Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR þetta er skrifað hefur verkfall tónlistarkennara í FT og FÍH staðið yfir í u.þ.b. þrjár vikur og reynt hefur verið að semja um kjör kennara í tæpt ár. Stefna sveitarfélaganna í launamálum tón- listarkennara, með Reykjavík í far- arbroddi, hefur sett framtíð tónlist- arskólanna í stóra hættu. Á undanförnum átta árum hafa laun tónlistarkennara dregist all- verulega afturúr miðað við aðrar kennarastéttir sem hafa sambæri- lega menntun og vinna sambærileg störf. Tónlistarkennarar hafa sýnt sveitarfélögum mikið langlundar- geð, en margir kennarar eru nú þegar farnir að leita í önnur störf. Þegar sveitarfélögin tóku við tón- listarskólunum af ríkinu voru við- höfð fögur fyrirheit sem því miður hafa brugðist. Vegna lágra launa finnst nem- endum á efri stigum tónlistar- kennsla ekki vænlegur kostur sem framtíðarstarf. Þetta er mjög al- varlegt þegar litið er til framtíðar. Ef efnilegir nemendur skila sér ekki inn í starfsgreinina munu minna menntaðir einstaklingar kenna og sækja verður ódýran starfskraft til annarra landa eins og gerst hefur í sumum lægst laun- uðu starfsgreinunum. Er þetta það sem borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vilja? Brottfall úr stéttinni og engin endurnýjun tónlistarkennara. Hver er stefna borgarinnar? Er stefna annarra sveitarfélaga einhver önnur? Þessir aðilar hafa lítið tjáð sig opinberlega um þessi mál og er stefna þeirra á huldu. Er því auglýst eftir henni hér. Tónlistarkennarar fara fram á eðlilega og réttláta leiðréttingu á kjörum sínum. Til þess að það náist þurfa sveitarfélögin að bæta tilboð sitt sem hljóðar uppá tugþús- undum króna lægri laun en aðrir kennarar fá, en um 1995 vorum við með svipuð laun og framhaldsskólakenn- arar. Það vantar mikið upp á að eðlilegri og réttlátri leiðréttingu á kjörum tónlistarkenn- ara sé náð, en auðvelt er að villa um fyrir fólki með háum pró- sentutölum þegar launin eru lág eins og launanefnd sveitarfé- laganna og borgarstjóri hafa reynt. Þá er rétt að benda á að tónlist- arkennarar hafa u.þ.b. 150 klst. meiri kennsluskyldu á ári en aðrir kennarar, en hver kennslustund okkar er heil klukkustund en kennslustund í grunn- og fram- haldsskólum styttri. Auk þess er vinnutími tónlistarkennara mjög óheppilegur fyrir fjölskyldufólk, þar sem þeir verða að kenna langt fram á kvöld, m.a. vegna einsetn- ingar grunnskólanna. Tónlistarskólar á Íslandi hafa skilað merkum árangri til menning- arlífsins, sem vakið hefur athygli víða er- lendis. Auðvelt er að glopra árangri sem þessum niður á stutt- um tíma ef illa er á málum haldið. Hins vegar tekur langan tíma að vinna upp aft- ur það sem glatast, ef fer eins og nú horfir. Það sem liggur að baki hinum góða ár- angri tónlistarskól- anna eru vel mennta- ðir kennarar, sem beita kennsluaðferð- um til að ná því besta fram hjá hverjum nemanda í einkatímum. Mikilvægt er að hafa gæði, sem standa á fag- legum grunni, í fyrirrúmi. Í umræðunni gleymist oft for- varnargildi tónlistarkennslunnar, en athuganir sýna að nemendur sem stunda tónlistarnám leiðast síður en félagar þeirra út í neyslu fíkniefna. Má með sanni fullyrða að tónlistarnám spari borginni háar upphæðir í ýmsum meðferðum, t.d. eftir vímuefnaneyslu, með öflugri starfsemi sinni sem erfitt er að