Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 27

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 27 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14“-61“ 29“-33“ eða 37“ 100HZ DIGITAL SCAN TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar Vill ibráðarhlaðborð jólasveinsins Hótel Glymur Hvalfjarðarströnd Eftirréttagallerí að hætti Glyms - Verð fyrir einstakling 3.600 kr. Borðapantanir í síma 430 3100 Þorláksmessa: Skötuveisla að hætti Strandamanna. Sjón er sögu ríkari - vertu velkomin sími 430 3100, símbréf 430 3101, gsm 899 9358 www.hotelglymur.is info@hotelglymur.is HG • Síldarsena • Ristuð risahörpuskel • Laxatríó • Ostagratíneraðar gellur • Lynglegið lamb • Sleðadregið hreindýr • Villitryppafile • Kryddlegnar svartfuglsbringur • Hólsfjallahangikjöt • Puruklædd svínasteik • Fylltar kjúklingarúllur Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins boðar til auka- fundar fyrir sjóðfélaga, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Gullfossi, fundarsal Kaupþings, Ármúla 13, 4. hæð. Dagskrá: 1. Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins 2. Kynning á nýjum fjárfestingarleiðum Frjálsa lífeyrissjóðsins Fyrirhugaðar samþykktabreytingar munu liggja frammi á skrifstofu Kaupþings tveimur vikum fyrir fund þar sem sjóð- félagar geta kynnt sér þær. Allir félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Til sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is PER-Kristian Foss, fjármálaráð- herra hinnar nýju samsteypustjórn- ar borgaraflokkanna í Noregi, hefur það sem eitt af sínum forgangsmál- um að lækka skatta á áfengi. Ástæð- an er sú, að áfengisverslunin er að flytjast úr landi til Evrópusam- bandsríkisins Svíþjóðar og raunar önnur verslun líka. Vegna aðildar Svía að Evrópu- sambandinu hafa þeir orðið að lækka tolla á áfengi og 1. desember næstkomandi munu tollar á léttum vínum enn lækka um 19%. Foss seg- ir í viðtali við Aftenposten, að við þetta eða þann mikla mun, sem er á áfengisverðinu í Noregi og Svíþjóð, verði ekki unað enda sé öll áfeng- isstefna norskra stjórnvalda í upp- námi af þessum sökum. Hann við- urkennir þó, að þótt tollar verði lækkaðir í Noregi, muni þeir ekki verða nándar nærri jafn lágir og í Svíþjóð. Heimasalan dregst saman ár frá ári Salan í norsku áfengiseinkasöl- unni sýnir vel þróunina. Hún minnk- ar ár frá ári, um 5,8% í léttum vínum á síðasta ári miðað við september og um 8,9% í sterkum vínum. Áfeng- issalan í Strömstad í Svíþjóð, rétt við norsku landamærin, hefur aftur á móti aukist um 62% á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Ekki mun hún minnka þegar Svíar lækka tollana enn frekar 1. desember nk. Í Noregi er ástandið þannig, að almennt starfsfólk áfengiseinkasöl- unnar er farið að hafa áhyggjur af framtíðinni. Það er þó líklega ástæðulaust en hins vegar blasir það við stjórnvöldum, að þau eru að missa alla stjórn á viðskiptum með og neyslu á áfengi. Smyglið blómstrar Áfengisverðið í Noregi veldur því líka, að landið er hreinasta gullnáma fyrir smyglara, og Foss segir, að við því sé ekki nema eitt svar, að lækka tollana. Áfengisverð í Svíþjóð er nú helmingi lægra en í Noregi og mun síðan eins og fyrr segir lækka enn eftir mánuð. Svíar urðu að lækka áfengisverðið til að geta haldið í ríkiseinkasöluna, sem þeir leggja mikla áherslu á, og breyta um leið þeim reglum, sem gilda um innflutning einstaklinga á áfengi frá öðrum ESB-ríkjum. Eftir næstu áramót má hver Svíi koma með tvo lítra af sterku víni og 32 lítra af léttu víni frá öðru ESB-ríki og frá 2004 10 lítra af sterku víni og 110 lítra af léttu. Norðmenn þurfa ekki að gera sér neinar vonir um eitthvað þessu líkt svo lengi, sem þeir eru utan ESB. Önnur verslun á sömu leið Norðmenn leita til margra borga og bæja í Svíþjóð í innkaupaferðum sínum en mest til Strömstad. Áætl- að er, að áfengiskaup Norðmanna þar séu nú rúmlega 3,5 milljarðar ísl. kr. árlega og þá er ótalin öll önn- ur verslun þar, til dæmis mikil mat- arinnkaup, og annars staðar í sænsku landamærahéruðunum. Í Svíþjóð er fasteignaverð auk þess verulega hagstæðara en í Noregi og það hefur leitt til þess, að nú er risið heilt hverfi í Strömstad, sem er næstum eingöngu byggt Norð- mönnum. Húsakaup þeirra í öðrum sænskum héruðum í grennd við landamærin aukast líka stöðugt. Nýr fjármálaráðherra í Noregi vill lækka tolla á áfengi Eru að missa versl- unina til Svíþjóðar ÖRYGGISLÖGREGLA réðist til inngöngu á skrif- stofur helstu einkareknu sjónvarpsstöðvarinnar í Georgíu, Rustavi-2, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Stöðin nýtur mikill- ar virðingar í landinu og er kunn af gagnrýni sinni á Eduard Shevardnadze forseta, og fullyrðingum um spillingu og aðra vald- níðslu af hálfu yfirvalda. Shevardnadze fullyrti að hann myndi verja tjáningarfrelsi og kvaðst hafa skipað fyrir um rann- sókn á réttmæti aðgerða lögregl- unnar. Öryggismálaráðherra landsins, Vakhtang Kutateladze, hefur sagt af sér vegna málsins. Starfsmenn stöðvarinnar sögðu að lögreglumennirnir sem réðust inn á skrifstofurn- ar hefðu haft dómsúr- skurð um að rannsaka skyldi bókhaldsgögn stöðvarinnar. Voru lög- reglumennirnir að leita vísbendinga um skattsvik. Stjórnendur stöðvarinnar fullyrtu aftur á móti að nýleg athugun á bókhald- inu hefði leitt í ljós að ekk- ert væri athugavert við það, og sökuðu ríkisstjórnina um að beita opinskátt pólitískum þrýstingi. Öryggismálaráðuneytið sagði að engar pólitískar ástæður væru fyr- ir lögregluaðgerðunum, en forseti georgíska þingsins fullyrti að þær væru ekkert annað en „pólitísk hefndaraðgerð“. Óttast um tjáningarfrelsið Eduard Shevardnadze

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.