Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 10

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGSKÖP Alþingis koma tíðum til umræðu á löggjafarsamkundunni líkt og nærri má geta. Oftast finnst einhverjum þingmanni eða stjórn- málaflokki á sér brotið og krefst réttlætis með vísan til þingskap- anna. Hitt gerist líka oft að þing- menn kvarta yfir þingsköpunum og segja þau óréttlát að einhverju leyti. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ósáttur á dögunum við það að fá ekki að taka til máls í umræðum utan dagskrár um brottkast fiskafla. Pétur hafði ekki komist þar að, hann var ekki meðal þeirra þingmanna Sjálfstæð- isflokks sem voru á mælendaskrá, og því má segja að þingmaðurinn hafi orðið undir í þingflokki sjálf- stæðismanna við val á ræðumönnum í þessu mikla deilumáli. Pétur gafst þó ekki upp mótmæla- laust og strax og umræðunni um brottkastið sleppti kvaddi hann sér hljóðs um fundarstjórn forseta og hélt þrumuræðu þar sem hann mót- mælti harðlega þeim „ólýðræðislegu vinnubrögðum“ sem hann sagðist beittur. „Það hefur tíðkast við utan- dagskrárumræður og eldhúsdags- umræður og fleiri slíkar umræður að flokkarnir fái ákveðinn fjölda þing- manna óháð stærð. Þannig hefur það gerst að í litlum flokki hafa þrír af tveimur fengið að tala í eldhúsdags- umræðum en bara þrír frá stærsta flokknum með 26 þingmenn. Þetta eru afskaplega ólýðræðisleg vinnubrögð, herra forseti, og verið er að gefa kjósendum stærsta flokksins, 40% kjósenda sem eru með 40% þingmanna, langt nef með þessum hætti,“ sagði Pétur og skor- aði í lok máls síns á forsætisnefnd að taka á þessu og breyta. Hann sagðist enda vera sá þing- maður sem einn hefði flutt útfærðar hugmyndir í sambandi við brottkast, en samt hefði hann ekki fengið að tala í umræðunni. „Ég fékk ekki að taka þátt í þessari umræðu. Þetta gerist aftur og aftur með utan- dagskrárumræður vegna þess að ég bý við það að vera í stórum flokki,“ sagði Pétur ennfremur og var sýni- lega ekki skemmt. Nokkrar umræður spunnust í kjölfarið um þingsköpin og rætt var um stærri og minni flokka í um- ræðunni. Guðjón Guðmundsson, flokksbróðir Péturs, sat í stóli for- seta, og hann fór lauslega yfir skipu- lag utandagskrárumræðna og gat þess að samkomulag hefði gilt um það milli forseta þingsins og for- manna þingflokka að skipta þessum umræðum milli þingflokka. Af þess- um sökum væri algengt að færri kæmust að í ræðustól en vildu og svo hefði verið nú. Svanfríður Jónas- dóttir, Samfylkingunni, sagði af þessu tilefni að Sjálfstæðisflokkur ætti einu sinni helming ráðherra og þeir fengju venjulega stærri hlut í umræðunni og forgang með sín mál umfram aðra. Það fyrirkomulag þætti eðlilegt. Hins vegar benti hún á að á þingi væru menn til þess að koma á framfæri sjónarmiðum sinna flokka. Alveg væri óþarfi fyrir stærsta stjórnmálaflokkinn að barma sér undan því að málfrelsi hans væri með einhverjum hætti skert í þinginu. Ráðherrar væru nógu fyrirferðarmiklir og ekki veitti stjórnarandstöðu af því rými sem þegar er fyrir hendi, og „þótt það væri meira“. Engin varð niðurstaðan úr þessum umræðum, utan að for- seti Alþingis lofaði að taka málið upp í forsætisnefnd. Pétur H. Blöndal átti þó lokaorðin er hann sagði að ef sjálfstæðismenn hegðuðu sér eins og vinstri menn og klofnuðu sífellt