meta til fjár. Ég skora á sveitarfélögin að taka á málum tónlistarskólanna af al- vöru svo að tónlistarkennarar fái réttláta leiðréttingu á kjörum sín- um og gefa launanefndinni ný fyr- irmæli, þ.e.a.s. að laun verði hækk- uð í samræmi við þau kjör sem tónlistarkennarar voru með þegar sveitarfélög tóku við tónlistarskól- unum. Vefur FT er www.ki.is/ft. Tónlistarskólar í stórri hættu Símon H. Ívarsson Tónlist Nemendur sem stunda tónlistarnám, segir Sím- on H. Ívarsson, leiðast síður en félagar þeirra út í neyslu fíkniefna. Höfundur er tónlistarkennari og gítarleikari. ÞAÐ er með ein- dæmum frekjan í LÍÚ mönnum þessa dag- ana, sem og alla tíð síðan þeir fengu út- hlutað kvótanum til einkaafnota. Nú talar stjórnarformaðurinn um að trillusjómenn hafi með pólitískum hætti náð að koma sín- um hagsmunum á framfæri. Ríkt!… komandi frá manni sem hefur haft einka- umboð ríkisstjórnar- innar til að haga fisk- veiðistjórnun landsins að eigin geðþótta síð- ustu 10-15 árin! Hann er orðinn svo vanur að fá sínu framgengt að minnsta mótlæti breytir honum í heimtufrekan öskrandi krakka! Hahahaha… þetta finnst mér alveg rosalega fyndið. Mig langar að benda öllum þeim sem eru orðnir þreyttir á byggða- stefnu, bæði höfuðborgarbúum sem öðrum, að byggðir landsins áttu aldrei í neinum vandræðum áður en kvótakerfinu var komið á, og síðan handstýrt af Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, með Kristján Ragnarsson í broddi fylkingar. Ó nei, sjávarbyggðir landsins blómstruðu, rétt eins og Afganistan áður en óvitar tóku við stjórnar- taumum. Nú er öldin önnur. Er nú komið fyrir þjóðinni að hagsmunum ber nú ekki saman á milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar. Af hverju? Svarið er sáraeinfalt. Eftir afleita stjórnarhætti ríkis- stjórnarinnar er svo komið að bankakerfið, sem hefur að sjálf- sögðu allt aðsetur sitt á höfuðborg- arsvæðinu og sér öllum athafna- mönnum landsins fyrir lánsfé, hefur lánað milljarða ofan á milljarða til stórútgerða landsins til að kaupa sér afla- heimildir. Þeir pening- ar runnu í vasa þeirra smærri sem sáu sér það hagkvæmast að selja sig út fyrir tugi og hundruð milljóna. Fluttu margir síðan til Reykjavíkur eða lengra og lifðu hátt. Eftir standa stór- skuldug sjávarútvegs- fyrirtækin, sem glíma nú við olíuhækkanir og sjómenn sem vilja ekki að þeim sé fækk- að til hagræðingar. Hvað bankana varðar þá geta þeir ekki með neinu móti unað við það að kvótakerfinu sé raskað á einn eða annan hátt. Þar með eru tryggingar fyrir að þeir fái lánsfé sitt endurgreitt fyrir bí, spyrjið bara stjórnarformann Íslandsbanka FBA, Kristján Ragnarsson. Á móti kemur að landsbyggðarkjarnar sem áður þrifust á sjávarútvegi eru nú blóðgaðir á versta veg, og þeir skildir eftir til að deyja. Þetta er því hrein og bein barátta á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- is. Megi sá skynsamari vinna! Hvernig geta landsbyggðarmenn rétt sinn hlut? Hvernig er hægt að berjast á móti afli sem öllu ræður? Upptökin er ekki að finna í LÍÚ, heldur hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef sá flokkur héti gegnsæju, réttlýs- andi nafni, þá væri hann sjálfsagt kallaður Fákeppnisflokkurinn, eða bara „Við, peningasleikjurnar!