Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RANNVEIG Fríða Braga- dóttir & Gerrit Schuil hefur að geyma sönglög eftir Schubert, Schumann, Wolf og Grieg í flutningi Rannveigar Fríðu mezzósópr- ans og Gerrits Schuil píanóleikara. Þar á meðal eru Mignon-ljóðin eftir þá Schubert og Wolf og lagaflokkurinn Huldan eftir Grieg. Rannveig Fríða hefur sungið víða um lönd á liðnum árum. Hún hefur m.a. tekið virkan þátt í tónlistarlífi í Austurríki, þar sem hún er búsett. Hún hefur sungið inn á hljómplötur undir stjórn kunnra tónlistarmanna og má þar nefna hlutverk í óperum Rich- ards Strauss, Die frau ohne Schatt- en, sem Sir George Solti stjórnaði. Gerrit Schuil hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi frá 1993. Hann er nú listrænn stjórnandi við Tónlistar- húsið Ými í Reykjavík. Útgefandi er Ómi klassík. Diskurinn var hljóðritaður í Tónlistarhúsinu Ými í maí 2001, hljóðritun annaðist tækni- rekstrardeild Ríkisútvarpsins. Verð: 2.399 kr. Sönglög LISTAMAÐURINN á horninu er nú allt í einu búinn að hreiðra um sig í hólmanum í Tjörninni. Það er Magnús Sigurðarson sem hefur reist þar dularfullt verk, einna líkast flöt- um, svörtum legsteini, sem minnir óneitanlega á hinn dularfulla varða í „2001 Ódysseifsför um geiminn“, hinni frægu kvikmynd Kubricks. Sjálfur kveður Magnús verkið kallast á við Hafmey Nínu heitinnar Sæmundsson, sem á sínum tíma var sprengd í loft upp þar sem hún sat á steini við suðvesturbakka Tjarnar- innar. Nýverið var Hafmey Nínu endurreist í Smáralindinni, eflaust sem sárabót fyrir löngu liðið óhæfu- verk. Ef lesa má með einhverjum sanni í hans eigin fréttatilkynningu er munurinn á steini hans og Haf- mey Nínu sá að fyrrnefnda verkið er næsta ósýnilegt sökum þess að al- menningur lætur sér nú fátt um finnast og leiðir það hjá sér líkt og flesta aðra almenningslist. Að minnsta kosti er ekki enn búið að eyðileggja steininn hans, hvað sem síðar verður. Má hér lesa milli lín- anna að hann sakni þeirra tíma þeg- ar menn létu sig útilistaverk ein- hverju varða og sprengdu þau í loft upp frekar en venja sig á að horfa gegnum þau? En án þess að orða það hittir Magnús naglann á höfuðið með verki sem líkist óaðfinnanlegri og óræðri blökkinni úr kvikmynd Kubrick, því með því færir hann Ódysseifsförina um himingeiminn aftur til jarðar, til mannheima, eða að minnsta kosti til mannlegrar viðmiðunar. Þar með verður Tjörnin væntanlega að Mið- jarðarhafinu tvítuga, og hólminn góði að sjálfri Íþöku. Um leið verður hin óræða blökk að því klassíska við- miði sem stendur eins og klettur upp úr allri óreiðunni umhverfis. Joyce flutti villur Ódysseifs til Dýflinnar á þriðja áratug síðustu aldar. Er nokkuð eðlilegra en Magnús færi sömu goðsögn til Reykjavíkur í byrj- un nýs aldatugar? Ódysseifsferð um Tjörnina MYNDLIST Tjarnarhólminn Liður í verkefninu Listamaðurinn á horninu. HÖGGMYND MAGNÚS SIGURÐARSON Halldór Björn Runólfsson Verk Magnúsar Sigurðarsonar í hólmanum í Tjörninni. EF KAMMERTÓNLISTIN, eins og oft hefur verið haldið fram, veitir mönnum aðgang að sjálfum kjarna músíkupplifunar, þá mynda hápunktar strengjakvartettsgrein- arinnar „kjarna kjarnans“. Fereyki tveggja fiðlna, víólu og sellós hefur nú í á þriðju öld notið fremstu andagiftar stórskálda tónlistarsög- unnar allt frá Haydn, Mozart og Beethoven til Bartóks, Sjostako- vitsjar og Holmboes. Því miður er engan veginn hvunndagsbrauð hér á landi að heyra þessa hápunkta í viðeigandi flutningi af hljómleikapalli, því eins og alkunna er sprettur sú færni af margra ára samstarfi úrvalsspilara er sinna engu öðru. Meðan ríki og borg halda að sér höndum við að launa slíkt samstarf til langs tíma – eða meðan verðugir arftakar Ragn- ars í Smára í athafnamannastétt nútímans láta á sér standa – er því hætt við að geti orðið bið á íslenzk- um „alvöru“ strengjakvartett, og þar með líka hvatningu fyrir ís- lenzk tónskáld til að glíma við