Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 1

Morgunblaðið - 24.11.2001, Side 1
270. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. NÓVEMBER 2001 VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, skoraði í gær á Atlantshafs- bandalagið að koma á nánu samstarfi við Rússa og hét því að þeir myndu ekki notfæra sér það til að grafa undan bandalaginu. „Annars vegar vil ég taka fram að Rússar bíða ekki eftir því að fá aðild að NATO en á hinn bóginn eru þeir tilbúnir að ganga eins langt í því að þróa tengslin og Atlantshafsbanda- lagið vill,“ sagði Pútín eftir fund með Robertson lávarði, framkvæmda- stjóra NATO. Robertson lagði áherslu á að Pútín hefði lofað að Rússar myndu ekki skipta sér af mikilvægum ákvörð- unum og starfsemi NATO ef tillögur Breta um nánara samstarf banda- lagsins við Rússa yrðu samþykktar. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir því að stofnað verði sérstakt ráð fulltrúa allra aðildarríkja NATO og Rússlands. „Í máli Pútíns kom skýrt fram að Rússar líta hvorki á þetta sem leið til að fá inngöngu bak- dyramegin í NATO né aðferð til að skipta sér af, fresta eða beita neit- unarvaldi gegn ákvörðunum NATO,“ sagði Robertson. Hann sagði þó við fréttamenn í fyrrakvöld að hægt væri að draga þá ályktun af tillögum Breta að Rússar kynnu að fá neitunarvald í ákveðnum málum sem varða samstarf þeirra við NATO. „Það myndi vera undir því komið hvaða málefni er um að ræða,“ sagði Robertson án þess að útskýra það frekar. Hann lagði áherslu á að tillögurnar væru ekki fullmótaðar og enn væri óljóst hver ætti að ákveða hvenær NATO ætti að hafa samráð við Rússa. Samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum Robertson sagði í fyrradag að með- al annars væri rætt um að haft yrði samráð við Rússa „á jafnréttisgrund- velli“ um ákveðin mál, til að mynda starfsemi hryðjuverkasamtaka. Robertson og Pútín ræddu ýmsar hugmyndir um nánara samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum og út- breiðslu gereyðingarvopna og friðar- gæslu á Balkanskaga. Robertson kvað samband NATO og Rússlands hafa gerbreyst eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. „Við eigum nú sameigin- legan óvin,“ sagði hann og bætti við að ef tillögurnar yrðu samþykktar myndu þær valda straumhvörfum í samskiptum NATO og Rússlands. Viðræður í Moskvu um nánara samstarf NATO og Rússa Fá hugsanlega neitunar- vald í ákveðnum málum Moskvu. AFP, AP. SÓKN Norðurbandalagsins gegn hersveitum talibana í Kunduz, síð- asta vígi talibana í norðurhluta Afg- anistans, hélt áfram í gær og naut bandalagið liðsinnis B-52 sprengju- flugvéla Bandaríkjamanna. Virtist sem uppgjöf talibana væri yfirvof- andi. Fyrr um daginn höfðu full- trúar alþjóða Rauða krossins lýst áhyggjum af því að eftir fall borg- arinnar kæmi til fjöldamorða á um tvö þúsund erlendum liðsmönnum al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna sem barist hafa með talibönum í Kunduz. Abdul Rashid Dostum, hershöfð- ingi í her Norðurbandalagsins, sagði í gærkvöld að samningar við talib- ana væru frágengnir. Þeir myndu hætta allri mótstöðu á sunnudag. „Við munum fara inn í Kunduz og afvopna hermennina en Mullah Fazil [leiðtogi talibana] hét því að þeir myndu gefast upp og láta hina erlendu hermenn af hendi,“ sagði Dostum. Staðfesti leiðtogi talibana í borg- inni seint í gær að þeir væru reiðu- búnir til að gefast upp. Mohammad Daoud, annar hershöfðingi úr röðum Norðurbandalagsins, sagði hins veg- ar að Kunduz myndi falla þegar í dag. Óttast fjöldamorð á erlendum hermönnum talibana Virtist sem