Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Merkið stendur þótt maður falli minnir á brostinn streng. Þessar ljóðlínur eftir Kristján Vigfússon koma mér í huga þegar komið er að kveðjustund. Á slíkum stundum hrannast upp minningar frá löngu liðnum tímum, tímum at- hafna og erfiðis, tímum sigra og ósigra, tímum ánægju og vonbrigða á langri leið. Við andlát öðlingsins Kristjáns frá Litla-Árskógi koma fram í hug- ann mörg minningabrot þar sem leiðir okkar lágu saman á ólíkum vettvangi við ýmsar aðstæður en alltaf var ánægjulegt og gagnlegt að vinna með honum og njóta leið- sagnar hans, vandvirkni og sam- viskusemi, sem hann ætíð sýndi við öll úrlausnarefni. Það var fyrir nærri sex áratugum sem ég kynntist honum er hann var handavinnukennari minn í Árskóg- arskóla. Hann var einstakur kenn- ari. Með rósemi, natni og samvisku- semi laðaði hann alla nemendur til að einbeita sér að verkefnum sínum, þrátt fyrir misjafnt gengi í öðrum fögum. Agavandamál voru þá fátíðari en nú og samband hans við nemendur einstakt. Með framgöngu sinni fékk hann það besta fram hjá hverjum einstaklingi, allir vildu hlýðnast honum. Hann kenndi mér einnig eftir fermingu í svokölluðum ung- lingaskóla, á því aldursskeiði sem margir eiga erfitt með að aðlagast námi og aga. Allt slíkt reyndist auð- velt fyrir Kristján. Síðar meir lágu leiðir okkar sam- an í margs konar félagsstörfum, innan stjórnar ungmennafélagsins Reynis, og Ungmennasambands Eyjafjarðar. Hann var einstakur eljumaður og fórnaði bæði tíma og kröftum fyrir óteljandi verkefni innan vébanda þessara félaga. Lengi verður hans minnst fyrir fórnfúst starf hans hjá skógrækt- arfélagi sveitar sinnar þar sem hann var formaður í áratugi og allt forystustarf lá á hans herðum. Hann var mikill ræktunarmaður, skipulagður og útsjónarsamur. Hann náði enda góðum árangri í gróðursetningu trjáplantna og er mér minnisstætt er við kepptum hlið við hlið í þeirri keppnisgrein á Landsmóti UMFÍ á Laugum árið 1961, þar sem hann stóð efstur sem sigurvegari allra þeirra sem reyndu með sér víðs vegar að af landinu, enn jafn lítillátur og hógvær sem fyrr. Ungmennafélagið Reynir hefur gefið út sitt félagsblað „Helga magra“ að mestu óslitið í 80 ár. Þar var Kristján manna lengst ritstjóri eða í ritnefnd og oftast atkvæða- mestur að skrifa í blaðið bæði í bundnu máli og óbundnu. Hann átti létt með kveðskap og eftir hann liggja mörg eftirminnileg ljóð og lausavísur, þótt hann vildi ekki flíka því mikið frekar en öðrum ein- stökum eiginleikum. Hann var sannur ungmennafélagi og vann í anda ungmennafélaganna að „rækt- un lands og lýðs“ og hafði til þess hæfileikana. Í fórum „Helga magra“ hefur varðveist margt af kveðskap hans og birti ég hér eitt erindi úr ljóðinu Við eigum vorið: Halt vöku þinni íslensk æska, ættjörðin er þín. Í heimi, þar geisa válynd veður, vélabrögð glepja sýn. Ef stenstu élin, uns storma lægir KRISTJÁN VIGFÚSSON ✝ Kristján EldjárnVigfússon fædd- ist á Kúgili í Þor- valdsdal 28. júlí 1917. Hann lést á heimili sínu á Ár- skógssandi 12. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stærri-Ár- skógskirkju 17. nóv- ember. þér stjarnanna ljómar dýrð. Við eigum vorið, þín von í hjarta sé vorhugans eldi skírð. Hann hvatti og brýndi æskumennina til dáða með ljóðum sínum. Hann var mikið náttúrubarn og unni hvers konar gróðri, átthögum sínum og öllu því sem íslenskt er. Síðasta erindið úr kvæðinu „Sólhvörf“ er svohljóðandi: Lífið enn skal yngjast. Æska þú átt leikinn. Fyrirheitum fagna, að fögur blómgist eikin. Um loftin geislar leika, léttfleyg skýin gylla. Hver von og þrá skal vakna, vorsins hörpu að stilla. Heimilið hans í Litla-Árskógi bar glöggt vitni ræktunaráhuga hans, natni og dugnaði, úti sem inni og er skrúðgarðurinn þar heima vitnis- burður um atorku hans og bræðra hans, hverju hægt er að áorka með samheldni og dugnaði. Ungur að árum fór hann í listnám og vinnu til Guðmundar frá Miðdal og undi löngum stundum eftir það við gerð ýmissa listaverka og margs konar handverks. Ber þar hæst mörg útskurðarverk sem m.a. skreyta margar kirkjur landsins, gerð af þeim bræðrum Hannesi út- skurðarmeistara og honum. Þá má einnig minna á að verk þeirra bræðra eru til sýnis í sérstakri deild á Minjasafninu á Akureyri. Þrátt fyrir annríki bóndans við sín skyldustörf og einlægan ræktunar- áhuga á mörgum sviðum virtist hann eiga ótakmarkaðan tíma til að sinna hugðarefnum sínum, en oft var vinnudagurinn langur og lítt hugsað um að hlífa sér. Hann vann mikið að safnaðarmál- um kirkjunnar og lét sér mjög annt um umhirðu hennar, úti sem inni, til margra ára. Mér er minnisstætt, við endurgerð Stærri-Áskógskirkju fyrir mörgu árum, hve gott var að vinna með honum og hve listfengi hans og smekkvísi gat notið sín við þau vinnubrögð þótt í alla staði væri varðveitt upprunalegt form og stíll höfundar kirkjunnar. Við áttum einnig samleið til margra ára í sveitarstjórn okkar gamla, góða Árskógshrepps. Þrátt fyrir hógværð og hlédrægni var hann ávallt tillögugóður og útsjón- arsamur við úrlausn erfiðari mála, maður sátta og samlyndis náði ár- angri án hávaða og sýndarmennsku. Hann var lengi ritari hrepps- nefndar. Góður stílisti með fagra rithönd enda annálaður og eftirsótt- ur skrautritari þar sem margir nutu snilli hans án nokkurrar greiðslu. Þannig var hann. Naut þess að þjóna öðrum af ótrúlegri fórnfýsi þótt lítið bæri hann úr býtum. Hann virtist hafa ótakmarkaðan tíma til félagsstarfa, var m.a. oft fundarritari í Sparisjóði Árskógs- strandar og lengi formaður slysa- varnadeildarinnar og vann þar lengi fórnfúst starf. Um síðir kom þó að því að öll þessi atorka og ótrúlegur dugnaður setti mark sitt á heilsu hans og út- hald en mörg síðustu árin átti hann við mikið heilsuleysi að stríða sem reyndist honum erfitt og að geta ekki sinnt öllum sínum áhugamál- um. Að síðustu sendi ég öllum að- standendum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Sveinn Jónsson. Fyrir fáeinum vikum lést Skafti Bjarg Helgason, fyrrverandi skips- félagi minn til nokkurra ára, en við höfðum verið skipsfélagar á m.s. Stapafelli frá sumrinu 1997 þar til hann í mars sl. hætti störfum sökum veikinda. Skafti var fæddur og upp- alinn á Akureyri og byrjaði ungur til sjós og varð sjómennska hans starfs- vettvangur í rúmlega hálfa öld. Hann undi hag sínum vel á sjónum og sér- staklega þótti honum vænt um skipið sitt Stapafell en þar hafði hann verið skipverji í tæp tuttugu ár. Áður hafði hann verið á síðutogurum og fiski- skipum m.a. á Vestfjörðum, hjá Landhelgisgæslunni um tíma en lengst var hann hjá skipadeild Sam- bandsins í millilandasiglingum og síðast og lengst á Stapafellinu. Skafti var ósérhlífinn og vinnu- samur maður sem hægt var að treysta, nokkuð geðríkur ef því var að skipta og mátti kannski helst líkja honum við íslenska veðráttu. Veðra- brigði snögg og stundum ófyrirséð en þegar lygndi þá lék bros á vörum SKAFTI BJARG HELGASON ✝ Skafti BjargHelgason fæddist 21. janúar 1934. Hann lést 23. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Helgi Ágústsson bifreiða- stjóri á Akureyri og Lára Einarsdóttir húsmóðir. Alsystkini Skafta eru: Einar Bjarg bifvélavirki, f. 15.8. 1931, og Heba Bjarg húsmóðir, f. 9.3. 1937. Hálfsystk- ini Skafta samfeðra eru: Óskar Helgason sjómaður, Brynjólfur verkstjóri, Ólöf húsmóðir, Anna húsmóðir, Þórdís, sem lést ung, og Þormóður flugvallastarfsmaður. Útför Skafta fór fram í kyrrþey. eins og ekkert hefði í skorist. Mér hefur allt- af fundist það bestu mennirnir sem ekki kunna að læðast heldur láta heyra í sér ef þeim mislíkar. Hann lagði aldrei, svo ég heyrði, illt til nokkurs manns, sagði bara sínar skoð- anir umbúðalaust og svo var það búið. Að öllu jöfnu var Skafti há- vaðalaus maður sem stóð sína plikt hvort sem vinnan var á dekki eða vakt staðin í brúnni. Það gat verið gaman að gant- ast við hann því húmor hafði hann góðan og gat oft séð spaugilegar hliðar á hinu daglega lífi um borð. Það er óhætt að segja að hann hafi ekki tekið sjálfan sig of alvarlega. Mér eru minnisstæðar sögur sem hann sagði mér eitt sinn frá togara- tíð sinni og vinnubrögðum sem tíðk- uðust í þá daga en líka er hann sigldi með Eiríki Kristóferssyni, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, á gamla Þór. Þar kunni hann vel við sig en ákvað eftir stuttan tíma að söðla um og fara í siglingar. Í Skafta rann norðlenskt blóð, framburður hans og tungutak ber þess glöggt vitni. Rætur hans lágu í Eyjafirði og sagði hann eitt sinn er við komum í minni fjarðarins eftir norðaustan brælu að alltaf væri gott að koma í Eyjafjörð. Ég var sam- mála honum enda báðir þreyttir eftir veltinginn en ég lét á engu bera. Hann brosti og beið eftir svari sem kom víst aldrei en það kemur hér. Það er gott að koma í fjörðinn þinn, Skafti minn, hvernig sem viðrar. Fyrir hönd áhafnar Stapafellsins vil ég þakka Skafta samvinnuna og votta aðstandendum hans samúð mína. Páll Ægir Pétursson. ✝ Hartmann Hall-dórsson fæddist á Melstað í Óslands- hlíð 20. maí 1940. Hann lést á Land- spítalanum 16. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Hartmannsdóttir og Halldór Bjarnason. Hartmann missti föður sinn á fyrsta ári og ólst upp hjá móður sinni og fóst- urföður, Guðmundi Guðnasyni, á Mel- stað. Systkini hans eru; Dóra f. 8.2. 1949, Loftur, f. 14.4. 1952, og Ragnar, f. 2.11. 1955. Hinn 23.3. 1963 kvæntist Hartmann eftirlif- Stefán Kemp, börn þeirra eru El- ísabet, Marín og Katrín. 4) Elín Huld, f. 3.4. 1967, maki Stefán Bragason, börn þeirra eru Hart- mann Bragi og Halldór Bjarni. 5) Guðmundur Óli, f. 2.9. 1972, maki Arndís Brynja Jóhannsdótt- ir, börn þeirra eru Sigurður Sturla, Magnús Óli og Ragnar Elí. 6) Elva, f. 18.3. 