Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 31
ÞAÐ er ekkert smá spennandi að
sjá bestu leikara þriggja kynslóða,
Brando, De Niro og Norton samein-
ast í einni kvikmynd. En því miður er
útkoman ekki jafn spennandi. Og
þar má einfaldlega kenna handritinu
um.
De Niro er veraldarvanur bófi,
eigandi djassklúbbs í Montréal sem
rænir sunnan við landamærin. Nú
vill hann koma sér út út glæpaheim-
inum til að geta verið með elskunni
sinni, sem Angela Basset leikur, en
tekur að sér allra seinasta verkefnið.
Brando leikur gamlan ríkan karl
sem fær De Niro til að ræna fyrir sig
og Norton er ungi og hæfileikaríki
bófinn á uppleið. Ásamt De Niro
ætla þeir að ræna veldissprota úr
tollhúsi Montréal. Rosa flókið.
De Niro er fínn í sínu hlutverki,
ósköp hógvær, sem hentar vel því
sem hann er að gera. Norton klikkar
ekki heldur, sýnir góða takta í hlut-
verki Jack sem þykist vera hinn and-
lega og líkamlega fatlaði Brian sem
fær ræstivinnu í tollhúsinu. Býsna
gott. Brando er feitur og ljótur og
sorglegur. Þótt maður hætti að vera
fallegur, þá þarf maður ekki að
hætta að kunna að leika. Hann kall-
aði víst leikstjórann Svínku á upp-
tökutíma, þar sem hann talaði fyrir
hana í prúðuleikurunum, en príma-
donnan Brando ætti bara að líta í
spegil. Angela Basset fær leiðinlegt
smáhlutverk og er leiðinleg í því.
En svo er það sagan. Eða frekar
handritið, því hugmyndin að flétt-
unni er alls ekki svo slæm og end-
irinn kom mér býsna á óvart. Hins
vegar tekst ekki að útfæra þetta
nógu vel. Upplýsingum er haldið frá
áhorfendum og maður veit ekki yfir
hverju maður á að vera spenntur,
eða hvernig aðaltrixið í endann er
framkvæmt.
Á hinn bóginn er þetta alls ekki
neinn ekta glæpahasar. Þetta verðist
eiga að vera eitthvert sambland af
tilvistarkreppu bófans, og glæpa-
sögu. Það hefði svo sem verið frekar
sniðugt ef borin hefði verið á borð
áhugaverð dýpt við sálarlíf bófans,
en svo er ekki.
Ekki er útlit myndarinnar heldur
sérlega skemmtilegt, og þessi til-
gerðarlega rökkurlýsing er ekki að
mínu skapi. Augljóslega er ekki nóg
að hafa þrjá toppleikara og góða
hugmynd til að gera góða mynd.
Huga þarf að mörgu, mörgu fleiru.
Óneitanleg
vonbrigði
KVIKMYNDIR
L a u g a r á s b í ó
Leikstjóri: Frank Oz. Handrit:
Daniel E. Taylor og Kario Salem.
Aðalhlutverk: Robert De Niro,
Edward Norton, Angela Basset og
Marlon Brando. 124 mín. Para-
mount Pictures 2001.
THE SCORE VEL á annað hundrað manns hef-
ur skráð sig á námskeiðið Hvað
ert þú tónlist? hjá Endurmennt-
unarstofnun Háskóla Íslands sem
hefst mánudaginn 22. október. Á
námskeiðinu sem er haldið í sam-
starfi við Salinn í Kópavogi mun
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari leiða þátttakendur inn í heim
tónlistarinnar í tali og tónum.
Jónas segist leggja áherslu á að
leiðbeina þátttakendum við að
hlusta á tónlistina, með því að
leika einstök dæmi, ræða um þau
og velta yfir þeim vöngum. „Ég
ætla ekki að flytja fyrirlestra um
tónlistarsöguna, eða bakgrunn
verka, heldur
ætla ég fyrst og
fremst að halda
mig við sjálfa
tónana, staldra
við einstaka
kafla og leitast
við að sýna
gestum inn í
þann undravef
sem tónlistin
er.“
Hverju námskeiðskvöldi lýkur
með tónleikum þar sem fólki
gefst kostur á að njóta verkanna
í heild og þar munu gestir úr
röðum íslenskra tónlistarmanna
leggja Jónasi lið. Á dagskrá
námskeiðsins til jóla verða verk
eftir Beethoven, Schubert og
Chopin auk þess sem tekin verða
fyrir sýnishorn íslenskrar tónlist-
ar.
Námskeiðið er haldið fjögur
kvöld á tveggja vikna fresti í
Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs.
„Þegar hefur á annað hundrað
manns skráð sig, en Salurinn tek-
ur 300 manns, þannig að enn er
pláss,“ segir Jónas.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðið er að finna á vefsíðunum
www.endurmenntun.is og þar er
jafnframt hægt að skrá sig.
Innsýn í undravef tónlistarinnar
Jónas
Ingimundarson
Hildur Loftsdótt ir
DAGSKRÁ um bandaríska leik-
skáldið Edward Albee verður í
Listaklúbbi Leikhússkjallarans
annaðkvöld, mánudagskvöld, kl.
20.30. Albee var eitt þekktasta og
áhrifamesta leikskáld Bandaríkj-
anna á síðustu áratugum. Melkorka
Tekla Ólafsdóttir fjallar um Albee.
Leiklesin verða brot úr nokkrum
verkum Albees sem sýnd hafa verið
á Íslandi. Þau eru Saga úr dýra-
garðinum og Þrjár konur stórar.
Einnig verða flutt atriði úr sýningu
Þjóðleikhússins á leikritinu Hver er
hræddur við Virginíu Woolf? Jónas
Kristjánsson fjallar um þýðingu
sína á leikritinu. Kjartan Ragnars-
son leikstjóri, leikararnir Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson,
Inga María Valdimarsdóttir og
Rúnar Freyr Gíslason spjalla um
uppsetningu leikritsins.
Edward Albee í
Listaklúbbnum