræðuefnið um það sama. Eins yfirgnæfir það dagskrár útvarps og sjónvarps sem og síður dagblaða og tímarita. Nú bíður það verkefni að horfa fram á veginn, aðlagast breyttri tilveru og leitast við að finna aftur það öryggi og frelsi sem áður þótti sjálfsagt. Mörgum þykir það þó erfitt, enda eru hugsanir sem tengjast voðaverk- unum og afleiðingum þeirra áleitnar. Flestir reyna líklega sitt besta og þeirra á meðal er vinsæll dálkahöf- undur hér á San Fransisco-svæðinu sem endaði vikulegan dálk sinn nú fyrir helgi með því að hrósa sjálfum sér fyrir að hafa ekki minnst orði á 11. september. Hét hann jafnframt frekari framförum og sagðist í næstu viku ætla að reyna að minnast ekki á það að hann hafi ekki minnst á 11. september; daginn sem allt breyttist. yggisgæslu í flugi, þar sem aröbum hefur í nokkrum tilfellum verið vísað frá borði. Hátt í þúsund árásir á fólk af arabískum uppruna Tengist þetta öðru alvarlegu álita- efni sem hefur óhjákvæmilega dottið inn í hringiðu umræðunnar hér, það er að segja almennu umburðarlyndi gagnvart samborgurum. Eftir árás- irnar varð sýnileg reiði gegn fólki af arabískum uppruna mikil og um land allt hafa borist um þúsund tilkynn- ingar um svokallaða hatursglæpi sem fela meðal annars í sér skemmdar- verk, hótanir, líkamsmeiðingar og í nokkrum tilvikum manndráp. Bæði stjórnvöld og fjölmiðlar hafa tekið þetta ástand föstum tökum með því að klifa á því að stríðið standi ekki gegn múslímum, biðja fólk að sýna meðborgurum sínum samúð og vel- vild og síðast en ekki síst hafa fjöl- miðlar eytt nokkru púðri í að fræða almenning um íslamska trú og menn- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 11 BRETAR hafa löngum gumaðaf hinu „sérstaka sambandi“þeirra og Bandaríkjamanna.Raunar eru Bandaríkjamenn almennt og yfirleitt sama sinnis þótt að öllu jöfnu fari minna fyrir umræðu um þessi tengsl þar vestra. Þetta hugtak vísar enda til langrar sögu, sameiginlegrar heimssýnar og verð- mætamats svo ekki sé minnst á sam- vinnu þjóðanna á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Á þetta samband hefur hins vegar reynt verulega með reglulegu milli- bili. Í seinni tíð hefur þar mest borið á óánægju Breta og raunar annarra Evrópuþjóða sökum þess „tillitsleys- is“, sem einkenna hefur þótt fram- göngu Bandaríkjamanna frá því að George W. Bush forseti hófst til valda. Bandaríkjamenn hafa löngum haft nokkrar áhyggjur af Evrópu- samrunanum og þeirri tilhneigingu, sem óneitanlega hefur einkennt fram- göngu ákveðinna ríkja, að ýta Banda- ríkjamönnum til hliðar þegar málefni álfunnar eru til umræðu. Við þessa upptalningu má síðan bæta deilum vegna Kýótó-bókunarinnar svo- nefndu og áformum Bandaríkja- manna um að koma upp eldflauga- varnarkerfi til að bregðast við aukinni árásargetu svonefndra „útlagaríkja“. En þrátt fyrir misklíð og hóflega al- varlegan „pirring“ á hinum ýmsu sviðum hefur kjarni hins „einstaka sambands“ ekki látið undan. John Major, síðasti forsætisráðherra breska Íhaldsflokksins um fyrirsjá- anlega framtíð, stóð þétt við hlið Bandaríkjamanna þegar blásið var til herfararinnar miklu til að frelsa Kúv- eit úr klóm Saddams Hússeins Íraks- forseta. Eftirmaður hans, Tony Blair, bilar nú hvergi í stuðningi sínum