Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DANSKA stjórnin stefnir að því að samþykkt verði ný lög sem auðveldi lögreglunni að berjast gegn hryðju- verkum, að sögn Berlingske Tid- ende. Sum ákvæði tillagnanna eru mjög umdeild. Andstæðingar þeirra segja að allt of langt sé gengið í að minnka persónuvernd og hryðju- verkaógnin sé notuð sem yfirskin til að létta allt starf lögreglunnar. Einkum fara hugmyndir Karen Jespersen, innanríkisráðherra og jafnaðarmanns, um skerðingu á réttindum útlendinga og umsækj- enda um landvist fyrir brjóstið á Sósíalíska þjóðarflokknum (SF). Ráðherrann segist samt vera viss um að lögin fari í gegn með stuðn- ingi hægriflokkanna. Meðal þess sem Jespersen leggur til er að gert verði auðveldara að vísa útlendingum úr landi vegna til- lits til „öryggis og velferðar ríkisins, samfélagsins og borgaranna“. Einn- ig fær lögreglan leyfi til að sam- keyra án dómsúrskurðar gagna- grunna með fingraförum grunaðra glæpamanna við grunna með fingraförum útlendinga í landinu og nota afraksturinn sem sannanir þegar um gróf afbrot er að ræða. Heimildir til að fella úr gildi dval- arleyfi eða neita fólki um slíkt leyfi vegna grófra afbrota verða rýmk- aðar. „Mér finnst ekki þörf á að herða lögin um innflytjendur vegna bar- áttunnar gegn hryðjuverkum. Menn fara alveg á ystu nöf þess sem hefð- in mælir fyrir um og það er alger- lega ónauðsynlegt,“ segir Holger K. Nielsen, leiðtogi SF, en flokkurinn styður að jafnaði minnihlutastjórn jafnaðarmannsins Pouls Nyrups Rasmussens forsætisráðherra. Niel- sen segir að Jespersen grípi nú tækifærið og herði ákvæði í innflytj- endalögunum sem hún hafi einnig viljað breyta áður en hryðjuverkin 11. september voru framin í Banda- ríkjunum. Stuðningur við hryðjuverka- menn varðar fangelsi Frank Jensen dómsmálaráðherra hefur einnig sett fram sínar tillögur til lagabreytinga með tilliti til bar- áttunnar gegn hryðjuverkum en hann er flokksbróðir Jespersen. Hugtakið hryðjuverkamaður er þar skilgreint sem maður sem af ásettu ráði veldur miklu tjóni á pólitískum, efnahagslegum eða félagslegum innviðum þjóðfélagsins, fyrst og fremst með það í huga að hræða al- menning. Hægt verður að dæma fólk í lífstíðarfangelsi fyrir slík af- brot. Hægt verður að dæma þann sem á aðild að hópi sem fremur hryðju- verk eða hyggst fremja slíkan verknað í allt að tíu ára fangelsi. Á þetta einnig við um þá sem beint eða óbeint veita slíkum hópi fjár- hagslegan stuðning. Sé um veru- legan peningastuðning að ræða er skilyrðið fyrir sekt ekki að hópurinn hafi brotið gegn „hryðjuverkalög- unum“, eins og nýju lögin eru al- mennt kölluð, heldur dugar að hóp- urinn hafi sannanlega ætlað sér að grafa undan skipulagi samfélagsins. Hægt er að fangelsa í allt að sex ár þann sem hvetur með einum eða öðrum hætti til aðgerða er brjóta gegn nýju lögunum. Lögreglan mun fá víðtækari heimildir til leynilegra rannsókna, til dæmis þegar fengist er við brennuvarga, sprengjumenn, flugræningja og þá sem eitra mat eða drykkjarvatn. Hún fær einnig upplýsingar um leyninúmer hjá símafyrirtækjum, greiðari aðgang að upplýsingum hjá þeim og net- þjónustufyrirtækjum, leyfi til að hlera símtöl og fylgjast með ferðum einstaklinga ef mál sem varða hættuleg vopn eru til rannsóknar. Lög gegn hryðjuverka- hópum hert í Danmörku Tillögur gagnrýndar fyrir að skerða að óþörfu rétt innflytjenda Reuters Íbúar í borginni Kandahar í Afganistan grafa í rústum húss sem þeir sögðu hafa eyðilagst í loftárásum