fengju þeir helmingi fleiri ræðu- menn. Nú hafa nokkrir þingmenn Sam- fylkingarinnar lagt fram frumvarp um breytingar á þingsköpunum, þess efnis að nefnd verði að eigin frumkvæði heimilt að fjalla um og rannsaka önnur mál en þau sem þingið vísar til hennar. Nefnd verði einnig heimilt, telji hún til þess ríkar ástæður, að efna að eigin frumkvæði til sérstakrar rannsóknar um mál fyrir opnum tjöldum, að krefjast nauðsynlegra gagna og heimta skýrslur af embættismönnum, ein- stökum mönnum og lögaðilum. Nefndin gefi svo Alþingi skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar. Það hlýtur að vera í hæsta máta eðlilegt að fyrirkomulag á borð við þingsköp Alþingis sæti sífelldri end- urskoðun og umræðu. Slíkt er aðeins fylgifiskur nútímalýðræðis þar sem lögð er áhersla á gegnsæja stjórn- sýslu og bein áhrif einstaklinganna á mótun laga og reglna. Í því ljósi hlýtur einnig að vera eðlilegt og sjálfsagt að líta til annarra landa í þessu sambandi og sjá hvernig aðrir fara að í þessum efnum. Kannski er þá þarna komin skýringin á því að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sást stika svo léttfætur um þing- húsið fyrir helgi er hann sneri aftur úr opinberri heimsókn sinni til Bret- lands. Gárungarnir segja Blöndal í sóknarhug eftir að hafa kynnt sér háttu Engla og Saxa í stjórn þjóð- þinganna. Þannig mun hann hafa dáðst að fyrirkomulaginu í enska þinginu þar sem enginn fær að tala án þess að ná augnsambandi við for- setann. Það er enginn hægðarleikur og hafa sumir þingmenn setið þar árum saman og aldrei fengið orðið! Ekki síður mun íslenska þingforset- anum hafa þótt mikið til um fyrir- komulagið í írska þinginu þar sem forseta er heimilt að snupra þing- menn og senda þá heim í þrjá daga gerist þeir brotlegir við stjórnvisku hans og þingsköpin. Af þessu má sjá að ekki aðeins Pétur H. Blöndal og þingmenn Sam- fylkingarinnar gætu hugsað sér breytingar á þingsköpum Alþingis, heldur gildir það einnig um valda- mesta manninn á löggjafarsamkund- unni. Að vísu er ekki alveg víst að allir verði á eitt sáttir um hverju skuli breyta, en hverju skiptir það? Að lokum skal hér birtur kviðling- ur sem Jón Kristjánsson, heilbrigð- isráðherra og einhver snjallasti hag- yrðingur þingsins, samdi á auga- bragði á dögunum eftir að land- búnaðarráðherrann Guðni Ágústs- son hafði átt í mikilli orrahríð vegna sölu ríkisjarða. Fyrr um daginn hafði Guðni tjáð sig um nýfengið tollfrelsi íslenska hestsins og kvað Jón jafnhendis í orðastað Norð- manna: Leiðirnar liggja víða það léttir af streitu og kvíða ég segi hott, hott og helvíti er gott, gott tollfrjálsri truntu að ríða.      Af hérlendum þingsköpum og erlendum EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is BJÖRN Bjarnason, mennta- málaráðherra, veitti í gær verk- efninu „Tölvustudd danska“ Evr- ópumerkið 2001, sem er viður- kenning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir ný- breytniverkefni á sviði tungu- málanáms og -kennslu. Umsjón með verkefninu hafa Þórdís Magnúsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir, kennarar í Mennta- skólanum í Kópavogi. Verkefnið sem hlaut viðurkenn- inguna er sniðið fyrir nemendur í dönskuáfanga 393 á almennri braut II í framhaldsskóla, í þessu tilviki á Menntaskólanum í Kópa- vogi. Námsefnið er unnið út frá