Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni ÁHANGENDUR Jesú skiptu hundruðum. En þegar hann dag einn tók fyrir alvöru að boða Guðs ríki, um 30 ára gamall, kallaði hann tólf úr þeim stóra hópi til fylgdar við sig. Þeir voru kallaðir lærisveinar eða postular. Í því vali fór hann ótroðnar slóð- ir, eins og reyndar gjarnan áður og síðar, og ef maður hefði verið uppi á þessum tíma og fylgst með atburðum hefði verið næsta auðvelt að efast um að dóm- greind hans og skynsemi væri þar í lagi. Því flestir hinna tólf útvöldu voru nefnilega óheflaðir púlsmenn og hinir dálítið vafa- samir fírar, að því er í fljótu bragði virtist. Við skulum líta aðeins nánar á lærisveinana tólf, eins og þeir oftast eru nefndir, en með því fororði að ekki er mikið um þá alla vitað og um suma nánast ekkert. Byrjum á Símoni Pétri. Hann kom upphaflega frá Betsaída og var fiskimaður, átti hlut í útgerð með bróður sínum, Andrési, og Jakobi og Jóhannesi Sebedeus- arsonum. Hann var skapmikill og meira en lítið hvatvís. Þennan mann gerði Jesús að foringja lærisveinanna. Andrés, bróðir Péturs, var líka fiskimaður. Þá koma bræðurnir og fiski- mennirnir Jakob og Jóhannes. Um Jakob, sem oft er nefndur hinn eldri, er fátt vitað. Hann mun hafa dáið fyrstur allra læri- sveinanna, liðið píslarvætt- isdauða árið 44. Jesús kallaði bræðurna „þrumusyni“, vegna skapferlis þeirra. Um Tómas og hina næstu er sömuleiðis lítið vitað. Á guð- spjöllunum má þó sjá, að hann var ákaflega gætinn maður og varkár. Þekktust er líklegast frásögnin af því, að hann vildi ekki trúa því að Jesús væri upp- risinn nema hann fengi að sjá eitthvað því til staðfestingar. Hann er því gjarnan nefndur efasemdamaðurinn í lærisveina- hópnum. Og ef hratt er farið yfir sögu var Jakob Alfeusson (Jakob yngri) einhverra hluta vegna kallaður „hinn litli“. Júdas Jak- obsson var einnig nefndur Taddeus eða Lebbeus. Filippus var, eins og Pétur og Andrés, frá Betsaida og er oft nefndur fyrsti trúboði heiðingjanna, eftir að hann boðaði manni frá Eþíópíu hina nýju trú og skírði hann. Bartólómeus var frá Kana og það var Filippus sem kynnti hann fyrir Jesú. Margir telja að Bartólómeus sé hinn sami og Natanael. Matteus, sem einnig er nefnd- ur Leví, var tollheimtumaður Rómverja og illa þokkaður af fólki. Um Símon vandlætara hef- ur ekkert varðveist, en hitt er kunnugt, að vandlætarar eða selótar voru þjóðernissinnaður flokkur manna, sem var mjög í nöp við tollheimtumenn Róm- verja! Júdas Ískaríot var sá eini sem ekki var frá Galíleu; hann var (e.t.v.) frá Keriot, sem var bær í Júdeu. Eftir brotthvarf hans komu þeir ellefu saman og völdu annan til að fylla í skarðið. Þeir vörpuðu hlutkesti um tvo, Jústus og Mattías, og hinn síðarnefndi varð svo tólfti postulinn. Af þessari upptalningu má ráða, að umræddur hópur var stórgallaður, að ekki sé fastar að orði kveðið. Því verður bara ekki neitað. Hitt er jafnframt deg- inum ljósara, að þetta var svo út- pælt hjá Jesú, að velja þessa samsetningu en ekki einhverja aðra, sem hefði litið betur út á pappírnum, að maður verður orðlaus af undrun og aðdáun. Um þá snilld hans ber kirkja nú- tímans vitni, stærstu trúarbrögð heims, með þriðjung alls mann- kyns innan vébanda sinna, tvo milljarða af um sex milljörðum jarðarbúa. Þetta eigum við eink- um og sér í lagi kjarki og dugn- aði hinna óhefluðu púlsmanna að þakka. Þeir fóru út um heiminn, alls óhræddir, eftir fyrsta páska- dag, og lögðu grunninn, sem aðr- ir byggðu síðan á, allt til þessa dags. Allir, nema Jóhannes, liðu þeir píslarvættisdauða; fyrir honum átti það að liggja að færa mannkyninu hið stórfenglega guðspjall, sem við hann er kennt. Þeir tólf eru hetjur. Hvað kennir þetta okkur, hin- um kristnu, sem jörðina byggj- um 2000 árum síðar? Jú, annars vegar það, að við erum mik- ilvægari í þessari baráttu en við oft höldum; að við skiptum óend- anlegu máli við útbreiðslu trú- arinnar með því að vera til og benda með líferni okkar á þann, sem við erum helguð í skírninni. Hins vegar megum við af þessu læra, að ávallt er best að leyfa meistaranum að halda um stjórnvölinn, því hann veit alltaf hvar best er að fara, þótt eitt- hvað sýnist öðruvísi í fyrstu. Hann mun vel fyrir sjá. Lærisveinarnir tólf og við hin Lærisveinarnir tólf voru ekki beint skrautfjaðrir á