Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 43
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SÍMI 533 3109
ATH! Nýr opnunartími:
Mán.-fös. kl. 12-18,
lau. kl. 10-16
FIMMTUDAGSTILBOÐ
á barna kuldaskóm frá
Margar tegundir t.d....
Teg.: ROCR-3733
Stærðir: 23-30
Litir: Svartir og rauðir
Verð áður 4.995
Verð nú 2.995
Teg.: ROCR-3877
Stærðir: 30-40
Litir: Svartir og brúnir
Verð áður 5.495
Verð nú 2.995
Á undanförnum miss-
erum hefur umfjöllun
um séreignasparnað
farið vaxandi og glæst-
ar auglýsingar talið
fólki trú um að það „fái
borgað fyrir að spara“.
Til áréttingar þessu
kerfi segja sölumenn
(nefndir ráðgjafar í
kynningu) að aðilar
vinnumarkaðarins hafi
samið um greiðslur í
séreignasjóði. Laun-
þeginn greiðir allt að
4% af launum á móti allt
að 2% frá atvinnurek-
anda og ríkið leggur
fram 0,40% í formi afsláttar af trygg-
ingagjaldi. Þetta er allt saman satt og
rétt, en hvað hangir á spýtunni? Er
bakslagið strax byrjað? Nú ætlar rík-
ið að taka afsláttinn til baka með því
að hækka tryggingagjaldið um 0,77%!
Þessari hækkun mótmælir mið-
stjórn ASÍ réttilega og bendir á að
með því að hækka tryggingagjald um
0,77% væri tekið frá fyrirtækjum
svigrúm til hækkunar launa. Sem
sagt hækkun á tryggingagjaldi hefur
áhrif á launaliði og viðbótarlauna-
kostnaður fyrirtækja fer út í verðlag-
ið. Á sama hátt má halda því fram að
2% viðbótarkostnaður vegna greiðslu
í séreignasjóði muni hafa áhrif á aðra
launaliði, t.d. yfirborganir og þessi
viðbótarkostnaður fer út í verðlagið!
Því má spyrja: Hver græðir á sér-
eignasparnaði?
Það kemur í ljós eftir allt að 44 ár
þegar sparendur fá aurana til baka, ef
neikvæð ávöxtun verður ekki búin að
éta sparnaðinn upp til agna. Ef eitt-
hvað verður eftir þá gæti ríkið tekið
allt að 60% af upphæðinni í formi
tekjuskatts! Hverjir reka áróður fyrir
þessum sparnaði? Í fyrsta lagi eru
það lífeyrissjóðir, sem aðilar vinnu-
markaðarins stjórna. Reyndar er
stórfurðulegt að menn skuli leggja út
á þá braut að búa til annað lífeyris-
sjóðskefi við hliðina á því sem fyrir er.
Hvað kostar að reka tvöfalt lífeyris-
sjóðskerfi og hver ætlar að borga
framkvæmdina? Hvað „týnast“
margar milljónir á hverju ári vegna
skorts á efirliti og gjaldþrots fyrir-
tækja? Greiðir
Ábyrgðasjóður launa
tjón launþegans við
gjaldþrot fyrirtækja?
Í öðru lagi eru það
fjárfestingarsjóðir, sem
fá „þægilegt“ fjármagn
í veltuna. Ekki er hægt
að taka út sparnaðinn
fyrr en eftir marga ára-
tugi og engin ávöxtun-
arskylda hvílir á þeim.
Þegar kostnaður við
framkvæmd kerfisins
fer að sýna sig í alvöru,
þá er sjálfsagt að láta
vextina borga. Þessi
staðreynd áréttar að
ávöxtun á séreignareikningum verður
slök þegar fram líða stundir.