markmiðssetningu aðalnámskrár framhaldsskóla með tilliti til upp- lýsingatækni og áherslu á tungu- málanám sem nýtist í daglegu lífi. Í áfanganum er lögð áhersla á aukna ábyrgð nemenda á eigin námi og á að auka sjálfstraust nemenda gagnvart upplýs- ingatækni og nýjum miðlum. Áfanginn er bókarlaus og allt kennsluefni sótt á margmiðl- unardiska og Netið. Öll verkefni í lestri, ritun og hlustun byggjast á notkun rafrænna miðla þar sem helstu viðfangsefni eru menning, heilsa, matur, samskipti og ferða- lög. Talþjálfun fer meðal annars fram í litlum hópum með kennara og í svo kölluðum dönskubúðum, en þá vinna nemendur og kennari saman í einn sólarhring þar sem öll samskipti og samvinna fer fram á dönsku. Námsefnið er eins og fyrr segir sótt á Netið á vefsíðu sem er að hluta til opin almenningi og að hluta tengt aðgangsorði nem- enda. Slóðin er: www.ismennt.is/ not/thordism/vefur393 Morgunblaðið/Þorkell Björn Bjarnason afhenti Þórdísi Magnúsdóttur og Þórhildi Oddsdóttur viðurkenningu Evrópusambandsins fyrir nýbreytni í kennslu. Nýbreytni í kennslu verðlaunuð Menntaskólinn í Kópavogi hlýtur Evrópumerkið RANNSÓKNARSTOFNUN land- búnaðarins og Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri vinna nú að sameig- inlegri stefnumörkun fyrir stofn- anirnar. „Í nánara samstarfi sjáum við veruleg sóknarfæri, bæði fyrir landbúnaðinn, samfélagið í heild og stofnanirnar,“ segir Þorsteinn Tóm- asson, forstjóri RALA. „Við höfum unnið að þessum málum frá árinu 1997 og á liðnum árum höfum við gert samstarfssamninga um ein- staka verkþætti milli stofnananna. Þetta hefur skilað sér í góðum ár- angri og nú er unnið að sameigin- legri stefnumörkun sem er nýtt í samstarfi stofnananna.“ Nú þegar eru starfsmenn í svo- kölluðum skiptum stöðugildum sem ýmist starfa á Hvanneyri eða í höf- uðstöðvum RALA í Keldnaholti. Samstarfið milli stofnananna er því ekki nýtt af nálinni. „Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins hefur verið með deild á Hvanneyri á bútækni- sviði frá upphafi og rannsóknarbú í sauðfjárrækt á Hesti í Andakíls- hreppi. Búið er að sameina sauðfjár- rannsóknir stofnananna og aðstaðan á Hesti er samnýtt. En við erum stöðugt að þróa þetta samstarf okk- ar.“ Samstarfið er og verður á þeim sviðum sem stofnanirnar eru báðar með umboð og ábyrgð á. Hagsmunamál beggja aðila Í skýrslu Rannís um stöðu og þró- unarhorfur í nautgriparækt á Íslandi er lögð áhersla á að rannsóknar- starfsemi sé skipulögð á heildstæðan hátt og hún tengd menntuninni með beinum hætti til að tryggja sem besta nýtingu fjármuna, gæði menntunar og rannsókna. Stefnu- mörkun RALA og Landbúnaðarhá- skólans er hluti af þessari stefnu- mörkun sem kemur fram hjá Rannís. „Þar er hvatt til þess að rannsókn- arstofnanir atvinnuveganna nálgist háskólana meira. Það er áhugavert fyrir Landbúnaðarháskólann að starfsmenn frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins komi að kennslu og svo aftur áhugavert fyrir okkur að geta hvatt nemendur til að koma inn í framhaldsnám í verkefnum sem unnið er að hjá RALA.“ Þorsteinn segir ástæðu sameigin- legrar stefnumörkunar einnig vera þá að breyttar samfélagsaðstæður og flóknari verkefni kalli á aukinn mannafla og fleiri fagsvið. „Þá eru einingarnar einfaldlega of litlar og hagkvæmara að vinna að verkefnum með aukinni samvinnu. Við vonumst til þess að þetta starf leiði til þess að fleiri stofnanir sem sinna hliðstæðri þjónustu við landbúnaðinn geti sam- einað krafta sína meira en nú er.