“. Gildi flokksins, sem ég ólst upp við að virða, eru löngu farin forgörð- um. Forysta þessa flokks er getu- laus, Davíð hefur ekki einu sinni komið upp góðum brandara í nokk- ur ár! Ef landsbyggðarbúar ætla sér að kjósa þennan flokk í næstu kosn- ingum þá vona ég að þeir séu búnir að versla sér timbur… til að negla fyrir gluggana sína að kosningum loknum. Ástandið er þegar orðið svo slæmt að menn með góðar, arð- bærar viðskiptahugmyndir fá ekki lánað til sjávarplássa. Er ekki hægt að fara í mál vegna þessa sökum mismununar vegna búsetu? Eða er það bara í ESB, þeim samtökum sem ríkisstjórnin forðast eins og heitan eldinn. Af hverju ætli það sé? Eini flokkurinn sem er af ein- hverri alvöru að gæta hagsmuna sjávarbyggðanna með ótvíræðum hætti er Frjálslyndi flokkurinn. All- ir aðrir eru með hálfkák, þora ekki að segja sína skoðun… hvað þá framfylgja henni… ef þeir þá hefðu eina! Að lokum vil ég bara segja þetta. Fylgi Frjálslyndra í dag, að mínu mati, endurspeglar í raun og veru einungis það hversu lítill hluti Ís- lendinga eru hugsandi í dag um framtíðina. Ef svo fer sem horfir undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og þeirra meðleppa, þá verður ekki mikið eftir fyrir börn þessarar þjóðar að erfa, alls ekki mikið. Nei, hættu nú, nafni! Kristján Ragnar Ásgeirsson Fiskveiðistjórn Gildi flokksins, sem ég ólst upp við að virða, segir Kristján Ragnar Ásgeirsson, eru löngu farin forgörðum. Höfundur er rekstrarfræðingur. L engi hefur verið rök- rætt um kosti þess og galla að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Bent hefur verið á að samning- urinn um Evrópska efnahags- svæðið dugi okkur fullkomlega en á síðustu mánuðum hafa þó efasemdarraddir um að svo verði áfram gerst háværari. EFTA-ríkin hafa sett fram óskir um að EES-samningurinn verði endurskoðaður en ljóst er að innan Evrópusambandsins er ekki mikill áhugi á að verða við þeim óskum, og ekki ljóst hve langt á að ganga í upp- færslu samn- ingsins. Það eru einungis þrjú ríki sem stór- an ávinning hafa haft af EES-samningnum: Ísland, Nor- egur og Liechtenstein. Ávinn- ingur ríkja Evrópusambandsins er ekki svo mikill og því lítið sem ýtir á aðildarríki ESB að endurskoða EES-samninginn. Í ESB-stoð Evrópska efnahags- svæðisins verða brátt 100 sinn- um fleiri íbúar en í EFTA- stoðinni, þ.e. 480 milljónir á móti 4,8 milljónum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi dregið að taka af skarið um hvort ástæða sé til að huga að aðildarviðræðum en utanrík- isráðherra hefur nú sagst munu leggja áherslu á að beita sér fyr- ir því að EES-samnningurinn verði endurskoðaður. Formaður stjórnarandstöðuflokksins Sam- fylkingarinnar telur kostina við aðild fleiri en gallana og telst því persónulega hlynntur aðild en stefna flokks hans er aftur á móti ekki skýr. Niðurstaða úr kosningu um málið meðal fé- lagsmanna Samfylkingarinnar á að liggja fyrir á næsta ári. Árið þar á eftir er kosningaár og ef guð lofar verður Evrópusam- bandsaðild kosningamál. Samfylkingin hefur gefið út bók með greinum um Evrópumál eftir fjölda fræðimanna. Í mörg- um greinunum er stuðningi lýst við hugsanlega aðild þar sem Ís- landi væri frekar ávinningur að aðild en hitt. Sú athyglisverða kenning hefur einnig verið sett fram að Íslendingar hafi þegar afsalað sér fullveldi með því að undirrita samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið árið 