Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 29 MUNUR á heilsufari karla og kvenna eykst með hverju árinu. Karlar deyja fyrr en konur og hver einasta af 15 helstu dánarorsökum er líklegri til að verða þeim að ald- urtila nú en áður. Sálræn vandamál eru algengari meðal karla en áður og karlar eru líklegri til að að deyja fyr- ir hendi glæpamanna. Karlar snið- ganga lækna þegar þeir veikjast og forðast fyrirbyggjandi lækniseftirlit þegar þeir eru heilbrigðir. Eru karl- ar með öðrum orðum í útrýmingar- hættu? Þessi spurning liggur fyrir þátttakendum á First World-ráð- stefnunni í Vín sem nú stendur yfir. Verður þörf fyrir karla í framtíðinni? „Verður yfirleitt þörf fyrir karl- menn?“ spyr Siegfried Meryn, lækn- ir og forseti ráðstefnunnar, í nýjasta hefti breska læknatímaritsins Brit- ish Medical Journal. „Á tímum sæð- isbanka, glasafrjóvgunar, tækni á sviði kynvals, frjóvgunar eggja með líkamsfrumum, einræktunar manna og hjónabanda samkynhneigðra, er ekki ástæðulaust að velta fyrir sér framtíðarhlutverki karlmanna í sam- félaginu.“ Þegar fyrst var farið að halda töl- ur yfir lífslíkur kynjanna árið 1920 voru konur aðeins einu ári langlífari en karlar. Upp frá því hefur ævi kvenna lengst hraðar en karla. „Spurningin á ekki að snúast um það hvers vegna konur lifa lengur en karlar. Það á að spyrja að því hvers vegna auknar lífslíkur karla haldast ekki í hendur við hraðari aukningu á lífslíkum kvenna,“ segir vísindamað- urinn Jean Bonhomme við Emory- háskólann í Bandaríkjunum. Svarið felist í því að karlar fái ekki reglu- bundna og fyrirbyggjandi heilsu- gæslu í sama mæli og konur, að hluta til vegna þess að þeir sækist ekki eft- ir slíkri þjónustu. „Strax í barnæsku er kynjunum kennt að bregðast við sársauka á mismunandi hátt,“ segir Bonhomme. „Strák, sem fær fleiður á hnéð, er sagt að hætta að gráta og taka þessu eins og maður. En þegar strákurinn er orðinn fimmtugur og fær verk fyr- ir brjóstið hugsar hann með sér að þetta séu líklega bara meltingar- truflanir. Honum hefur verið kennt að gera lítið úr sársaukanum. Margir karlar bregðast ekki við þótt þeim líði illa. Það skiptir sköpum í lækn- ingum að hefja meðferð við sjúkdóm- um snemma. Karlar missa oft af lest- inni,“ segir Bonhomme. Ekki hluti af karlmennskuímyndinni John F. Kasson, sagnfræðingur og sérfræðingur í bandarískri menning- arsögu, segir að skilgreining karla á sjálfum sér í vestrænum menning- arheimi leiki þarna líka stórt hlut- verk. Stór hluti af því sem við teljum vera karlmennsku tengist því að vera frjáls og stjórna eigin örlögum. Hann segir að almennt eigi karlar erfitt með að tengjast sínum eigin til- finningum. Að viðurkenna þörfina fyrir hjálp og sækjast eftir hjálp er ekki hluti af karlmennskuímyndinni. Bonhomme segir að líklegra sé að störf karla séu hættuleg eða líkam- lega erfið en störf kvenna. Því verði það nauðsynlegur hluti af afkomu karlsins að neita að horfast í augu við sársauka. Utan vinnutímans skýtur síðan upp nákvæmlega sömu afstöð- unni til sársaukans. „Karlmenn stunda hættulegri störf en konur og bandarískir blökkumenn stunda enn hættulegri störf en hvítir Bandaríkjamenn,“ segir hann og bendir á að heilsufar blökkumanna er almennt verra og líkur á langlífi minni en meðal hvítra. En hvað er til ráða? „Körlum finnst það viðurkenning á veikleika eða getuleysi að leita læknishjálpar. Þvert á móti ætti þeim að finnast það styðja við karlmennsku sína að sækj- ast eftir fyrirbyggjandi heilsugæslu – það ætti að hjálpa þeim að viðhalda sjálfstæði sínu, krafti og virkni í samfélaginu. Ekki má stuðla að því að karlmenn og drengir skammist sín fyrir að finna til sársauka.“ Afneitun á sársauka dregur úr lífslíkum karla Morgunblaðið/Kristján Karlmenn eru gjarnir á að af- neita sársauka og þráast við að leita til læknis. Fyrir vikið hefur munur á heilsufari karla og kvenna verið að aukast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.