Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ hefð hefur skapast við Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi að hver árgangur nemenda, undir fararstjórn kennara sinna, bregður sér til útlanda og kynnir sér hvað nágrannaþjóðir okkar eru helst að bralla á garðyrkju- sviðinu. Ferð þessi er farin að hausti til og hafa áfangastað- ir verið víðs vegar um Evrópu. Að þessu sinni var ákveðið að halda til Mekka garðyrkj- unnar, Hollands, og var farið frá Íslandi hinn 28. október síðastliðinn og kom- ið heim aftur 4. nóv- ember. Fyrirkomulag þessara ferða hefur verið með áþekku sniði í gegnum tíð- ina. Lögð er áhersla á að skoða sem mest á sem stystum tíma og að nemend- ur allra brauta Garðyrkjuskólans fái eitthvað við sitt hæfi en nú er kennt á fjórum brautum við skól- ann, garðplöntubraut, ylræktar- braut, skrúðgarðyrkjubraut og blómaskreytingabraut. Auk þátt- takenda frá Garðyrkjuskólanum var bryddað upp á þeirri nýbreytni að gefa þeim sem starfa við græna geirann einnig kost á því að koma með og nýttu nokkrir garðplöntu- framleiðendur sér þetta boð. Alls voru því um 50 manns í hópnum. Skipulögð dagskrá stóð frá mánudegi til föstudags og var allur hópurinn saman fyrstu tvo dag- ana. Á mánudegi var haldið rak- leiðis á stóra blómauppboðið í Alsmeer, rétt fyrir sunnan Amst- erdam. Þar eru seldar garð- plöntur, afskorin blóm og hráefni í blómaskreytingar. Í uppboðssaln- um eru fjórar gríðarstórar klukk- ur og fyrir neðan hverja klukku streymir inn stöðug halarófa af vögnum hlöðnum alls kyns plöntum. Salurinn er fullur af kaupendum sem fylgjast með hverri vagnarunu fyrir sig og bjóða í það sem þeir ágirnast. Upplýsingar um vöruna koma fram á viðkomandi klukku og var gestunum úr Garðyrkjuskólanum það ljóst að þarna þarf að hafa hraðar hendur auk þess sem heilabú kaupenda verða að virka hratt og vel. Þennan mánudag fóru rúmlega 4.600 vagnar af garð- plöntum inn í uppboðssalinn, upp- boðið hófst í bítið um morguninn og því var lokið vel fyrir hádegi. Afskornu blómin eru seld í öðrum uppboðssölum og eru salirnir þarna alls 4. Þegar plönturnar hafa verið seldar eru þær fluttar inn í gríðarstóran skála, alls 40 ha að flatarmáli, á svæði viðkomandi kaupanda. Ekki er laust við að ís- lenskir ræktendur finni til smæðar sinnar við það að koma inn í þenn- an skála, þarna mætti koma fyrir nokkrum Smáralindum. Næst var haldið til Utrecht og grasagarðurinn skoðaður. Hann er byggður í kringum gamalt varn- armannvirki sem Hollendingar reistu til að verjast hugsanlegri innrás Þjóðverja í landið. Því mið- ur virkaði virkið ekki sem skyldi, þegar stríðið brast á flugu óvina- vélarnar einfaldlega yfir það. Í dag hýsir virkið skrifstofur starfsfólks. Á þriðjudeginum var skoðaður skóli IPC í Ede, fyrir suðaustan Amsterdam. Skóli þessi sérhæfir sig í verklegri kennslu á tól og tæki. Garð- yrkjuskólar Hollands senda nemendur sína til IPC í viku í senn og læra þeir þar á sér- hæfð tæki sem skól- arnir sjálfir hafa hreinlega ekki efni á að liggja með. IPC rekur skóla sinn í góðri samvinnu við framleiðendur tækja og fá þangað nýjustu græjur á öllum svið- um og geta þannig boðið nemendum sín- um upp á bestu menntun sem völ er á hverju