meistaranum, heldur flestir eða allir dálítið óheflaðir náungar, skapmiklir, hvatvísir og fullir efasemda, að því er lesa má af guðspjöllunum. Sigurður Ægisson gluggar hér í sögu þeirra. saeson@islandia.is FRÉTTIR FYRSTA Nokia-farsímaverslunin á Íslandi verður opnuð formlega í Smáranum miðvikudaginn 24. októ- ber kl. 17, segir í fréttatilkynningu. Í versluninni verður auk farsíma og fylgihluta úrval af Nokia tískuvarn- ingi auk þess sem viðgerðarþjón- ustuaðili frá fyrirtækinu verður á staðnum. Kynnt verða sérstök opnunar- tilboð á farsímum, fylgihlutum, símkortum og áfyllingarkortum. Tal opnar Nokia-verslun í Smáranum Tal opnar NOKIA-verslun í Smáranum. GUÐMUNDUR Hálfdanarson sagnfræðingur heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðinga- félags Íslands, sem hann nefnir „Hugmyndir Herders um þjóðina og endalok menningarlegrar þjóðar“, þriðjudaginn 23. október kl. 12.05–13 í stóra sal Norræna hússins. Fyrirlesturinn byggist á niður- stöðum rannsókna fyrirlesara á sögu og forsendum íslenska þjóðríkisins. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Um endalok menn- ingarlegrar þjóðar BRUNAMÁLASTOFNUN og Brunatæknifélag Íslands halda morgunverðarfund um brunavarnir vegganga 23. október frá kl. 8–10 í blómasal Hótels Loftleiða. Fjallað verður um nýjustu bruna- rannsóknir í veggöngum ásamt því að varpað verður ljósi á hvað er að gerast í Hvalfjarðargöngum varð- andi þessi mál. Erindi flytja: Björn Karlsson, Haukur Ingason, Guðmundur Gunn- arsson og Hrólfur Jónsson. Fyrir- spurnir og umræður. Fundarstjóri verður Gunnar H. Kristjánsson. Fundur um bruna- varnir vegganga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, og Sig- rúnu Árnadóttur, framkvæmda- stjóra Rauða kross Íslands. „Á meðan ófriðarbál logar í Afg- anistan þjást saklausir íbúar lands- ins af hungri og vosbúð. Konur, börn og gamalmenni eru á barmi örvænt- ingar eftir tuttugu og tveggja ára ófrið og þriggja ára uppskerubrest. Sprengjur falla. Vetur nálgast. Rauði kross Ís- lands og Hjálparstarf kirkjunnar telja það skyldu Íslendinga og sam- félags þjóðanna að hjálpa. Einungis þannig getum við komið í veg fyrir víðtækar hörmungar sem nú ógna milljónum manna. Alþjóðasamtök Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins þekkja vel aðstæður í Afganistan enda hafa bæði félögin starfað þar að neyðaraðstoð í tuttugu ár. Þau hafa fyrir löngu varað við því sem nú er komið á daginn. Heimurinn þarf að hlusta og bregðast við. Hjálpin þarf að berast núna ef ekki á að skapast sama skelfingarástand og t.d. í Rúanda þegar allar viðvaranir voru hunds- aðar. Þá létu 800 þúsund manns lífið. Allt kapp þarf að leggja á að draga úr flótta með því að hjálpa fólki heima, þar sem það er. Fólk þarf að fá tjöld, teppi, mat og lækn- isaðstoð. Það getur ekki treyst á neitt ann- að en neyðaraðstoð hlutlausra hjálp- arstofnana. Íslendingar geta stuðlað að því að bjarga mannslífum í Afg- anistan. Hjálparstarfið í Afganistan snýst um að hjálpa sárþjáðu fólki í mikilli neyð. Rauði krossinn hjálpar sam- kvæmt markmiðum sínum um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni. Hjálparstarf kirkjunnar starfar með múslímskum félagasamtökum jafnt sem kristnum. Trúarbrögð skipta hér engu máli, frekar en litarháttur, stjórnmálaskoðanir eða hverjir sitja við stjórnvöl í landinu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 10 milljónir króna. Landsmenn geta hjápað með því að taka þátt í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands sem nú stendur yfir fyrir Afganistan. Söfnunarsíminn er 907 2003. Með því að hringja leggur viðkomandi fram 1.000 krónur af næsta símreikningi.“ Yfirlýsing Rauða kross- ins og Hjálp- arstarfs kirkjunnar Reiknast ekki til aflamarks Í frétt um frumvarp sjávarút- vegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða í Morgunblaðinu í gær, laugardag, var hluta setn- ingar um afla í veiðiferð ofaukið. Umrædd setning átti að vera sem hér segir: Loks er lagt til að heimilt verði að koma með 5% af afla hverr- ar veiðiferðar og reiknast ekki til aflamarks veiðiskips enda renni andvirði þess afla til Hafrannsókna- stofnunarinnar. Í fréttinni var rang- lega sagt að þetta ákvæði væri skil- yrt tegundum sem bátarnir ættu ekki aflamark í. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.