Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 24.11.2001, Síða 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 59 Vesturgötu 2, sími 551 8900 Sixties í kvöld Nú er jólabúðin þíná tveimur stöðum Byggt og búið í Kringlunni og Smáralind Þú getur valið um tvo góða kosti til að nálgast nánast allt sem jólaundirbúningurinn krefst: Byggt og búið í Kringlunni og nýju glæsiverslunina í Smáralind sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Annað eins úrval af bökunar- og eldhúsvörum er vandfundið. Bjóðum ótrúlegt úrval af jólaseríum ásamt aukaperum og festingum - svo ekki sé minnst á allt jólaskrautið! Nýjar tegundir af seríum og skreytingum. Aðeins í Byggt og búið Fallega skreytt grenilengja með seríu. Óvenjuleg nýjung. Laufabrauðsjárn. Einstaklega fallegur íslenskur gripur sem gengur í ættir. Jólasveinahúfurnar frá Barðaströnd eru bæði þykkar og skjólgóðar Eldhúsvog á aðeins 25% afsláttur Fjöltengi á hálfvirði! Fyrir sex klær, með rofa. Verð aðeins 50 ljósa blómasería bæði inni og úti.Fallegur jólakrans með seríu 1.250 kr. 17 peru aðventuljós Þú sparar 1.472 kr. 4.416 kr. 244 kr. 495 kr. Fallegu jólasmákökuboxin kosta aðeins 699 kr. 993 kr. Þú getur eignast kostagripinn Kitchen Aid á 37.905 kr. Hakkavélin sem er ómissandi í smákökubaksturinn 1.000 kr. afsláttur Sígild 20 ljósa sería með 30% afslætti. Verð aðeins Ómissandi kökukefli 899 kr. Piparkökumót á hálfvirði! 99 kr. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN SÖNGSTIRNIÐ Britney Spears mun fara með hlutverk í nýjustu kvikmyndinni um njósnarann kyn- þokkafulla Austin Powers. Reynd- ar krefst hlutverkið ekki mikilla leikhæfileika þar sem Britney kem- ur fram sem hún sjálf í myndinni. Í þessari þriðju mynd um njósn- arann, sem mun bera nafnið Gold- member, reynir Powers sitt besta til að sænga hjá Spears en mun ekki hafa erindi sem erfiði, þar sem hún ætlar að vera hrein mey fram að brúðkaupi sínu eins og frægt er orðið. Spears er ekki eina söng- konan sem koma mun fram í mynd- inni því Beyonce Knowles, söng- kona Destiny’s Child, mun fara með hlutverk aðstoðarkonu Powers, Foxy Cleopatra. Breski leikarinn Michael Caine kemur svo fram í myndinni sem faðir Powers, sem eins og flestum er kunnugt er leik- inn af Mike Myers. Britney er að sögn í skýjunum yf- ir hinu nýja atvinnutilboði því hún er mikill aðdáandi fyrri Austin Powers-myndanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hún reynir fyrir sér á hvíta tjaldinu, því á næsta ári er væntanleg kvikmyndin Crossroads þar sem hún fer með eitt aðalhlutverkanna. Reuters Britney Spears í næstu Austin Powers-mynd Spears er að vonum kát með hlutverkið ÓGÆFULEG ÞRÁHYGGJA (Small Time Obsession) Spennumynd Bretland, 2000. Skífan, VHS. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Piotr Szkopiak. Aðalhutverk: Alex King og Juliette Caton. ÞAÐ besta sem nú gæti komið fyr- ir breska kvikmyndagerð væri að glæpamyndabylgjan sem tröllriðið hefur þarlendum kvikmyndaiðnaði tæki sér frí og notaði tímann til að hugsa sinn gang. Fyrir hverja Snatch eða Boondock Saints koma tíu myndir eins og þessi, lágkúruleg- ar, bundnar í klisj- ur; myndir sem hafa ekkert fram að færa annað en margtuggið við- horfið til glæpona og starfsemi þeirra; sömu inn- anflokkserjurnar og úrlausnirnar í mynd eftir mynd. Einhvern veginn ná þær þó oft að selja sig út á breska krimmastimp- ilinn. Kryddið sem myndin sem hér er á ferðinni bætir í uppskriftina er að hafa glæpamennina ungu af pólsku bergi brotna sem því miður er ekki nóg til að gera framvinduna áhugaverða. Forðist fyrir alla muni.  Myndbönd Pólskir bandítar í London TÆKIFÆRISSINNARNIR (The Opportunists) Spennumynd Bandaríkin, 1999. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og handrit: Myles Connell. Að- alhlutverk: Christopher Walken, Cyndi Lauper og Peter McDonald. ÞAÐ er dálítið vanþakklátt hlut- verk að vera aðdáandi leikarans Christophers Walkens. Flottari per- sónuleiki fyrirfinnst vart á hvíta tjaldinu en það er einnig staðreynd að maðurinn er vinnuþjarkur og virðist ekki gera of miklar kröfur til verkefnanna sem hann tekur þátt í. Myndin sem hér er á ferð er skýrt og dapurlegt dæmi um það en hún lýsir afskaplega sein- heppnu ræningja- gengi sem Vic (Walken) fer fyrir. Nýjasta ránsáætl- unin virðist ekki ýkja flókin en auð- vitað gengur allt á afturfótunum. Myndin leggur sig í líma við að veita innsýn í fjölskylduaðstæður sögu- hetjunnar en það, eins og svo margt annað, leiðir ekki til neins og óhætt er að fullyrða að án Walkens væri ekkert aðlaðandi við þessa kvik- mynd. Heiða Jóhannsdóttir Seinheppnir glæpamenn Heiða Jóhannsdóttir KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.