Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 13
Þjónustusamningur í þrjú ár Þjónustusamningur var gerður milli ríkisvaldsins og Sólheima í mars 1996. Sólheimar hefðu þá árum saman óskað eftir gerð slíks samn- ings vegna þess að mikil óvissa ríkti um stöðu Sólheima, ekki síst í kjölfar lagasetningar um málefni fatlaðra árið 1993. „Þessum samningi þurfti því miður að segja upp eftir tvö ár vegna ágreinings við sveitarfélagið. Sveitarfélagið neitaði að sinna eðli- legri þjónustu við byggðahverfið, svo sem varðandi götulýsingu, sorphirðu og hálkuvarnir, þar sem það taldi að slíkur kostnaður væri innifalinn í þjónustusamningnum. En í samn- ingnum var framlag til þjónustu við byggðahverfið sem gat ekki með nokkru móti mætt þörfum vegna örrar íbúafjölgunar og stækkandi byggðar og því að áliti framkvæmda- stjórnar Sólheima eðlilegt að sveit- arfélagið tæki að sér ákveðnar skyldur þar sem skattar og fast- eignagjöld rynnu til sveitarfélagsins. Því hafi reynst nauðsynlegt að segja honum upp en áfram stendur ágrein- ingurinn við sveitarfélagið um áður- greinda þjónustu.“ Framlag á fjárlögum til Sólheima er á þessu ári 132 milljónir. Um 70% framlagsins fer til greiðslu launa en í heild sinni eru stöðugildi á Sólheim- um 76, þar af 40 fatlaðra. Um 7–10 milljónir fara í viðhald, greitt er framlag til hitaveitu Sólheima fyrir þjónustubyggingu staðarins og um 25 milljónir í atvinnumál fatlaðra, þar af 10 til 12 milljónir til starfs- þjálfunar fatlaðra hjá fyrirtækjum á Sólheimum. Svæðisráð sér um eftirlit Um eftirlit segir Pétur að skýrt sé kveðið á um það í lögum að svonefnt svæðisráð um málefni fatlaðra skuli sjá um eftirlitið ásamt trúnaðar- manni fatlaðra. Svæðisráðið hefur í tilefni af þessum deilum sent frá sér yfirlýsingu um að fatlaðir íbúar Sól- heima búi við góða umönnun og að- búnað. Samráð og samskipti hafi verið með eðlilegum hætti og eftir- litsaðilar fengið þær upplýsingar sem um hefur verið beðið. Þá segir Pétur að veikum fötluð- um íbúa hafi ekki verið vísað frá Sól- heimum. Heilsugæslustöðin í Laug- arási annast heilsugæslu íbúa Sólheima og komi til álita að íbúi þurfi að flytjast burtu af heilsufars- ástæðum er það mat og ákvörðun læknis sem ræður en ekki ákvörðun Sólheima. Því má skjóta hér inn að ríkisend- urskoðandi hefur ákveðið að fram fari stjórnsýsluúttekt á starfsemi Sólheima. Pétur segir að eins og málum sé nú háttað finnist honum slík úttekt ekki óeðlileg. Pétur útskýrir einnig tilkomu námsleyfis á launum til handa Guð- mundi Ármanni Péturssyni, sem er sonur Péturs. Guðmundur Ármann hefur starfað á Sólheimum í meira en áratug og séð um uppbyggingu atvinnusvið og gegndi starfi fram- kvæmdastjóra um eins árs skeið. Pétur segir framkvæmdastjórnina hafa veitt Guðmundi loforð um árs leyfi á launum til að stunda nám er- lendis á nýrri námbraut í lífrænni ræktun og lífrænni matvælafram- leiðslu. Er Guðmundur lét af störf- um gerði þáverandi framkvæmda- stjóri við hann samning þar sem hann skyldi sinna tilskildum verk- efnum og ráðgjöf fyrir Sólheima í eitt ár. Greidd hefur verið ein greiðsla vegna samningsins en Guð- mundur Ármann ákvað í vikunni að segja honum upp til þess að skaða ekki Sólheima. Fólk ekki flokkað „Það er athyglisvert þegar spurt er hvað lífræn ræktun og þjónusta við fatlaðra eigi sammerkt, hvort rétt sé að koma upp höggmynda- garði á Sólheimum þar sem búa fatl- aðir og jafnvel hvort byggð verður kirkja. Þetta eru í raun sömu for- dómarnir og ríktu um Sólheima í upphafi starfsins, hvort þar mættu búa fötluð og ófötluð börn. Kostur þessa samfélags er sá að það er litið á það sem eina heild og fólk ekki flokkað né einangrað. Mér finnst furðulegt að fólk haldi því fram að ekki megi stunda lífræna ræktun, byggja kirkju og koma upp menn- ingarlegri starfsemi þar sem fatlaðir íbúar búa. Og hvar á vistmenning- arstöð sem ber nafn Sesselju Hrein- dísar Sigmundsdóttur, frumherja umhverfismála á Íslandi, betur heima en á Sólheimum?