Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið. Gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. Þetta erindi er úr kvæðinu um Arnljót Gellina og á sér rætur í Ólafs sögu helga í Heimskringlu Snorra. Arnljótur var útigangs- maður og mikill kappi, veitti fátæk- um liðsemd, en rændi ríka. En svo kom, að hann gekk á hönd Ólafi konungi digra Haraldssyni og féll með honum í Stiklarstaðarorustu. Kvæði Gríms Thomsens um Arnljót hefur maklega verið lofað og ekki síst myndvísi hans, svo að lesandinn sér atburðina fyrir sér, þá sem ort er um. Í síðasta þætti kom fram að Bárður Halldórsson hefði heyrt dagskrárgerðarmann hjá ríkisút- varpinu lesa skýrt og greinilega ?illbleikir fyrir ilbleikir. Nú ætla ég að auka leti mína og láta Sigurð Nordal minnast á kvæði um Arn- ljót. Hann segir: „Hómer hefur verið dáður fyrir lýsingarorð, sem eru ekki betur mynduð né valin en ilbleikir í kvæðinu um Arnljót Gellina: Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið... Þetta eina orð, sem sá hyggur valið af handahófi, er illa les, felur í sér heila lýsingu á hraða og fóta- burði varganna. Þeir teygja sig svo á hlaupunum, að sér í bleikar ilj- arnar, þegar þeir bregða upp aft- urfótunum. Þessar fáu athugasemdir um form Gríms kynnu að geta hvatt einhvern til að gefa því gaum, hve margs er einmitt þar að njóta, sem hefur ekki verið fullmetið, þótt skammt sé farið út í yrkisefnin.“ Sá sem les þarna „illbleikir“ fyr- ir ilbleikir hefur ekki lesið vel né virt myndir kvæðisins vel fyrir sér.  Símbréf eða emil frá Haraldi Blöndal: „Nú fór í verra. Var á skák- mótinu og hitti Jón Friðjónsson prófessor og Gunnar Skarphéðins- son, íslenzkukennara í Verzló. Gunnar spurði mig: Hvernig er þolmyndin af „Hann sló hana kinn- hest“? Ég álpaðist til að segja: Hún var slegin kinnhesti!!!!! en ætti lík- lega að vera „Hún var slegin kinn- hest“, en það er hræðilega ljótt. Hugsanlega er svo, að þolmyndin sé einfaldlega ekki til. Set þetta svona fram til notkun- ar í yðar praxís, svo að ég vitni í Þorstein, borgarfógeta, Thoraren- sen.“ Aðstoðarmaður umsjónarmanns sendir Haraldi: „Lögmaðurinn tók bókina traustataki. Hvernig er þolmyndin? Bókin var tekin traustataki (af lögmanninum). ?Bókin var tekin traustatak o.s.frv. Gengur ekki. „Set þetta svona fram til notk- unar í yðar praxís.“ Augljóst er að þriðja setningin er tvíræð.“  Meira um þolmynd: Umsjónarmanni þykir úr hófi keyra, þegar sjálfur fréttastjóri ríkissjónvarpsins lætur sér um munn fara „gelda“ þolmynd: „þar sem lagt verður á ráðin …“ í stað- inn fyrir þar sem lögð verða á ráð- in (Kvöld 4. nóv.) Menn leggja ekk- ert á ráðin, enda eru þau kannski innan skattleysismarka, en ráðin kunna að vera lögð á um eitthvað sem úrlausnar krefst. Hins vegar fær fréttastofa rík- isútvarpsins vænan plús fyrir að nota orðin þriðjungur og fjórðung- ur um klukkuna. Ég tel mig hafa heyrt: klukkuna vantar þriðjung í hádegi og sem betur fer, er „kort- erið“ tekið að hopa á hæl fyrir fjórðungnum.  „Ekkert einkenni okkar er mik- ilvægara en hún (tungan). Íslenzk tunga er hvergi töluð annars staðar en hér á landi, ekki svo að orð sé á gerandi. Og hér hefur hún varð- veitzt. Annars staðar hefur hún glatazt. Hún er þannig öðru fremur vitnisburður um málsmenningar- arfleifð okkar, ræktarsemi; hirðu- semi. Hún ber þjóðlegum metnaði vitni. Í henni, ekki sízt, er fólgin reisn okkar, ekki sízt vegna þeirra sérstæðu verðmæta sem hún á ein í bókmenntum og bóklegri arfleifð. Það eru mikil forréttindi að eiga hana og varðveita. Ekkert