sinni. Einnig var litið inn í garðyrkju- skóla Helicon Opleijdingen í Nijmegen en sá skóli er öllu hefð- bundnari. Lokaáfangastaður dagsins var risastórt ,,garden center“ (sbr. Blómaval og Garð- heimar) og léttust pyngjur margra ferðalanga í jóladeildinni… Miðvikudag og fimmtudag héldu brautirnar hver sína leið. Garðplöntubraut ásamt garð- plöntuframleiðendum skoðuðu ýmis fyrirtæki á sínu sviði, svo sem rósastöð, trjáplöntustöð fyrir stór tré, garðplöntustöð sem sérhæfir sig í útflutningi plantna auk nokk- urra lítilla stöðva. Ylræktarbraut- in heimsótti grænmetis- og blóma- framleiðendur sem framleiða bæði fyrir innlendan og erlendan mark- að. Blómaskreytingabrautin brá sér í blómaverslanir og skoðaði fyrirtæki tengd blómaskreyting- um og framleiðslu. Skrúðgarð- yrkjubrautin skoðaði hallargarð Het Loo í Apeldoorn en það er gamall garður sem hefur verið mikið endurnýjaður á undanförn- um árum í upprunalegum barokk- stíl. Einnig skoðuðu skrúðgarð- yrkjunemar fyrirtæki landslags- arkitekta og skrúðgarðyrkju- meistara. Síðasta daginn var svo brunað á garðyrkjusýninguna NTV í Rai í Amsterdam. Sýning þessi er mikið stíluð inn á ylrækt og blóma- skreytingar en samt sem áður fundu þarna allir eitthvað við sitt hæfi. Sýningin er haldin í 11 stórum höllum og eru sýnendur frá öllum heimshornum. Hún stendur yfir í nokkra daga og kem- ur þarna mikill fjöldi gesta. Heimsóknir sem þessar eru ákaflega gagnlegar fyrir íslenska garðyrkjumenn. Með þessu móti kynnast þeir því sem er efst á baugi hverju sinni hjá nágrönnun- um og geta tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi hér heima á klak- anum. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur og fagdeildarstjóri garðplöntubrautar við Garðyrkjuskóla ríkisins. Námsferð Garðyrkjuskólans til Hollands VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 465. þáttur HINN 12. okt. sl. var hér í blaðinu stuttur frímerkjaþáttur um alþjóðasýninguna HAFNIA 01, sem danska, færeyska og græn- lenzka póststjórnin voru að hleypa af stokkunum fáum dögum síðar í samvinnu við samtök frímerkja- safnara í Danmörku. Nú er sýning- in að baki og því sjálfsagt að segja eitthvað frá henni í frímerkjaþátt- um Mbl. Af sjálfu sér leiðir, að einungis er unnt að greina frá hinu helzta, sem fyrir augu bar á HAFNIU 01. Sannleikurinn er líka sá, eins og svo oft hefur verið minnzt á, að enginn maður kemst yfir að skoða nákvæmlega allt það sýningarefni, sem er almennt til boða á frí- merkjasýningum, hvað þá á viða- miklum alþjóðasýningum, sem spanna nær allan heiminn. Þar ein- beita safnarar sér fyrst og fremst að áhugasviðum sínum, en láta annað mæta afgangi. Frímerkja- söfnun er líka orðin svo víðfeðm og jafnvel margbrotin, að safnarinn er – ef svo má orða það – nauðbeygður til að þrengja svið sitt sem mest. Þá koma upp alls konar sérsvið, sem einn þekkir vel, en annar síður eða jafnvel ekki. Er þetta svo sem svip- uð þróun og gerist í flestum grein- um nú á dögum sérhæfingarinnar. Áður en rætt verður almennt um HAFNIU 01, finnst mér sjálfsagt að geta þess, hvernig þeim íslenzku þátttakendum, sem sendu efni á sýninguna, reiddi af. Raunar var greint frá söfnum þeirra í síðasta þætti og eins kom stutt frétt