Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.11.2001, Qupperneq 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 55 HEFÐU Menningar- og friðarsam- tök ísl. kvenna (MFÍK) fordæmt árásarstríð Sovétmanna í Afganist- an 1979–89, sem kostaði milljón Afgana lífið og gerði 6,3 millj. að flóttamönnum, væri meira mark á þeim takandi nú, þegar þau for- dæma hnitmiðaðar loftárásir á víg- hreiður talibana og al-Qaeda. MFÍK liggja undir því ámæli að hafa tekið afstöðu með Austur- blokkinni í kalda stríðinu, beint hvössum spjótum að vesturveldun- um, en hlíft Gúlagveldinu við gagn- rýni. MFÍK höfðu ekki hátt um neyð Afgana í sovézku innrásinni. Nú kallar fulltrúi MFÍK það „sið- leysi“ að dreifa matarpökkum yfir Afganistan (Mbl. 18.10). Ásakar svo bandamenn fyrir að drepa og lim- lesta saklaus börn og spyr hvort Ís- lendingar séu hreyknir af því. Vita- skuld ekki, við finnum til með fórnarlömbunum, en grunum talib- ana um að stórýkja mannfall al- mennings til að róa undir gagnrýni á stríðsreksturinn. Þótt nokkur hörmuleg slysaskot hafi átt sér stað munu flestir upplýstir menn ala með sér von um að loftárásirnar skili tilætluðum árangri og valdi sem minnstu manntjóni meðal al- mennings. Í Júgóslavíu beindust loftárásir NATO að hernaðarlega mikilvæg- um skotmörkum. Þrátt fyrir af- drifarík og hneykslanleg mistök var mannfall óbreyttra borgara sáralít- ið miðað við flestar 20. aldar styrj- aldir. Það er markviss ásetningur bandamanna að hlífa almenningi í Afganistan. Nákvæm vopn munu stuðla að því. Fullyrðingum talib- ana um að á 3. hundrað óbreyttra borgara hafi fallið fyrstu 9 daga stríðsins, en talan hafi hækkað í 900 manns á þrem dögum (til 18.10.), tökum við með vantrú meðan þeir hafa ekki sýnt neinar mannabyggð- ir sem hafi orðið hart úti þessa þrjá daga. Ólíkt pakistönskum samtök- um sem sögðu 25 liðsmenn sína hafa fallið í Kabúl 22.10. og 85 við Mazar-e-Sjarif 9.11., hafa talibanar til 11.11. ekki viðurkennt neitt mannfall í eigin röðum, en hrópa um dauðsföll almennings. Þetta er ótrúverðugt, en gagnrýnendur bandamanna kjósa að trúa talib- önum. Ef tölurnar sjálfar stæðust var skýringin á 600 manna fjölgun á þrem dögum líklega sú að nýhafn- ar árásir á hersveitir talibana hafi skilað „árangri“. Ekki hlakka ég yf- ir því, en meðan talibanar kjósa fremur stríð en að framselja for- ystu al-Qaeda er þetta val þeirra sjálfra. Reyndar segjast þeir til- búnir að fórna 2 millj. mannslífa – hvar sem þeir fengu heimild til þess! Al-Qaeda er þeim greinilega meira virði en eigin þjóð, ef svo má segja, því að raunar eru herfor- ingjar talibana flestir erlendir. Friðarsinnar gleyma því að Chamberlain og franskir vinstri- menn tryggðu ekki „frið um vora daga“ þegar þeir friðmæltust við Hitler, heldur var það „haukurinn“ Churchill og aðrir þvílíkir sem inn- leiddu hálfrar aldar frið í álfunni með því að berja niður óhugnað nazismans með því eina sem dugði: hervaldi. Það er undarlegt hve margir á vinstri kanti eru óðfúsir að skjóta sjálfa sig og aðra í fótinn með því að gefa herskárri heimsvaldastefnu öfgamúslima færi á að vaxa og dafna á uppeldisstöðvum sínum í Afganistan. Jafnvel þótt MFÍK sjái auð- og hervald sem höfuðóvin gerir það ekki talibana eða al-Qaeda að bandamönnum sósíalista eða alþýð- unnar. Þeir eru ekki einu sinni vel- viljaðir eigin þjóð eins og sést á harðstjórn þeirra og kvennakúgun. Að grýta konur fyrir það eitt að sjáist í andlit þeirra er svo skelfi- legt ofbeldi að MFÍK á að renna blóðið til skyldunnar að fordæma það. Ef MFÍK vildu stuðla að friði hefðu þau skorað á talibana að framselja al-Qaeda, það hefði spar- að Afgönum þetta stríð. Hitt er alltjent heillavænlegt að MFÍK og aðrir hælbítar vesturveldanna geta ekki klúðrað þeirri uppbyggingu sem bandamenn eru ráðnir í að tak- ast á hendur í Afganistan, strax þegar sigur er unninn á afturhald- inu sem þar hefur ráðið ríkjum. Þótt ótrúlega hljómi eftir 22 ára stríðsástand mun senn koma betri tíð í landi Afgana. JÓN VALUR JENSSON, cand. theol., forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Um