“ segir Pétur Sveinbjarnarson að lokum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 13 Útgefandi: Búnaðarbanki Íslands hf., kt. 490169-1219, Austurstræti 5, 155 Reykjavík. Nafnverð útgáfu og lánstími: Gefnir verða út 19 flokkar. Lengd víxlanna er allt að 12 mánuðir. Fyrsti útgáfudagur var 1. október 2001. Stærð hvers flokks verður á bilinu 0-2.000.000.000 krónur að nafnverði. Skráningardagur á VÞÍ: Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að taka útgefna víxla á skrá þingsins þann 28. nóvember 2001, enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. Útgáfa hvers flokks verður tilkynnt á VÞÍ hverju sinni. Skilmálar: Víxlarnir eru seldir og afhentir gegn staðgreiðslu í 5.000.000 og 10.000.000 kr. einingum. Viðskiptavakt: Búnaðarbankinn Verðbréf verður viðskiptavaki víxlanna á Verðbréfaþingi Íslands. Skráningarlýsingu þingvíxlanna má nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, Hafnarstræti 5, Reykjavík, sími 525-6060. Skráning þingvíxla á Verðbréfaþing Íslands F í t o n / S Í A F I 0 0 3 7 4 5 komist málið á skrið aftur. Fyrirtæki í Sólheimum eru garðyrkjustöðin Sunna, skóg- ræktarstöðin Ölur, Kertagerð Sólheima, verslunin Vala og gisti- heimilið Brekkukot. Fyrirtækin eru rekin sjálfstætt og eiga að bera sig enda ekki lengur á rekstrarlegri ábyrgð Sólheima, að sögn Péturs. Þjónustumiðstöðin Árið 1993 var stofnuð þjónustu- miðstöð Sólheima sem skiptist í heimilissvið og atvinnusvið og henni tilheyrir einnig starf fé- lagsmálafulltrúa. Þjónustu- miðstöðin veitir þeim ein- staklingum aðstoð sem vegna fötlunar axla ekki að fullu þá ábyrgð að búa og starfa einir. Hlutverk hennar er að bæta upp það sem á vantar í getu hvers og eins og skipuleggja einstaklings- bundna þjónustu og þjálfun. Heimilissviði veitir Jóhanna Þorsteinsdóttir forstöðu en hún er bæði kennari og sjúkraþjálfari að mennt. Undir það fellur yf- irstjórn hvers kyns stuðnings við íbúa. Atvinnusviði veitir Sig- urbjörg Grétarsdóttir þroska- þjálfi forstöðu en undir það falla fjögur verkstæði Sólheima, þ.e. vefstofa, listasmiðja, smíða- og hljóðfærasmiðja og leirgerð, einn- ig fullorðinsfræðsla og samskipti við fyrirtæki um starfsþjálfun fatlaðra. Félagsmálafulltrúi er Halldór Sævar Guðbergsson íþróttakenn- ari en hann sér um allt félags- mála- og íþróttastarf ásamt út- gáfumálum. Þá starfa við þjónustu íbúa tveir þjónustu- fulltrúar, þær Edda Carlsdóttir, sem er menntuð í leikrænni tján- ingu, og Dagbjört Guðmunds- dóttir, „aktivatör“ sem er hlið- stæð menntun og iðjuþjálfar hafa. Daglegt starf við þjónustu hvílir síðan á herðum stuðningsfulltrúa þar sem fólk hefur að baki fjöl- þætta menntun og góða starfs- reynslu. Styrktarsjóður Sólheima Styrktarsjóður Sólheima var stofnaður 1986. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki eða lán til verklegra framkvæmda á Sólheimum eða til kaupa á áhöldum og verkfærum, til náms- dvalar er tengist starfi á Sól- heimum, að styrkja ferðalög, sumardvöl eða annað frítímastarf fatlaðra íbúa og greiða kostnað vegna fjáröflunar sjóðsins. Sjóðn- um er heimilt samkvæmt skipu- lagsskrá að kaupa eða byggja og reka félagslegar íbúðir, orlofs- íbúðir og annars konar húsnæði, að eiga aðild að atvinnurekstri og standa fyrir sjálfstæðum fjáröfl- unum. Pétur segir að sjóðurinn afli sjálfur fjár með reglubundinni fjáröflun og er þá getið skil- merkilega til hvaða verkefnis sé safnað. Höfuðverkefni sjóðsins síðustu 10 ár var bygging Óla- smiðju þar sem meðal annars er kertagerð Sólheima og tré- og hljóðfærasmiðja