Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 39

Morgunblaðið - 01.11.2001, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 39 FORNLEIFAVERND rík-isins var stofnuð í kjölfarnýrra þjóðminjalaga semsett voru sl. sumar og heyrir fornleifavarslan sem áður var innan Þjóðminjasafns nú undir þessa nýju stofnun. Breytingarnar voru gerðar með það fyrir augum að ein- falda og styrkja stjórn- kerfi þjóðminjavörsl- unnar og skilgreina betur ábyrgð og starfs- svið hennar. Fornleifavernd rík- isins er ætlað að sinna ýmsum verkefnum, þar á meðal að marka stefnu og gera lang- tímaáætlun um þjóð- minjavörslu í landinu ásamt þjóðminjaverði. Einnig að fjalla um og veita leyfi til allra stað- bundinna og tíma- bundinna fornleifa- rannsókna en stofnunin sjálf sinnir engum slíkum rannsóknum en hefur eftirlit með þeim. Forstöðumaður með víðtæka reynslu Forstöðumaður stofnunarinnar er dr. Kristín Huld Sigurðardóttir og tók hún við starfi 15. október sl. Hún er doktor í fornleifafræði en auk þess hefur hún stundað nám í sagn- fræði, forvörslu og rekstrar- og við- skiptafræði. Hún segir hlutverk for- stöðumanns fyrst og fremst að halda utan um starfsemi stofnunarinnar og móta stefnu hennar. „Þar sem þetta er ný stofnun mun ég meðal annars leita leiða til að afla fjár svo hún geti sinnt því hlutverki sem henni ber að gegna,“ segir Kristín. „Mér finnst þetta mjög spennandi starf sem sameinar allt það sem ég hef verið að læra og vinna við í gegn- um tíðina.“ Á undanförnum árum hefur Krist- ín m.a. fengist við forngripaforvörslu sem felur m.a. í sér ákvarðanir um hvernig best sé að hreinsa og varð- veita ákveðna gripi og einnig fellur varðveisla rústa undir þetta svið. Kristín vann áður við fornleifarann- sóknir, bæði hjá Þjóðminjasafni og Árbæjarsafni. Síðar vann hún um langt skeið sem forngripaforvörður á Þjóðminjasafni. Meðan á doktorsnáminu stóð sinnti hún jafnframt starfi forn- gripaforvarðar lengst af. Árið 1997 var henni boðið að koma til Noregs og stjórna kennslu í forvörslu við Óslóarháskóla sem henni fannst spennandi og krefjandi tilboð. Vann hún þar þangað til hún tók við stöðu forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins á dögunum. „Ég valdi kannski aðra leið en margir aðrir íslenskir fornleifafræð- ingar hafa gert. Ég skoða gripina sjálfa, sker sýni úr þeim og kanna hvernig þeir eru smíðaðir.“ Í doktorsritgerð sinni freistaði Kristín þess að finna út hvaðan ís- lenskir járngripir frá víkingaöld væru upprunnir og jafnframt hvern- ig þeir voru unnir. „Ég gerði ráð fyr- ir því að gripirnir væru að einhverju leyti gerðir úr íslenskum málmi. Því bar ég saman efnasamsetningu á gjalli frá járnvinnslustöðvum hér á landi og Norðurlöndum og gjalls- tægja á járngripunum sjálfum.“ Hliðstæða á Norðurlöndum Breytingar sem fela í sér að skilja að fornleifadeildir og aðra starfsemi þjóðminjasafna eru einnig að eiga sér stað á hinum Norðurlöndunum með svipuðu sniði og hér á landi. Að sögn Kristínar er með þessum breytingum fyrst og fremst verið að aðgreina söfnin og stjórnsýsluþátt- inn en Fornleifavernd ríkins mun taka að sér alla þá stjórnsýsluþætti er lúta að fornleifum sem áður féllu undir Þjóðminjasafn og fornleifa- nefnd. „Fornleifavernd mun einnig sjá um varðveislu rústa víða um land og sjá til þess að þær séu skráðar,“ seg- ir Kristín. Þá mun stofnunin koma að um- hverfismati fram- kvæmda og veita leyfi til framkvæmda sem hugsanlega hagga fornleifum, veita fram- kvæmdaraðilum jafn- framt upplýsingar um fornminjar og aðstoð til að finna leiðir til að hrófla sem minnst við merkum minjum. Einnig á stofnunin