einkenni er eins sterkt og jafn mikið sameiningartákn og þjóðtungan. Þannig er ekkert sam- einingartákn jafn áhrifamikið. Það er auk þess aðalsmerki ræktaðrar þjóðar að muna. Geyma það sem hún á, rækta það og skila því til framtíðar. Ekki eins og hverjum öðrum arfa, heldur fagurlega rækt- uðum bletti. Við ættum að hafa öll tök á því, svo sterkur sem bakhjarl- inn er. Við ráðum okkur sjálf. Við getum sjálf stungið út kóssinn. Við þurfum engin fyrirmæli að utan. Það hefur engin Brussel tekið við af Kaupinhafn. Siðmenningarlegu gæðin eru í höndum okkar sjálfra. Stolt og metnaður kemur nei- kvæðri þjóðrembu ekkert við. Hvorttveggja er einfaldlega einn þáttur arfleifðar, ekki sízt varð- veittur í tungunni. En öll viðleitni, öll ræktun á sitt hvetjandi upphaf í hugarfarinu,“ sagði Matthías Jo- hannessen í lok erindis síns í Nor- ræna húsinu í gær. (Mbl. 29. ág.)  Hlymrekur handan kvað: Valdimar var uppi á fjöllum til að eyða þar fuglunum öllum, en staðreyndin var, að hann veiddi ekki par, en var sjálfur snæddur af tröllum.  Kallinn hennar kellingar, hann er betri en ekki par; hann er bæði snöggur og snar og snýr sér að henni á næturnar. (Gamall húsgangur.)  „Þegar tungumál týnist, þá fer menning forgörðum, andlegur auð- ur og listaverk. Því er helst líkjandi við að varpa sprengju á Louvre- safnið.“ (Kenneth Hale, prófessor við M.I.T. í Bandaríkjunum, sjá The Economist í nóvemberbyrjun 2001.) Ath. vel: Í síðasta þætti stendur á einum stað: Það er aðgreining- armerki, en átti að vera „högg (komma)“, er o.s.frv. Þá hafði lat- neska orðið citationis slitnað í sundur. Beðist er velvirðingar á þessu gáleysi umsjónarmanns. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.137. þáttur NÚ er það komið fyr- ir almannasjónir, sem var raunar á allra vit- orði, en lénsherrar LÍÚ hafa reynt að fela með dyggri aðstoð stjórn- valda: Hið óskaplega brottkast afla á Íslands- miðum. Tugmilljarða sóun verðmæta, sem er einkenni og aðal fisk- veiðistjórnarkerfis sem auðvaldið hefir komið á fót í þeim tilgangi að ná tangarhaldi í eigin þágu á aðal-auðlind Íslands. Hrólfur Gunnarsson, einn þekktasti fiski- skipstjóri landsins, nefndi um árið að brottkast afla á Íslandsmiðum myndi nema 200 þúsund tonnum árlega. Varla getur heitið að menn hafi þorað að leggja við hlustir, þegar þessi ógn- vænlega tala hefir verið nefnd. Það eru ýmis rök, sem að því hníga, að það kunni að vera álíka miklum afla hent í hafið og komið er með að landi nú um stundir. Á 22 ára tímabili, 1950–1972, var þorskafli á Íslandsmiðum 438 þúsund tonn árlega að meðaltali. Þessi langa reynsla heimilar að álykta að þetta sé sá jafnstöðuafli, sem þorskslóðin get- ur gefið af sér árlega. Þessi reynsla er frá því áður en „verndarenglar“ Hafrannsóknar hófu afskipti sín. Og hin voveiflega spurning vaknar: Þegar nú leyfðar eru árlega veiðar á 200 þúsund tonnum af þorski, eru þá drepin 400 þúsund tonn og helmingi aflans aftur í sjó skilað? Reynslan, sem vitnað var til, heimilar slíka ályktun. Við skulum ekki skjóta yfir markið og deila til vonar og vara í töluna með tveimur. Þá blasir við brottkast þorsks að magni 100 – eitthundrað þúsund tonn. Venjulegt fólk trúir auðvitað ekki sínum eigin eyrum og varð- hundar kerfisins segja þetta helbera lygi, þótt líkindareikningar sýni og sanni að tala Hrólfs Gunnarssonar sé nær lagi, a.m.k. þegar allur botn- fiskafli er tekinn með í dæmið. Þetta segja varðhundarnir að sé rógur um íslenzka sjómannastétt; ís- lenzka hrafnistumenn einsog þeir nefna þá á