1994. Það séu því ekki fullgild rök gegn aðild að ESB að með henni myndu Íslendingar afsala sér fullveldi. Þvert á móti myndum við endurheimta fullveldið að nokkru leyti með því að ganga í ESB, þar sem þá fengjum við tækifæri til að koma skoðunum okkar á framfæri og hafa áhrif, en vera ekki einungis þöglir þiggjendur tilskipana. Þau rök gegn aðild að Íslend- ingar séu smáþjóð sem báknið í Brussel muni ekki hlusta á hafa einnig verið hrakin: Evrópusam- bandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja, hverra hags- munir fara saman, og hefð er fyrir því að taka tillit til skoðana allra og taka ákvarðanir sem oft byggjast á málamiðlunum. Því tekur reyndar oft langan tíma fyrir aðildarríkin sem nú eru 15, en mun fjölga verulega á næstu árum, að sammælast um ákvarð- anir. Málamiðlanir taka tíma en þær eru þess virði. Við þurfum hvort sem er að láta þessar ákvarðanir yfir okkur ganga. Sem aðilar að ESB gætum við haft eitthvað að segja. En mál- flutningurinn þarf að vera rök- studdur og vel úr garði gerður og þá er hlustað hvort sem flytj- endur eru Íslendingar eða Þjóð- verjar, eins og fróður maður um Evrópumál, Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, komst að orði í Kastljósinu í vikunni. Auk þess eru smáþjóðir innan ESB og aðrar á leiðinni inn í ESB sem segja að þær hafi einmitt áhrif vegna þess að þær séu inn- an sambandsins en ekki utan þess. Áhrifaleysi ríkja utan Evrópu- sambandsins bar líka á góma í viðtali sem ég átti við Franz Fischler, einn framkvæmdastjór- anna hjá Evrópusambandinu, síðastliðið vor. „Einn stærsti kosturinn við aðild er að aðild- arríkin eiga hlut í ákvarð- anatökuferlinu innan sambands- ins. Þau geta haft áhrif á grundvallarreglur og stefnumót- un sambandsins. Ríki sem standa utan sambandsins geta ekki gert annað en að fylgjast með og aðlaga sig ákvörðunum sambandsins í ýmsum geirum. Þetta eru skýr merki um kosti þess að gerast aðilar,“ sagði Fischler. Og seinna sagði Fischler: „Evrópusambandið er ekki stofnun þar sem þeir stóru koma vilja sínum fram á kostnað þeirra minni. Sambandið er hlynnt fámennum ríkjum. Allir hafa rétt á sinni skoðun og eng- um er gert að fórna þjóðarhags- munum.“ Fischler hefur því fyrir löngu staðfest málflutning Evr- ópusinna á Íslandi. Það er greinilegt að vega þarf og meta kosti og galla hugs- anlegrar aðildar Íslands að Evr- ópusambandinu. Framsókn- arflokkurinn og Samfylkingin hafa nú gefið út skýrslur um Evrópumálin og eru þær góður umræðugrundvöllur. Nú gengur ekki lengur að skjóta málinu á frest og nauðsynlegt er að það verði aðalmálið í kosningunum 2003. Evrópusinnar eru allra flokka en það væri Samfylkingunni til framdráttar að skýra línur í sinni pólitík, Evróputengdri og ekki, og gera það að afdrátt- arlausri stefnu sinni að Ísland sæki um aðild að Evrópusam- bandinu. Ef löngu föllnum rök- um um erfiðleika smáþjóða og fórnun fullveldis með inngöngu í ESB verður áfram haldið á lofti verður varla miklu lengur hægt að taka íslensk stjórnmál alvar- lega. EFTA eða ESB Þvert á móti myndum við endurheimta fullveldið að nokkru leyti með því að ganga í ESB, þar sem þá fengjum við tækifæri til að koma skoðunum okkar á framfæri og hafa áhrif, en vera ekki einungis þöglir þiggjendur tilskipana. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.