Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
LUTVERK Auðar í
krafti kvenna er að
nýta enn betur þann
auð sem í konum
býr með því að auka
þátttöku þeirra í at-
vinnusköpun og
stuðla þannig að auknum hagvexti á
Íslandi.
Á vegum verkefnisins er árlega
haldið leiðtoganámskeið ætlað konum
í leiðtogastöðum. Þar fá þær tækifæri
til að efla hæfileika sína sem leiðtogar
og er gefinn kostur á að styrkja
tengslanet sín á milli. Jafnframt er
markmiðið að þessar konur verði öðr-
um konum stuðningur og fyrirmynd,
að því er fram kemur á upplýsingavef
Auðar í krafti kvenna, www.ru.is/aud-
ur/.
Á þeim tveimur leiðtoganámskeið-
um sem Auður í krafti kvenna hefur
staðið fyrir hefur Gunnila Masrellez-
Steen, sálfræðingur og eigandi ráð-
gjafarfyrirtækisins Kontura interna-
tional, leiðbeint.
Einungis eitt leiðtoganámskeið er
eftir og verður það haldið á komandi
hausti en verkefnið Auður í krafti
kvenna er til þriggja ára.
Óhætt er að segja að þrátt fyrir að
jafnrétti sé tryggt með lögum þá er
víða pottur brotinn í þeim málum.
Samkvæmt nýlegri könnun sem jafn-
réttisráð hefur kynnt munu 114 ár
líða þar til tekjur karla og kvenna á
Íslandi verða þær sömu ef mið er tek-
ið af þeim breytingum sem orðið hafa
á þessum vettvangi á síðustu tveimur
áratugum 20. aldarinnar.
Ef litið er til fjölmiðla er mun al-
gengara að viðmælendur séu karlar
en konur, a.m.k. í þeim málaflokkum
sem teljast til harðari mála til að
mynda í viðskiptaumfjöllun. Helsta
skýringin á því hve sjaldan er talað
við konur í viðskiptalífinu er sú að fá-
ar konur eru í stjórnunarstöðum í ís-
lensku viðskiptalífi. Á það ekki síst
við um aðalstjórnendur fyrirtækja
þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í
þessum málum undanfarinn áratug.
En betur má ef duga skal og því
ákváðu aðstandendur Auðarverkefn-
isins að kynna konur í stjórnunar-
stöðum hverja fyrir annarri á
leiðtoganámskeiðum. Því það er oft
ansi kalt á toppnum.
Mjög mörg fyrirtæki hafa sent
konur í stjórnunarstörfum á nám-
skeiðin hingað til. Má þar meðal ann-
arra nefna Eimskip, Össur, Íslands-
póst, Seðlabanka Íslands, Skeljung,
Búnaðarbanka Íslands, Kaupþing,
Flugleiðir, Granda, MP-Verðbréf og
Landsvirkjun.
En er gagn af námskeiðum sem
þessum og hvers vegna eru þau að-
eins fyrir konur?
Til þess að svara þessum spurning-
um tóku fimm einstaklingar sem hafa
setið leiðtoganámskeið á vegum Auð-
ar í krafti kvenna þátt í hringborðs-
umræðum um námskeiðin og hlut
kvenna í stjórnunarstöðum. Þátttak-
endur í hringborðinu voru: Halldóra
Matthíasdóttir, markaðsstjóri Op-
inna kerfa, Heiðrún Jónsdóttir, for-
stöðumaður upplýsinga- og kynning-
armála Landssíma Íslands, Lára
Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkur, Sólrún Halldórsdóttir,
tryggingasérfræðingur hjá Sjóvá-Al-
mennum og Una Steinsdóttir, útibús-
stjóri Íslandsbanka í Keflavík.
Hvað fannst ykkur um að taka þátt
í leiðtoganámskeiði sem þessu?
Lára: „Ég hafði bæði mikið gagn
og gaman af námskeiðinu og eigin-
lega miklu meira gagn en ég átti von
á. Þó svo að það sé ekki nema tæpur
mánuður síðan hef ég notað heilmikið
af þeim upplýsingum og ráðlegging-
um sem ég fékk þar.
Ég hef farið á mörg námskeið af
þessu tagi en ég held að þetta hafi
verið eitt það besta. Eins var ómet-
anlegt að kynnast þessum konum
sem einnig tóku þátt í því. Ég var elst
í hópnum og það var alveg nýtt fyrir
mig að hitta allar þessar ungu konur
úr viðskiptalífinu því ég er að vinna í
opinbera geiranum og er vön því að
vinna meira með konum en körlum
ólíkt því sem konur í stjórnunarstöð-
um í einkageiranum eru vanar. Að
upplifa einkageirann í gegnum þessar
konur og sjá að þær eru að berjast
fyrir því sama og við þurftum að gera
hér áður sem erum eldri í hettunni.
Það skýrist væntanlega aðallega af
því að þær eru að vinna í umhverfi
sem einungis karlar voru í áður.“
Halldóra: „Ég verð nú bara að
segja að mér fannst námskeiðið miklu
skemmtilegra og árangursríkara en
ég átti von á og það var örugglega út
af því hvað hópurinn náði vel saman.
