Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 61

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 61 Ljósmæður (Midwives) Drama Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Glenn Jordan. Aðalhlutverk: Sissy Spacek og Peter Coyote. ÓVEÐURSNÓTT eina verður ljósmóðir að taka örlagaríka ákvörðun: Til að bjarga lífi barns- ins sem hún er að taka á móti verður hún að hætta lífi móðurinn- ar við mjög óvenjulegar aðstæður. Barnið lifir en móðirin ekki. Það kemur ljósmóður- inni síðan mikið á óvart, og fjöl- skyldu hennar einnig, þegar hún ákærð fyrir morð. Þetta er í stuttu máli uppistaða hinnar allsér- stæðu réttarhalds- spennumyndar Ljósmæður. Umfjöllunarefnið er áhugavert; í raun er leitast við að skera úr um siðferðilega togstreitu sem lengi hefur fylgt manninum – er líf ófædds barns þess virði að lífi móðurinnar sé hætt? Nægir að líta til hugtaka á borð við keis- araskurðar, sem mér skilst að hafi orðið til á tímum Rómaveldis, þeg- ar barn var skorið úr kviði móður (henni sum sé fórnað) væri þar um að ræða tilvonandi keisara. En þótt umrædd kvikmynd byrji vel fellur hún í fyrirsjáanlegar tilfinn- ingaklisjur þegar á líður og áhorf- andinn tekur að missa áhugann á útkomu dómsmálsins. Leikarar standa sig þó með prýði. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Upp á líf og dauða ÞAÐ tók Pétur Einarsson hvorki meira né minna en sjö ár að fullvinna þessa fyrstu plötu sína. Hann hefur þó ekki setið tón- listarlega auðum höndum á þeim tíma. Sum laganna sem hér eru á boð- stólum hefur hann áður gefið út á prufudiskum sem náð hafa í útvarpsspilun. Einnig man ég eftir einu myndbandi við lag hans sem birst hefur í sjónvarpi, þau gætu þó hafa verið fleiri. Þar að auki hefur hann gert tvær heimildarmyndir um sjálfan sig sem frekar seinheppinn tónlistarmann og var önnur þeirra sýnd í Ríkissjónvarpinu ekki alls fyr- ir löngu. Myndir þessar bentu sterk- lega til þess að Pétur tæki sig ekki sérlega alvarlega sem tónlistar- mann. Prakkaralegur húmorinn hafður í fyrirrúmi og sjálfshæðnin á köflum drepfyndin. Þegar ég fékk diskinn í hendurnar var ég nokkuð viss að um væri að ræða áframhald á gríninu. Annað kom í ljós þegar ég tók diskinn til hlustunar. Þvert á móti er hér á ferðinni einlægt ballöðubúnt og fátt sem bendir til þess að Pétri sé hlátur í huga. Flest lögin byggjast á lágstemmdu kassagítarsdjammi með angurværu rauli Péturs yfir og allt um kring. Inn á milli koma svo rafmögnuð gítarsóló þegar karli er sérstaklega mikið niðri fyrir og sveimkenndir hljómborðstónarnir auka enn á hugljúflegheitin. Enskir textarnir eru þrungnir ást og mein- ingu. Allt er þetta stillt eftir ná- kvæmustu rokkballöðustöðlum og akurinn plægður fyrir pínlega syk- ursæta upplifun. En þegar allt kemur til alls þá eru þessar tónsmíðar Péturs flest allar til algjörrar fyrirmyndar. Fyrir utan einlægnina sem er sjaldheyrð og hressandi á þessum kaldhæðnu tím- um þá eru melódíurnar margar sér- lega góðar og ekki ólíklegt að þær hafi batnað á löngum vinnslutíman- um. Upphafslagið, „Fly Without“, er einstklega fallegt og mundi sóma sér vel sem kveikjaralag á risatónleikum með hvaða rokkbandi sem er. Reyndar er ekki alveg laust við að Pétur hafi tekið að láni úr „She’s Like The Wind“ sem Patrick Swayze kyrjaði forðum daga og