að sjá til þess að fornleifa- skráning fari fram áð- ur en gengið er frá svæðisskipulagi, aðal- skipulagi eða deili- skipulagi eða endur- skoðun þess. „Síðan heyra kirkjugripir og minj- ar í kirkjugörðum undir Fornleifa- vernd ríkisins en það er þáttur sem ekki hefur verið sinnt nægilega hing- að til vegna manneklu og fjár- skorts,“ útskýrir Kristín. Hún segir að þegar sé farin af stað vinna við þetta og að aðili á vegum Þjóðminja- safns hafi verið ráðinn til starfa í fyrra til að skrá menningarminjar í Suðurgötukirkjugarði. „Við vonumst til þess að geta ráðið mann til þessa verkefnis á landsvísu sem fyrst er einnig myndi þá veita leiðbeiningar um viðhald minja.“ Þetta starf segir Kristín að krefjist náins samstarfs við Biskupsstofu, skipulagsnefnd kirkjugarða og presta á hverjum stað. Fornleifavernd ríkisins hefur því víðtækt ráðgjafarhlutverk um hvernig beri að skrá og varðveita minjar. „Lög um Fornleifavernd ríkisins eru frekar ný og nú er verið að vinna að reglugerð. Breyta þarf ýmsum verklagsreglum svo starfið er að hluta til enn í mótun,“ bendir Kristín á. Margs konar verkefni framundan Sjö stöður eru nú hjá Fornleifa- vernd ríkisins, fjórir minjaverðir úti á landi auk tveggja stöðugilda í Reykjavík og forstöðumanns. „Við viljum fjölga minjavörðum um landið því starf þeirra er mjög nauðsynlegt og í dag sinna þeir hver fyrir sig mjög stórum svæðum. Við erum til dæmis að sækja um að hafa minja- verði á Suðurlandi og á Reykjanesi þar sem feikilega mikið af spennandi og skemmtilegum minjum er að finna. Okkur finnst einnig mikilvægt að fá sérstakan minjavörð á Vest- firði.“ Áður en Fornleifavernd ríkisins kom til fóru leyfisveitingar fyrir fornleifarannsóknum í gegnum forn- leifanefnd. „Núna aftur á móti ef að- ilar eru ekki sáttir við þá meðferð sem þeir fá hjá okkur geta þeir vísað málinu til fornleifanefndar og fengið skorið úr þeim þar.“ Að mati margra hefur ekki náðst sátt um fornleifamál á Íslandi og eru vonir bundnar við að ný stofnun og nýr forstöðumaður við hana komi til með að koma á þessari sátt. „Fólk hefur verið á ýmsum skoðunum, því er ekki hægt að neita,“ segir Kristín. „Ósættið hefur aðallega beinst að þeim stöðum sem fólk hefur verið að vinna fornleifarannsóknir á. Það sem í raun háði fornleifafræðinni hér á landi lengi vel var að fáar stöður voru í boði. Þeir sem ekki vinna hjá sveitarfélögum eða ríkinu eru háðir styrkjum úr ýmsum áttum. En við hjá Fornleifaverndinni munum gera okkar besta og vonumst til að allir geti unnið í sátt og samlyndi að þess- um mikilvægu málum.“ Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar Mjög spennt fyrir starfinu Kristín Huld Sigurðardóttir kkur er tækni og úum yfir mið okkar jóða sem málum á gna.“ nn ðalfram- göryggis- m þróun u. Sagði að koma nan Evr- göryggis- na myndi g útgáfu og skír- élahluta. essi nýja nið síðla að með ar reglu- plýsingar nd innan í fram- lin sagði af ráða r skiptu , heldur ð menn onar ör- kvæmda- lugmála- mkvæmd andi og lþjóðleg- ri eftir á ð til að fá yrðu fyr- m margs ylla kröf- mi að áð- ugl fékk r rekstur hefðu 2,5 ndirbún- ur fyrir- ngum 10 gði heim- gna við- réttinda væri eft- m hætti. r fundir pulagðar ir. Slíkar am eftir étur að á farið yfir alla þætti viðkomandi en höfuð- stöðvar heimsóttar tíðar, sjaldnar farið í allar útstöðvar og farið í flug. Refsingum ekki beitt Frávik sagði Pétur vera í þrem- ur flokkum og undir flokk eitt féllu frávik er tengdust grundvall- aratriðum og væri starfsemi þá ýmist stöðvuð strax og/eða veittur 72 stunda frestur til úrbóta. Í framhaldi af því verði flugrekandi að sýna að flugöryggi