hátíðastundum, en virða í raun á borð við skítinn undir skónum sínum, og róa að því öllum árum að gera þá að ánauðugum þrælum. Það blasir við öllum heilskyggnum mönnum að kerfið – gjafakvótakerfið – er orsök þessa ófremdarástands. Eftir þriggja ára reynslu af þessu kerfi lögðu Færeyingar það af sem óhafandi með öllu. Hvers vegna? Vegna hins hömlulausa brottkasts sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess. Á þessa staðreynd vilja sægreifar og þjónar þeirra í stjórn og á þingi ekki hlusta, enda myndu þeir þurfa að skila aftur gripdeild sinni ef fær- eyska kerfið yrðu upp tekið, sem full sátt er um hjá þeirri þjóð. Auðvaldið skilar sjálfviljugt aldrei aftur því sem það hefir klófest. Til þess að beygja gripdeildarmennina þarf að beita afli atkvæðanna. Eða öðrum tiltækum ráðum. Þau vopn eiga sjómenn í fór- um sínum og munu beita mis- kunnarlaust ef svo heldur fram sem horfir um þá svívirðu sem rænir þá afkomu og eignum. Það líður óðum að þeim skuldadög- um. Skuldadagar Sverrir Hermannsson Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins. Kvótinn Þegar nú leyfðar eru ár- lega veiðar á 200 þúsund tonnum af þorski, segir Sverrir Hermannsson, eru þá drepin 400 þús- und tonn og helmingi aflans aftur í sjó skilað? ILLT þykir okkur starfsfólki Flugleiða og ósanngjarnt að vera sökuð um mannrétt- indabrot gegn hreyfi- hömluðum og að koma fram af óheiðarleika, eins og formaður Ör- yrkjabandalagsins sak- ar okkur um. Nú er rúm vika síðan Flugleiðir fengu ábendingu frá Öryrkja- bandalagi Íslands um mál hreyfihamlaðs ein- staklings, sem sam- kvæmt reglum félags- ins um ferðir hreyfi- hamlaðra var gert að hafa með sér fylgdarmann. Þá strax buðust Flugleiðir til þess að hitta for- ystu Öryrkjabandalagsins, veita upp- lýsingar og heyra sjónarmið þess. Það var ekki þegið. Reglur um flutning hreyfihamlaðra eru settar í öryggisskyni. Það eru mannréttindi hreyfihamlaðra að flug- félagið tryggi öryggi þeirra til jafns við aðra farþega. Flugleiðir munu því aldrei flytja hreyfihamlaða farþega nema gera sérstakar ráðstafanir sem taka tillit til sérstakra aðstæðna þeirra. Eftir ábendingar á undanförnum árum um að Flugleiðir sinntu ekki þessum öryggis- þáttum eins vel og aðr- ir breyttu Flugleiðir reglum sínum í apríl sl. Af ummælum í fjöl- miðlum undanfarna daga, einkum ríkisút- varpinu, mætti ætla að samkvæmt þeim væri öllum sem bundnir eru við hjólastól gert að hafa fylgdarmann með. Það er öðru nær. Flugleiðir hafa flogið með að minnsta kosti mörg hundruð, og lík- lega þúsundir, hreyfihamlaðra far- þega sem þurfa á hjólastól að halda, án nokkurra vandkvæða eða athuga- semda síðan nýju reglurnar tóku gildi. Langflestir þeirra sem eru í þeim flokkum hreyfihamlaðra, þar sem gerð var krafa um fylgdarmann, ferðast ekki án samferðamanns. Því reyndi ekki á þessa reglu fyrr en nú, sjö mánuðum síðar. Athugasemdin nú var sanngjörn að mati Flugleiða, enda var tilgangur reglnanna svo sannarlega ekki að draga úr möguleikum fatlaðra til ferðalaga. Því var ákveðið að breyta reglunum strax þannig að sá hópur hreyfihamlaðra (WCHC) sem farþeg- inn tilheyrir gæti flogið án þess að hann tilnefndi sjálfur fylgdarmann. Janframt lýstu Flugleiðir því yfir að félagið mundi sjálft uppfylla fylgdar- mannskröfuna. Reglur Flugleiða eru í stuttu máli þær að með öllum flokkum hreyfi- hamlaðra, (MEDA, BLIND,DEAF, WCHR, WCHS, WCHP, WCHC og STRC) er gert ráð fyrir aðstoð, en að- eins í flokkunum STCR (sjúkrabörur) WCHP og WCHC (mjög hreyfihaml- aðir) er þess krafist að fylgdarmaður sé á vegum farþegans. Í hinum tilvik- unum annast Flugleiðir öryggisað- stoðina. Nú hefur verið ákveðið að gera þá breytingu á reglunum að hið sama gildi um WCHP og WCHC flokkana – að áhöfnin annist aðstoð- arhlutverkið í þeim tilvikum sem slík- ir farþegar ferðast einir. Framvegis verður því ekki gerð krafa um að hreyfihamlaðir, aðrir en þeir ferðast í sjúkrabörum, tilnefni fylgdarmann. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur á undanförnum dögum lagt sig fram við að gera þessar reglur Flug- leiða tortryggilegar, talað um mann- réttindabrot og að Flugleiðir væru al- gjörlega úr takti við það sem tíðkaðist í löndunum í kring. Það er óskiljan- legt. Öll flugfélög gera kröfu um fylgdarmann ef fötlun er mikil. Engin tvö flugfélög setja reglur sínar fram með sama hætti. Hér eru dæmi um það hvernig erlend flugfélög, valin af handahófi, orða þetta í handbókum eða á heimasíðum (í íslenskri þýð- ingu): KLM: ...Áhöfn okkar mun aðstoða þig við notkun hjólastólsins. Hins vegar hefur hún ekki leyfi til þess að lyfta þér upp né halda á þér. Við ætl- umst til þess að þú getir sjálfur fært þig úr sæti þínu í hjólastólinn og úr hjólastólnum í sæti þitt eða á salernið. Ef þessi möguleiki er ekki fyrir hendi verður þú að ferðast með fylgdar- manni. AIR FRANCE: Hvenær er skil- yrði að vera í fylgd samferðarmanns? Aðeins þegar sjálfsbjargargeta þín er ófullnægjandi (deegree of autonomy is insufficient). Til þess að ferðast ein- samall verður þú sjálfur að geta spennt á þig beltið og tekið það af þér, ásamt því að vera fær um að nota súr- efnisgrímurnar um borð. SWISSAIR: Ef hreyfihamlaður eða veikur farþegi þarf sérstaka að- stoð eða umönnun á meðan á flugi stendur þarf fylgdarmaður hans að sjá um og veita alla þá aðstoð sem far- þeginn þarf á að halda, það felur einn- ig í sér aðstoð við salernisnotkun. LTU: Farþegar sem þurfa á lækn- isaðstoð að halda skulu sjá til þess að hjúkrunarfræðingur sé með í för. Lamaðir farþegar skulu útvega sér fylgdarmann. BRITISH AIRWAYS: Ósjálf- bjarga farþegar, þ.e. þeir sem ekki geta notað salernið, borðað, séð um sína eigin lyfjameðferð og/eða lyft sjálfum sér og/eða átt samskipti, skulu ferðast í för fylgdarmanns sem getur séð um þessar þarfir farþegans. SAS: Farþegi í tveggja tíma flugi eða lengra, sem þarfnast aðstoðar í eða úr sæti sínu, á meðan á máltíð stendur og við salernisnotkun: Fylgd- armaður skilyrði. Farþegi sem þarfn- ast aðstoðar í eða úr sæti sínu ásamt því að þurfa aðstoð við notkun hjóla- stóls til/frá salerni, ef farþegi getur fært sig sjálfur úr hjólastól í sæti eða á salerni, ef farþegi getur séð um sal- ernisferðir sínar óstuddur og borðað án aðstoðar: Fylgdarmaður ónauð- synlegur. Allt er þetta í sama anda og reglur Flugleiða, en blæbrigðamunur er á. Reglur allra eru í stöðugri þróun, öll flugfélög vilja tryggja öryggi hreyfi- hamlaðra, öll vilja þau gera þeim kleift að ferðast. Hreyfihamlaðir farþegar Flugleiða geta treyst því að starfsfólk Flug- leiða, einkum fólkið okkar í Leifsstöð og um borð í vélunum okkar, sem hreyfihamlaðir farþegar þekkja af góðu, mun taka þeim fagnandi og veita þeim úrvals þjónustu hér eftir sem hingað til. Flugleiðir og ferðir hreyfihamlaðra Hreyfihamlaðir Flugleiðir munu því aldrei flytja hreyfi- hamlaða farþega, segir Guðjón Arngrímsson, nema gera sérstakar ráðstafanir sem taka til- lit til sérstakra að- stæðna þeirra. Höfundur er upplýsingafulltrúi Flugleiða. Guðjón Arngrímsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.