“ Á haustfundi Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins og Landbúnað- arháskólans sem haldinn var í gær og á fimmtudag hefur verið unnið að stefnumótunarvinnu stofnananna. „Við munum miða verkefnaáætlun næsta árs við þessa sameiginlegu stefnumörkun sem mun því móta starfsemina hjá okkur á næsta ári heilmikið.“ Sóknarfæri í nánara samstarfi Sameiginleg stefnumörkun RALA og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri FINNBOGI Finnbogason, stjórnar- formaður lífeyrissjóðsins Hlífar, segir að á þessu stigi bendi ekkert til þess að Hlíf hafi skaðast vegna viðskipta sjóðstjóra hjá Kaupþingi, en hann sit- ur nú í gæsluvarðhaldi grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Fyrrverandi framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Finnbogi sagði að verið væri að fara yfir bókhald Hlífar og þeirri vinnu væri ekki lokið. Ekkert hefði þó komið fram sem benti til þess að líf- eyrissjóðurinn hefði skaðast á við- skiptum sjóðstjóra Kaupþings. Til sérstakrar skoðunar væru öll við- skipti Hlífar við Kaupþing og í ljós hefði komið að fjármunir hefðu farið í gegn um reikning Hlífar þar sem grunur léki á að um óeðlileg og ólög- mæt viðskipti sjóðstjóra Kaupþings væri að ræða. Í öllum tilvikum væri um sömu upphæðir að ræða, þ.e. sama upphæð kom inn á reikninginn og fór út. Ekkert benti því til að sá hagnaður sem sjóðstjórinn hefði haft af viðskiptunum væri á kostnað Hlíf- ar. Stjórn lífeyrissjóðsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að hún hefði ráðið endurskoð- endur frá PriceWaterhouseCoopers til að fara yfir starfsemi lífeyrissjóðs- ins tvö ár aftur í tímann. PriceWater- houseCoopers hefur ekki áður komið að málefnum Hlífar, en mun að lok- inni rannsókn skila ítarlegri skýrslu til stjórnarinnar. „Stjórn lífeyrissjóðsins vill undir- strika að ekkert er hægt að fullyrða um niðurstöður rannsóknarinnar fyrr en að lokinni endurskoðun og lög- reglurannsókn. Þegar niðurstöður liggja fyrir mun stjórnin gera opin- berlega grein fyrir þeim,“ segir síðan í yfirlýsingunni. Finnbogi sagði að enginn grunur léki á að framkvæmdastjóri Hlífar hefði framið lögbrot. Það hefði hins vegar orðið algjör trúnaðarbrestur milli hans og stjórnar lífeyrissjóðsins. Segja ekkert benda til að Hlíf hafi skaðast BJÖRGUNARSVEITARMENNvoru kallaðir út í fyrrakvöld til að að-stoða húseiganda við Hábrekku í Ólafsvík við að negla fyrir glugga sem höfðu brotnað í miklu hvassviðri. Mold og grjót höfðu fokið á rúðurnar og brotið þær, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Slysavarna- félaginu Landsbjörgu. Að sögn lög- reglunnar á Ólafsvík var veðrið mun skárra í gær en í fyrradag. „Það hefur gengið á með éljum en ekkert aftaka- veður,“ sagði lögreglan á Ólafsvík í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Fyrir um hálfum mánuði gerði mik- inn „sunnanhvell“ á Snæfellsnesi og segir Magnús Emanúelsson formað- ur Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Ólafsvík að þá hafði allt fokið sem fokið gat. Verulegt tjón varð í óveðr- inu þá. Aftakaveður á Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.