sé tryggt og tekin væri ákvörðun um hvort kært væri til lögreglu. Undir flokk tvö falla frávik þar sem við- komandi fær frest til að hrinda úr- bótum í framkvæmd og gengur flugörggissvið eftir því að þær komist á. Í þriðja flokki eru frávik sem óskað er lagfæringa á og kannað í næstu úttekt hvort hafi skilað sér. Pétur K. Maack nefndi um þá skyldu í nýlegum dönskum lögum að tilkynna um flugslys eða flug- atvik og að sá sem tilkynni atvikið sé undanþeginn hugsanlegri refs- ingu. Sagði hann að hugsanlega rétt auka slíka tilkynningaskyldu í íslenskum lögum í því skyni að fá auknar upplýsingar og hafa þá í huga það atriði dönsku laganna að beita ekki refsingum. David Learmount, blaðamaður hjá tímaritinu Flight Internation- al, ræddi um slys og flugöryggi og hvernig fjölmiðlar og almenning- ur gætu lagt sitt að mörkum. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið á allra síðustu árum varðandi slysarannsóknir, rann- sakendur hefðu einkum kannað viðkomandi flugvél og það sem með henni var en nú væru mun fleiri atriði tekin til skoðunar og rannsóknir opnari. Sagði hann að- standendur, lögmenn og fjölmiðla vilja vita hvað gerst hefði þegar flugslys yrði og ef ekki fengjust upplýsingar fljótlega frá viðeig- andi aðilum gætu ýmsar vanga- veltur hafist sem e.t.v. hefðu slæmar afleiðingar. Learmount sagði brýnt að þess- ir aðilar, rannsakendur og fjöl- miðlar, gerðu sér grein fyrir hlut- verki hvor annars. Hann sagði það skyldu rannsakenda að koma upp- lýsingum til almennings sem ætti rétt á þeim, jafnvel þótt mikilvægi þeirra væri ekki augljóst. Góð leið til að hjálpa almenningi til að kom- ast til botns í flugslysi væri að hjálpa fjölmiðlum að skilja það. Hann sagði það hlutverk rann- sókna að grafast fyrir um hvað gerst hefði í því skyni einu að kanna hvort grípa þyrfti til að- gerða til að girða fyrir að slíkt slys kæmi fyrir aftur. Þá nefndi hann að margir gætu lagt saman krafta sína í því skyni að auka flugör- yggi: Rannsóknanefndir flugslysa könnuðu orsakir og hugsanlegar aðgerðir í öryggisátt, flugmálayf- irvöld ættu að ákveða hvort setja ætti nýjar reglur, fjölmiðlar hefðu það hlutverk að upplýsa flugfar- þega og dómstólar ættu að ákveða sekt eða sýknu. Allir þessir aðilar hefðu sitt að segja varðandi flug- öryggi. John H. Enders, frá Flight Safety Foundation, ræddi hlut- verk flugmálayfirvalda í að tryggja flugöryggi. Hann sagði flugið viðamikla atvinnugrein um allan heim sem skipti allt efna- hagslíf miklu máli. Hún væri við- kvæm eins og atburðirnir frá 11. september sýndu og myndu hafa áhrif lengi enn og yrðu ríkis- stjórnir víða að taka erfiðar ákvarðanir á næstunni um að koma greininni til hjálpar. Ábyrgð ríkisvalds hefði breyst, koma yrði á nýjum öryggisreglum víða sem væri dýrt og mikilvægari en nokkru sinni væri nú samvinna stjórnvalda og einkageirans. Einnig sagði hann það skoðun sína að flugið og fjölmiðlar yrðu að leggjast á eitt til að almenningur öðlaðist aftur traust á flugrekstur. Nýtt upplýsingakerfi hjá Atlanta Á ráðstefnunni voru einnig kynnt sjónarmið íslenskra flug- rekenda og gerðu það Jens Bjarnason, forstöðumaður flug- rekstrarsviðs Flugleiða, Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flugfélags- ins Atlanta, og Einar Björnsson, flugrekstrarstjóri Íslandsflugs. Fram kom í máli Hafþórs að Atl- anta hefur nýlega tekið í notkun upplýsingakerfi fyrir flugöryggi, tölvukerfi sem félagið hefur keypt af breska flugfélaginu British Air- ways. Er tilgangur þess að bæta öryggi á öllum sviðum sem verða má til að auka tiltrú farþega sem og starfsmanna. Bauð hann öðrum flugfélögum