Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 45 ✝ Björn ArnarrÁgústsson fædd- ist á Hákonarstöðum á Jökuldal 21. des- ember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 20. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelm Ágúst Ásgrímsson, bóndi á Ásgríms- stöðum í Hjalta- staðaþinghá, f. 5. ágúst 1888, d. 26. júlí 1971, og Guð- björg Alexanders- dóttir húsmóðir, f. 23. júlí 1891, d. 4. apríl 1974. Systkini Björns voru Karl Ásgrímur, Helga Jó- hanna, Vilhelmína Ingibjörg, Sigrún Halldóra, Ragnar Hall- dór, Guðjón Sverrir, Guðgeir, Skúli Björgvin og Rannveig Heiðrún. Björn kvæntist 26. des- ember 1954 Þóru Einarsdóttur frá Stóra-Steinsvaði. Eignuðust þau hjónin fimm börn, þau eru: 1) Guðbjörg, búsett í Kópavogi, maki Egill Pétursson, synir Guð- bjargar og Reynis Kjerúlf eru Arnþór Björn, unnusta hans er Linda Jónína Steinarsdóttir, og Rúnar Snær. 2) Kristjana, á Borgarfirði eystra, maki Jón Helgason, börn Magnús, unnusta hans er Herborg Eydís Eyþórsdóttir, þeirra sonur er Brynjar Þorri, og Þórey Birna. 3) Ágústa, á Egilsstöð- um, maki Hafsteinn Jónasson, þeirra synir Viðar Örn og Jónas Ástþór. 4) Einar Sverrir, býr á Eskifirði, maki Guð- björg Þórdís Krist- jánsdóttir, börn Þóra og Guðjón Arnarr. 5) Vilhelm Ásgrímur, í Þor- lákshöfn, maki Linda Björg Sig- urðardóttir, börn Sigurður Fannar og Guðbjörg Ragna. Björn og Þóra byrjuðu búskap á Ásgrímsstöðum en árið 1956 er nýbýlið Móberg stofnað og þang- að flytja þau árið 1958. Björn var bóndi lengst af en stundaði einnig vinnu utan heimilisins, vann á Seyðisfirði á síldarárun- un, við byggingu Lagarfossvirkj- unar og eftir að þau hjónin hættu búskap og fluttu í Egils- staði 1982 starfaði hann hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Austur- landi. Útför Björns fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það smáa er stórt í harmanna heim – höpp og slys bera dularlíki, – og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þó sama glysi þeir báðir flíki. En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Ein hreyfing, eitt orð og á örskots stund örlaga vorra grunn vér leggjum, – á óvæntum, hverfulum farandfund, við flim og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein veig, ber vort líf undir tæmdum dreggjum. – Hvað vill sá sem ræður? – – Voldug og hljóð reis verkmanna sól yfir múranna eggjum. (Einar Ben.) Hinsta kveðja, með kærri þökk. Börn og tengdabörn. Elsku afi, við þökkum þér fyrir all- ar þær góðu stundir sem við höfum átt með þér. Þær minningar muna við geyma hvert og eitt á meðan við lifum og deila með komandi kynslóð- um. Þú skilaðir góðu dagsverki og varst hvíldinni feginn eftir vegferð langa, því kveðjum við þig með sökn- uði en án trega og biðjum guð að geyma þig. Eitt kvöld mun ég ganga til hvíldar þreyttur og þjáður, og þúsundir stjarna munu á himninum skína. Og þá mun ég hugsa um það allt, sem gerst hefur áður, og íhuga bljúgur og hreinskilinn tilveru mína. Og kringum minn banabeð fólkinu samanég safna og segi því alla þá visku, sem lífið mér kenndi og öðrum má lýsa til einhverra friðsælli hafna, svo erindisleysu í veröld mig herrann ei sendi. (Steinn Steinarr.) Barnabörn og barnabarnabörn. BJÖRN ARNARR ✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist 26. nóvember 1903. Hún lést á sjúkrahúsi Hólmavíkur fimmtu- daginn 15. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Þórðarson, bóndi á Stóra-Fjarð- arhorni, f. 18. mars 1872, og kona hans Kristín Kristjáns- dóttir, f. 17. janúar 1870. Systkini Sigríð- ar voru Sigurður, Guðrún, Jón, Þórður, Þorgeir, Hjörtur og Valdimar. Sigríður giftist Alfreð Halldórs- syni bónda frá Miðdalsgröf. Þar hófu þau búskap. Tvö af börnum þeirra fæddust á Miðdalsgröf, Sigríður, f. 24. jan. 1928, og Hall- dór, f. 22. apríl 1929. Eftir nokkurra ára búskap á Miðdals- gröf fluttu þau bú- ferlum að Stóra- Fjarðarhorni og bjuggu í tvíbýli á móti Jóni Sigurðs- syni og Maríu Sam- úelsdóttur. Þar fæddust þeim tveir synir, Samúel, f. 25. mars 1934, og Jón, f. 5. maí 1940. Árið 1955 flytja þau að Kollafjarðarnesi og búa þar til ársins 1975. Þá hætta þau búskap og flytja til Hólmavík- ur. Sigríður dvaldi síðustu árin á Sjúkrahúsi Hólmavíkur. Útför Sigríðar verður gerð frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga, engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín. Heilla mig og heim til sín huga minn úr jarðlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Það má segja að vorið sé hvað falleg- ast á landinu þar sem vetrarharkan og myrkrið er hvað mest. Eftirvænt- ingin eftir góðu sumri er mikil strax og snjó tekur að leysa. Það var iðu- lega á vorin eða snemma sumars sem lagt var af stað frá Keflavík í lengstu bílferð í heimi. Eftir bílveiki, öll þau hlið sem þurfti að opna og loka á leið okkar inn í landareignir bænda í sýsl- unum, svo ekki sé talað um alla gulu, rauðu og bláu bílana sem við vorum búin að telja á leiðinni, að áfangastað- ur var í vændum. Það var eins og him- inninn hefði opnast fyrir okkur krökkunum þegar keyrt var yfir Bitruháls og Kollafjarðarnes blasti við okkur. Síðan var keyrt fram hjá Stóra-Fjarðarhorni þar sem afi og amma bjuggu einu sinni og þar á eftir Undralandi þar sem Þórður og Fríða bjuggu. Þegar keyrt er út úr Kollafirði norðanmegin, þá kemur í ljós falleg- asta kirkjustæði á Íslandi, þar sem kirkjan á Kollafjarðarnesi stendur. Eftirvæntingin sem fylgdi heimkom- unni að bænum var hreint yndisleg. Alltaf var amma, þessi hjartagóða og einlæga kona, mætt á hlaðið, í kjóln- um með svuntuna alveg eins og við skildum við hana sumarið áður. Oftar en ekki voru afi, Sammi og oft Sigga einhvers staðar við húsverkin. Eftir að allir höfðu heilsast með kossum, þá sannfærði amma alla fjölskylduna um að nú væru allir svangir og nú skyldi fólkið setjast að snæðingi. Við eldhús- borðið var leitað frétta, oft eftir lang- an vetur. Að sjálfsögðu var amma bú- in að undirbúa komu okkar með ýmsum kræsingum, það sem við krakkarnir kölluðum sveitamat. Sveitastörfin hennar ömmu þóttu okkur ávallt framandi og spennandi, s.s. að mala kaffibaunir, snúa skil- vindunni og fylgjast með þegar smjörið var strokkað. Margt af mat- reiðslustörfunum hennar ömmu end- urtókum við krakkarnir síðan á okkar eigin hátt „í búinu okkar“ á hólnum við fánastöngina. Margt annað er okkur minnisstætt úr sveitinni, t.d. fjöru- og skeljaferðir, kríueggjaleit, beljurnar þegar þeim var hleypt út á vorin, bátsferðir, svo ekki sé talað um fjárburðinn og kind- urnar sem voru okkur eignaðar. Okk- ur voru sérstaklega minnisstæðar fjallagrasaferðirnar með afa og fjallagrasamjólkin sem amma útbjó í kjölfar ferðanna. Einnig munum við vel eftir að hafa fengið að keyra bílinn hans afa Tralla. Með pabba og mömmu fórum við einnig fjölmargar