Sólheima. Eftir að því verkefni lauk var hafist handa við byggingu Ingustofu sem formlega var tekin í notkun á 70 ára afmæli Sólheima. Þar eru reknar fjórar vinnustofur. Hafi því verkefni sjóðsins fram til þessa eingöngu snúist um að sinna þörfum fatlaðra. Meðalvelta styrktarsjóðsins er nokkuð innan við 20 milljónir á ári. Þannig hefur styrktarsjóð- urinn verið aflgjafi þessara þýð- ingarmiklu bygginga sem annars staðar hefðu verið kostaðar af op- inberu fé úr framkvæmdasjóði fatlaðra. RÍKISENDURSKOÐUN bendir á í skýrslu sinni um endurskoðun rík- isreiknings ársins 2000 að nokkrir framhaldsskólar hafi verið reknir með ríflegum afgangi síðustu ár og segir þetta ekki geta talist eðlilegt. Tiltekur stofnunin Menntaskólann við Hamrahlíð og Menntaskólann í Reykjavík í því sambandi. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, og Yngvi Pétursson, rektor MR, segja eðlilegar skýringar á þessum rekstrarafgangi skólanna um síðustu áramót. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að á sama hátt og það teljist óviðunandi ef halli safnist upp hjá stofnunum geti það ekki talist eðli- legt að afgangur sé af rekstri ár eftir ár, nema það þjóni ákveðnum til- gangi, s.s. vegna langtímaáætlunar eða framkvæmda af einhverju tagi. Nýta féð skynsamlega Lárus segir Menntaskólann við Hamrahlíð hafa um árabil verið að vinna sig upp úr slæmum halla- rekstri. „Það er eðlilegt að gæta var- kárni og halda aðhaldinu aðeins lengur eftir að komið er upp fyrir núllið til þess að geta verið örugg með að nýta féð í það sem skynsam- legt er,“ segir hann. „Það er svo sannarlega ekki mark- mið hjá okkur að safna upp einhverj- um milljónatugum. Þetta verður nýtt skynsamlega,“ bætir hann við. Ekki búið að gjaldfæra ákveðinn kostnað þegar úttekt fór fram „Þetta er spurning um hvenær stofnað er til gjaldanna,“ segir Yngvi. „Á síðustu tveimur árum vor- um við til dæmis að byggja upp raun- greinahús. Var ákveðnum fjármun- um varið til þess að kaupa nýjar tilraunastofur fyrir skólann. Þegar úttektin fór fram um áramótin var ekki búið að gjaldfæra ákveðinn hluta af þessu,“ segir Yngvi. Rektorar MH og MR um athugasemdir Ríkisendurskoðunar Eðlilegar skýringar á rekstrarafgangi skólanna SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur undirritað samning við Hólaskóla um eflingu fjarnáms ferða- málabrautar skólans. Samningurinn er til þriggja ára og með tilkomu hans verður Hólaskóla gert kleift að vinna markvisst að því að bjóða upp á meginhluta náms ferðamálabraut- ar í fjarkennslu við lok samnings- tímabilsins. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að þróun fjarnáms við ferðamálabraut Hólaskóla og hafa einstök námskeið verið kennd í fjarnámi. Hafa viðbrögð við fjarnáminu staðfest að mikill áhugi og þörf er á slíku námi í ferðaþjónustu, enda geta nem- endur þá samræmt atvinnu og nám. Um er að ræða árangurs- ríka leið til að opna möguleika fyrir fólk, sem þegar starfar að ferðamálum, að afla sér sér- menntunar á þessu sviði. Ferðaþjónusta á Íslandi er í af- ar örum vexti og mikilvægt að vandað sé til verka en auk þess gætt að uppbyggingin sé í sam- ræmi við getu hvers svæðis til að þróa ferðaþjónustu, sem byggist á ábyrgri nýtingu umhverfislegra, félagslegra og menningarlegra þátta svæðisins. Það, að auðvelda fólki víða um land að mennta sig á sviði ferðamála og ferðaþjón- ustu, er ein af forsendum þess að auka gæði og framþróun í grein- inni, segir í fréttatilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Skúli Skúlason, rektor á Hólum, María Thejll, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti, og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar. Samning- ur við Hólaskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.