að kynna sér þetta kerfi hjá Atlanta og kanna sam- starf. Greitt er fyrir notkun kerf- isins eftir því hversu margar flug- vélar eru í rekstri hjá viðkomandi fyrirtæki. Í kerfið eru skráðar upplýsing- ar um flugatvik eða frávik sem upp kunna að koma í flugrekstr- inum og snerta öryggismál. Frá því kerfið var tekið í notkun hjá Atlanta 1. september hafa verið skráð 45 atvik varðandi flugöryggi og 100 skýrslur hafa verið skráðar frá flugmönnum um önnur atriði. Skýrslurnar eru flokkaðar eftir um hvað þær snúast og hvar þær gerast og er með því unnt að sjá hvort einhver sérstök tilhneiging er að koma upp á ákveðnum svið- um sem hægt er að bæta úr. Starfsmenn bendi á frávik Jens Bjarnason sagði meðal annars um flugöryggi hjá Flug- leiðum að upplýsingar um flugör- yggismál og áhættuþætti væru samtvinnaður hluti af kennslu- og handbókarefni. Hann segir farið reglulega yfir skýrslur og tilkynn- ingar um frávik í rekstri og telur nauðsynlegt að skapað sé and- rúmsloft sem hvetji starfsmenn til að benda á frávik sem þeir verða varir við. Það gerist m.a. með því að hafa tilkynningakerfi einfalt, úrbætur verði að vera sýnilegar og að sá sem tilkynni atvik sem hann á aðild að þurfi að vera viss um að honum verði ekki hegnt fyr- ir það. flugöryggi í dögun nýrrar aldar á flugþingi la Morgunblaðið/Árni Sæberg Á annað hundrað kvenna og karla sátu sjötta flugþing Flugmálastjórnar og samgönguráðuneytisins. framtíð flugvallar í Vatnsmýri á . ni lýsti Kári því sem hann kallaði æmið um slæleg vinnubrögð rann- dar flugslysa og átti þar við nið- nnsóknarnefndar á Sri Lanka eftir gvél Flugleiða fórst í aðflugi að vell- ombo 15. nóvember 1978. Sagði na hafa skellt skuldinni á flug- ir hefðu ekki farið að reglum og óri og flugmaður gert mistök. Hins útdráttur úr dagbók flugturns sýnt ósabúnaður vallarins hefði þennan tlega dottið út og hefði sú bilun tt að segja um niðurstöðuna. amræmi í niðurstöðum ni hefði hins vegar verið bent á at- a og þar hefði verið lýst nauðsyn gja rafmagn til aðflugstækja og að ófuð reglulega, að blindlending- alltaf undir eftirliti flugturns og strangt viðhald væri alltaf á öllum að- flugstækjum. Sagði hann því fullkomið ósam- ræmi í niðurstöðum þessarar nefndar og hefði sendinefnd frá Íslandi mótmælt þessum vinnu- brögðum við þarlend yfirvöld. Kári sagði að flugmenn hefðu beina hags- muni af því að vera til ráðgjafar um flug- slysarannsóknir, flugvelli og skipulag þeirra og væri öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnu- flugmanna farvegur þessarar faglegu ráð- gjafar. Flugstjórinn sagði það skoðun sína að Flugmálastjórn yrði að sýna öfluga forystu með því að efla áhuga á flugi og styrkja stöðu einka- flugs sem væri undirstaða atvinnuflugs. Sagði hann brýnt að halda reglulega fundi um flug- öryggismál og hvetja til þess að flugmenn til- kynntu um flugatvik og tryggja að þeim sé ekki refsað. Kári sagði það líka hlutverk flugmanna að vinna að auknu flugöryggi með kynning- arstarfi meðal almennings. Hann sagði að með aukinni samvinnu væri unnt að nálgast það tak- mark að Ísland yrði flugslysalaust í framtíðinni. ta með einni flugbraut Á MÓTI hverju og einu alvarlegu flugslysi verða 3–5 minni flugslys og 7–10 flugatvik. Einnig er talið að á móti þeim séu nokkur hundr- uð atvik eða frávik frá eðlilegu flugi sem ekki eru tilkynnt. Atvik í dag sem ekki er tilkynnt um getur orðið að flugatviki eða slysi á morgun. Því meiri upplýs- ingar sem fást frá daglegum flug- rekstri því betri upplýsingar fást um áhættuþætti. Mikilvægt að tilkynna frávik joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.