Morgunblaðið - 01.11.2001, Qupperneq 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 29
annarrar slíkrar afþreyingar.
Ýmsar sjónvarpsstöðvar hafa
sýnt þessum hugbúnaði mikinn
áhuga og fyrirtæki, sem standa
fyrir keppni af ýmsu tagi, eru þeg-
ar farin að nota hann.
Barátta tveggja liða
Einn af fyrstu tölvuleikjunum af
þessu tagi, Half-Life, snýst um til-
raunir vísindamannsins Gordons
Freemans til að sleppa út úr rann-
sóknastöðinni Black Mesa. Þar
hafa farið fram tilraunir, sem enda
með ósköpum, og stöðin er orðin
yfirfull af hinum skelfilegustu
skrímslum. Þessi leikur kom fyrst
á markað 1998 og hefur verið mjög
vinsæll vegna þess, að hann gefur
leikendum kost á að berjast hver
við annan. Tvö lið geta til dæmis
skipt þannig með sér verkum, að
annað er hryðjuverkamenn en hitt
þeir, sem reyna að stöðva þá. Með
nýja hugbúnaðinum er síðan unnt
að leyfa tugþúsundum áhorfenda
að fylgjast með viðureigninni.
Nú er stefnt að því, að um 25.000
manns geti fylgst með heimsmeist-
arakeppninni í tölvuleikjum í des-
ember næstkomandi, en líklega
verður það aðeins byrjunin á af-
þreyingu, sem að lokum mun ná til
áhorfenda um allan heim.
ÞEIR, sem gaman hafa af tölvu-
leikjum, sitja oftast nær einir og
yfirgefnir yfir þessu áhugamáli
sínu inni í lokuðu herbergi en
hugsanlegt er, að á því sé að verða
breyting. Það er nefnilega ekki
útilokað, að því er fram kemur á
vefsíðu BBC, breska ríkisútvarps-
ins, að tölvuleikir eigi eftir að
komast í hóp þeirra íþrótta, sem
draga að sér flesta áhorfendur.
Auðvelt er að gleyma sér í
tölvuleikjum, komast inn í annan
heim þar sem mönnum er umbun-
að strax fyrir færni sína á lykla-
borðinu eða með stýripinnann, en
gallinn er bara sá, að öll þessi
leikni er á svo fárra vitorði. Jafn-
vel í leikjum þar sem leikendur eða
stjórnendur eru tveir eða fleiri er
aðdáenda- og áhorfendahópurinn
mjög lítill. Þetta er þó allt að
breytast.
Tölvuframleiðendur eru nú að
setja á markað hugbúnað, sem
fært getur tölvuleiki, sem margir
taka þátt í, til þúsunda og tug-
þúsunda áhorfenda. Ekki er
óhugsandi, að á næstunni muni
menn gera sér ferð á krána á
laugardegi til að horfa á tölvu-
leikjakeppni í stað ballskákar eða
Eignast tölvu-
leikir áhorfendur
um allan heim?
Eitt af skrímslunum í Half-Life.