vanhugsaða gagnrýni á nauðsynlega stríðsaðgerð Frá Jóni Vali Jenssyni: AP Hermenn Norðurbandalagsins skjóta á talibana í Kunduz-héraði. Grein- arhöfundur segir þó að senn muni koma betri tíð í landi Afgana. SÁ ÓSKEMMTILEGI atburður átti sér stað laugardaginn 17. nóv- ember að fjórar 12 ára stúlkur urðu fyrir kynferðislegri áreitni fullorð- ins karlmanns í sundlaug á höfuð- borgarsvæðinu. Með stúlkunum í sundlaugarferðinni voru bekkjar- félagar þeirra en einn úr hópnum átti afmæli og fóru foreldrar hans með hópinn í skemmtiferð út fyrir bæinn sem endaði síðan í sundlaug- arferð. Í laugunum var fyrir hópur karlmanna en einn þeirra vingaðist fljótlega við krakkana og fór í bolta- leik við hópinn. Síðan þurfti að sel- flytja hópinn aftur heim og þá urðu fjórar stúlkur eftir. Þær fóru í heita pottinn þar sem þær þurftu ekki að vera tilbúnar strax og þar átti áreitnin sér stað. Þegar þær áttuðu sig á því að maðurinn, sem rétt áður hafði vingast við þennan barnahóp í skemmtilegum boltaleik, hafði eitt- hvað illt í huga flýttu þær sér upp úr. Hann hafði þá náð að snerta þær ósæmilega, sannarlega á þann hátt sem þær vildu ekki. Þetta út af fyrir sig er svo alvarlegt atvik að það eitt og sér er nóg til að athygli sé vakin á því, ekki síst þar sem vitað er að þetta er ekki einsdæmi. „Voruð þið ekki bara að brosa sætt til hans?“ En það sem er eftir á að hyggja líka grafalvarlegt eru viðbrögð starfsmanna í sundlauginni. Þar sem stúlkurnar komu miður sín inn í búningsklefann hittu þær fyrst fyrir tvær starfsstúlkur á miðjum aldri sem hlógu að æsingnum í þeim og sögðu strax að þetta væri nú varla svona mikið mál. „Voruð þið ekki bara að brosa sætt til hans?“ bættu þær við. Stúlkurnar fóru þá til vakt- manns sem sagði þeim að vera ekki svona dónalegar. Þær væru allt of reiðar og bað þær vinsamlegast að gera ekki svona mikið mál úr þessu og spurði svo: „Hvað viljið þið eig- inlega að ég geri? Á ég kannski að fara út og berja manninn?“ Og með þetta fóru stúlkurnar heim. Skilaboðin sem þessi tólf ára stúlkubörn fengu voru þau að þær ættu nú ekki að vera að gera svona veður út af smámunum og að þær ættu nú eflaust sinn þátt í því að maðurinn skyldi vilja snerta þær á þennan hátt. Þarna kristallast við- horf allt of margra til þessa sam- félagsmeins sem kynferðisleg áreitni er. Og hver ber þá ábyrgðina þegar nauðgun á sér stað? Getur ekki bara verið að fórnarlambið hafi brosað til nauðgarans áður en glæp- urinn var framinn? Það var vaðið með skítugum skónum yfir þessar barnssálir sem áttu sér einskis ills von. Mér dettur ekki í hug að börn á þessum aldri séu skyni skroppin. Hvolpavitið er komið og athygli hins kynsins er oft það sem er mest spennandi og ef- laust hefur sá leikur átt sér stað í hópnum sem var í skemmtiferð í sundlaugunum þennan dag. Fullorð- inn karlmaður átti hins vegar ekk- ert erindi inn í þann leik. Sem betur fer brugðust stúlkurnar reiðar við af því að þær hafa fengið þau skilaboð frá okkur foreldrunum að svona at- hæfi sé ekki í lagi. Því miður er ekki alltaf svo. Mig hryllir við tilhugs- uninni um það hvaða skaða slíkir glæpamenn valda, sannfærðir um að þeim sé ýmislegt leyfilegt af því að fórnarlambið hafi í raun gefið sitt leyfi. Samfélagið sendir misindis- manninum og fórnarlömbum hans því miður þau skilaboð enn þann dag í dag eins og þetta dæmi sann- ar. SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR ritstjóri. Kynferðisleg áreitni í sundlaugunum! Frá Sólveigu Baldursdóttur: Rauðagerði 26, sími 588 1259 Stærðir 36—48 - Visa - Euro - - Verið velkomin - Haust  Vetur  2001 á vönduðum dömu- og herrafatnaði í Rauðagerði 26 í dag, laugardag frá kl. 10 til 18 25—70% afsláttur Útsala Alltá að seljast afsláttur af öðrum vörum til jóla 25% O P I Ð M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8 L A U G A R D A G 1 1 - 1 6 S U N N U D A G 1 3 - 1 6 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram i l í í l afsláttur Sófarnir og relax stólarnir eru komnir VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.