þessa háleitu tóngrein. Sárt er til þess að vita, að þrátt fyrir meiri auðsöfnun en nokkru sinni fyrr í sögu lands og þjóðar bólar lítt á slíkum metnaði. Hér vantar greini- lega ekki fé, heldur vilja. Þetta vissu líka dyggir fylgis- menn Kammermúsíkklúbbsins er fjölmenntu á tónleikana sl. sunnu- dagskvöld fyrir þéttsetinni Bú- staðakirkju í vitundinni um að langt gæti orðið á milli heimsókna kammerhópa á borð við bæverska Cuvilliés-kvartettinn frá München. Viðfangsefnin voru að því leyti dreifðari um tíma en fyrir tveim árum þegar kvartettinn lék verk eftir Haydn, Mozart og Beethoven á sama stað, einkum hvað varðar kvartett Bartóks nr. 2, jafnvel þótt Op. 132 Beethovens hafi vissulega verið framsækinn fyrir sína samtíð. Það kom því varla á óvart þegar til- kynnt var í upphafi tónleikanna um breytta efnisniðurröðun, þ.e. ekki byrjað á Bartók, heldur á Mozart. Því þó að „ómstreitu“-kvartett Mozarts útheimti vissulega sitt, og mistök þar á ofan séu auðheyrð í glertærum rithætti snillingsins frá Salzburg, þá var verkið betur til upphitunar fallið en ágengur stíll ungverska meistarans. K465 er síðastur og frægastur úr 6 kvartetta settinu sem Mozart samdi 1782–85 og tileinkaði frum- kvöðli greinarinnar, Haydn. Verkin höfðu að eigin sögn kostað hann meira strit og yfirlegu en annað fram að þeim. En árangurinn var líka eftir því og tilefni frægrar um- sagnar Haydns við Leopold gamla um að Wolfgang væri að sínu viti, „mælt af heiðvirðum manni“, bezta tónskáld lífs eða liðið sem hann hefði kynnzt af verkum sínum. Cuvilliés-félagar léku af sömu ein- stæðu samtaka fágun og minnis- stæð var frá framkomu þeirra í september 1999, og stóð hér e.t.v. mest upp úr óviðjafnanlegt svífandi ljósvakahnitið í Andante cantabile þættinum (II.). Að þykjast geta fundið slíkri spilamennsku eitthvað til foráttu þætti flestum smá- smygli, en þó hefði kannski mátt efla heldur jarðneskari „sveita- brag“ á ländlerískustu stöðum Menúettsins (III.) og gefa mælsk- um alþögnum Fínalsins ögn meira rúm. Hinn þríþætti 2. kvartett Bartók (1917) mótast nokkuð af „prímítíf- isma“ tíðarandans, en ekki alfarið, því einnig er m.a. skopazt á ísmeygilegan hátt að úrkynjuðum burgeisasmekk, milli þess sem þjóðlegt tóntak alþýðu blæs hlust- endum ómengað fjallaloft í brjóst. Hér mátti ef nokkuð var helzt sakna meira tryllings á „búkól- ískari“ stöðum. Því þó að sumir vilji meina að groddaskapur eigi hvergi heima í strengjakvartett- leik, þá er samt eins og Bartók ætl- ist stundum til að spilendur sleppi fram af sér beizlinu. Dulítill snert- ur af „villimennsku“ hefði að auki dregið enn betur fram eðalborna fágun Cuvilliés-kvartettsins annars staðar, sem var raunar engu lík þegar nálgaðist mörk hins heyr- anlega. Á móti má geta þess, að í samanburði við tónleika fjórmenn- inganna hér í hitteðfyrra var ekki laust við að greina mætti töluvert meitlaðri hrynskerpu, hvassara stakkató og fjölbreyttari tónblæ (m.a. meiri notkun á „senza vibr- ato“) að þessu sinni, og var það sízt til vanza. Túlkun Beethoven-kvartettsins í a-moll Op. 132 frá 1825 var í einu orði sagt frábær. Kannski sérstaklega hvað tókst að magna upp mikla spennu og dul- úð úr þessu einlæga verki, er samið var í þakklætisskyni við Almættið eftir erfiða sjúkdómslegu tón- skáldsins. Erfitt er að nefna eitt umfram annað, nema ef vera skyldi ótrúlega samtaka og vel mótaðar hraðabreytingar innan síðustu þátta. Dæmigerður árangur af ára- löngu samstarfi sem varla þekkist við hérlendar aðstæður. Lausleg könnun leiddi engar hljómdiskaútgáfur Cuvilliés-kvart- ettsins í ljós, og kom það manni á óvart eftir þvílíka spilamennsku. Unz upp rifjaðist, að meðlimir hans sinna fullu starfi ýmist í Útvarps- hljómveitinni eða Ríkisóperunni í München, og var þar með komin fullgild skýring. Að menn geti samt sem áður náð öðrum eins árangri, þrátt fyrir téðar viðbótarkvaðir, er engu minna en aðdáunarvert. Eðalborin