Í þriðja lagi er það markmið op-
inberra aðila að losna við framfærslu-
skyldu. Þess vegna borgar ríkið í dag
0,40% í púkkið til þess að fá fólk til að
ánetjast þessari hugmyndafræði. En
ríkið ætlar ekki að „gefa“ neitt – það
sannar 0,77% fyrirhuguð hækkun á
tryggingagjaldi. Launþegar ættu að
hafa í huga að það á eftir að greiða
tekjuskatt af sparnaðinum – og líka
tekjuskatt af vöxtunum, ef vextir
verða ekki alltaf neikvæðir og restin
fer ekki í kostnað við framkvæmd á
kerfinu!
Það má færa rök fyrir því að tekju-
skattur verði sá sami á Íslandi í fram-
tíðinni og í Danmörk og Svíþjóð. Í dag
eru um 11% þjóðarinnar á eftirlaun-
um en á komandi áratugum mun
þessi tala hækka í um 18%. Til þess að
standa undir samfélagsþjónustunni
veður ríkari þörf á að hækka tekju-
katt. Það verður skrítinn svipurinn á
liðinu sem hefur ánetjast auglýsing-
um Íslandsbanka og heldur að það
eigi 18,7 milljónir. Árið 1988 var
tekjuskattur 35,2% en er í dag 38,76%
og hátekjuskattur er 45%. Í framtíð-
inni verða tekjur skattlagðar í skatt-
þrepum, eins og í Danmörku og Sví-
þjóð, þess vegna gæti sparandinn í
Íslandsbanka átt eftir að greiða 11 m
eða meira í sameinglega sjóði sam-
félagsins – gott hjá honum.
Með séreignasjóðum er verið að
þvinga sparnað í ákveðinn farveg,
sem skerðir ráðstöfunarrétt launþeg-
ans yfir sparifé sínu. Á 16 ára laun-
þegi að treysta því að hann fái eftir 44
ár það sem lofað er í dag? Er ekki
launþeginn að taka áhættu og ef hann
hættir sparnaði efir 10 ár, þá þarf
hann að bíða í 34 ár eftir því að fá að
taka út eigur sínar.
Ég er undrandi á því að ekki sé
gerð fræðileg úttekt á kostum og göll-
um séreignasjóða. Hvar eru fræði-
menn Háskóla Íslands eða Háskólans
í Reykjavík? Eru allir fræðimenn að
skrifa leyniskýrslur fyrir þá sem reka
áróður fyrir séreignareikningum?
Hvað kostar það launþegann að koma
með skuldabagga á bakinu inn á eft-
irlaunaaldurinn og hvað greiddi hann
í dráttarvexti og kostnað, vegna þess
að ráðstöfunartekjur voru skertar,
þegar hann þurfti mest á þeim að
halda. Kannski greiðir hann skuldirn-
ar með restinni af 18,7m, sem ekki
fóru í tekjuskatt og kostnað við fram-
kvæmd á kerfinu! Í lokin má benda á
að launþegi, sem greiðir í aukalífeyr-
issjóð gæti átt von á lakari launakjör-
um eða hann fengi bara ekki vinnuna,
vegna þess að annar umsækjandi,
sem ekki er í aukalífeyrissjóði væri
meðal umsækjenda.
Í Kristnihaldinu gefur biskupinn
Umba ráð áður en hann leggur í sína
miklu ferð. „Gleymið ekki að fáir eru
líklegir til að segja nema soldið satt;
enginn mjög satt, því síður hreina
satt.“ Hvernig væri að fara að segja
saklausum sparendum, sem eru að
leggja af stað út í lifið – hreina satt!
Hver borgar og fyrir
hvern er sparað?
Sigurður B. Oddsson
Viðbótarlífeyrir
Með séreignasjóðum,
segir Sigurður B. Odds-
son, er verið að þvinga
sparnað í ákveðinn far-
veg, sem skerðir ráð-
stöfunarrétt launþegans
yfir sparifé sínu.
Höfundur er skrifstofumaður.
EINHVERN tíma
var haft á orði um þorp
eitt úti á landi að þar
hefði fólk að mestu lifi-
brauð sitt af því að
versla hvert við annað
og farnaðist þar þó
flestum vel.
