Morgunblaðið - 01.11.2001, Síða 67
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 67
<
Laugavegi 89, s. 511 1750
PARTÍDAGAR
fimmtudag-laugardag
Tískusýning í dag kl. 17.00
JD Sóley
PARTÍ tilboð
Langur
laugardagur
FRÍAR veitingar
Heppnir fá fría boli
Nice Girl peysur
Laura Aime bolir
Suchita peysur
Urban gallapils
Diesel gallabuxur
Trend Design skór
Stelpu
r
2990
900
1990
2990
5990
3990
ÞÓTT KLINK hafi verið meðal
hljómsveita sem ruddu harðkjarnan-
um braut bar lítið á sveitinni framan
af, þrátt fyrir að hún hafi sent frá sér
kynningardiska.
Þeir sem sáu Klink
á tónleikum vissu
þó að þar fór
hörkuhljómsveit
sem hefur smám
saman verið að
mjaka sér í fremstu
röð í íslenskum harðkjarna þar sem
hún er í dag; stendur vaktina frammá
bakka á rokkfleytunni með Mínusi.
666 gráður norður er fyrsta eig-
inlega útgáfan sem frá Klinki kemur,
þ.e. efni sem tekið er upp í þokkalegu
hljóðveri og hljóðblandað og unnið
fyrir útgáfu. Það er og tími til kominn
því platan, þótt stutt sé, sýnir að
Klink er ekki bara mögnuð tónleika-
sveit, henni fer líka vel að hamast á
plasti.
Upphafslag disksins, „Death by
Auto“, þekkja menn af tónleikum,
geysilega gott og þungt lag með
skemmtilegum gítarfrösum og Frosti
fer á kostum á trommurnar. Rödd-
unin, sem er eitt af helstu einkennum
Klinks, kemur vel út. Gaman er að
heyra bjögunina sem sker sig inn í
lagið þegar liðnar eru af því 2:40 mín-
útur ... vonandi viljandi gert, því hún
smellpassar.
„SexualIdentityCrisis“ er ekki síð-
ur gott lag og alltaf fæ ég gæsahúð er
ég heyri gítarhnallþóruna snemma í
laginu og ekki síður þegar skipt er
um hraða ríflega hálfri mínútu síðar.
Stílbrigðin í „Inbreeder“ brjóta lagið
skemmtilega upp og verður að segj-
ast að raddir eru frábærlega notaðar
í laginu, hvort sem það er kvakið í
upphafi eða rífandi öskur inni í því.
Lokalag diskins, „Musicmakes-
meyousick“, kemur óneitanlega
skemmtilega á óvart. Það er reyndar
erfitt að lýsa því á einfaldan hátt;
einskonar blanda af ambient-tónlist,
harðkjarna, hávaðalist og tilrauna-
mennsku – harðkjarnasýra nær því
kannski best.
Tónlist
Skemmtileg
harðkjarnasýra
TÓNLIST
Geisladiskur
666 GRÁÐUR NORÐUR
666 gráður norður, stuttskífa með hljóm-
sveitinni Klink. Hljómsveitina skipa
Þröstur og Agnar sem leika á gítara,
Frosti sem leikur á trommur, Árni sem
leikur á bassa og Guðni sem syngur og
orgar. Lögin, sem eru fjögur, eftir Klink-
félaga utan eitt sem þeir semja með
Birgi Erni Thoroddsen. Lilja Birgisdóttir
leggur til raddir í því lagi og Hrafn Ás-
geirsson leikur á saxófón. Birgir sá um
upptökur. Hitt Records / Edda – miðlun
og útgáfa gefur út.
Árni Matthíasson
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Klink á Gauknum á Airwaves-
hátíðinni.