hér í blaðinu, þegar dómar um söfn þeirra lágu fyrir. En ekki sakar að endurtaka þá dóma í þessum þætti. Safn Indriða Pálssonar, sem var í átta römmum og náði yfir íslenzkt frímerkjaefni frá 1836 – 1902, hlaut nú loks þau verðlaun, sem það að mínum dómi og margra annarra átti skilið löngu fyrr, stórt gull eða 96 stig (af 100 mögulegum) og auk þess sérstök heiðursverðlaun. Þau voru forkunnarfagur postulíns- diskur, Flora Danica, sem Køben- havns Philatelist Klub (KPK) gaf. Geta íslenzkir frímerkjasafnarar verið hreyknir af þessari niður- stöðu dómnefndar. – Sigurður R. Pétursson hlaut gyllt silfur (84 stig) fyrir svonefnt Tveggja kónga safn sitt, sem var í fimm römmum. Hefur Sigurður dregið margs kon- ar efni saman, sem sýnir vel notkun þessara frímerkja á gildistíma þeirra 1907 – 21. – Segja má, að safn það, sem undirritaður sýndi í fimm römmum, hafi ekki verið á þjóðlegu nótunum að því leyti, að efni þess, svonefnd tvílit frímerki, var sótt til dönsku herraþjóðarinn- ar frá árunum 1870 – 1905. Það hlaut stórt gyllt silfur (85 stig). Verður að álíta það góðan dóm og ekki sízt fyrir það, að hér var það sýnt á „heimavelli“, þar sem sér- fræðingar með mikla þekkingu á þessu sviði eru fjölmargir. Þá sýndi sá langyngsti í hópi okkar, Guðni Friðrik Árnason, minna- eða mótíf- safn sitt um ferðir og landafundi Kólumbusar í Ameríku, og hlaut fyrir stórt silfur (75 stig). Ekki má svo gleyma því, að Þjóð- skjalasafni Íslands var boðin þátt- taka í heiðursdeild, þar sem ein- ungis voru sýnd úrvalsefni úr þekktum frímerkjasöfnum. Mátti þar m. a. sjá ýmis fágæti úr safni Elísabetar II. Bretadrottningar, en það er komið frá afa hennar, Georgi V., sem var áhugasamur frímerkja- safnari. Lagði hann sig eðlilega eft- ir frímerkjum frá Stóra-Bretlandi og Brezku samveldislöndunum, enda er það langbezta safn, sem til er frá þeim svæðum. Hóf hann söfnun sína þegar á síðari hluta 19. aldar, meðan hann var hertogi af York. Þetta mikla safn er einka- eign ensku konungsfjölskyldunnar. Sem umboðsmaður Íslands varð ég þess mjög var, hversu sýning- arnefndin mat mikils að fá einstætt efni úr Þjóðskjalasafni okkar til sýningar meðal margra annarra fá- gætra hluta í þessari heiðursdeild. Þegar á allt er litið, held ég ís- lenzku sýnendurnir megi allir vel una við þá dóma, sem söfn þeirra fengu, enda oft við ramman reip að draga, þegar borið er saman við frábært efni úr mörgum áttum. Fyrir okkur vakti vissulega fyrst og síðast það að geta sýnt frændum okkar Dönum þá virðingu að taka þátt í gleði þeirra á merkisafmæli danskra frímerkja. Allt slíkt eykur á vináttu meðal þjóðanna, jafnvel þótt í hlut eigi þessir litlu „borg- unarmiðar“, sem við köllum frí- merki. Hér verður og að hafa í huga, að ekki fór heldur mikið fyrir íslenzkum sýnendum með alls 25 ramma af um 2300. Engu að síður hygg ég, að efni okkar hafi vakið nokkra athygli og þá ekki sízt söfn Indriða Pálssonar og Þjóðskjala- safnsins. Því miður læðist að mér sá grun- ur, að dregið geti úr þátttöku ís- lenzkra safnara á erlendum frí- merkjasýningum á næstu árum, ef engin ný söfn bætast í hópinn. Tveir sýnenda okkar að þessu sinni eru komnir á þann aldur, að gera verður ráð fyrir, að þeir fari að