stemmir það vel við textann í „Fly Without“. „In the Storm“ er að sama skapi fallegt. Textinn fjallar víst um þá sem eiga ekki í nein hús að venda og minna mega sín og kemst sá boðskapur vel til skila, hvort sem er í lagi eða texta. „Sheila“ er hressilegasta lagið og um leið það stysta á plötunni. Blóðheitar gítarfléttur í spænskum stíl. Á „Nothing“ kemur Jóhanna Harðar- dóttir Pétri til aðstoðar í bakröddum og ,,grúvar“ vel í frábæru lagi. „Weed“ er sömuleiðis allrar athygli vert þótt það sé kannski full keimlíkt „Nothing“. Þrátt fyrir fína frammistöðu er eitt og annað sem betur hefði mátt fara. Hljómborðssveimurinn verður á stundum full uppáþrengjandi og mettar lögin óþarflega mikið. Með það sagt hefði lagið „Colors“ mátt missa sín. Sömuleiðis missir Pétur stundum tökin í söngnum og nálgast það að vera hjákátlegur í mesta til- finningarembingnum. Ósungnu lög- unum í lokin er einnig ofaukið þar sem þau eru endurtekningar á öðr- um lögum á plötunni. Serenity er góð plata; einmenn- ingsverk í háum gæðaflokki. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að Pétur gæti gert enn betur með heilli hljóm- sveit þar sem samspilið fengi að njóta sín og hljóðfæraleikurinn fengi þá aukna dýpt. Einnig vil ég minnast á að plata er seld á aðeins 1.500 krón- ur út úr búð sem er hvalreki nú um stundir þegar maður er nánast hætt- ur að tíma því að kaupa nýjar plötur á okurverði. Tónlist Af fullri alvöru Peter Einarsson Serenity Eigin útgáfa Pétur Einarsson sér um allt á plötunni, hvort sem það snýr að söng, hljóðfæra- leik eða upptöku. Honum til aðstoðar við bakraddasöng eru Magnús Orri Gríms- son, Edda Borg Ólafsdóttir, Kristján Þór Guðmundsson og Jóhanna Dagrún Harð- ardóttir. Bragi Haraldsson leikur á raf- magnsgítar og Birgir Jóhann Birgisson á Hammond í Fly Without og Bjarni Svein- björnsson leikur á bassa í In the Eyes of Love. Birgir Jóhann Birgisson sér um upp- töku og hljóðblöndun á Fly Without. Pét- ur gefur sjálfur út. 50.32 mínútur. Heimir Snorrason „Serenity er góð plata; einmenn- ingsverk í háum gæðaflokki,“ segir Heimir Snorrason um nýja plötu Péturs Einarssonar. Heimir Snorrason segir að þegar allt komi til alls séu lagasmíðar Péturs Ein- arssonar til fyrirmyndar. Hundakeppnin (Best in Show) Gamanmynd Bandaríkin, 2000. Sam-myndbönd VHS. (90 mín.) Leikstjórn: Christopher Guest. Aðalhlutverk: Christopher Guest, Parker Posey o.fl. HÉR er á ferðinni skínandi gamanmynd sem slær flestum þeim myndum við sem komið hafa í kvikmyndahús borgarinnar á árinu. Christopher Guest (sem áhugafólki um gamanmyndir líður seint úr minni sem Nigel í hinni klassísku Spinal Tap) er potturinn og pannan í mynd þessari sem lýsir vonum og vænt- ingum ólíkra ein- staklinga sem eiga það sameiginlegt að stefna á fræg- ustu hundasýn- ingu Bandaríkjanna með gæludýr- ið sitt. Heimildarmyndaformið er notað á snjallan en jafnframt meitlaðan hátt, innsýn gefin í hin- ar fjölmörgu persónur í stuttum en hnitmiðuðum atriðum sem hvert er öðru fyndnara. Í raun er það handrit Guests sem stendur upp úr, ásamt frábærri túlkun allra leikara, því ekki má vanmeta það afrek að gera hundasýningu að því frábæra sjónarspili sem hér verður. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Gæðagelt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.