Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN misseri hefur nostalgían eftir tísku og tónum ní- unda áratugarins verið allsráðandi og þess varla langt að bíða að hlið- artoppar og axlapúðar sjáist á hverjum manni. Það hlaut líka að koma að því að fólk fengi innblást- ur til lagasmíða frá þessum tíma. Hljómsveitinni Lace tekst óhugn- anlega vel að end- urskapa hljóðheim nýrómantíkurinn- ar með gamaldags hljómandi svuntu- þeysum, hetjugít- ar í bakgrunni, bergmálseffektum, og allskonar brögðum sem færa mann aftur í tímann. Upphafið á laginu „All or Nothing“ minnir hreinlega á Duran Duran, hljómborðsmillikaflinn í „Rush“ kallar fram nafnið Gary Numan úr langtímaminninu, o.s.frv. Ekki má gleyma umslaginu, leturgerðinni og titli plötunnar Zeitgeist, allt er sótt í sama stíl- færða útlitið. Jebb, árið er 2001 og við höfum eignast nýja Rickshaw – svona við fyrstu sýn. Platan byrjar vel á laginu „Auto- matic Life“, takturinn hægur og sígandi með sífelldri frestun á há- markinu og hljóðgervlarnir gefa því kuldalega og fjarræna áferð sem fellur vel að lífsþreyttri rödd- inni. „Elegy“ er svo yfirdrifið og ýkt að ég hafði lúmskt gaman af því, enda er laglínan leikræn og dramatísk, fyrst er byggt upp dul- arfullt frumskógarandrúmsloft og viðlagið er grípandi og nær að standa af sér ofveður hljómborða, gítars og fremur væminna bak- radda. Móeiður er skrifuð fyrir báðum þessum lögum en yfirleitt koma allir hljómsveitarmeðlimir við sögu við lagasmíðarnar. Arnar Guðjónsson á þó lagið „Premoni- tion“ og það er nokkuð frábrugðið, einungis leikið og gefinn nægur tími til að byggja lagið upp og hljómurinn hlýrri og afslappaðri. „Moon of Sacrifice“ má líta á sem tilbrigði Lace við „Hungry Like the Wolf“ en sýnir líka að það leik- ur rokk í höndunum á þeim, lagið hefst með látum og viðlagið er enn öflugra með gítarstefjum og vamp- írulegu ýli í hljómborðinu. Textinn er samt fáránlega uppskrúfaður – „Shine on you, moon of sacrifice … reflections of moonlight and myst in the air …“ og reyndar eiga allir textar plötunnar það sammerkt að vera tilgerðarlegir og innantómir. „Music in Silence“ hefst t.d. á lín- unni: „The poetry of your face, like music in silence“. Ef þetta er hluti af nýrómantísku stælingunni þá er svo sannarlega hugsað um allar hliðar. Lög eins og „Music in Silence“, „Last Kiss“ og „Sunday’s Bar“ eru fulltrúar verri hliðarinnar á þess- um kokteil af nýbylgju og nýróm- antík: staglkenndar laglínur sem vantar bæði spennu og grip og eru ofhlaðin og yfirkeyrð af fingraæf- ingum á hljómborðinu, gítarsveip- um, bakröddum og öllu sem yfir- leitt er hægt að fylla upp með, fyrir utan að vera ónauðsynlega löng. Og röddin í „Sunday’s Bar“ fer end- anlega offari í tilgerðinni með kumri og andstuttum hendingum. Stælarnir geta ekki borið þetta uppi og það vantar ærlega taug og sterkari grundvöll undir allt blúnduverkið. Lace hefur samt fest hendur á öðruvísi poppblöndu sem sker sig úr flestu sem maður heyrir í dag og þau skapa kuldalegan, silf- urglitrandi hljóm, eins og skauta- svell – en ísinn er næfurþunnur. Tónlist Yfirdrifið Lace Zeitgeist Smekkleysa Lace er ný hljómsveit og hana skipa Mó- eiður Júníusdóttir, söngur, bræður hennar tveir, Kristinn Júníusson á bassa og Guð- laugur Júníusson á trommur, Þórhallur Bergmann á hljómborð og Sindri Már Finnbogason á gítar. Arnar Guðjónsson á einnig gítarspretti á disknum. Valgeir Sigurðsson stjórnaði upptökum. Steinunn Haraldsdóttir Hljómsveitin Lace. AUTECHRE hafa löngum verið hetjur græjugrúskara og tæknó- hausa, þá sérstaklega þeirra sem vilja fá það fram- sækið og tilrauna- kennt. Dúettinn hefur líka verið ákveðinn braut- ryðjandi í nálgun- um við tæknóform- ið; sem lýsir sér í kaldri og vélrænni áferð, tilviljanakenndri taktnotkun og afar sértækum lagasmíðum. Þessi sýn þeirra á tónalandslagið hefur meira að segja lekið nokkuð út í meginstrauminn og flott þykir að geta vísað í verk dúettsins. Undanfarið hafa Autechre verið að færa sig nokkuð frá melódíunni og sveiminu, „lögin“ eru orðin óhlut- bundið rafhljóðadufl; ómengað og beint af harða diskinum. Þessi um- skipting sem hófst á síðustu plötu, LP5 (1998), hefur ef eitthvað er ýtt sveitinni meira úr í kant en áður hef- ur verið. Persónulega fannst mér þessar dimmur og snotru laglínur sem einkenna plötur eins og Chiastic Slide og Tri Repetae++ styrkja bandið en ég held að þessi þróun hér sé óhjákvæmileg; sérstaklega þegar um er að ræða vélbúnaðarvæna menn eins og þá félaga Booth og Brown. Confield er allrar athygli verð; Autechre er sannarlega einstök sveit og hér er ekki gefinn þumlungur eft- ir í listrænni umleitan. Vonandi bara að þessi einangrunarstefna verði sveitinni ekki að falli.  Tónlist Ískalt til- raunatæknó Autechre Confield Warp Sjötta breiðskífa hentitakts- smiðanna bresku. Arnar Eggert Thoroddsen Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette                                                    !      !       !        !          !          !      !        !       !      !        !        !         !        !       !        !              !                     !   """     # FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Lau 1. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Su 9. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann !!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Su 25. nóv kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 2. des. kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Su 2. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su. 2. des.. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í dag kl. 16 á Kirkjubæjarklaustri Í kvöld kl. 21 í Vík Sun 25. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Þri 27. nóv kl. 20.30 Fjölbraut Akranesi Fi 29. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI, 75. sýn Fö 30. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI ATH: túlkuð á táknmál !!! DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 1. des. kl. 20 - LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is $%& '%(      )* +, -''*- ./- ,- 0 -,1 23   4 "# $%     &    !  '   (%   &    45667899   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE 10. sýn. í kvöld kl. 21 - síðasta sýning UPPISTAND - Tveir Bretar frá FRINGE - Edinborgarhátíðinni fim. 29. nóv. fös. 30. nóv. kl. 21 - örfáir miðar eftir lau. 1. des kl. 21         $/- -'-. .$-556:9;9 % """           )                          !  <  * +$ '   !  , -  . $$!   % !/!$  $ $  (=%(% $  %   >(  ( 6;?6@%       47A86799 """ (                !"#$!"#%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.