draga saman seglin. Að vísu standa vonir til, að nokkur söfn séu í upp- siglingu. Verður það áreiðanlega hlutverk núverandi stjórnar LÍF að örva frímerkjasafnara til áfram- haldandi dáða á þessum vettvangi, svo að þeir geti haldið uppi merki íslenzkra frímerkjasafnara á er- lendum vettvangi. Lítum annars örlítið á HAFNIU 01 og þau áhrif, sem sú sýning hafði á mig og þá aðra landsmenn, sem sóttu hana heim. Ekki hef ég ná- kvæma tölu á því, hversu margir skruppu héðan að heiman til þess að skoða sýninguna og það annað, sem þar var að sjá eða stóð mönn- um til boða til þess að bæta í söfn sín meðal fjölmargra kaupmanna og póststjórna. Lauslega áætla ég, að þeir hafi verið um 20. Vissulega fór ekki mikið fyrir þeim í þeim manngrúa, sem var flesta daga. Ég hygg, að það hafi verið samdóma álit okkar, að sýning þessi hafi ver- ið með ótrúlega gott og fjölbreytt efni, þótt efnisflokkar væru. Eins og fram hefur komið, var HAFNIA 01 haldin í Bella Center úti á Amager í Kaupmannahöfn. Var það í fjórða skipti frá 1976, sem Hafniu-sýning var haldin þar í þeirri glæsilegu sýningarhöll. Ekki þarf að lýsa fyrir þeim, sem til þekkja, hversu góðar aðstæður eru þar til sýningarhalds af hvaða toga sem er. Það, sem að mér sneri sem um- boðsmanni fyrir Ísland var með þeim ágætum, að betur varð ekki á kosið. Ég játa, að umboðsmanni var mikill vandi á höndum, þar sem núgildandi reglur mæla svo fyrir, að umboðsmenn eigi sjálfir að flytja sýningarefni landa sinna á sýningarstað og þá að sjálfsögðu að bera fulla ábyrgð á þeim flutningi á leiðarenda. Vissulega bar ég nokk- urn kvíðboga fyrir þessum þætti ferðarinnar. Hins vegar reyndist hann ástæðulaus, því að tollyfirvöld hér heima og eins í Danmörku tóku á öllu með ljúfmennsku, enda var séð um, að allir nauðsynlegir papp- írar væru í lagi. Ber þá ekki sízt að þakka það Toke Nørby, aðalum- boðsmanni Hafniu 01, og sýning- arnefndinni. Á sýningarstað var söfnum okk- ar vel tekið og þau sett upp í sýn- ingarramma hnökralaust. Þurfti ekki að gera neinar athugasemdir í því sambandi. Þá slapp umboðs- maður við öll óþægindi, sem nú orð- ið fylgja því, að sérstök nefnd hefur rétt til þess að láta opna sýning- arramma, ef hún hefur grunsemdir um, að í söfnum leynist óekta frí- merki eða jafnvel fölsuð umslög. Því miður hefur slíkt einmitt komið fyrir á síðustu árum, en oftast í al- geru grandaleysi eða af hálfu sýn- andans. Íslenzkir safnarar hafa verið blessunarlega lausir við grun- semdir af því tagi, að ég held. Má því segja, að umboðsmaðurinn hafi sloppið létt undan þeirri skyldu. Hins vegar ber umboðsmönnum að vera á sýningarstað, meðan dómar ganga, og geta svarað ýmsum spurningum dómenda og jafnvel gert athugasemd við dóma, ef þeir telja slíkt nauðsynlegt. Af þessu má sjá, að reynt er að koma í veg fyrir, að brögð séu höfð í tafli með sýningarefni og eins, að farið sé eftir öllum settum reglum. Í næsta þætti verður haldið áfram að ræða um HAFNIU 01. HAFNIA 01 að baki Jón Aðalsteinn Jónsson HAFNIA 01 í Bella Center. FRÍMERKI Kaupmannahöfn HAFNIA 01 Alþjóðafrímerkjasýning í Kaupmanna- höfn 16.–21. október til að minnast 150 ára afmælis danskra frímerkja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.