bílferðir um sveit- irnar og heimsóknir á aðra sveitabæi. Stór hluti af sveitamenningunni var að sjálfsögðu bæjarferð til Hólmavík- ur að hitta Jón, Svanní og krakkana. Það má segja að amma hafi alla tíð unað sveit sinni heitt og öllu því fal- lega sem fylgir sveitamennskunni s.s. vorinu, fuglunum og blómunum. Sem lýsandi dæmi um hennar innri mann- eskju var rjúpan, fuglinn sem hún vildi helst af öllu ekki leggja sér til munns sökum fegurðar og væntum- hyggju. Þó svo að okkur séu minnisstæð verkin sem unnin voru í sveitinni og tengsl ömmu við þau, þá kemur oftar en ekki upp í hugann umhyggja henn- ar fyrir fólkinu sínu. Hún var nánast fram á síðasta dag ávallt ræðin og spurul á líðan og heilsu fólksins í fjöl- skyldunni, frændfólks og vina. Einnig hafði hún sérstaklega mikla ánægju af því að gleðja okkur börnin með alls kyns hlutum sem hún kallaði lítilræði. Sérstaklega var okkur minnisstætt brosið og glampandi augun af gleði og væntumþykju þegar hún færði okkur börnunum þessar litlu gjafir sem okk- ur þóttu alls ekki litlar. Það má með sanni segja að við krakkarnir höfum verið heppin að njóta návistar ömmu á blómaskeiði ævi hennar, sem hún seinna kallaði sín bestu búskaparár, þ.e.a.s. búskap- urinn á Kollafjarðarnesi. Þannig veitti hún okkur ómetanlega innsýn inn í búskaparhætti og daglegt líf sveitamennskunnar á okkar bernsku- skeiði. Eftir að afi dó og við flest orðin full- orðin, þá má segja að við höfum kynnst ömmu á annan og nýjan hátt, þá við aðrar aðstæður. Heimsóknir okkar til hennar á Hólmavík, við sum hver þá komin með eigin fjölskyldur, veittu bæði okkur og henni ógleyman- legar samverustundir. Þó að aðstæð- urnar hefðu breyst, þá var það sama hlýjan og gestrisnin sem einkenndi hennar framkomu. Það var með ein- dæmum hvað svona öldruð kona hélt ávallt reisn sinni bæði í háttalagi og samtölum. Rétt eins og viðskilnaðurinn við ömmu þegar lagt var af stað frá Kollafjarðarnesi til Keflavíkur í minn- ingunni, þá er viðskilnaðurinn nú erf- iður og söknuðurinn sár. Eftir munu lifa með okkur fallegar minningar og mikið þakklæti til ömmunnar okkar, sem hvarvetna fylgdi sínu hlýja og einlæga hjarta á sinni löngu lífsævi. Sigrún Halldórsdóttir, Sigríður Kr. Halldórsdóttir, Alfreð Halldórsson, Valdimar Halldórsson. Það að hafa verið barn upp úr miðri síðustu öld hafði kosti sem börn í dag fara í mörgum tilfellum á mis við. Eitt af því sem lítið er þekkt á okkar tím- um er að senda börn í sveit, sumar- langt. Að hafa orðið þess aðnjótandi að fá tækifæri til að komast í sveit voru forréttindi. Einnig voru mikil forréttindi að fá tækifæri að vera hjá góðu fólki, fólki sem bar umhyggju fyrir sumarbörnum sínum, bar virð- ingu fyrir þeim og kenndi þeim að umgangast landið og dýrin af virð- ingu. Þannig heimili lenti undirrituð á, í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu, þá aðeins sex ára gömul og hafði aldr- ei farið að heiman. Hafði ekki séð nema eina manneskju á heimilinu, hana Siggu Alfreðs. En foreldrar mínir treystu þessu fólki fyrir barninu sínu og voru þau traustsins verð. Auðvitað komu tímabil þar sem sumarbarnið vildi helst fara heim, en þau tímabil gengu hratt yfir. Og það að hafa dvalið í sex sumur í sveitinni hjá Siggu og Alfreð segir bara eitt, að þar var gott fólk. Hún frænka mín sem ég kveð nú var mikil mektarkona, og hún og hennar fólk kenndu okkur börnunum að umgangast