Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 28
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SPÆNSKI dómarinn Baltasar
Garzon lét handtaka 13 manns í
gærmorgun er ráðist var inn á
heimili og skrifstofur félaga í
baskneska stjórnmálaflokknum
Batasuna. Þeir, sem voru hand-
teknir, eru grunaðir um að vera
félagar í ETA, aðskilnaðarsam-
tökum Baska, en litið er á Bat-
asuna sem stjórnmálaarm
hreyfingarinnar. Meira en 800
manns hafa fallið í valinn í
hryðjuverkabaráttu ETA fyrir
sjálfsákvörðunarrétti Baska-
lands á rúmlega 30 árum.
Handtökurnar koma í kjölfar
þess, að um síðustu helgi gaf
ETA í skyn, að samtökin myndu
ekki fara að dæmi IRA, Írska
lýðveldishersins, og afvopnast
nema spænska stjórnin féllist á
að leyfa Böskum að kjósa um
sjálfstæði. Talið er, að helming-
ur tveggja milljóna íbúa Baska-
lands vilji sjálfstæði eða aukið
sjálfræði en ríkisstjórn Jose
Maria Aznars hefur aftekið að
eiga viðræður við ETA eða
hreyfa nokkuð við ríkismynd-
inni. Garzon dómari tók sjálfur
þátt í aðgerðunum í gærmorgun
en hann er kunnastur fyrir það,
að rannsóknir hans urðu til
þess, að Augusto Pinochet, fyrr-
verandi einræðisherra í Chile,
var í stofufangelsi í London í 16
mánuði.
Bætur fyrir
þorskastríð
BRESKA stjórnin hefur ákveð-
ið, að meira en 1.000 sjómenn,
aðallega skoskir, sem misstu at-
vinnuna vegna þorskastríðanna
við Íslendinga, skuli fá bætur.
Bætast þeir við þann hóp, sem
áður hefur þegið bætur fyrir at-
vinnumissinn.
Skoskir sjómenn hafa barist
fyrir því lengi, að ríkið bæti
þeim skaðann, sem þeir urðu
fyrir með samningunum við Ís-
land, en þeir urðu að miklu leyti
útundan er breska stjórnin sam-
þykkti bætur til sjómanna á síð-
asta ári. Þá fengu aðeins 37 fyrr-
verandi sjómenn í Aberdeen
bætur og var mikið um það deilt
hverjir hefðu rétt á þeim að því
er fram kemur í BBC, breska
ríkisútvarpinu.
Nú hefur verið ákveðið að slaka
nokkuð á reglunum og því bæt-
ast um 1.000 sjómenn í þann
hóp, sem áður hefur fengið ein-
hverjar bætur. Þær hafa áður
runnið til sjómanna í Aberdeen,
Hull, Grimsby, Fleetwood,
Blackpool, Cleethorpes, New-
castle og West Yorkshire.
23 saknað í
Sviss
YFIRVÖLD í Sviss segja að 23
sé saknað eftir slysið í Gotthard-
göngum en ellefu manns hefðu
fundist látnir. Sérfræðingar
segja að enn sé hætta í þeim
hluta ganganna sem mestar
skemmdir urðu á og því þarf
enn að fresta leit að fleiri fórn-
arlömbum. Í lok liðinnar viku
höfðu aðstandendur tilkynnt að
um 100 manna væri saknað en
fjöldinn var sagður 23 á mánu-
dagsmorgun. Unnið hefur verið
að því að setja upp stálgrindur
til að lyfta klæðningu sem
hrundi úr lofti og af veggjum í
þeim hluta ganganna þar sem
hitinn komst upp í 1.200 gráður í
bálinu sem kviknaði við árekst-
ur tveggja vöruflutningabíla.
STUTT
Handtökur
í Baska-
landi
POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan-
merkur, ætlar að boða til kosninga fyrr en ráð hafði
verið gert fyrir eða 20. nóvember nk. Er það fjórum
mánuðum áður en núverandi kjörtímabil rennur út.
Rasmussen hefur stýrt minnihlutastjórn Jafnaðar-
mannaflokksins en hann sagði í gær, að eftir
hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þyrfti ríkis-
stjórnin endurnýjað umboð kjósenda.
„Alþjóðleg barátta gegn óöryggi, ótta og hryðju-
verkum tengist náið okkar starfi hér í Danmörku,“
sagði Rasmussen. Hann sagði að kosningabaráttan
myndi þó ekki snúast um þau mál heldur um vel-
ferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og innflytjendamál.
„Þjóðfélagið okkar er hús, sem flestum finnst
gott að búa í. En nú þurfum við að endurnýja það og
laga þar sem nauðsyn krefur,“ sagði Rasmussen.
Forsætisráðherann gekk á fund Margrétar Þór-
hildar Danadrottningar og tilkynnti henni þessa
ákvörðun. Þetta verður í fyrsta skipti í sögu Dan-
merkur sem kosið er til þings sama dag og sveit-
arstjórnarkosningar fara fram.
Skoðanakannanir að undanförnu hafa bent til
þess að jafnaðarmenn fái yfir 30% fylgi í kosningum
nú. Flokkurinn fékk 36% fylgi í síðustu kosningum
en fylgið dalaði í skoðanakönnunum næstu misseri
á eftir. Nú hefur fylgið verið að aukast á ný. Þetta er
talið tengjast því að Nyrup Rasmussen hefur verið
mjög áberandi frá því hryðjuverkaárásirnar voru
gerðar á Bandaríkin og hefur hann hvatt mjög til
þess opinberlega að Danir standi þétt að baki
Bandaríkjamönnum og Bretum í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Stjórnarandstaðan hefur á meðan
haldið sig nokkuð til hlés og stutt ríkisstjórnina
heilshugar í því máli.
Nyrup boðar kosningar í
Danmörku 20. nóvember
Kaupmannahöfn. AFP.
Reuters
Poul Nyrup Rasmussen á fréttamannafundi í
gær þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni.