Morgunblaðið - 01.11.2001, Page 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SL. VOR sam-
þykkti Alþingi lög um
að sparisjóðir megi
breytast í hlutafélög,
sem önnur félagsform
hafa áður mátt. Spari-
sjóðir starfa víða um
land, margir smáir og
hafa mikið samstarf,
eiga t.d. saman bæði
banka og verðbréfa-
fyrirtæki. Rekstrar-
form sparisjóðanna er
byggt á gömlum
grunni, þeir eru
sjálfseignastofnanir,
ekki samvinnufélög né
hlutafélög. Engar
heimildir eru fyrir út-
borgun eigin fjár nema sparisjóður
verði lagður niður, þá gengur það
til sveitarfélaga á starfssvæðinu,
tileinkað menningar- og líknarmál-
um. Sparisjóðirnir eru á þriðja
tug, flestir áratuga gamlir, þeir
elstu nálgast öld.
Rekstrarform
Við sparisjóðina voru áður
ábyrgðarmenn sem báru takmark-
aða ábyrgð, þ.e. hver fyrir tiltek-
inni fjárhæð. Þeir urðu síðar stofn-
fjáraðilar og lögðu fram stofnfé
sem áhættufjárfestingu. Á síðasta
áratug var svo lögfestur frádráttur
frá skattskyldum tekjum vegna
kaupa á stofnfjárbréfum, líkt og
hlutabréfum. Þessi tvö atriði eru
sambærileg með hlutabréfum og
stofnfjárbréfum: takmörkuð
ábyrgð og skattfrádráttur vegna
fjárfestingar.
Önnur atriði eru gjörólík. Stofn-
fjárbréf hafa aldrei verið framselj-
anleg nema til sparisjóðs, enginn
fær þau til kaups nema af spari-
sjóði. Skattfrádráttur er háður
löngu eignarhaldi. Sparisjóðir hafa
verðtryggt stofnfjárbréfin og
greitt arð miðað við bestu ávöxtun
innlánsreikninga, óháð afkomu
sparisjóðs. Hafi hún verið lakari
þá hefur annað eigið fé rýrnað eða
fengið hlutfallslega minna. Eftir
afkomu sparisjóðs hefur það ekki
fengið arð né verðtryggingu, að-
eins það sem eftir var þegar stofn-
fjáraðilar höfðu fengið sitt. Arður
og gengi hlutabréfa eru hins vegar
eingöngu háð afkomu hlutafélags.
Breyting í hlutafélög
Ákveði sparisjóður að nýta sér
þessa heimild skal endurmeta allar
eignir hans og skuldbindingar og
finna nýtt verðmæti eigin fjár.
Stofnfjáraðilar fá hlutabréf fyrir
stofnfjárbréfin, enda hafa þeir
fengið verðtryggingu og arð burt-
séð frá afkomu sparisjóðsins.
Sjálfseignastofnun verður hluthafi
fyrir verðmæti eigin
fjár umfram verð
stofnfjárbréfa.
Almenn samstaða
er um að skapa spari-
sjóðunum leið til að
taka þátt í þeirri
hröðu þróun sem á
sér stað í viðskiptalíf-
inu. Hlutafélagsform-
ið er hentugra en
önnur félagsform t.d.
við breytingu á eign-
arhaldi og eignarhlut
s.s. vegna samruna.
Fjárfestar geta keypt
og selt eignarhluti sín
í milli. Þá gefst það
best þegar auka þarf
eigið fé fyrirtækja sem á sérstak-
lega við um banka og sparisjóði
því sérstök lagaskilyrði eru um
eiginfjárhlutfall þeirra. Þeir geta
því þurft að afla aukins eigin fjár
vegna þeirra viðskipta sem þeir
stunda.
Þess gætir að stofnfjáraðilar
telji sig eiga kröfu til að fá hlut af
endurreiknuðu verðmæti eigin fjár
sparisjóðs umfram stofnfjárbréf
sín. Sá misskilningur kann að hafa
vaknað vegna þeirra tveggja atriða
sem eru sambærileg með stofn-
fjárbréfum og hlutabréfum. Þau
eru hins vegar ólík að öllu öðru
leyti og á það einnig við um ráð-
stöfun eigin fjár í hlutafélagi og
sparisjóði: lagaákvæði, forsendur
og aðrar grundvallarreglur eru
gjörólíkar. Þessar hugmyndir eiga
sér ekki lagastoð því stofnfjáraðil-
ar hafa þegar fengið allt sitt.
Að finna eigendur
Birst hafa hugmyndir um að
dreifa eigin fé til þeirra sem átt
hafa viðskipti við sparisjóðina, en
viðskiptamenn sparisjóðanna hafa
aldrei átt rétt til arðs enda spari-
sjóður ekki samvinnufélag.
Fjallað hefur verið um ábyrgð,
áhrif og vald sem fylgir
sjálfseignastofnun og hlutverki
hennar í stjórn sparisjóðs hf.
Stofnfjáraðilar skulu skipa full-
trúaráð hennar, þeir mega velja
fleiri í ráðið og skulu aldrei verða
færri en þrjátíu. Megintilgangur
sjálfseignastofnunarinnar verður
að stuðla að viðgangi og vexti í
starfsemi sparisjóðsins, en ef
henni verður slitið má ráðstafa
fjármunum hennar umfram skuld-
bindingar til menningar- og líkn-
armála á starfssvæði hans eins og
það var við breytingu í hlutafélag.
Lög um sjálfseignastofnanir sem
stunda atvinnurekstur gilda um
þær og kveða á um ýmis atriði.
Þær hafa því skýra stöðu, tilgang
og hlutverk sem er í fullu sam-
ræmi við upprunalegu ákvæðin.
Nokkur umræða hefur orðið um
þennan þátt málsins í ljósi sjón-
armiða um s.n. fé án hirðis. Ekki
hefur verið bent á raunhæfa
ástæðu til að þrengja ákvæði um
fulltrúaráð sjálfseignastofnunar
eða aðild hennar að stjórn spari-
sjóðs hf. Í umræðunni má greina
ugg um að hluthafar í sparisjóði
hf. kunni að líta svo á að þeir eigi
hlut eða tilkall í eignarhlut sjálfs-
eignastofnunar og að það muni
leiða til þess að hún beri tjón af.
Ekki verður séð að hún skaðist, né
beri ábyrgð þó aðrir kaupi hluta-
bréf á yfirverði. Slíkt skýtur eng-
um stoðum undir tilkall eða kröfu
annarra hluthafa gagnvart henni.
Fram hafa komið hugmyndir um
að selja öll hlutabréf sjálfseigna-
stofnunar í sparisjóði hf. Þær
breyta engu um fjárframlög til
menningar- og líknarmála ef eða
þegar hún verður lögð niður, en
eru til þess eins fallnar að ræna
sparisjóði kjölfestufjárfestum. Þá
myndu innviðir og starfshættir
sparisjóðs hf. gjörbreytast á
skömmum tíma sem hefði mikil
áhrif á viðskiptalíf og samfélag á
starfssvæðinu. Ég tel þessar hug-
myndir ekki samræmast upphaf-
legum tilgangi sparisjóðanna, en
hann hafa þeir sem betur fer rækt
með ágætum allt til þessa. Í því
ljósi hafa þeir hver á sínu starfs-
svæði reynst þolinmóðari lánveit-
andi en aðrir þegar kreppt hefur
að. Snögg gjörbreyting á eignar-
haldi mundi líklega þurrka þetta
einkenni þeirra út með öllu og yrði
þá ekki gengið til góðs fyrir sam-
félagið á starfssvæðum sparisjóð-
anna.
Ég tel ákvæði umræddra laga
góða lausn sem muni reynast vel
þeim sparisjóðum sem ákveða að
nýta sér heimildina. Á grunni
þeirra munu sparisjóðir áfram
gegna hlutverki hver á sínu starfs-
svæði og vera virkir í viðskiptalífi
og samfélagi um allt land.
Sparisjóðir geta
orðið hlutafélög
Árni Ragnar
Árnason
Viðskipti
Ég tel ákvæði um-
ræddra laga, segir Árni
Ragnar Árnason, góða
lausn sem muni reynast
vel þeim sparisjóðum
sem ákveða að nýta sér
heimildina.
Höfundur er alþingismaður.
Í GREIN hinn 18.
október sl. fjallaði
oddviti Vöku um ný-
legan úrskurð um-
boðsmanns Alþingis
um stúdent sem rang-
lega var neitað um
undanþágu frá endur-
greiðslu námslána
vegna umönnunar
barns. Einkum fjallar
oddvitinn þó um
meinta þátttöku full-
trúa Röskvu í því lög-
broti sem umboðs-
maður Alþingis
úrskurðar að stjórn
LÍN hafi framið
gagnvart stúdentin-
um. Oddviti Vöku segir úrskurð
umboðsmanns áfellisdóm yfir
Röskvu. Ásakanir oddvitans eru
það alvarlegar og rangar að ekki
verður hjá því komist að svara
þeim.
Oddviti Vöku hefur það eftir
Gunnari I. Birgissyni að enginn
ágreiningur hafi verið um umrætt
mál í stjórn LÍN þar sem stúd-
entaráðsliði Röskvu situr. Oddvit-
inn kýs að trúa orðum stjórnarfor-
manns Lánasjóðsins án þess að
kanna hvort þau séu á nokkrum
rökum reist. Oddvitinn spyr ekki
einu sinni fulltrúa stúdenta í
stjórn LÍN eða formann Stúdenta-
ráðs hvernig málið hafi verið vaxið
og því síður sá hún ástæðu til að
athuga fundargerðir stjórnar LÍN.