bæverska TÓNLIST Bústaðakirkja Bartók: Kvartett nr. 2 í a. Mozart: Kvart- ett í C K465. Beethoven: Kvartett í a Op. 132. Cuvilliés-kvartettinn frá München (Florian Sonnleitner, Aldo Volpini, fiðlur; Roland Metzger, víóla; Peter Wöpke, selló). Sunnudaginn 18. nóvember kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson HAYDN nefnist sjöundi geisla- diskur Eddu Er- lendsdóttur pí- anóleikara. Á plötunni eru verk eftir Jos- eph Haydn. Edda hefur haldið fjölmarga tón- leika og tekið þátt í tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum. Hún hefur auk þess leikið með hljómsveitum undir stjórn kunn- ra hljómsveitarstjóra. Nú síðast flutti hún píanókonsert nr. 27 í B dúr eftir Mozart á áskriftartónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1999. Efnisskrár hennar spanna fyrstu verkin skrifuð fyrir fortepíanó allt fram til samtímatónlistar og hún hef- ur frumflutt verk eftir ýmis núlifandi tónskáld og fjölmargar hljóðritanir hafa verið gerðar af píanóleik henn- ar bæði fyrir hljóðvarp og sjónvarp. Útgefandi er Edda Erlendsdóttir. Skífan sér um dreifingu. Diskurinn er tekinn upp í Hásölum, Íslandi í febrúar 2001 af Hreini Valdimars- syni. Píanóverk JÓHANN Frið- geir Valdimars- son & Ólafur Vignir Alberts- son nefnist geislaplata sem hefur að geyma sígildar ítalskar óperuaríur í flutningi ten- órsöngvarans Jóhanns Friðgeirs, og vinsæl íslensk einsöngslög, m.a. sex lög Sigvalda Kaldalóns og aríur úr óperunum Tosca og I Pagliacci. Jón Ásgeirsson ritar formála í plötubæklingi og segir þar m.a: „Í verkunum birtist marglitt efni ís- lenskra sönglaga og segja má að fyrir íslenska hlustendur sé um próf- stein að ræða á sviði túlkunar, mót- unar hendinga, nákvæmni í fram- burði og fagurs tóntaks. Raddgerð Jóhanns fellur ein- staklega vel að ítalskri óperutónlist. Á seinni hluta disksins eru stór- aríur, þar sem reynir á allt tónsvið raddarinnar og víðfeðmt túlk- unarsvið sem er öllum söngvurum vegvísir til musteris sönggyðjunnar. Þangað stefnir Jóhann Friðgeir og markar þessi diskur því upphaf mik- illar og þrotlausrar vinnu, sem mun skila Jóhanni Friðgeiri þeirri við- urkenningu sem felst í því að við Ís- lendingar munum kalla hann Jóhann okkar.“ Útgefandi er Ómi / Edda – miðlun og útgáfa. Upptökur fóru fram í Víði- staðakirkju, Hafnarfirði, í ágúst 2001. Upptökustjórn og hljóð- vinnsla: Halldór Víkingsson. Verð: 2.499 kr. Aríur og einsöngslög SELKÓRINN, söngvararnir Bubbi Morthens og Jóhann Helgason, ásamt hljómsveit, flytja argentínska messu, Misa Criolla eftir Ariel Ram- írez, í Borgarleikhúsinu kl. 20.30 í kvöld og sunnudagskvöld. Auk mess- unnar verður flutt létt tónlist frá Argentínu, Venesúela og Perú og tónlist eftir þá Jóhann Helgason og Bubba Morthens. „Messuna samdi Ramírez árið 1963. Þetta er óvenjuleg messa, byggð upp eins og aðrar messur með Kyrie, Gloríu, Credo, Sanctus og Agnus Dei köflum, en með nokkuð óvenjulegri hljómsveitar- og radd- skipan. Messan er byggð á suður- amerískri þjóðlagatónlist, aðallega þó með ryþma og laglínum frá Arg- entínu og var það hugsun tónskálds- ins að hún væri flutt af óskóluðum röddum og að undirleikur færi fram með hrynsveit,“ segir Jón Karl Ein- arsson, stjórnandi Selkórsins. Hann íslenskar messuna, sem áður hefur verið flutt hér á landi á spænsku. „Spænski textinn er þýðing hefð- bundins helgisiðatexta, en að áeggj- an Bubba íslenskaði ég texta að tón- listinni.“ Selkórinn var stofnaður á Sel- tjarnarnesi árið 1968 og hefur við- fangsefni hans hin síðari ár verið fjölbreytt. Hljómsveitin er skipuð Gunnari Hrafnssyni, (bassi), Árna Scheving, (harmónikka og slagverk), Jóni Árna Þórissyni (gítar), Þorvaldi Þór Þor- steinssyni (slagverk), Magnúsi R. Einarssyni (mandólín) og Kjartani Valdimarssyni (píanó). Argentínsk messa í Borgar- leikhúsinu Jóhann Helgason Bubbi Morthens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.