deilur væru komnar upp í röðum Norðurbandalagsins um hvernig staðið skyldi að töku Kunduz. Sagði talsmaður talibana hermennina í Kunduz milli tveggja elda, viðræður hefðu staðið yfir við Dostum um uppgjöf en á sama tíma hefði Daoud og hersveitir hans blás- ið til sóknar úr austurátt. Erlendu talibanarnir, sem aðal- lega eru Pakistanar, arabar og Tsjetsjenar, eru sagðir óttast um ör- lög sín, falli þeir í hendur Norður- bandalagsins. Hefur verið leitt getum að því að þeir muni berjast fram í rauðan dauðann enda hafi þeir litlu að tapa. Áhyggjur þeirra virtust í gær réttmætar en þá var haft eftir einum hermanna Norður- bandalagsins að hinir erlendu „gest- ir“ yrðu allir drepnir. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði hins vegar að allt yrði gert til að koma í veg fyrir blóð- bað í Kunduz en Straw átti í gær fund með Pervez Musharraf, forseta Pakistans, í Islamabad. Ráðstefnu SÞ frestað um einn dag Talibanar báru í gær til baka fregnir þess efnis að Mohammad Omar, andlegur leiðtogi þeirra, hefði flúið Kandahar í Suður-Afgan- istan, sem enn lýtur yfirráðum talib- ana, og haldið til fjalla. Þeir sögðust ekkert vita um íverustað Osama bin Ladens, höfuðpaurs al-Qaeda sam- takanna, en ekkert hefur til hans spurst um nokkurt skeið. Tilkynntu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna að ráðstefnu sem halda á um framtíð Afganistans yrði frestað um einn dag, en ráðgert hafði verið að hún hæfist í Bonn í Þýskalandi á mánudag. Á sama tíma greindu fulltrúar Matvælahjálpar SÞ frá því að flogið hefði verið með mikið magn vista frá Úzbekistan til bágstaddra í Afganistan. „Klukkan tifar, vetur er genginn í garð og við þurfum að koma matvælum eins fljótt og auðið er til þeirra svæða í norðausturhluta Afganistans, sem hætta er á að ein- angrist í verstu vetrarhörkunum,“ sagði Bukhard Oberle, talsmaður Matvælahjálparinnar.  Vandasöm staða/25 Fall Kunduz talið líklegt um helgina Khanibad, Kabúl, Bangi. AP, AFP. Sókn Norðurbandalagsins í Kunduz heldur áfram TVEIR baskneskir lögreglumenn voru skotnir til bana í gær í bænum Beasain nærri borginni San Sebast- ian í Baskalandi og þótti líklegt að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefði staðið á bak við ódæðið. Voru lögreglumennirnir tveir, kona og maður, við umferðarstjórn í miðbæ bæjarins þegar tveir byssumenn, einnig kona og maður, að sögn sjón- arvotta, komu aðvífandi og hófu skothríð. Komust þau síðan undan á flótta. ETA hefur einnig verið kennt um sprengjuárás, sem gerð var í Bilbao á þriðjudag, en þar særðust tveir lögreglumenn. Reuters Myrtu tvo baskneska lögreglumenn ÍSRAELSHER skaut palestínskan dreng til bana þegar til átaka kom á Gazasvæðinu í gær eftir að fimm drengir, sem féllu á fimmtudag, voru bornir til grafar. Þá féllu þrír liðs- menn Hamas-hreyfingarinnar her- skáu þegar Ísraelsher skaut flug- skeytum að bifreið þeirra á Vestur- bakkanum, m.a. helsti leiðtogi sam- takanna, Mahmud Abu Hannud. Hafa Ísraelsmenn lengi viljað hafa hendur í hári hans. Þá fórust tveir liðsmenn Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, í sprengingu, en ekki var vitað hvað olli henni. Loks lést palest- ínskur leigubílstjóri á Gazasvæðinu eftir skothríð Ísraelsmanna og særð- ust fimm aðrir í sömu árás. Fleiri Pal- estínumenn hafa ekki látist á einum degi frá því 26. október sl. þegar tíu féllu í átökum við ísraelska herinn. Reuters Þúsundir manna fylgdu fimm drengjum sem fórust í fyrradag til grafar.  Fullyrt að/26 Sjö Palestínu- menn felldir Gaza, Nablus. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.