Banda- ríkjamanna snemma í gærmorgun. Eigandi hússins sagði að húsvörðurinn og tvær dætur hans hefðu særst. NOKKRIR þingmenn í Washington hafa gagn- rýnt þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar og alrík- islögreglunnar, FBI, að gefa út viðvörun við hugsanlegum hryðjuverkum fyrr í vikunni. Þeir segja viðvörunina frekar til þess fallna að magna ótta almennings en að vernda hann. „Í hvert sinn sem almennar viðvaranir eru gefnar út veit fólkið ekki hvað það á að gera og við vitum ekki hvað við eigum að ráðleggja því,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Rich- ard J. Durbin eftir fund með Tom Ridge örygg- ismálaráðherra. „Menn velta því fyrir sér hvað ávinnist með slíkum viðvörunum, annað en að valda enn meiri ótta.“ Nokkrar öryggisstofnanir í Bandaríkjunum juku viðbúnað sinn eftir að stjórnin og FBI vöruðu við hugsanlegum hryðjuverkum í vik- unni á blaðamannafundi sem boðaður var í skyndi í Washington á mánudagskvöld. Banda- ríska flugmálastjórnin (FAA) bannaði til að mynda flug yfir 86 kjarnorkumannvirkjum. Aðrar stofnanir segjast hins vegar hafa verið með hámarksviðbúnað vikum saman og vita ekki hvað þær geti aðhafst frekar. Lögreglan í Los Angeles dró reyndar úr viðbúnaði sínum á þriðjudag eftir að hafa metið viðvörunina. „Mikill gauragangur, en fátt skýrðist“ Ljóst er að viðvörunin vakti ugg meðal margra Bandaríkjamanna sem hafa ekki enn jafnað sig á þeim óhug sem sló á þjóðina við hryðjuverkin 11. september og miltisbrands- árásirnar. Lögreglustöðvar út um öll Bandarík- in höfðu varla við að svara fyrirspurnum frá fólki sem vildi fá að vita hvernig bregðast ætti við viðvöruninni, hvort óhætt væri að ferðast eða sækja viðburði eins og íþróttaleiki. Nokkrir þingmenn sögðust styðja þá ákvörð- un stjórnarinnar að gefa út viðvörunina en aðrir sögðu að hún hefði verið of óljós til að koma að gagni. Öldungadeildarþingmaðurinn Christopher J. Dodd sagði að þingmenn hefðu látið Ridge fá það óþvegið á fundi í þinghúsinu í Washington. „Viðvörunin olli miklum gaura- gangi, en fátt skýrðist. Þetta er óheppilegt,“ sagði hann. FBI sagði að viðvörunin byggðist á „trúverð- ugum“ upplýsingum um að hætta væri á árás- um hryðjuverkamanna í vikunni en ekki væri vitað hvar eða hvaða dag þær yrðu gerðar. Bandarísk yfirvöld óttast að stuðningsmenn Osama bin Ladens leiki enn lausum hala í Bandaríkjunum og séu ef til vill að undirbúa fleiri árásir. Öryggisyfirvöld hafa fylgst grannt með tölvusamskiptum hugsanlegra hryðju- verkamanna, skipst á upplýsingum við erlendar leyniþjónustur og haft samband við fyrrverandi samstarfsmenn al-Qaeda, samtaka bin Ladens. Alríkislögreglan vildi ekki skýra frá því hvað- an hún fékk upplýsingarnar en Ridge sagði á þriðjudag að heimildirnar væru „margháttað- ar“. Viðvörun FBI gagnrýnd Washington. Los Angeles Times. LEIÐTOGAR múslímaríkja leggja nú fast að Bandaríkja- stjórn að gera hlé á loftárás- unum á Afganistan yfir föstu- mánuð múslíma, ramadan, þótt hann hafi sjaldan aftrað músl- ímum frá því að berjast sín á milli. Einn af helstu ráðgjöfum Egyptalandsforseta hefur sagt að það væri lítilsvirðing við múslíma að halda loftárásunum áfram þegar ramadan gengur í garð. Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, sem hefur stutt árásirnar, skoraði einnig á Bandaríkjastjórn að gera hlé á árásunum yfir föstumánuðinn. Þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafnaði því að gert yrði hlé á árásunum á blaðamannafundi fyrir nokkr- um dögum og sagði að talib- anar myndu þá nota tækifærið til að styrkja herafla sinn. Hann virtist hins vegar ljá máls á þessum möguleika á þriðjudag þegar hann sagði að Bandaríkjastjórn skildi að þetta væri viðkvæmt mál fyrir leiðtoga múslímaríkjanna og að tekið yrði tillit til viðhorfa þeirra. Ramadan hefur aldrei orðið til þess að íslömsku stríðs- mennirnir, sem barist hafa í borgarastríðinu í Afganistan, hafi lagt niður vopn. Reyndar telja margir Bandaríkjamenn það tvískinn- ung af múslímum að biðja um hlé á árásunum yfir föstumán- uðinn. Þeir benda t.a.m. á að ramadan aftraði aldrei Írökum og Írönum frá því að berjast þegar stríð þeirra geisaði á ár- unum 1980–88. Egyptar gerðu ekki heldur hlé á hernaðarað- gerðum sínum í Jemen yfir ramadan-mánuðinn á árunum 1963–67 þegar þeir beittu sinn- epsgasi gegn Jemenum. Egyptar og Sýrlendingar hófu einnig stríð við Ísraela í föstumánuði múslíma árið 1973 og á einum helgasta degi gyð- inga, friðþægingardeginum, Yom Kippur. Múslímar hafa oft barist yfir ramadan Washington. AP. FIMMTÁN af hryðjuverkamönnun- um 19, sem stóðu að árásunum í Bandaríkjunum 11. september sl., fengu vegabréfsáritun til Bandaríkj- anna í Sádi-Arabíu. Var það haft eft- ir bandarískum embættismönnum í fyrradag. Bandarískar ræðismannsskrif- stofur í Sádi-Arabíu höfnuðu aðeins 3% umsækjenda um vegabréfsáritun á fjárlagaárinu 2000 til 2001 en þar tíðkast að afhenda umsóknirnar á ferðaskrifstofum. Þær eru síðan samþykktar flestar án þess, að rætt sé við umsækjendur. Til samanburðar má nefna, að til jafnaðar eru 25% umsókna um bandaríska vegabréfsáritun hafnað um allan heim og í löndum eins og Írak og Íran, sem eru á lista banda- ríska utanríkisráðuneytisins yfir ríki, sem styðja hryðjuverkamenn, verða umsækjendur að bíða vikum og mánuðum saman meðan verið er að grafa upp allt, sem vitað er um þá. David Mack, fyrrverandi starfs- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, segir að talin hafi verið lítil hætta samfara því að veita Sádi- Aröbum vegabréfsáritun enda ekki líklegt, að þeir hygðust fara að vinna fyrir sér sem ólöglegir innflytjendur. Annað mál væri með fólk í fátækum löndum eins og Egyptalandi en 1999 var 38% umsókna þar í landi hafnað. FBI, bandaríska alríkislögreglan, telur hugsanlegt, að átta hryðju- verkamannanna hafi verið frá Sádi- Arabíu og sumir bandarískir emb- ættismenn telja ekki útilokað, að 12 þeirra eða fleiri hafi verið þaðan. Samkvæmt gögnum bandaríska ut- anríkisráðuneytisins fengu 15 mann- anna vegabréfsáritun í Sádi-Arabíu sem sádi-arabískir borgarar þótt eins víst sé, að einhverjir þeirra hafi framvísað fölskum skilríkjum. Of litlar leyniþjón- ustuupplýsingar Í Bandaríkjunum hefur utanríkis- ráðuneytið verið gagnrýnt fyrir lé- legt eftirlit en þar á bæ er því vísað á bug. Bent er á, að nöfn allra hryðju- verkamannanna 19 hafi verið könnuð án þess, að nokkuð fyndist athuga- vert. Það vekur aftur upp spurning- ar og gagnrýni á leyniþjónustuna, sem margir saka um andvaraleysi og allt of litla upplýsingaöflun í löndum eins og Sádi-Arabíu. Bandaríska utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að herða á öllu um- sóknaferlinu en það hefur þó ekki leitt til þess, að fleiri umsóknum Sádi-Araba en áður hafi verið hafnað eftir hryðjuverkin 11. september. Flestir fengu árit- un í Sádi- Arabíu Washington. Los Angeles Times. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið gagnrýnt fyrir slakt eftirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.