lífið og náttúruna með virðingu, en um leið fengum við ómet- anlega fræðslu í náttúrufræðum, sem lærðust á vettvangi og sýnikennslan var endalaus. Hún Sigga var alltaf vinnandi. Enda var stóru og mann- mörgu heimili að stjórna. Gestagang- ur var mjög mikill og í minningunni var ekki sá dagur að ekki kæmu gest- ir. Enginn kom að Kollafjarðarnesi án þess að fá kaffi, og ekki bara kaffi heldur veitingar af rausn. Aldrei heyrðist talað um að gestagangur væri of mikill eða vinnan við og kring- um gesti væri aukaálag, en sem full- orðin manneskja í dag geri ég mér grein fyrir þeirri geysilegu vinnu sem fólst í gestamóttökum. Þær mæðgur Sigga og Sigga Alfreðs voru mjög samhentar og geysilega dugmiklar, öðruvísi hefði þetta ekki gengið með þeim hætti sem raun bar. Eftir að sumardvöl minni lauk minnkaði sam- band mitt við sveitina, en alltaf frétti ég af fjölskyldunni. Síðustu ár reyndi ég að heimsækja Siggu á haustin áður en færð fór að spillast. Seinni ár var minnið farið að gefa sig og greinilega jókst það ár frá ári. En eitt var alltaf ákveðið í hennar huga þótt hún væri jafnvel illa áttuð á stað og stund, það var að gestirnir fengju kaffi og með því. Annað sem var einkennandi fyrir hana var að gefa hnyttin og markviss tilsvör, og því hélt hún líka, sem best kom í ljós þegar ég fór í mína árlegu heimsókn til hennar í október s.l., en þá sló hún jafnvel á létta strengi. Ég er ósegjanlega þakklát fyrir þá dag- stund sem ég átti með henni þá, hún var að vísu alveg orðin rúmliggjandi en þennan dag áttum við mjög skemmtileg samtöl og gátum rifjað upp gamlar minningar frá sumrunum á Kollafjarðarnesi. Ég kveð frænku mína Sigríði Sigurðardóttur með þakklæti og mun ég geyma góðu minningarnar frá barnsárum mínum á góðum stað í huga mér. Halla. Jæja, amma mín, núna ertu farin. Mér fannst það skrítið þegar ég var yngri og þú talaðir um það þegar þú yrðir farin. Mér er löngu hætt að þykja það skrítið. Núna þegar ég get ekki sofnað á kvöldin fer ég að hugsa um þig. Ég var á níunda ári þegar þú fluttir úr sveitinni. Ég man eftir baldurs- bránum í fjörunni, kúmenblómunum við tröppurnar, gráu kisu sem átti körfu í fjósinu, búinu í kastalanum og svo mörgu öðru. Við fórum alltaf beint í búrið og fengum að mala kaffi, það var svo gaman, þú leyfðir okkur það enda varstu svo mikil kaffikerling. Ég var ekki gömul þegar ég fór að drekka kaffi með þér, Sammi sagði að það væri eins og kálfaskol með svona mikilli mjólk, núna drekk ég svart eins og þú. Ég á svo margar minningar um þig, amma mín, við að baka kleinur, ég sneri bara við en þú gerðir allt hitt. Þú í berjamó með tínu og mjólkurbrúsa, hangikjötið í hádeginu á jóladag. Ég kom alltaf hlaupandi niður brekkuna og þú sást mig í eldhúsglugganum. Ég var bara sautján ára þegar ég eignaðist elstu dóttur mína Svanhildi. Þú passaðir hana oft meðan ég var að snúast í búðina, bankann og þesshátt- ar. Þú sauðst egg handa henni, spil- aðir við hana og hún lék sér að gler- kúlunni sem var undir sjónvarpinu. Eftir að ég flutti til Ísafjarðar töl- uðum við mikið saman í símann, alltaf lengst þegar vont var veður. Ég var svo fegin að geta komið heim og verið hjá þér síðustu dagana, setið hjá þér og haldið í höndina á þér. Elsku amma mín, nú veit ég að þér líður vel. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín Sigríður. SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.