1977, maki Hlynur Steinarsson. Hartmann stundaði lengst af útgerð og sjómennsku frá Sauð- árkróki. Hann hafði mikinn áhuga á öllum veiðiskap og náði að sameina þetta áhugamál sitt og atvinnu sína. Hartmann út- skrifaðist sem bifvélavirki frá Iðnskólanum á Sauðárkróki og vann við iðn sína um nokkurra ára bil. Síðustu árin var hann virkur félagi í húsbílafélaginu Flakkararnir og hafði af því mikla ánægju. Útför Hartmanns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. andi eiginkonu sinni Guðnýju Sturludótt- ur frá Breiðadal í Önundarfirði, f. 10.11. 1940. Þau eignuðust sex börn og bjuggu allan sinn búskap á Sauðár- króki. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Herborg, f. 23.9. 1961, maki Guðmundur Þór Árnason, börn þeirra eru Árni Rúnar og Guðný Katla. 2) Hall- dóra Kristín, f. 20.10. 1962, maki Stein- grímur E. Felixson, börn þeirra eru Guðný Erla, Kristján Vignir, Elvar Ingi og Hartmann Felix. 3) Gunnlaug, f. 4.10. 1964, maki Elsku Mannsi. Þegar ég horfi til baka til þeirra ára sem ég fékk að kynnast þér og endurminningarnar flæða yfir skort- ir mig orð til að lýsa þeim tilfinn- ingum og þakklæti sem býr mér í brjósti. Ég veit ekki hvort aðrir hafa átt betri tengdapabba en ég en a.m.k. hefði ég ekki getað óskað mér hans betri. Góðvild þín og bros yljaði alltaf og traust þitt brást aldrei. Afastrákarnir sem voru svo hændir að þeir munu ætíð muna matarbílinn sem þeir kölluðu svo, ferðirnar með Mannsa afa og Guðnýju ömmu í hjól- hýsið á Melstað, sjóferðirnar á litla bátnum og svo ótalmargar aðrar stundir. Þegar margs er að minnast er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum þeim hugsunum og tilfinningum sem leita fram en eftirfarandi ljóðlínur segja þó margt af því sem okkur langar að segja: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Arndís Brynja Jóhanns- dóttir, Sigurður Sturla, Magnús Óli og Ragnar Elí. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson.) Elsku Mannsi minn, það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért bú- inn að kveðja þennan heim. Ég man fyrst eftir þér fyrir tæp- um 20 árum, þegar ég 5 ára stelpu- hnáta var orðin kærkominn gestur á heimili ykkar Guðnýjar. Við Elva yngsta dóttir þín vorum alveg eins og tvíburar, yfirleitt eins klæddar og alltaf saman. Ég man hvað mér fannst nafnið þitt skrítið, Hartmann eða Mannsi eins og þú varst yfirleitt kallaður, með tímanum varð nafnið fallegra og fallegra, sem góð sál hafði að geyma. Alltaf leyfðir þú mér að fljóta með, ef þið voruð að fara að gera eitthvað eins og ferðirnar í sveitina, hjólhýsið, að taka upp kartöflur og allar ferð- irnar í berjamó. Ég var líka svo lán- söm að fá að kynnast sjómennskunni hjá þér, þegar ég og Elva, smástelp- ur, vöknuðum snemma og fórum með þér á Blátindi, þessum ferðum mun ég aldrei gleyma. Elsku Mannsi minn, þú hefur bar- ist hetjulegri baráttu, þar sem Guðný og börnin þín hafa verið þín stoð. Þú hefur sigrað margar hindr- anir á þessum tólf árum, en samt var stutt í húmorinn og brosið hjá þér. Það eru forréttindi að hafa þekkt svona góðan mann, sem hefur kennt mér mikið í gegnum tíðina. Með þessum sálmi kveð ég þig, elsku Mannsi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Guðný og Elva, Lóa, Dóra, Gudda, Ella, Gummi og aðrir að- standendur, megi góði Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð, Guð geymi ykkur. Elísabet Sóley Stefánsdóttir. HARTMANN HALLDÓRSSON Minningargreinum fylgi á sér- blaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.