Árásir oddvitans hafa orðið til
þess að stúdentinn sem réttinda-
málið snérist um hefur sent frá sér
yfirlýsingu þar sem hann furðar
sig á skrifum Vöku, lýsir yfir full-
um stuðningi við þáverandi full-
trúa í stjórn LÍN og óskar eftir af-
sökunarbeiðni frá Vöku.
Áttum frumkvæði
Yfirlýsing stúdentsins sýnir
ótvírætt að fulltrúi stúdenta í
stjórn LÍN hafði frumkvæði að því
um vorið 1999 að bjóða stúdent-
inum að reka málið. Hann hafði
því þegar unnið lengi að málinu
áður en það kom fyrir endur-
greiðslunefnd LÍN í september.
Það eru því í besta falli hlægilegar
fullyrðingar að halda því fram að
fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN hafi
fyrst hafið vinnu að réttindamál-
inu, síðan stutt það innan stjórnar
sjóðsins að réttindabrot yrði fram-
ið á stúdentinum og loks kært mál-
ið alla leið til umboðsmanns Al-
þingis til að fá viðurkenningu á því
að hann hefði sjálfur framið lög-
brot.
Slíkar fullyrðingar eru í engu
samræmi við veruleikann enda
liggur þeim ekkert til grundvallar
nema yfirlýsingar Gunnars Birg-
issonar sem hann gaf
um leið og hann lýsti
því yfir að úrskurður
umboðsmanns væri
þvættingur og ekki
bæri að fara eftir hon-
um.
Verkin tala
Oddviti Vöku held-
ur því sömuleiðis fram
að formaður Stúd-
entaráðs hafi ekki
mótmælt fullyrðingu
stjórnarformanns
LÍN. Það er alrangt
því strax næsta dag
eftir að Gunnar Birg-
isson lét þessi orð
falla í viðtali á Rás 2 var formaður
Stúdentaráðs í sama þætti og mót-
mælti orðum Gunnars harðlega.
Einnig talar oddviti Vöku um að
Röskva hafi brugðist viðkomandi
foreldri sem málið fjallar um. Þar
tala verkin sínu máli. Það voru
fulltrúar Röskvu sem áttu frum-
kvæði að málinu, mótmæltu af-
greiðslu stjórnar, kærðu málið til
umboðsmanns Alþingis og unnu að
málinu í þau tvö ár sem það var
hjá umboðsmanni. Stúdentinn sem
málið fjallar um hefur einmitt lýst
furðu sinni á þessum málflutningi
Vöku og lýst yfir stuðningi við þá-
verandi fulltrúa stúdenta í stjórn
LÍN.
Vaka notar
úrskurðinn
Úrskurður umboðsmannsins er
eitt sterkasta vopn sem stúdentar
hafa fengið í hendurnar í rétt-
indabaráttu stúdenta í langan
tíma. Það er því mjög miður að
oddviti Vöku kjósi að nota það í
eigin þágu og til að koma pólitísk-
um skotum á Röskvu. Röskva hef-
ur lengi barist fyrir því að lána-
sjóðurinn taki meira tillit til
breyttra félagslegra og fjárhags-
legra aðstæðna stúdenta. Sú bar-
átta hefur m.a. skilað því að staða
stúdenta með lesblindu hefur verið
tryggð gagnvart sjóðnum sem og
staða fyrsta árs nema.
Röskva hefur einnig lagt mikla
áherslu á bætta stöðu barnafólks
gagnvart sjóðnum. Úrskurður um-
boðsmannsins er stórsigur í mál-
efnum barnafólks og því vekur það
furðu að oddviti Vöku skuli kjósa
að nota úrskurðinn eingöngu til
hagsmuna fyrir sitt eigið félag og
til að tortryggja störf Röskvu inn-
an Lánasjóðs íslenskra náms-
manna og formann Stúdentaráðs.
Réttindabarátta
Réttindamál sem þetta á að vera
langt yfir það hafið að það sé not-
að í innbyrðis deilum fylkinganna í
Stúdentaráði. Undirrituð harmar
því mjög að þurfa að standa í rit-
deilum sem þessum. Réttindabar-
átta stúdenta er grundvallarskylda
allra kjörinna fulltrúa í Stúdenta-
ráði. Réttindabaráttu á að taka af
fullri alvöru og hún krefst vand-
aðra vinnubragða. Það er því mið-
ur að Vaka skuli kjósa að taka jafn
alvarlegt mál sem þetta með sér í
pólitískan sandkassaleik innan
Stúdentaráðs. Við sem sitjum í
Stúdentaráði verðum að sýna okk-
ur sjálfum og stúdentum öllum
meiri virðingu. Látum ekki ríg
fylkinganna bitna á réttindabar-
áttu stúdenta. Sýnum samstöðu og
náum árangri.
Sýnum stúdent-
um virðingu
Sæunn
Stefánsdóttir
Höfundur er stúdentaráðsliði
Röskvu og fulltrúi SHÍ í stjórn LÍN.
HÍ
Sýnum samstöðu, segir
Sæunn Stefánsdóttir,
og náum árangri.