Ég lærði mikið af þeim eldri og
reyndari og held að það eigi eftir að
nýtast mér vel í starfi.
Það sem var líka gott og betra en
önnur námskeið sem ég hef sótt var
þessi áhersla sem Gunnila lagði á
hópavinnu. Fyrsta daginn var ég far-
in að halda að Gunnila myndi ekki
fara yfir neitt af glærunum úr möpp-
unni og fannst lítið fara fyrir fyrir-
lestrum hennar. Heldur vorum við í
stöðugri hópavinnu og alltaf að skipta
um hópa. En að sjálfsögðu var þetta
skipulagt hjá henni: bæði kynntist
maður öllum hópnum og um leið fór-
um við yfir það efni sem var á glær-
unum – á okkar hátt. Á námskeiðinu
ríkti fullkominn trúnaður þannig að
allar gátu tjáð sig um erfiðleika sem
þær mættu á sínum vinnustað og
fengið ráð frá öðrum sem kannski
höfðu lent í svipuðum aðstæðum. Því
það er nú einu sinni þannig að mjög
margir kvenstjórnendur mæta sömu
erfiðleikum á vinnustað.“
Sólrún: „Ég hef nú ekki haft hátt
um að hafa farið á kvennanámskeið
og satt best að segja þá hef ég varla
sagt nokkrum frá því fyrr en núna en
ég var mjög ánægð með námskeiðið.
Til að mynda lét Gunnila okkur setja
upp raunveruleg dæmi úr okkar
starfi. Þannig að þetta voru ekki ein-
hverjir ímyndaðir þröskuldar sem við
þurftum að yfirstíga. Ég held að þetta
hefði verið öðruvísi ef um blandaðan
hóp hefði verið að ræða. Samkenndin
er einhvern veginn öðruvísi meðal
kvenna.“
Lára: „Gunnila sendi okkur heim
með mjög mörg ráð sem eru einlæg
og hún var ekkert hrædd við að gefa
okkur hagnýt ráð í stað þess að marg-
ir leiðbeinendur vilja alltaf að maður
svari eigin spurningum. Hver kann-
ast ekki við að fá svarið: „Hvað finnst
þér?“
Heiðrún: „Ég verð að viðurkenna
að ég hoppaði ekki hæð mína í loft
upp þegar það var hringt í mig og
mér boðið að taka þátt í námskeiðinu í
fyrra og það var aðallega vegna þess
að þetta var bara námskeið fyrir kon-
ur. Ég var sannfærð um að þetta yrði
einhver rauðsokkusamkoma þar sem
litið væri á karlmenn sem óvininn. Því
ég reyni að lifa eftir því að karlar og
konur hafi jöfn tækifæri. Það sem
vanti upp á sé að konur keyri sig
meira áfram og hafi trú á sjálfum sér.
En sem betur ber þá lét ég vaða og
mætti í Mývatnssveit. Umræðan var
síður en svo karlfjandsamleg, heldur
eingöngu verið að ræða um þau
vandamál sem við eigum við að glíma,
og umræðan var okkur holl. Ekki
spillti fyrir að við fórum úr okkar dag-
lega umhverfi og vorum einangraðar
úti í sveit.“
Sólrún: „Ekki var það nú alveg
hægt því ég varð að svara ansi mörg-
um símtölum og eins að flýta heimför
vegna starfsins því á sama tíma sögðu
tryggingafélögin upp samningum við
flugfélög vegna hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum hinn 11. september
sl.“
Halldóra: „Ég viðurkenni það hér
og nú að ég sagði engum frá því áður
en ég fór að námskeiðið sem ég væri
að fara á væri kvennanámskeið í Mý-
vatnssveit.“
Heiðrún: „Ég tek undir það að ég
var ekkert að auglýsa það. Fannst
það pínuhallærislegt svona innst inni.
Í dag er ég hins vegar hæstánægð og
þá ekki síst fyrir að hafa kynnst öllum
þessum frábæru konum.“
Una: „Ég er stolt af að hafa verið
boðið á þetta námskeið. Frábært að
kynnast öllum þessum konum og
mynda með okkur þessi tengsl, sem
ekki er vanþörf á og ég myndi segja
að hafi verið megnintilgangur nám-
skeiðsins. Ég er af Suðurnesjum og
þó að það sé ekki stærra svæði þekki
ég því miður fáar stallsystur mínar
þar, sem sýnir aftur hversu illa við
konur ræktum þennan þátt sem
tengslanet er og er svo mikilvægt í að
ná góðum árangri.
Námskeiðið styrkti mig í þeirri trú
að við konur værum að gera rétt og
við ættum að halda áfram að stjórna á
okkar eigin forsendum.
Við vorum þrjár frá Íslandsbanka,
ég, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Vil-
borg Loftsdóttir, sem sátum leiðtog-
anámskeiðið í fyrra. Eftir að við kom-
um aftur til vinnu ákváðum við að
miðla fróðleiknum til fleiri á vinnu-
staðnum með minni útgáfu af því fyrir
kvenstjórnendur hjá Íslandsbanka.
Við fórum því í gegnum námskeiðið
aftur þar sem við bjuggum til svipað
uppbyggt námskeið fyrir konur í
stjórnunarstöðum og hjá Íslands-
banka. Þetta tókst mjög vel og var vel
sótt af konum í bankanum. Þetta jók
ákveðna vitund í hópnum og ég held
hleypti krafti í þær. Þessar konur
hittast reglulega í dag.“
Heiðrún: „Það hefur komið fram í
mörgum könnunum að konur eru
ekki síður góðir stjórnendur en karl-
menn. Við höfum nokkra eðlislæga
þætti sem henta vel í stjórnun, s.s.
næmi, yfirsýn, sveigjanleika o.fl. Um-
ræðan snýst hins vegar of oft um að
draga fólk í dilka eftir kynferði í stað
þess að beina athyglinni að styrkleik-
um og veikleikum einstaklinga.“
Halldóra: „Ég er mjög ánægð með
það að hafa uppgötvað að stjórnunar-
stíll liggur í genunum. Og svei mér þá
ég er mjög stolt af því að vera kona í
því samhengi.“
Lára: „Síðan er það algengur mis-
skilningur að þetta sé veikleiki kven-
stjórnenda, til að mynda mýktin.“
Una: „Já, þetta er nefnilega ekki
veikleiki heldur það sem við viljum að
einkenni stjórnanda 21. aldarinnar,
mýkt, sveigjanleiki, skilningur og
næmni, og þar skiptir kynið engu
máli. Þetta eru þau atriði sem þykja
hvað eftirsóknarverðust í fari nútíma-
stjórnenda í dag.“
Sólrún: „Við höfum alltaf haft karl-
menn sem fyrirmyndir í stjórnun því
fyrir nokkrum árum voru kvenstjórn-
endur teljandi á fingrum annarrar
handar. Að sjálfsögðu höfum við séð
þeim fjölga jafnt og þétt undanfarið
bæði í einkageiranum og þeim opin-
bera. Það eru því ekki lengur einung-
is kvenskörungar Íslendingasagn-
anna og Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti, sem við getum
horft til.“
Halldóra: „Við megum heldur ekki
gleyma konum eins og Rannveigu
Rist, forstjóra ÍSAL, sem hefur held-
ur betur sýnt okkur að það er hægt að
samhæfa einkalíf og vinnu. Eitthvað
sem hefur haldið mörgum konum frá
stjórnunarstörfum. Það að treysta
sér ekki til þess að fórna fjölskyld-
unni fyrir vinnuna og láir þeim það
enginn.“
Heiðrún: „Þetta með skilin milli
einkalífs og vinnu er mikilvægur
punktur og örugglega eitthvað sem
allar konur á vinnumarkaði velta fyrir
sér. Að mínu áliti hefur þetta orðið
mun auðveldara eftir að fyrirtæki
bjóða í auknum mæli upp á tölvuteng-
ingu heim. Að vísu er maður þá alltaf í
vinnunni en það er sama. Maður er þó
heima hjá sér og getur unnið eftir að
börnin eru sofnuð. Auðvitað hef ég
glímt við samviskubit út af syninum
og vinnunni. Þetta er hins vegar mitt
val og eitthvað sem ég geri upp við
sjálfa mig. Það var mjög gott á leið-
toganámskeiðinu að sjá að við vorum
allar að velta þessu fyrir okkur og
gátum því stappað stálinu í hver
aðra.“
Lára: „Þetta er heldur ekki lengur
kynbundið því ég heyri það á ungum
karlstjórnendum að þeir eru farnir að
gera kröfur um að geta sinnt fjöl-
skyldunni í meiri mæli en áður tíðk-
aðist. Þetta er heldur ekki bundið við
Ísland því sömu viðhorf heyrast frá
ungum stjórnendum alls staðar og
Halldóra Matthíasdóttir: Ég við-
urkenni að ég sagði engum frá því að
ég væri að fara á kvennanámskeið.
Lára Björnsdóttir: Það er stutt síðan
að eitthvað fór að gerast í þessum
málum innan opinbera geirans.
Una Steinsdóttir: Fyrir 10–15 árum
hefði aldrei komið til greina að senda
konur saman á leiðtoganámskeið.
Sólrún Halldórsdóttir: Við höfum
alltaf haft karlmenn sem fyrirmyndir í
stjórnunarstörfum.
Heiðrún Jónsdóttir: Ég reyni að lifa
eftir því að konur og karlar hafi jöfn
tækifæri.
Morgunblaðið/Golli
Ein af strákunum? Nei, takk!
Á vordögum 2000 fór verk-
efnið Auður í krafti kvenna af
stað. Um 800 konur hafa tek-
ið þátt í því, þar af tæplega 50
konur í tveimur leiðtoga-
námskeiðum fyrir konur í
stjórnunarstörfum. Guðrún
Hálfdánardóttir sat það fyrra
og ræddi við nokkrar konur
sem einnig tóku þátt í þeim.