Þeir sem hversdags-
legir voru í sálinni áttu
alla tíð örðugt með að
skilja á hverju velsæld
þorpsbúa stóð fótum.
Eins og endranær var
ekki öllum gefið að
skilja hin æðri fjár-
málavísindi.
En það sem því olli
að mér kom þessi
gamla sögn í hug var að mér barst í
hendur Neytendablaðið rétt í þann
mund og ég sá þess getið í öllum fjöl-
miðlum landsins að reist hefði verið í
Kópavogi forógnarstórt mannvirki,
ætlað til þess að tryggja höfuðborg-
arbúum viðunandi úrval af varningi.
Í blaðinu því var, eina ferðina enn,
vakin athygli á þeirri staðreynd að
vöruverð á allflestum lífsnauðsynjum
hér á landi er um það bil tvöfalt
hærra en í „þeim löndum er við helst
berum okkur saman við“.
Þar voru skýringar jafnt stjórn-
valda sem forsvarsmanna verslunar-
innar á því að áðurnefnd mismunun
stafaði aðallega af flutningskostnaði
og misháum tollum dregnar mjög í
efa.
Það er kannski orðin full ástæða til
þess að velta vöngum yfir hugtakinu
verslunarþol. Hvert er verslunarþol
Íslendinga? Vex það ef til vill með
fjölgun verslana, jafnvel óendanlega?
Geti verslun á Íslandi lagt, í nafni
frelsisins, fram milljarða á milljarða
ofan í nýtt og æ rishærra verslunar-
húsnæði í Kringlum og Lindum hver
ætli sé þá orsök þess að ekki er með
nokkru móti hægt að lækka, t.d. í
nafni hins óþekkta kaupanda, risið á
álagningu seljanda?
Er kannski minna, þegar allt kem-
ur til alls, betra?
Ég dreg svo sem ekki í efa að
margir telji það til lífsgæða, sem all-
mikið megi borga fyrir, að geta
ranglað um sýningarsali þeirrar of-
gnóttar varnings sem
stór hluti þjóðarinnar á
engan kost á að njóta
svo sem sá hluti þjóð-
arinnar sem aka verður
langveg til næstu sölu-
búðar, að ég nú ekki tali
um þann sívaxandi hóp
sem velta þarf fyrir sér
hverri krónu í þverr-
andi góðæri og ekki síst
aldraða og öryrkja, en á
okkur brennur nú áleit-
in spurning þeirra um
það hvernig við ætl-
umst til þess að þeir
geti lifað mannsæm-
andi lífi á þeim skorna
skerf sem við látum
þeim í té.
Við hér á Íslandi búum við þá und-
arlegu þversögn að hér eru vextir
u.þ.b. þrem sinnum hærri en hjá ná-
grönnum okkar, verð á nauðsynjum
a.m.k. tvöfalt hærra þótt laun séu
mun lægri. Verslunarrými á hvern
einstakling er hins vegar meira og
vöruúrval að líkindum sambærilegt
ef ekki álitlegra.
Þótt ég óski að sjálfsögðu öllum
þeim er sitja við niðandi smáralindir
velmegunarinnar alls hins besta get
ég ekki varist því að fyllast efa um að
við höfum efni á þessum glæsileika.
Nú þegar lífskjör launafólks fara
versnandi, verðbólga vex og mis-
skipting lífsgæða verður með hverj-
um degi æ meira áberandi er kvíð-
vænlegt að vita að fenginni reynslu
að við lifum ekki til lengdar á því að
versla hvert við annað. Milljarða-
reikningurinn fyrir alla dýrðina verð-
ur sendur mér og þér.
Lindir
velmegunar?
Sigríður
Jóhannesdóttir
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar í Reykjaneskjördæmi.
Verzlun
Hvert, spyr Sigríður
Jóhannesdóttir,
er verslunarþol
Íslendinga?