við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Ólíkir menn Náið samband þessara tveggja hef- ur komið mörgum á óvart. Að vísu eru hagsmunir beggja nokkuð augljósir í þessu viðfangi en mennirnir eru óneitanlega ólíkir mjög; Bush um flest dæmigerður bandarískur íhalds- maður og ekki sérlega orðheppinn; Blair tungulipur ný-krati sem hefur á sér ótvíræðan menntamannsblæ. Ekki kom á óvart að „sambandið einstaka“ styrktist mjög á þeim tíma, sem þeir sátu saman á valdastóli Bill Clinton forseti og Tony Blair. Sam- skipti þeirra fóru framhjá sendiráð- um og ráðuneytum utanríkismála. Báðir eru þeir lögfræðingar og kvæntir lögfræðimenntuðum og metnaðarfullum konum. Þeir eru svipaðar manngerðir og konurnar, sem fylgja þeim eru það einnig. Og í pólitíkinni áttu þeir einnig flest sam- eiginlegt; báðir höfðu dregið vinstri- sinnaðan flokk í átt að miðjunni; báðir eru þeir „spunameistarar“ í algjörum sérflokki. Vandfundnir eru þeir stjórnmálamenn, sem endurspegla betur nútímann. En nú hefur Bush leyst Clinton af hólmi og hefnt fyrir ófarir föður síns gegn honum í kosningunum 1992. Clinton er nú virðulegur eftirlauna- þegi á besta aldri. Blair stendur enn vaktina. Hafi þreyta eða „pirringur“ verið komin í hið „einstaka samband“ þjóð- anna tveggja hurfu þær sálarhrær- ingar út í veður og vind þegar fjölda- morðin voru framin í New York og Washington 11. september. Þótt vart verði því haldið fram að sérstakur andlegur skyldleiki sé með þeim Bush og Blair höfðu þeir tveir raunar náð ágætlega saman áður og vísir að vináttu hafði skapast. Bush, sem sak- aður hafði verið um margvíslegar ein- hliða aðgerðir á alþjóðavettvangi í nafni þröngra þjóðarhagsmuna Bandaríkjamanna, þurfti á félaga að halda erlendis bæði á diplómatíska sviðinu sem og því hernaðarlega. Blair greindi þarna tækifæri til að auka veg Breta á alþjóðavettvangi á nýjan leik. Flestir forsætisráðherrar þessa gamla heimsveldis láta ekki slík tækifæri framhjá sér fara. Breytt heimssýn Atburðirnir vestra og hernaðarað- gerðirnar í Afganistan virðast hafa breytt sýn beggja til veruleikans. Ríkisstjórn George Bush hefur lagt „Ameríka fyrst“-stefnuna til hliðar; Bush og flestir undirsáta hans hafa gert sér ljóst hversu margt mælir með aukinni samvinnu við aðrar þjóð- ir og beinum afskiptum af málefnum Mið-Austurlanda í þeim tilgangi að greiða fyrir friði þar. Ríkisstjórn Blairs hefur ekki sömu áhyggjur og áður af deilum Evrópumanna og Bandaríkjanna t.d. sökum Kýótó-um- hverfisbókunarinnar eða áformum Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi. Náið og umfangsmikið samráð um viðbrögð vegna hryðjuverkanna hófst strax 11. september þegar allt banda- ríska stjórnkerfið leitaðist við að skilja umfang og eðli þeirrar árásar, sem Bandaríkin höfðu orðið fyrir af hálfu hryðjuverkamanna. Þetta sam- starf náði síðan hápunkti í þeim sam- AP Drög lögð að traustri vináttu, sem nú reynir á: George W. Bush og Tony Blair við upphaf fundarins í Camp David í febrúar. Bandalag í endurnýjun lífdaga Enn á ný reynir á hið „einstaka samband“ Breta og Bandaríkjamanna. Ásgeir Sverrisson segir frá samskiptum George W. Bush og Tonys Blairs nú þegar hafin er herförin gegn hryðjuverkaógninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.